Þjóðviljinn - 12.05.1989, Qupperneq 16
t
að þeir óttuðúst að þá myndu
kaupmenn lokka ódýrt vinnuafl
frá bændum. Reynt var að setja
einokunarverslunina í rökrétt
samhengi við íslenskt samfélag
þess tíma. í samræmi við ríkjandi
hugmyndir í kaupmennsku þess
tíma var meiningin með einokun-
arversluninni sú að kaupmenn
fengju hér á landi sem mestan
‘gróða á sem stystum tíma við sem
minnsta áhættu og að þeir flyttu
verslunarhagnaðinn héðan allan
og gætu nýtt hann til eflingar
kaupskap og ríkisvaldi í Kóngsins
Kaupinhöfn. Því hefðu kaup-
menn haft lítinn eða engan áhuga
á fjárfestingu hér á landi og féllu
hér saman hagsmunir þeirra og
hagsmunir ríkra bænda og land-
eigenda hér á landi.
í samræmi við þessar verslun-
arhugmyndir og hugsjónir hins
konunglega einveldis, sem var
stjórnarformið frá 1662, var eðli-
legt að verslunin væri í sem föst-
ustum skorðum. Fast og óbreytt
verðlag var því ekki síður krafa
kaupmanna og konungs en ís-
lendinga.
Að hagsmunir íslands eins og
yfirstéttin skyldi þá og hagsmunir
einokunarkaupmanna féllu
prýðilega saman hefur þótt vera
nýstárlegasta hugmyndin í þess-
ari bók en þó hef ég enga gagn-
rýni heyrt á kenningu þessa sem
slíka, en eitthvert pot hefur átt
sér stað líkast því eins og þegar
köttur gengur í kringum heitan
graut. Hins vegar hef ég eignast
marga viðhlæjendur hennar
vegna. Ekki get ég ábyrgst túlkun
þeirra allra.
Um vistarbandið fjalla ég einn-
ig nokkuð ! bókinni Upp er boðið
ísaland. Niðurstaða mín var sú að
það hafi verið fullkomlega eðli-
legt form á skipulagi manna í
stöðnuðu landbúnaðarsamfélagi
fyrri alda. Það hafi veitt hjúum
öryggi samtímans því sem hús-
bændur fengu þá mjög ódýrt
vinnuafl. Þegar sjávarútvegur fór
að eflast hafði vistarbandið hins
vegar getað verið framförum
fjötur um fót; það gat hindrað
myndun fiskiþorpa með frjálsu
vinnuafli. Einkum var bannið á
lausamennsku á tímabilinu 1783-
1863 hér til skaða og var raunar
hin mesta tímaskekkja. (Annað
mál er að bannið var þverbrotið
enda í andstöðu við hagsmuni út-
vegsbænda og einnig sumra
sveitabænda).
Mikilvægari hindrun en vistar-
bandið á eflingu sjávarútvegs var
hins vegar að mati mínu sú versl- ■
unaráþján sem íslendingar
bjuggu við fram á seinni hluta
nítjándu aldar.
Andmæli við fyrr-
greindar kenn-
ingar
Það eru einkum tveir einstak-
lingar, sem gagnrýnt hafa ein-
hverjar söguskýringar mínar.
Annar þeirra er norski sagn-
fræðingurinn Arnved Nedhvitt-
ne, sem skrifaði grein um málið í
Historiskt tidskskrift í Noregi
1984. Það var þýtt á íslensku og
birt í Sögu 1985.
Meginatriðið í gagnrýni Ned-
hvittne að ég hefði ekki metið
réttilega markaðsmöguleika ís-
lenskra sjávarafurða erlendis á
einokunartímabilinu. Litlir
möguleikar hafa verið að selja
fleiri íslenskar sjávarafurðir fyrir
1750 en gert var. Markaðsmögu-
leikarnir hafa hins vegar batnað
mjög á síðari hluta átjándu aldar.
Því hafi verið tilgangslaust að
auka framleiðslu á íslenskum
sjávarafurðum fyrir 1750. Ne-
dhvittne komst að þessum niður-
stöðum með rannsóknum á sögu
Finnmerkur á sama tíma.
Ég svaraði gagnrýni hans í
sama hefti af Sögu eða árið 1985
og Nedhvittne hefur enga at-
hugasemd gert við það svar. Ég
benti á að í riti mínu hefði skýrt
komið fram að Hamborgarar
hefðu ráðið mörkuðum íslensku
skreiðarinnar fram til ársins
„Lykilorðið var að auka sem mest framleiðnina í landbúnaðinum og að ríkið ábyrgðist að framleiðslan skyldi
seljast."
1770. Sjóveldi Danaríkis hefði
verið svo lélegt að það hafði eng-
in tök á að markaðssetja íslensk-
ar afurðir erlendis lengi vel. Þetta
hafi því verið enn þá frekari vitn-
isburður um skaðsemi dönsku
einokunarverslunarinnar. Enn
fremur benti ég á mikinn vöxt í
fiskveiðum utan Danaveldis allt
frá seytjándu öld meðan fisk-
veiðar íslendinga stóðu í stað og
að nokkru marki einnig fisk-
veiðar Norðmanna.
