Þjóðviljinn - 12.05.1989, Qupperneq 20
1
oi/* |/ HELGI
ol\AI\ ólafsson
Landsmót Skólaskákar að Laugum
Héðinn og Helgi Áss meistarar
Misjafnt gengi Margeirs í Munchen en Jón L. fyrir miðju í
Hanninge. Karl og Hannes tefldu í Varsjá
Stuttu eftir lok keppni TR og
belgíska skákfélagsins Ander-
lecht héldu þeir Hannes Hlífar
Stefánsson og Karl Þorsteins til
keppni í sterku opnu móti í Varsjá
í Póllandi. Keppendur voru 140
talsins þar af um 40 sovéskir
skákmenn. Þeir félagar náðu ekki
að blanda sér í baráttuna um efsta
sætið. Karl hlaut 5'/2 vinning úr 9
skákum en Hannes hálfum vinn-
ingi minna. Sigurvegari varð lítt
þekktur Sovétmaður Kalinstjev
að nafni hlaut 8 vinninga en í 2.
sæti varð landi hans og fyrrum
þjálfari Kasparovs, Maggeramov
sem hlaut 7Vi vinning. 13.-5. sæti
urðu Sovétmennirnir Zlotnik og
Glek og Tékkinn Blathny með 7
vinninga.
Að sögn Karls einkenndist
mótið mjög af þátttöku hinna
fjölmörgu sovésku skákmanna,
flestra mun sterkari en stigatala
þeirra bendir til. Alls voru Sovét-
mennirnir um 40 talsins og tefldi
Karl við sjö þeirra. Karl bjóst við
að hækka um 5 Elo-stig á mótinu
en Hannes lækkar eitthvað.
Hann tefldi við heldur lakari and-
stæðinga en Karl.
Héðinnog Helgi
Áss skólaskák-
meistarar
Úrslitakeppni á landsmóti
skólaskákar fór fram að Lauga-
skóla í Dalasýslu um síðustu helgi
en nú eru um 10 ár síðan þetta
mikla þarfaþing, Skólaskákin,
var sett á stofn en fyrsta úrslita-
keppnin fór fram á Kirkjubæjar-
klaustri vorið 1979. Sigurvegari í
eldri flokki varð þá Jóhann
Hjartarson.
20 ungmenni, sigurvegarar í
hinum ýmsu skólamótum tefldu í
tveim riðlum, eldri og yngri
flokki. í eldri flokki bar Héðinn
Steingrímsson Hagaskóla höfuð
og herðar yfir andstæðinga sína
eins og vænta mátti og vann með
fullu húsi 9 vinningum af 9 mögu-
legum. Önnur úrslit í eldri flokki
urðu: 2. Kristján Eðvarðsson
Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar 6
v. 3. Þorleifur Karlsson Gagn-
fræðaskóla Akureyrar 5 v. 4. Ein-
ar Sigmarsson Skógaskóla 4 V2 v.
5. Ingi F. Magnússon Seljaskóla 4
V2. v. 6. Svavar Pálsson Grunn-
skóla Blönduóss 4 v. 7. Elvar M.
Sigurðsson Gagnfræðaskóla ísa-
fjarðar 3 v. Óli V. Steindórsson
Grundaskóla Akranesi 3 v. 9.
Steinn A. Jónsson Brekkubæjar-
skóla 3 v. 10. Marteinn Hilmars-
son Gagnfræðaskóla Neskaup-
staðar 3 v.
í yngri flokki varð Helgi Áss
Grétarsson Breiðholtsskóla hlut-
skarpastur en systkini hans Andri
Áss og Guðfríður Lilja hafa þeg-
ar getið sér gott orð á skáksvið-
inu. Helgi hlaut 8 V2 v. af 9 mögu-
legum en önnur úrslit urðu: 2.
