Þjóðviljinn - 12.05.1989, Síða 30
Hvað á að gera um helgina?
Valdís Hansdóttir
starfstúlka á fléttivéladeild hjá Hampiðjunni:
Ég býst við að fara vestur á Grundarfjörð að heimsækja fjölskyldu
mína. Ég ætla bara að fara og slappa af, það er líka svo langt síðan ég
hef hitt þau. Nú það á víst að vera ball á Lýsuhóli þannig að maður
skellir sér kannski þangað, enda hef ég ekki mætt á svæðið í mörg mörg
ár. Það er alltaf gaman að hitta gamla skólafélaga og vini. Veðrið
verður gott enda á mannskapurinn það skilið eftir að hafa verið fastur
inni í allan vetur.
Jónas Viðar Sveinsson (málverk) í
Alþýðubankanum Akureyri, opið á af-
greiðslutíma.
Teikningar og vatnslitamyndir llon
Wlkland frá Svíþjóð (myndirnar í
bókum Astrid Lindgren) í Norræna
húsinu, hefstld. 13.00fyrirbörn-llon
á staðnum, 15.00 fyrir aðra, opin 14-
19, lýkur 11.6.
Ásta Ólafsdóttlr sýnir í Bókasafninu
Akranesi, hefst ld., virka 14-20, helg-
ar 18-20, Iýkur23.5.
Vorsýning MHÍ1989, lokaverk út-
skriftarnema, Kjarvalsstöðum, hefst
ld., dagl. 11-18, Iýkur21.5.
Jóhannes Jóhannesson (olía) í
Gallerí Borg Pósthússtræti, virka 10-
18, helgar 14-18, lýkur 23.5. Grafík-
úrval í útibúinu Austurstræti.
Verk e. Helga Bergmann (teikning-
ar, olíao.fl.) hjá Innrömmun Sigur-
jóns Ármúla 22, virka 9-18, lýkur
31.5.
Gallerí Gangskör, virka 12-18 nema
mád., gangskörungarsýna.
Ingvar Þorvaldsson (vatnslita-
myndir) íGallerí 15, Skólavörðustíg
15, hefst Id. 14.00, virka 16-20, helg-
ar 14-20, Iýkur21.5.
Helgi Þorgils Friðjónsson málverk,
á Kjarvalsstöðum, dagl. 11-18, lýkur
21.5.
MyndirSiri Derkert við „Úngfrúna
góðuog húsið",og myndirfrá Islandi
1949, í Norræna húsinu, dagl. 9-19,
sd. 12-19, Iýkur4.6.
Jón Axel, kolateikningar í Nýhöfn
Hafnarstræti, virka 10-18, helgar
14-18.
Daði Guðbjörnsson, málverk í FÍM-
salnum Garðastræti, virka 13-18,
helgar 14—18, síðasta sýningarhelgi.
Ófeigur Björnsson, skúlptúrar í
Gallerí Grjóti, Skólavst., virka 12-18,
helgar 14-18, síðasta sýningarhelgi.
Listasafn Einars Jónssonar, ld., sd.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn
dagl. 11-11.
Listasafn Islands. Salur 1: Jón Stef-
ánsson, Kjarval, Scheving. Salur2:
Verk átta samtímamanna. Salur 3 og
4: Hilma af Klint, farandsýning frá
Svíþjóð. Dagl. 11-17 nema mád.
Listasaf n Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi, ld., mád. 14-17.
Árni Rúnar Sveinsson (málverk) á
Mokka Skólavörðustíg.
Ásgrímssafn Bergstaðastr., vatns-
litamyndir til maíloka, dagl. 13.30-16
nemamád.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir í Slunkar-
íki fsafirði, fid.-sd. 16-18, síðasta
sýningarhelgi.
Uósmyndirfrá Kven'naráðstefnunni í
Ósló í Ljósmyndasafninu Borgar-
túni 1, virka 8.30-18, helgar 13-18,
lýkur 21.5.
LEIKLIST
Kaffileikhúsið sýnir Sögu úr dýra-
garðinum e. Albee í Bíókjallaranum
(Kvosinni-Café Rosenberg) mád.
22.00 (frumsýning).
Ballettinn Hvörf í Þjlh. föd., mád.
20.00.
Gregor (e. Hamskiptum Kafka) hjá
Frú Emilíu í Skeifunni 3C föd. 20.30.
Sjáið manninn, þrír einþáttungar e.
Jakob Jónsson, Hallgrímskirkju Id.
20.30.
Hundheppinn e. Ólaf Hauk
Símonarson hjá Nemendaleikhúsinu
Lindarbæ ld., þd. 20.30.