Niðurstaðan úr umræðu okkar
Nedhvittne hlaut því að vera sú
að auka áhrif dönsku einokunar-
innar í lélegum vexti sjávarútvegs
. hér á landi og hugsanlega gera
þannig minna úr hlut fornfálegra
íslenskra samfélagshátta í því
samhengi.
Hin aðalgagnrýnin á doktorsrit
mitt kom fram nýlega, eða í Sögu
1988 í grein eftir Björn S. Stef-
ánsson. Hún fólst fyrst og fremst í
þvf að véfengja allar söguskýring-
ar í þá veru að fornir íslenskir
félags- og framleiðsluþættir og þá
einkum vistarbandið og afstaða
höfðingja hefðu á einhvern hátt
hindrað eflingu íslensks sjávarút-
vegs. Hér er Björn raunar einnig
að deila við fjölmarga aðra sagn-
fræðinga, sem greint hefur verið
frá hér að framan, en af einhverj-
um ástæðum nefnir hann aðeins
mig. Það er að sumu leyti furðu-
legt þar sem ég er fyrsti sagn-
fræðingurinn sem á síðari tímum
hef haldið fram að vistarbandið
hafi lengi vel verið fullkomlega
eðlilegt fyirirbæri.
Björn dregur einnig í efa þá
niðurstöðu í bók minni að einok-
unarverslunin hafi flutt verðmæti
frá sjávarútvegi til landbúnaðar.
Röksemdafærsla mín fyrir þessu
var tiltölulega einföld og er eigin-
lega óhrekjanleg: Kaupmenn
sigldu til íslands fyrst og fremst til
að kaupa fisk. Hann fékkst eink-
um á höfnum sunnanlands og
vestan. Til að tryggja öllum
landsmönnum jafnar siglingar
voru handhafar siglingarheimilda
á fiskihafnirnar jafnframt skyld-
aðir til að sigla á sláturhafnirnar
norðanlands og austan. En að
auki sýndi ég fram á með arð-
semisútreikningum að hagnaður
verslunarinnar átti fyrst og fremst
uppruna í fiskversluninni. En
fiskvörum var haldið niðri í verði
til að hægt væri að greiða hærra
verð fyrirlandbúnaðarafurðir.
Ekki er hægt að skoða þennan
verðmætisflutning einokunar-
kaupmanna frá sjávarbændum til
sveitabænda nema hafa um leið í
huga að allur þorri bænda, jafnt
til sjávar og sveita, voru arðrænd-
ir leiguliðar. „Hagnaðurinn“ af
þessum verðmætaflutningi kom
því aðeins endanlega landeigend-
unum til góða.
Birni tekst í raun og veru engan
veginn að véfengja þessar
augljósu staðreyndir um fiski-
hafnir og sláturhafnir einokun-
Skjaldarmerki Almenna verslunarfélagsins og Konungsverslunarinn-
ar síðari (1764-1787). í merkinu eru stafir Merkúrusar, guðs kaup-
mennskunnar, og þríforkur Neptúnusar, guðs sjómennskunnar. Yfir er
kóróna, sem tákn konungsverndar og konungseignar og býflugnabú,
tákn söfnunar verðmæta, fyrir neðan. Umgerðin er skorin í skelstíl.
Myndin er af trétöf lu, sem upphaf lega var fest á hús einokunarverslun-
arinnar á ísafirði en er nú geymd á Þjóðminjasafninu. Úr bók Gísla
Gunnarssonar: Upp er boðið ísland.
artímabilsins enda ekki mögu-
legt. Athugasemdir hans þar að
lútandi renna út í sandinn og þarf
ég hvergi að hafa fleiri orð um
þær.
Lunginn í grein Björns er vörn
fyrir landeigendur fyrri alda, sem
hann telur að hafa alls ekki staðið
gegn framfaraviðleitni í sjávarút-
vegi. Hér tekur hann einkum
dæmi af Ólafi Stefánssyi, amt-
manni og stiftamtmanni, fæddum
1731. Þessum efnishluta í grein
Björns hef ég svarað ítarlega í
grein í Morgunblaðinu 11. maí
1988, en mest öll grein Björns í
Sögu hafði áður birst í Morgun-
blaðinu (sem samþykkti ritstjóra
Sögu)! Á þessum vettvangi læt ég
nægja að vísa í þessa Morgun-
blaðsgrein mína og niðurstöðu
hennar, þar sem ég tel mig sýna
fram á að einstök framfarahyggja
breyti engu um kröfu höfðingja
almennt til að einoka vinnuaflið
og strandréttinn til veiða. Björn
hefur hvergi svarað þessum rök-
semdum en birti hins vegar um
mig persónulegan skæting sem
hann nefndi svar en sem hvergi
snerti umræðuna í reynd.
Ég tel mig þannig hafa svarað
þegar meginatriðum í grein
Björns í Sögu 1988 að undan-
skildum nokkrum efnislegum
smáatriðum. Mun ég svara þeim í
faglegu tímariti þegar sá tími
kemur.
