Þjóðviljinn - 12.05.1989, Page 21
Höfundur og leikstjóri. MyndJim Smart
Var ástin líka kúguð?
Rætt við Svövu Jakobsdóttur og Stefán Baldursson, höfund og leikstjóra
Næturgöngu sem frumsýnd verður í sjónvarpinu á sunnudagskvöld
Á sunnudagskvöldiö verður
frumsýnt í sjónvarpinu leikritið
Næturganga eftir Svövu Jak-
obsdóttur. Leikstjóri er Stefán
Baldursson og í aðalhlutverk-
um eru Edda Heiðrún Back-
man og Þór Tulinius. Leikrit-
ið er að nokkru leyti byggt á
atburðum sem gerðust hér á
landi á árunum 1916-17.
„Það sem er sannsögulegt í
leikritinu er byggt á réttarskjöl-
um,“ sagði Svava Jakobsdóttir í
samtali við Nýtt Helgarblað. „En
allar persónur eru mín hugarsmíð
og ég nota ekki rétt nöfn á
neinum.
Næturganga er um vinnukonu
á íslandi snemma á þessari öld og
kjörin sem hún varð að búa við.
Leikritið er í grundvallaratriðum
um kúgun vinnufólks í sveit. Á
okkar kynferðismeðvituðu tím-
um hefur sumum hætt til að
gleyma því að það eru til aðrar
andstæður en milli karla og
kvenna, nefnilega stéttaandstæð-
ur. Innan þess ramma gerist sag-
an og sýnir kúgun gamla bænda-
samfélagsins á vinnufólki, í þessu
tilfelli konu.
Svo blandast ástin inn í þetta og
spurningin verður sú hvort hug-
myndafræði stéttaþjóðfélagsins
kúgar líka ástina milli karls og
konu. Þjóðfélagskerfið verndar
oft og viðheldur kúgun á tilfinn-
ingum fólks, skírskotar til þeirra
þegar mikið liggur við að halda
fólki niðri.“
Hvað kom þérá sporið að þess-
ari sögu?
„Það sem vakti fyrst athygli
mína á þessu efni var að ég las um
þessa vinnukonu sem sætti sig
ekki við kúgunina. Það þurfti
kjark til. Saga hennar spurðist út
og hafði örugglega áhrif langt út
fyrir þetta einstaka tilfelli. Síðan
hefur henni verið haldið á lofti af
þeim sem eitthvað vilja vita um
kjör alþýðufólks.
Ég fór að skrifa leikritið af því
að ég fékk áhuga á persónunni,
dáðist að þessari stúlku. Mér
finnst margt í okkar fortíð þess
virði að skrifa um það og nota til
Edda Heiðrún Backman leikur uppreisnargjömu vinnukonuna.
Góður gestur
Sterkar svart-hvítar andstæður og hárfín strik. Bræðurnir Ljónshjarta
eins og llon Wikland sýnir okkur þá.
Öll íslensk börn og ung-
lingar þekkja bækur Astrid
Lindgren - um Emil og Lottu,
Míó, Ronju ræningjadóttur og
bræðurna Ljónshjarta. Ilon
Wikland, listamaðurinn sem
hefur mótað mynd þessara
persóna í huga þeirra, er
væntanleg til íslands og verð-
ur viðstödd opnun sýningar á
verkum sínum í Norræna hús-
inu á morgun kl. 15. En vegna
þess hvað llon Wikland á
marga aðdáendur af yngri
kynslóðinni verður börnum
boðið að koma fyrr, kl. 13, til
að skoða sýninguna í hennar
fylgd og í næði fyrir fullorðna
fólkinu.
Ilon Wikland fæddist árið 1930
íTartu í Eistlandi en hún ólst upp
í litla bænum Haapsalu, sem
þekkja má á teikningum hennar
úr þorpum og litlum bæjum. Hún
kom fjórtán ára til Svíþjóðar sem
flóttamaður. Þar hlaut hún list-
menntun sína, og þegar hún var
24 ára, nýbúin að fæða sitt fyrsta
barn af fjórum, fékk hún það
verkefni að myndskreyta söguna
Elsku Míó minn eftir Astrid Lind-
gren sem þá þegar var þekktur
rithöfundur. Það reyndist happa-
sælt verkefni, því síðan hefur hún
myndskreytt flestallar bækur
Astrid fyrir utan Emil í Kattholti.
Auk þess hefur hún myndskreytt
fjölda bóka eftir aðra höfunda,
en verkið sem hún segir að hafi
þroskað sig mest sem listamann
er Bróðir minn Ljónshjarta. Sú
bók kom út í Svíþjóð 1973.
