Þjóðviljinn - 12.05.1989, Page 18
Stöðugt verða fregnir af um-
hverfiseyðingu og hrörnandi
lífsskilyrðum meira áberandi í
fjölmiðlum: mengun loftsins
eyðir ósonlaginu og veldur
gróðurhúsaáhrifum, mengun
sjávar veldur þörungaplágu,
seladauða og eyðingu lífs í
sjónum, mengun í jarðvegi
veldur skógardauða og eitrar
grunnvatn og eyðir lífi í ám og
vötnum. Það er sama hvert er
litið í heiminum, alls staðar er
mönnum nú að verða Ijóst, að
umhverfisvandinn er að verða
eitt meginviðfangsefni stjórn-
málanna. Iðnríkin standa í
þessum efnum frammi fyrir
sama vanda og þróunar-
löndin. Þar er enginn undan-
skilinn. Rót vandans liggur
ekki bara í offjölgun mann-
kyns, heldur ekki síst í fyrir-
hyggjulausri tækni- og iðn-
væðingu, þar sem skynsemin
víkur fyrir skammtímahagnaði
á kostnað komandi kynslóða.
Til þess að ræða þessi mál
heimsóttum við Þorleif Einars-
son jarðfræðing og formann
Landverndar, sem verið hefur
einn ötulasti baráttumaðurinn
fyrir því hér á landi að við sýnum
náttúrunni virðingu og umgöng-
umst hana af þekkingu en ekki
fyrirhyggjuleysi. Við ræddum um
þennan vanda í alþjóðlegu sam-
hengi, en einnig eins og hann snýr
að okkur íslendingum sérstak-
lega. Og við byrjuðum á því að
spyrja hvernig hin stóru umhverf-
isvandamál úti í heimi snerta
okkur íslendinga sérstaklega?
Keðjuverkandi
áhrif
Mörg stærstu umhverfisvand-
amálin taka til jarðarinnar allrar,
og þar er enginn undanskilinn.
Þau vandamál eiga hins vegar
gjarnan rót sína hjá hinum ofur-
iðnvæddu þjóðum, sem sjást ekki
fyrir í því að ganga á lífsgæða-
forða náttúrunnar. Við sjáum
þessi alþjóðlegu áhrif bæði í at-
burðum eins og Tsjernóbylslys-
inu og ósongatinu en einnig í
fyrirbærum eins og fækkun eða
útrýmingu einstakra dýrateg-
unda. Lítum til dæmis á farfugl-
ana sem við þekkjum: þegar þeir
fara héðan til vetrardvalar lenda
þeir gjarnan á eitruðum ökrum
eða í hættulega menguðum ám,
vötnum eða votlendi. Mengaða
vatnið drepur lífverur neðar í
fæðukeðjunni, og þannig verður
fæðuskortur hjá fuglunum og
fækkun innan hverrar tegundar.
Á nákvæmlega sama hátt hefur
þurrkun mýrlendis hér á landi
haft áhrif á afkomu vaðfuglanna
og sennilegasta ástæðan fyrir því
að keldusvín sést varla lengur hér
á landi er sú að kjörlendi þess
hefur horfið vegna landnýtingar.
Rússar hafa nýlega lýst yfir á-
hyggjum sínum af áætlunum
Rúmena um að þurrka upp alla
óshólma Dónár. Ástæðan er sú,
að þá munu trönurnar, þjóðar-
einkenni Rússa, hverfa. Jafnvel í
þessu miðstýrða landi, þar sem
hefð er fyrir því að fela upplýsing-
ar, eru menn farnir að taka við
sér.
Iðnvæddur
landbúnaður
Það er ekki bara iðnaðurinn
sem hefur raskað lífkeðjunni,
landbúnaðurinn á þarna líka sök?
