Þjóðviljinn - 12.05.1989, Page 19
Þorleifur Einarsson
talar út um
umhverfisvandann
Mynd: Jim Smart
1985, var gerður samningur við
Hval hf. um veiðar í 4 ár til 30.
des. 1989. Með þessum samningi
var ákveðið að fórna litlu fyrir
mikið, þ.e. hagsmunum hrefnu-
veiðimanna fyrir hagsmuni Hvals
hf. Hrefnuveiðar falla undir
hefðbundinn búskap á norður-
slóð og hefðu ekki vakið gagnrýni
erlendis. Öðru máli gegnir um
veiðar á flökkuhvölunum.
Þessir hagsmunir Hvals hf.
hafa síðan í fjölmiðlum verið
túlkaðir sem sjálfstæðismál ís-
lensku þjóðarinnar, og með
linnulausum þjóðrembuáróðri í
fjölmiðlum er þjóðin nú farin að
trúa á blekkingarnar og horfa
framhjá staðreyndunum. Að
mínu viti eiga fjölmiðlarnir
stærstu sökina á því hvernig kom-
ið er í þessu máli. í stað þess að
spyrja spurninga og kanna sann-
leika málsins hafa þeir látið mata
sig á blekkingum og borið þær
gagnrýnilaust á borð fyrir fólkið í
landinu.
Eyðing hvalastofnanna myndi
ekki breyta lífsskilyrðum á jörð-
inni með sama hætti og eyðing
regnskóganna, vegna þess hve of-
arlega þeir eru í fæðukeðjunni.
Ekki frekar en eyðing geir-
fuglsins. En hún mundi gera jörð-
ina fátækari. Þess vegna hefur
baráttan fyrir verndun hvala-
stofnanna líka táknrænt gildi. Og
við eigum bara eina jörð.
-ólg
eyðingarinnar. Þetta eru sam-
verkandi þættir sem skapa meðal
annars gróðurhúsaáhrifin. Við
erum háð þessu ekki síður en aðr-
ir. Ef ósongatið yfir Norður-
heimskautinu stækkar þá nær það
til okkar. Þetta dæmi sýnir okkur
hvílík nauðsyn það er fyrir okkur
að taka þátt í alþjóðlegu sam-
starfi um umhverfisvernd.
Vanrækt alþjóða-
samstarf
Hróður okkar á þeim vettvangi
hefur vístfarið nokkuð dvínandi á
síðustu árum?
Já, og það er ekki bara vegna
rangrar stefnu í hvalamálinu. Við
höfum til dæmis ekki tekið þátt í
því merka starfi sem unnið hefur
verið á vegum Gro Harlem
Brundtland-nefndarinnar hjá
Sameinuðu þjóðunum. Nefnd
þessi skilaði frá sér merkri
skýrslu, „Our Common Future“
(Sameiginleg framtíð mann-
kyns), sem kynnt var í London í
apríl 1987. Síðan var boðað til
alþjóðlegrar ráðstefnu um þessa
skýrslu í Stokkhólmi, þar sem
saman voru komnir m.a. umy
hverfismálaráðherrar frá 20-30
löndum auk forstöðumanna allra
stofnana Sameinuðu þjóðanna,
fulltrúa frá hinum stóru náttúru-
verndarsamtökum í heiminum og
fleiri aðilum. íslensk stjórnvöld
áttu engan fulltrúa á þessari ráð-
stefnu. Það vildi hins vegar svo til
að ég var kallaður til af skipuleg-
gjendum ráðstefnunnar til þess
að sitja þar í nefnd sem sérfræð-
ingur í jarðfræði og umhverfism-
álum með tilliti til mannvirkja-
gerðar og landnýtingar. Svíar
höfðu ekki fundið slíkan mann í
sínum röðum, og ég var því kall-
aður til, fjórum dögum áður en
ráðstefnan hófst. Sendiherra ís-
lands í Stokkhólmi var boðið að
vera viðstaddur setningu ráð-
stefnunnar. Hann átti orðastað
við mig fyrir utan ráðstefnuhúsið
við setninguna og talaði um
dónaskap Svía að flagga ekki ís-
lenska fánanum eins og fánum
annarra þátttökulanda. Eg sagði
honum að ég væri ekki fulltrúi
íslands á þessari ráðstefnu, ég
gæti eins verið frá Uganda þess
vegna. Sendiherrann yfirgaf ráð-
stefnuna í fússi eftir að Ingvar
Carlsson hafði sett hana með hát-
íðlegri athöfn.
Ég held að þetta atvik sé dæmi-
gert. Afskiptaleysi okkar af al-
þjóðlegu samstarfi um umhverf-
isvernd er til vansa. Og þó eigum
við fólk með þekkingu á þessum
efnum, sem gæti haft margt fram
að færa í alþjóðlegu samstarfi.
Við höfum ekki efni á því að haga
okkur eins og við séum einir í
heiminum.
Hvalamálið
Og þá erum við líklega komnir
að hvalamálinu?
Jú, flökkuhvalirnir eru auð-
lind, sem við eigum sameiginlega
með öðrum þjóðum. Af óþekkt-
um ástæðum koma þeir á tak-
markað svæði hér við ísland á
hverju sumri. Héðan fara þeir til
Vestur-Indía á haustin. Þessir
hvalastofnar eru einnig veiðan-
legir í Iögsögu Spánverja, Portúg-
ala og Vestur-Indía í Karíbahaf-
inu. Veiðar á þessum flökku-
hvölum voru bannaðar hér við
land á 2. áratugnum eftir að
Norðmenn höfðu gengið svo
nærri stofnunum að veiðarnar
voru hættar að skila arði. Árið
1948 tókum við upp veiðar á þess-
um stofnum og stunduðum þær
þar til Alþingi samþykkti með 29
atkv. gegn 28 að virða hvalveiði-
bann Alþjóða hvalveiðiráðsins.
Það var 1983. Síðan gerðist það
að íslensk sérfræðinganefnd lagði
til að veiddar yrðu hér 80 lang-
reyðar, 40 sandreyðar, 40 hrefn-
ur, 20 búrhveli og 20 steypireyðar
á ári í vísindaskyni. Vitað var að
bæði búrhveli og steypireyðar eru
í bráðri útrýmingarhættu, og því
var fallið frá áformum um að
veiða þær tegundir. En bæði rík-
isstjórn og utanríkisnefnd sam-
þykktu síðan einróma að taka
upp þessar veiðar og brjóta þar
með gegn fyrri lagsetningu Al-
þingis um hvalveiðibann, því það
er ekki hægt að rökstyðja vísinda-
lega nauðsyn þess að veiða þenn-
an fjölda hvala í rannsóknar-
skyni. í sama mánuði og þessi
samþykkt var gerð, maímánuði
Föstudagur 12. maf 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19
HOFUM
OPNAÐ!
Þnð er einstök ánægja
ai.lra íslendinga að
koma á ÞingvölL
Til að kóróna þá
ánægju er heimsókn
á Hótel Valhöll
sjálfsögð.
Við bjóðum upp á kaffihlaðborð af bestu gerð
allar helgar í sumar. Huernig væri að bregða ser a
Þingvöll og drekka kafji eða fa ser góðan
_