„Mér finnst oft að ég valdi ekki
verkefnum sem ég fæ, og sjálfs-
gagnrýnin verður harðari með
hverju árinu,“ segir Ilon. „Þegar
ég átti að teikna í Bróður minn
Ljónshjarta var ég handviss um
að það gæti ég aldrei gert al-
mennilega. En ég dreif mig á
grafíknámskeið sem ég hafði
mikið gagn af, þar þjálfaði ég
sjónskyn mitt í svart-hvítu og
hárfín strik.“ Árangurinn er engu
líkur.
Sýningin stendur til 11. júní og
er opin daglega kl. 14-19. SA
dæmis í sjónvarpi. Það var
merkilegt að sjá, þegar ég fór að
skoða gamla bændasamfélagið,
hvað bændur sjálfir voru miklu
afturhaldssamari en danski kóng-
urinn. Hann lagði til dæmis fram
frjálslynt frumvarp um vinnumála
löggjöf sem íslenskir bændur
ráku í hann aftur! Þó hefur okkur
verið kennt að Danir hafi haldið
Islendingum niðri. Það má sann-
arlega vara sig á fölskum and-
stæðum á öllum tímum.“
Hvernig líður þér svona rétt
fyrir frumsýningu?
„Ég er í voða góðu skapi núna.
Ég er ánægð með að Næturganga
skyldi lenda í höndum svona góðs
fólks - og þar á ég við Ieikstjóra
og leikendur og aðra sem að sýn-
ingunni unnu. Núna í maí verður
svo Lokaæfing frumsýnd í Len-
ingrad, og auk þess var ég að fá í
hendur nýútkomið safnrit
kvenna frá 1875 til 1975, Long-
man's Anthology of World Liter-
ature by Women, þar sem „Saga
handa börnum" er meðal efnis
eftir konur víðsvegar úr heimin-
um.“ SA
Tilbreyting
frá
leikhúsinu
„Við unnum myndina í áföng-
um, tókum hana aðallega upp
í júlí í fyrra og nokkra daga í
nóvember til að fá vetrarsvip.
Svo klipptum við hana upp úr
áramótum og núna erum við
að leggja síðustu hönd á
hljóðsetninguna," sagði Stef-
án Baldursson leikstjóri
Næturgöngu þegar við hringd-
um til hans upp í sjónvarp í
vikunni.
„Myndin á að gerast árið 1916
og byggist að nokkru leyti á atvik-
um sem gerðust í Árnessýslu það
ár. Við tókum myndina á bænum
Keldnakoti rétt utan við Stokks-
eyri eftir talsverða leit að góð-
um stað ekki alltof langt í burtu
frá Reykjavík. Þar er búið í nýju
húsi en gamli bærinn stendur enn
og er notaður sem sumarbústað-
ur. Hann gátum við notað sem
aðaltökustað. Við þurftum samt
að breyta honum heilmikið,
innrétta hann mikið til og búa
hann út með innanstokksmunum
frá sögutímanum og mála hann
að utan og svoleiðis."
En er ekki erfitt að taka myndir
á íslandi sem eiga að gerast fyrir
löngu? Hér eru alls staðar merki
um nútíma.
„Símalínur og símastaurar,
sjoppur og vegir - já, það getur
verið erfitt, og rniklu erfiðara að
eiga við landslag heldur en bún-
inga, leikmuni og önnur slík
merki um tíðaranda. En leikur-
inn berst ekki víða í Næturgöngu
og við lentum ekki í neinum telj-
andi vandræðum. Fyrir utan
Keldnakot tókum við upp á
Eyrarbakka, en þar voru mest
innisenur.“
Stefán Baldursson hefur unnið
heilmikið fyrir sjónvarp en oftast
verk sem voru tekin upp í sjón-
varpinu sjálfu, síðast yfirfœrslu á
Stundarfriði afsviði á myndband.
Er gaman að vinna fyrir þennan
miðil?
„Mjög skemmtilegt og til-
breyting frá leikhúsinu. Það var
orðið langt síðan ég stýrði leikriti
í sjónvarpinu utan stúdíós og það
er allt öðruvísi að taka upp á
lókasjón, eins og við segjum,
utan upptökusala. Ætli það síð-
asta sem ég gerði af því tagi hafi
ekki verið Póker eftir Björn
Bjarman. Þó að grundvallar-
sjónarmiðin séu auðvitað þau
sömu í leiklistinni hvort sem hún
er í leikhúsi eða sjónvarpi er gam-
an að skipta um form.“ SA
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21