Já, vélvæðing í landbúnaði hef-
ur eyðilagt kjörlendi margra
fugla og dýra. Með stórvirkari
vélum voru akrarnir stækkaðir og
skjólbeltin eyðilögð. Skjólbeltin
á ökrum Evrópu hafa verið kjör-
lendi margra fugla og dýra. Þessir
stóru akrar kalla líka á ofnotkun
áburðar og lyfja. Þannig mengast
grunnvatnið og keðjuverkunin
heldur áfram. Lítið dæmi um
þessi áhrif eru örlög storksins,
sem er að hverfa. Storkurinn þarf
froska til þess að geta lifað.
Froskum hefur hins vegar stór-
lega fækkað vegna ofnotkunar á
lyfjum gegn illgresi og skordýr-
um.
Áburðarnotkunin í iðnríkjun-
um er svo óhófleg, að grunnvatn í
þessum löndum er meira og
minna orðið ónýtt vegna nítrat-
mengunar. Þannig eru t.d. 2/3 af
öllum brunnum í Danmörku
orðnir ónýtanlegir vegna meng-
unar. í Evrópu sjáum við nú aug-
lýst tæki til heimabrúks, sem
menn geta sett á vatnskranann
hjá sér til þess að mæla magn nítr-
ata og fosfata í neysluvatni. Nítr-
atmagnið gefur svo til kynna fylg-
iefni sem koma af skordýraeitri
og lyfjagjöf og aukast með auknu
nítratmagni. Ástæðan fyrir því að
fólk er farið að kaupa svona tæki
er sú, að það treystir ekki yfir-
völdum lengur; opinberir aðilar
draga það í lengstu lög að láta vita
af hættunni.
Lausnin á þessum vanda hefur
verið sú að loka brunnunum og
taka djúpvatn úr borholum. En
það er bara tímaspursmál hvenær
mengunin nær þangað niður, og
þá sjá menn fram á skort á ó-
menguðu neysluvatni.
í Hafnarfirði eru menn nú að
hugsa um að setja upp bæði ösku-
hauga, malbikunarstöð og annan
iðnað á holu hrauni sem er yfir
einu gjöfulasta vatnsbóli hér á
landi. Þarna er verið að eyði-
leggja gullnámu, því vatn verður
fyrirsjáanlega útflutningsvara
innan tíðar.
Vatnsmengun
á íslandi
Er ekki víðar pottur brotinn í
vatnsbúskap okkar íslendinga?
Jú, og verst er hvað við vitum
lítið um vatn hér á íslandi. Hins
vegar er það staðreynd að neyslu-
vatn í Reykjavík er stundum svo
mengað, einkum í leysingum, að
það er ekki neysluhæft. Neyslu-
vatnið í Reykjavík er að mestu
tekið úr opnum sprungum -að
vísu er sú stærsta yfirbyggð- en
mér er ekki kunnugt um að reglu-
lega sé fylgst með hreinleika
vatnsins hér á kerfisbundinn hátt.
Víða á blágrýtissvæðinu hér á
landi notast menn við yfirborðs-
vatn úr uppistöðum sem bæði
búfénaður og fugl komast í. Fugl-
inn er alinn á úrgangi frá fisk-
vinnslunni og sláturhúsunum og
mengar síðan vatnið þannig að
þessi fyrirtæki eru rekin á undan-
þágu vegna gerlainnihalds
neysluvatnsins. Menn taka orðið
þessa undanþágu sem sjálfsagt og
eðlilegt ástand, því íslenska
stjórnkerfið virðist óvirkt þegar
til aðgerða kemur. Það veitir
bara undanþágur. Mér er kunn-
ugt um það að gosdrykkjaverk-
smiðja í Reykjavík, sem fram-
leiðir drykki á erlendu leyfi, hef-
ur fengið aðvaranir erlendis frá,
vegna þess að framleiðslan hefur
mælst óneysluhæf samkvæmt er-
lendum stöðlum vegna mengunar
vatnsins.
Það er athyglisvert að við, sem
erum matvælaframleiðendur,
skulum sáralítið hafa gert til að
athuga aðstæður hvað þetta varð-
ar og ennþá minna til þess að
bæta ástandið. Við látum allt frá-
rennsli óhreinsað í sjóinn og los-
um sorp á opin svæði þar sem
fuglar komast í og segjum svo að
hér sé hreint land og fagurt.