Frjáls verslun og
hrungamla
bændasamfé-
lagsins
Atvinnu- og samfélagshættir
átjándu aldar héldust mjög
óbreyttir langt fram eftir nítjándu
öld. Áfram kúguðu landeigendur
leiguliða. Sterk andúð var á
eflingu sjávarplássa. Þrátt fyrir
formlegt afnám einokunarversl-
unar hélt verslunaráþjánin áfram
að vera löggild fram til ársins
1855. Selstöðuverslunin sem tók
við af einokunarversluninni bitn-
aði harðar á Norðlendingum og
Austlendingum en reyndin var
sunnanlands og vestan. Þar sem
fiskveiðar til útflutnings voru
meiri var samkeppnin milli kaup-
manna meiri. I raun og veru
versnuðu mjög verslunarkjör
sveitabænda eftir 1787, einkum
norðanlands og austan. En ein-
mitt þar fóru bændur fyrst að taka
málin í eigin hendur en slíkt var í
i raun og veru ekki mögulegt fyrr
en verslunarfrelsi var komið á
1855. Bændur við Húnaflóa
mynduðu á seinni hluta nítjándu
aldar sérstakt verslúfiarfélag og á
Norðurlandi hóf Gránufélagið
starfsemi sína. í kjölfarið kom
svo Kaupfélag Þingeyinga sem
stofnað var árið 1882.
f grein í Samvinnunni 1930
skrifaði Jón Gauti Pétursson um
verslun og árferði landbúnaðar-
ins í hundrað ár. Hann komst þar
m.a. að þeirri niðurstöðu að eftir
að bændur höfðu tekið verslun-
ina í eigin hendur þá hefðu vöru-
skiptakjör þeirra batnað stórum.
Landskuld,
leigur og sjálf s-
ábúð Helstu
breytingarnar
1800-1930
Eins og fyrr var vikið að röktu
þeir Björn Teitsson og Björn
Lárusson ítarlega þær breytingar
sem urðu á landskuld, leigum og
sjálfsábúð á nítjándu öld og
fyrstu áratugi tuttugustu aldar.
Verður stuðst við fyrrgreindar
bækur þeirra í frásögn minni hér
á eftir.
Á áratugnum fyrir og eftir
aldamótin 1800 voru jarðir bisk-
upsstólanna seldar. Jókst sjálfs-
ábúð þá nokkuð þótt margar
jarðanna lentu í höndum stór-
eignamanna. En sjálfsábúð jókst
enn þá meir af þeirri ástæðu að
embættismenn voru í vaxandi
mæli háskólamenn og komu ekki
endilega lengur úr röðum jarð-
eigendanna. Því gat jarðeigend-
astéttin ekki lengur viðhaldið sér
í sama mæli og áður með því að
taka konungsjarðir og sýslur að
léni. Jarðeignir fóru því að
dreifast meir en áður vegna
erfða.
Um 30% bænda bjuggu í sjálfs-
ábúð um 1850. Það vár talsverð
aukning frá átjándu öldinni þegar
aldrei meir en 8,% bænda bjuggu
á eigin jörðum. Hér er átt við
tölur fyrir landið allt.
En við lok aldarinnar fór sjálfs-
ábúð mjög að aukast, einkum
eftir að heimastjórn komst á 1904
og samþykkt voru lög um sölu
ríkisjarða. Margar þessara ríkis-
jarða voru upphaflega kirkju-
jarðir en með sérstökum lögum
var launakjörum presta breytt og
þeir fóru að fá föst laun úr ríkis-
sjóði í stað þess að þiggja laun
fyrst og fremst í formi landskulda
og leiga. Yfirtók þá ríkissjóður
kirkjujarðirnar.
Sjálfsábúðarhugmyndin var
gömul erlendis og má rekja allt til
átjándu aldar. Hún tengdist
raunar upphafi kapítalískra at-
vinnuhátta. Þannig var talið
æskilegt að hvert bú væri rekið
sem líkast fyrirtæki þar sem
bóndinn væri ábyrgur fyrir því
sem einkaeigandi þess. Á nítj-
ándu öld var víðast ríkjandi sú
hugmyndafræði að bú væri land-
stólpi og bóndi bústólpi og því
skuli hann virður vel.
Aukning sjálfsábúðar hófst
raunar seinna á íslandi en víðast
var annars staðar í Norður- og
Vestur-Evrópu. Þegar hún hófst
var hún ekki réttlætt fyrst og
fremst með efnahagslegum rök-
um heldur sögulegum og rómant-
ískum.: Sagt var að landnemar
íslands hafi upphaflega verið
sjálfseignarbændur. Síðar hafi
jarðirnar lent í höndum kirkju,
höfðingja og Dana. Með afnámi
leiguábúðar væri þannig verið að
endurreisa gullöld íslensks land-
búnaðar.
Margt fór þannig saman:
Efling sjálfsábúðar, efling
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. maí 1989