Ingvar Jóhannesson Langholts-
skóla 7 l/z v. 3.-4. Guðmundur
Daðason Grunnskóla Bolungar-
víkur og Hlíðar Þ. Hreinsson
Kársnesskóla Kópavogi 7 v. hvor
5. Gunnar Edvardsson Grunda-
skóla Akranesi 4 v. 6. Björn Mar-
geirsson Steinsstaðaskóla Skaga-
firði 3 v. 7. Þorsteinn Magnússon
Seljalandsskóla 8. Gestur Einars-
son Lundaskóla Akureyri 2’/2 v.
9. Sigurður Skúlason Hafnar-
skóla, Höfn Hornafirði 2 v. 10.
Hlöðver G. Tómasson Brekku-
bæjarskóla 1 v.
Margeir hreppti
mótbyr—JónL.
um mitt mót
Margeir Pétursson byrjaði vel
á skákmótinu í Múnchen og hafði
hlotið 2'/2 vinning úr þrem fyrstu
skákunum og til alls líklegur. En
óvænt og afar slysalegt tap fyrir
stigalægsta keppandanum Phil-
ipp Schlosser í 4. umferð virðist
hafa sett hann út af laginu. Þrjú
töp fylgdu í kjölfarið. Hann var
með 4 vinninga úr 10 skákum
fyrir síðustu umferð og átti að
tefla við Matthias Wahls frá V-
Þýskalandi í síðustu umferð. Að
sögn Margeirs eru aðstæður á
mótinu til mikillar fyrirmyndar
en mótshaldarinn er sá sami og á
Múnchen-mótinu í fyrra þegar
Jóhann Hjartarson sigraði örugg-
lega.
Efstir fyrir síðustu umferð sem
tefld var í gær voru Hollending-
arnir Van der Sterren og Piket en
stórmeistaraáfangi er IVi vinn-
ingur. Eina skemmtileg sóknar-
skák úr þessu móti hefur rekið á
fjörur greinarhöfundar:
1. umferð:
Kindermann (V-Þýskaland)
- L. Hansen (Danmörk)
Frönsk vörn
1. e4-e6
2. d4-d5
3. Rc3-Bb4
4. e5-c5
5. a3-Bxc3+
6. bxc3-Re7
7. Dg4-0-0
í keppni TR og Anderlect, skák
Jóns L. og Timman kom Hol-
lendingurinn fram með skemmti-
lega endurbót í margþvældu af-
brigði: 7. ..Dc7 8. Dxg7-Hg8 9.
Dxh7-cxd4 10. Re2-dxc3 11. f4-
Rbcó 12. Dd3-Bd7 13. Rxc3-a6
14. Hbl-Hc8 15. Re2-Ra7!’0 og
fékk hættulega sókn: 16. Db3-
Bb5 17. Rd4-Bxfl 18. Kxfl-Rac6
19. Rxc6-dxc6 20. Hb2-Rf5 21.
Dd3 og nú óvænt fórn: 21.
..Hxg2! 22. Kxg2-d4+ 23. Kgl-
Ke724. Dfl!-De4! 25. h3?-tapl-
eikurinn 25. c4 heldur jafntefli -
25. Rf3+-...Rh4 26. Hh2-Khl-
Hg8 28. Hf2 - 28. Hg2-Hxg2! og
vinnur - 28. ..Rd2+ 29. Ðg2-
Hxg2 30. Hxg2-Rf3 31. Hf2-
Del+ 32. Kg2-Rh4+ 33. Kg3-
Dgl+ - og hvítur gafst upp.
8. Bd3-Rd7
9. Rf3-f5
10. Dh3-Da5
11. Bd2-c4
12. Be2-Rb6
13. 0-0-Da4
14. Ha2-De8
15. Khl!-h6
16. Hgl!
Undirbýr kröftuga sókn eftir g-
línunni.
16. ..Dg6
17. g4!
Þaö er erfitt að finna varnir fyrir
svartan eftir þessa framrás.
Drottningarferðalagið hefur
kostað svartan of mikinn tíma.
17. ..fxg4
18. Hxg4-Dh7
19. Hal-Rf5
20. Hagl-Bd7
Skárra var 20. ..Hf7.
21. Rh4-g5
22. Bxg5!-hxg5
23. Hxg5+-Kf7
24. Hh5
Drottningin á enga undankomu-
leið.