Matvæla-
framleiðsla
og mengun
Þetta skiptir vœntanlega máli
fyrir matvœlaframleiðslu okkar í
framtíðinni?
Jú, það liggur í augum uppi, að
um það verður spurt í æ ríkari
mæli, hvort íslensk matvælafram-
leiðsla búi við hreint vatn, hreint
umhverfi og hreinan sjó. Við
höldum þessu gjarnan fram í há-
tíðarræðum, en í raun og veru
veit það enginn. Islensk
stjórnvöld geta ekki enn sem
komið er gefið rétt svör um um-
hverfi íslenskrar matvælafram-
leiðslu. Þetta á bæði við um
ástand neysluvatns ogsjávar. Við
höfum heldur ekkert eftirlit með
því, hvort eiturefni séu losuð í
hafið hér í grennd. Eina leiðin
fyrir okkur til þess að komast að
slíku er í gegnum samtök eins og
Greenpeace. Við megum vera
þeim þakklát fyrir það starf sem
þeir hafa unnið við að upplýsa
almenning um losun eiturefna í
hafið. Almennt má segja að nátt-
úruverndarsamtök gegni forystu-
hlutverki hvað varðar upplýsing-
amiðlun um mengun. Stjórnvöld
taka yfirleitt ekki við sér fyrr en
slysin eru orðin. Ef geislavirku
efnin losna úr kafbátnum sem
sökk við Bjarnarey fyrir
skömmu, þá munu þau berast
hingað á innan við tveim árum.
Það yrði væntanlega dauðadóm-
ur yfir útflutningi sjávarafurða
héðan. Og við vitum að ísland er
ekki byggilegt án sjávarútvegs...
Súra regniö
En svo við snúum okkur að
öðru, í allmörg ár höfum við heyrt
sögur afsúru regni sem eyðileggi
skóga. Nú er eins og áhyggjur
manna afþessu hafi eitthvað dvín-
að, allavega er þetta vandamál
ekki eins mikið í fréttunum
lengur. Hvað veldur?
Þetta er eitt dæmi um það
hvernig tæknin hefur tekið völdin
af skynseminni. Súra regnið er
vaxandi vandamál en ekki
minnkandi. Það stafar af sí-
aukinni brennslu forns lífræns
eldsneytis, olíu og kola. Bílaum-
ferð, orkuver og önnur brennsla
skapar úrblástur með brenni-
steinssúru lofti. Þetta brenni-
steinssúra loft fellur svo til jarðar
með regni og sýrir jarðveginn. í
barrskógabeltinu er jarðvegurinn
súr fyrir af völdum barrtrjánna.
Þar er jarðvegurinn veikari fyrir
þessum áhrifum, og þar segja þau
fyrr til sín. Ekki bara í trjádauða,
heldur veldur þetta líka súrnun
vatna, fiskidauða og mengun
vatnsbóla. f laufskógabeltinu er
vandinn líka til staðar, en þar er
jarðvegurinn ekki súr, og því þarf
margfalt meiri súrnun þar til þess
að áhrifanna verði vart. Engu að
síður hafa lauftré einnig dáið þar
af þessum völdum.
I V-Þýskalandi hafa menn gert
sér betur grein fyrir þessum
vanda en annars staðar, m.a.
vegna upplýsingastarfsemi nátt-
úruverndarsamtaka. Þar hafa
menn m.a. gert sér grein fyrir því
að bílaumferðin á þarna stóran
hlut að máli. Vitað er að eitrunin
í andrúmsloftinu stóreykst með
auknum ökuhraða. Engu að
síður er V-Þýskaland eina landið
í Evrópu sem ekki býr við tak-
markaðan ökuhraða á hraðbraut-
um nú. Ástæðan er einungis ein:
bflaframleiðendurnir hjá Daiml-
er-Benz, Volkswagen, Opel og
Ford í Þýskalandi telja hraða-
hindranir standa sér fyrir þrifum,
því þær gera kraftmikla glæsi-
vagna ekki lengur eftirsóknar-
verða. Veldi þessara fyrirtækja í
V-Þýskalandi er svo mikið að
skynsemin fær ekki að ráða.