Bílaverkstæði Badda á litla sviði
Þjlh. föd., mád. 20.30, síðustu sýn-
ingar, síðan leikför.
Sólarferðin hjá Leikf. Akureyrarföd.,
Id. 20.30, næstsíðasta sýningarhelgi.
ÓvitaríÞjlh. mád. 14.00.
Sveltasinfónían í lönó föd. 20.30.
Sjang og Eng i Iðnó þd., fid. 20.00,
síðustu sýningar.
Sál mín er hirðfíf I í kvöld, Egg-
leikhúsið Hlaðvarpanum Vesturg,
allra allra síðasta aukasýn. mád.
20.00.
TÓNLIST
Vortónleikar Mótettukórs Hallgríms-
kirkju mád. 17.00, verke. di Lasso,
H.L. Hassler, A.l Scarlatti, M. Duruflé,
F. Martin, Gunnar Reyni Sveinsson,
Þorkel Sigurbjörnsson, Jónas Tóm-
asson og Hörð Áskelsson (96. Da-
víðssálmur, frumflutningur). Stj.
HörðurÁskelsson.
Vivaldi-tónleikar Kórs Flensborgar-
skóla í Víðistaðakirkju mád 17.00,
Háteigskirkju þd. 20.30. Strengja-
sveit, Elín Guðmundsdóttir (sembal),
ÚlrikÓlason (orgel), eins. Esther
Helga Guðmundsdóttir, Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Jóhanna Þórhalls-
dóttir, Aðalsteinn Helgason, stj. Mar-
grét Pálmadóttir.
Mozart-tónleikar Hallgrímskirkju Id.
15.00.
aríur, kirkjusónötur, klarinettukvint-
ett, upprunaleg hljóðfæri, Kammer-
sveit Reykjavíkur, Sigurður I. Snorra-
son (klarinett), Björn SteinarSól-
bergsson (orgel), konsertmeistari
Rut Ingólfsdóttir.
Bless og Risaeðlan, tónleikar í Cas-
ablancaföd. frá22.
Helga Gunnarsdóttir um þjóðlega
tónlist hjá Þjóðfræðafélaginu Id.
17.00 í Ódda.
HITT OG ÞETTA
Ferðafélagið. Sd. 13.00Garðskagi-
Stafnes-Básendar, ekið og gengið,
verð 1000. Mád. Höskuldarvellir-
Keilir, létt ganga á fjallið, verð 800.
Brottföraustan Umfmst, börn m.f. frítt
Útivist. Sd. 12.30 Gönguferð á
Skipaskaga, farið 12.30 með Akra-
borginni.
Mád. 13.00 Hveradalir-Meitlarnir,
verð900. Brottförvestan Umfmst,
börn m.f. frítt.
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi 10.00fráDigranesv. 12.
Samvera, súrefni, hreyfing.
Félag eldri borgara. Göngu-Hrólfur
leggur af stað frá Nóatúni Id. 10.00.
Opið hús í Tónabæ Id. frá 13.30, fé-
lagsvist kl. 14.00. Opið hús sd. í Goð-
heimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl
frá 14, dansað 20-23.30. Opið hús
mád.fellurniður.
Grunnskólinn 1974, Gunnar Finn-
bogason með fyrirlestur á vegum
Rannsóknastofnunar uppeldis- og
menntamála þd. 16.30 Kennarskóla-
húsinu við Laufásveg.
Perestrojka, Theodor Shanin pró-
fessor frá Manchester talar á vegum
Sagnfrst. H( og Hagsögufél. (sl. Lög-
bergiföd. 17.00.
Aöalfundur Þjóðfræðafélagsins Id.
17.00 í Odda, st. 101, aðalfstörf, er-
indi Helgu Gunnarsdóttur um þjóð-
lega tónlist.
Félagsvist Húnvetningafélagsins
Id. 14.00 Húnabúð.
Úr „Gregor“ Emíliuleikhússins, - Ellert Á. Ingimundarson í
sínu hlutverki.
FJÖLMIÐLAR
Að góna á
Pað liggur við að maður gæti
teiknað mynstrið í ákveðinni
reykvískri útihurð blindandi, svo
oft hefur maður mátt starblína á
hana að undanförnu. Þetta er
voldug hurð úr dökkum viði, tvö-
föld og öll hin traustlegasta. Ekki
skortir hana heldur virðuleikann.
Hann er eins og vera ber á húsi
sáttasemjara ríkisins, Karphús-
inu við Borgartún.
Utan við þessa hurð hafa þeir
hímt, fréttahaukarnir, undan-
farnar samningavikur. Þeim hef-
ur verið úthýst af samningafund-
um, hvort sem er milli ASÍ og
VSI (lengi lifi skammstafanirn-
ar!) eða milli ríkisins og BHMR.