24. ..Hh8
25. Rxf5
- og svartur gafst upp.
Jón L. Árnason teflir um þess-
ar mundir á sterku móti í Hann-
inge í Svíþjóð. Mótið er í 13.
styrkleikaflokki FIDE. Að lokn-
um sjö umferðum hefur Jón unn-
ið Piu Cramling og Hellers, gert
jafntefli við Ivan Sokolov, Ftac-
hnik og Van der Wiel en tapað
fyrir Andersson og Wilder. Stað-
an á mótinu:
1. Wilder (Bandaríkjunum) 5 v.
2. -5. Andersson (Svíþjóð), Ftac-
hnik (Tékkóslóvakíu), Sax (Ung-
verjalandi) og Van der Wiel (Hol-
landi) 41/2 v. 6. I. Sokolov (Júgó-
slavíu) 4 v. 7. Jón L. Árnason 3Vi
8. Wedberg (Svíþjóð) 3 v. 9.-10.
Polugajevskí og Smsylov (Sovét-
ríkjunum) 2V2 v. 11. Hellers (Sví-
þjóð) 2 v. 12. P. Cramling (Sví-
þjóð) IV2 v.
Alslemman að hefjast
Alslemma 1989, röð helgar-
móta um land allt í sumar hefur
vakið verðskuldaða athygli. Spil-
að verður á 8 stöðum, fyrsta
mótið í Gerðubergi um næstu
helgi. Skráning hefur farið vel af
stað, en skráð er hjá Forskoti í'
Reykjavík í síma 91-62 33 26
(Jakob).
Athyglisverðasta hugmyndin
við Alslemmu, utan sumarmót-
anna sjálfra, er Stórmótið í haust,
þar sem stefnt er á að fá hinn
þekkta leikara og bridgespilara
Omar Sharif. Þátttökurétt í því
móti fengu 10-12 stigahæstu pör-
in úr Alslemmu, auk 4-6 para að
utan. Pörunum yrði boðið í þetta
stórmót, þeim að kostnaðar-
lausu.
Alslemmuhugmyndin gengur
því aðeins upp að íslenskir
bridgespilarar fjölmenni til þátt-
töku. Hætt er við að ansi mörg ár
líði þartil slík framkvæmd yrði
reynd, ef þessi hugmynd hlýtur
ekki hljómgrunn. Benda má á að
öll innkoma af helgarmótunum
rennur óskipt til verðlauna og
kostnaðar. Mótin eru aðeins
haldin bridgeins vegna. Nánari
upplýsingar gefur Ólafur Lárus-
son í síma 91-67 30 06.
Staðfest hefur verið að Sovét-
ríkin munu taka þátt í Evrópum-
ótinu í Finnlandi í júlí. Þetta er í
fyrsta skipti sem stórveldið í
austri tekur þátt í starfsemi Evr-
ópusambandsins. Bridgehefð er
þó fyrir hendi í Sovétríkjunum,
sérstaklega í Eystrasaltslöndun-
um þremur. Óþarfi er að taka
fram þann ávinning fyrir íþrótt-
ina, sem þátttaka Sovétmanna
óneitanlega er.
Guðlaugur R. Jóhannsson og
Örn Arnþórsson sigruðu í Butler-
útreikningi Rottnerás í Svíþjóð á
dögunum. Mótið er eins konar
óopinber bikarkeppni sveita af
Norðurlöndunum. íslenska
sveitin hafnaði í 3. sæti. Danir
sigruðu.
Vestfjarðamótið í sveita-
keppni verður haldið að Núpi
dagana 26.-28. maí nk. Skráning
stendur yfir hjá Ævari Jónassyni.
Sveit Trésíldar frá Reyðarfirði
sigraði á Austurlandsmótinu í
sveitakeppni, sem háð var á Hót-
el Höfn nýlega. 21 sveit tók þátt í
mótinu, sem mun vera metþátt-
taka. Sigursveitina skipa: Ásgeir
Metúsalemsson, Kristján Krist-
jánsson, Jóhann Þorsteinsson,
Friðjón Vigfússon og Árni Guð-
mundsson.