Þetta dæmi, sem er aðeins eit.t af
mörgum, sýnir okkur að
skammtímahagsmunir fjár-
magnsins eru hættulegir um-
hverfinu.
Annað viðhorf er ekki síður
hættulegra: að fela vandann og
láta sem hann sé ekki til staðar.
Tré sem eru að deyja eru um-
svifalaust hoggin, bæði til þess að
nýta þau, en líka til þess að fela
það sem undir býr: helsjúkan
jarðveg sem smám saman mun
breytast í eyðimörk með áfram-
haldandi þróun. Því það er nær
ógerningur að afsýra jarðveginn.
Til þess þarf ókjör af kalki, og
það er tæknilega illframkvæman-
legt að bera það á skógana. Þetta
vandamál verður ekki leyst nema
með því að takmarka brennslu
jarðolíu og kola og með því að
hreinsa úrblástur. Á meðan
menn geta ekki einu sinni hugsað
sér að takmarka umferðarhraða
vegna þessa vanda er einsýnt
hvert stefnir.
Regnskógarnir:
lungu jaröarinnar
Annar vandi sem mikið hefur
verið á dagskrá síðustu árin er
eyðing regnskóganna. Hvaða
þýðingu hefur það mál fyrir okk-
ur?
Súrefnið í andrúmsloftinu sem
við öndum að okkur og sem öll
brennsla byggist á er allt framleitt
af plöntum með ljóstillífun. Mest
af súrefnisframleiðslu á jörðinni
á sér stað í regnskógabeltinu.
Eyðing þessara regnskóga mun
draga úr lífsskilyrðum á allri jörð-
inni.
Talið er að á undanförnum 20
árum eða svo hafi a.m.k. 10%
Amazónregnskóganna verið
eytt, en það er stærsta regnskóga-
svæðið sem enn er varðveitt á
jörðinni. Fyrir tveim árum lá á
borðinu hjá Alþjóðabankanum
umsókn frá Brasilíu um lán vegna
virkjanaframkvæmda á þessu
svæði. Til þess að ná hagkvæmri
stærð fyrir þessar virkjanir þurfti
að leggja skóg undir vatn sem var
að flatarmáli eins og tvö og hálft
ísland. Virkjanirnar hefðu auk
þess opnað nýjar flutningslínur
fyrir harðvið, sem nýttur er á
þessum slóðum í ríkum mæli. All-
ur harðviður er hægvaxta og nýt-
ing hans veldur eyðingu. Norræn
náttúruverndarsamtök komust
að þessari lánsumsókn, og beittu
sér fyrir því að henni yrði hafnað.
Svo vill til að fulltrúi Norðurland-
anna í stjórn Alþjóðabankans er
nú Jónas Haralz. Fulltrúar Land-
verndar höfðu því samband við
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra og greindu honum frá mál-
inu og væntanlegum tilmælum frá
hinum Norðurlöndunum. Við
fórum fram á það að hann beitti
sér gegn lánsumsókninni, og að
krafist yrði nafnakalls við af-
greiðslu málsins. Ástæða þess var
sú að í reynd hafa ríkisstjórnir í
leynilegum atkvæðagreiðslum oft
greitt atkvæði gegn yfirlýstum
vilja vegna stundarhagsmuna.
Eftir því sem ég best veit leiddi
þetta til þess að lánsumsókn
Brasilíustjórnar var hafnað. Hún
hefur lýst því yfir að hér sé um
frekleg afskipti af innanríkismál-
um Brasilíu að ræða, að hún hafi
fullan rétt til þess að eyða þeim
skógi sem framleiðir 10% súrefn-
isins á jörðinni. En þetta er ekki
einkamál Brasilíustjórnar. Eyð-
ing regnskóganna eykur á þann
vanda sem fyrir er vegna koltvís-
ýringsmengunarinnar og óson-
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. maí 1989