Manni skilst að dyrunum sé lokað
að fyrirboði Guðlaugs Þorvalds-
sonar sáttasemjara og heyrst hafa
sögur af fréttamönnum sem voru
komnir í símasamband við ein-
hverja sem vildu tala en var
meinað það af Guðlaugi.
Þetta mun vera gert til að forð-
ast að spilla viðkvæmri stöðu
samningamála með ótímabæru
gaspri samningamanna í fjölmiðl-
um eða þá misvel grunduðum
bollaleggingum blaðamanna um
horfurnar í viðræðunum (að vísu
eykst hættan á ónákvæmni í frá-
sögnum fréttamanna í réttu hlut-
falli við leyndina sem viðhöfð er).
Þessi rammgerða hurð í Borg-
artúninu er orðin að nokkurs
konar tákni um baráttu tveggja
viðhorfa sem uppi eru í samfé-
laginu. Annars vegar eru það
blaðamenn sem segja að með því
að loka dyrunum sé verið að
koma í veg fyrir að þeir geti sinnt
skyldustörfum sínum sem eru
þau að upplýsa almenning um
það sem er að gerast í samninga-
viðræðunum. Hins vegar eru það
samningamenn og sáttasemjari
sem vilja fá að semja í friði fyrir
fjölmiðlunum. Er orðið vinsælt
viðkvæði að þeir vilji síður ræðast
við í beinni útsendingu.
Og eins og oftast þegar tveir
deila hafa báðir nokkuð til síns
máls. Að sjálfsögðu ber blaða-
mönnum að freista þess að afla
sem gleggstra og nákvæmastra
upplýsinga um gang samning-
anna og koma þeim áleiðis til al-
mennings. Almenningur á
ÞRÖSTUR
HARALDSSON
huró
heimtingu á því að fá að fylgjast
með viðræðunum, það er jú verið
að semja um kjör hans, taka
ákvarðanir um hvort hann hefur
efni á að fara til Spánar í sumar
eða leysa húsnæðisvanda sinn í
haust.
En stundum ganga blaðamenn
of langt í þessari leit sinni. Þeir
virða ekki sjálfsagðar kurteisis-
reglur og taka ekki tillit til þess að
samningaviðræður eru viðkvæmt
ferli sem nauðsynlegt getur
reynst að halda innan fjögurra
veggja Karphússins á vissum stig-
um.
f hinum herbúðunum, meðal
samningafólks, gætir oft of mik-
illar tortryggni í garð frétta-
manna. Þeir eru allir settir undir
einn hatt sem ábyrgðarlaust pakk
sem ekki er treystandi yfir þröskv
ald. Þess vegna sé réttast að
láta þá norpa í næðingnum úti
fyrir Karphúsinu.
Að baki þessu viðhorfi er
stundum slæm reynsla af blaða-
mönnum en oftar held ég að
þessu valdi gamalkunn tilhneig-
ing sem kennd er við forræðis-
hyggju. Forystumönnum launa-
fólks finnst hvorki blaðamönnum
né almenningi koma nokkuð við
það sem þeir eru að gera. Það
komi að því að þeir sem málið
varðar geti tekið afstöðu á réttum
vettvangi, þe. á fundi í stéttarfé-
lögunum.
Þetta viðhorf á afar lítið skylt
ýið lýðræði, amk. við þá merk-
ingu sem þetta hugtak hefur öðl-
ast á undanförnum árum. Það
telst ekki lengur fullnægja lýð-
ræðiskröfum að umbjóðendur
forystumannanna hafi engan kost
á að fylgjast með gangi viðræðn-
anna fyrr en þeim er stillt upp
fyrir gerðum hlut á félagsfundi.
Þá er oftast of seint að siiúa við,
gera athugasemdir, knýja fram
breytingar. Almennir félagar
stéttarfélaganna eiga að geta
fylgst með gangi mála á öllum
stigum viðræðnanna.
Þetta viðhorf hafa yngri for-
ystumenn launafólks gert að sínu
og ég held að ekki sé neinu logið
upp á Ögmund Jónasson þótt
t hann sé sagður á þessari skoðun.
Smátt og smátt mun þessi skoðun
ryðja sér til rúms hjá öllum for-
ystumönnum launafólks.
Þegar svo er komið og þegar
blaðamenn hafa lært að virða al-
mennar kurteisisreglur þurfum
við ekki lengur að glápa úr okkur
augun á virðulega harðviðarhurð
í Borgartúninu.
30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. maí 1989