Sumarbridge 1989 hófst sl.
þriðjudag í Sigtúni 9. Tæplega 40
pör mættu til leiks og var spilað í 3
riðlum (16 para, 14 para, 8 para).
Sumarbridge var fram haldið í
Drangey sl. fimmtudag, en næsta
þriðjudag verður spilað í Sigtúni.
Húsið verður opnað kl. 17.30 en
síðasti riðill fer af stað um kl.
19.30. Næsta fimmtudag verður á
ný spilað í Drangey v/Síðumúla
35, 2. hæð, og húsið þá opnað kl.
18.30. Eftir þann spiladag verður
spilað öll þriðjudags- og fimmtu-
dagskvöld í sumar í Sigtúni.
Ég held að skráning standi enn
yfir í Bikarkeppni Bridgesam-
bandsins, en engin fréttatilkynn-
ing hefur enn borist frá BSÍ (ekki
einu sinni í DV) varðandi keppn-
ina. Vonandi „gleymist" þessi
keppni ekki og spilarar fá tæki-
færi til að skrá sveitir hið fyrsta.
Tvö hefti af Bridgeblaðinu
liggja nú tilbúin til dreifingar, til
þeirra sem enn eiga inni blöð frá
fyrri áskrift. Ný áskrift hefur ver-
ið send út til félaga um land allt.
Er hérmeð skorað á allt áhuga-
fólk um bridge að greiða þessa
nýju áskrift. Það er með þetta
blað eins og Alslemmuna, góðar
hugmyndir og betri framkvæmdir
þurfa aðhlynningu og hvatningu.
Hin hliðin á þessum sama ten-
ingi, er stöðnun og áhugaleysi.
Hvort er áhugaverðara?
Esther Jakobsdóttir og Hrólfur
Hjaltason urðu íslandsmeistarar
í parakeppni 1989.41 par tók þátt
í mótinu, sem spilað var í Sigtúni
um síðustu helgi. Þetta er í þriðja
sinn á 6 árum sem Esther sigrar á
þessu móti. f 2. sæti höfnuðu
mæðginin Edda Thorlacius og
ísak Öm Sigurðsson og í 3. sæti
hjónin Valgerður Kristjónsdóttir
og Bjöm Theodórsson fv. forseti
Bridgesambandsins.
Valur Sigurðsson og Jónas P.
Erlingsson sigruðu í barometer-
keppni Bridgefélagsins, sem lauk
fyrir skemmstu. Þetta var síðasta
keppni félagsins á þessu starfsári.
Uw'liá
Nokkuð athyglisvert spil kom
fyrir í Sumarbridge nýlega:
S 10
HKG 1032
T 7
L 1087542
S 873
H 65
T DG10942
L ÁD
S G654
H 987
T ÁK863
L 9
var sagnhafi í 4
spöðum. Útspil var tígulsjö,
dama, ásinn og smár tígull og
laufatvistur til baka. Tekið á ás,
og spaða spilað, upp á ás. Legan
kom í ljós og hvað nú?
Sagnhafi fann lausnina við
borðið, spilaði spaðaníu. Nú er
Suður í vanda. Ef hann drepur
með gosa, blasir við að sagnhafi á
innkomu á áttuna í borðinu og
gerir tígulinn góðan. Ef Suður
gefur níuna í spaða, á sagnhafi
rest, eða 10 slagi. Tekur sína 5
spaðaslagi, 4 laufslagi og hjarta-
ás.
í reynd drap Suður á gosa og
spilaði hjarta. Upp með ás,
spaðatvistur inn á áttuna í borði,
tígulgosi af stað. Og Vestur gerði
kröfu um 10 slagi.
Spilið hér að ofan er í raun
fullkomið dæmi um öryggisspila-
mennsku. 10 slagir þurfa að fást.
BRIDDS
Ólafur
Lárusson
20 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ > Föstudagur 12. maí 1989
S ÁKD92
H ÁD4
T 5
L KG63
Vestur
AOÍ*í - JjA.J'e^É.ílOStl'