Þjóðviljinn - 23.06.1989, Page 10

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Page 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi: Um söguslóðir á Fljótsdalshéraði laugardaginn 8. júlí 1989. Farið verður í rútum kl. 9 frá Söluskála KHB á Egilsstöðum og ekið um Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austur yfir hjá Lagarfossi til baka í Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eftir þátttöku. Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fornminjar á gömlum þingstöðum, kirkjur og bæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg skógræktarsvæði á Héraði. Meðal leiðsögumanna verða Guðrún Krlstinsdóttir minjavörður, Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Jón Loftsson skógarvörður, Páll Páls- son fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphéðinn Þórisson líffræðingur. Far- arstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Tllkynnið þátttöku sem fyrst til Ferðamiðstöðvar Austurlands, Egils- stöðum, sími (97)1 20 00. öllum heimil þátttaka. - Alþýðubandalaglð - kjördæmisráð. Sumarferð ABR Áskorun Vegna fyrirhugaðrar ferðar Heimavarnaliðsins á Miðnesheiði, laugardaginn 24. júní, hefurstjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík ákveðið að fella niður Sumarferð ABR á sömu slóðir sem vera átti ámorgun. Stjórn ABR hvetur alla félagsmenn til að fylkja liði og styrkja Heimavarnaliðið með því að taka þátt í aðgerðum þeirra þennan dag. Förum öll með Heimavarnaliðinu frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00 f.h. Alþýðubandalagið í Kópavogi Fundur í bæjarmálaráði Fundur verður í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins í Kópavogi mánu- daginn 26. júní klukkan 20,30 í Þinghól Hamraborg 11. Dagsskrá: 1. Starfið framundan. _ , „ , 2. önnur mál. Stjórnln. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Jakob Jónsson fyrrverandi sóknarprestur sem lést á Djúpavogi 17. júní verður jarðsunginn frá Hall- grímskirkju mánudaginn 26. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hallgrímskirkju í Reykjavík. Póra Einarsdóttir Guðrún Sigríður Jakobsd. Hans W. Rothenborg Svava Jakobsdóttir Jón Hnefill Aðalsteinsson Þór Edward Jakobsson Jóhanna Jóhannesdóttir Jón Einar Jakobsson Gudrun Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku dóttir okkar, stjúpdóttir, barnabarn og systurdóttir, Harpa Rut Sonjudóttir, sem lóst af slysförum 15. júní, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 26. júní kl. 15. Sonja B. Jónsdóttir Guðmundur Kristjánsson Engilbert Jensen Aðaiheiður Jensen Guðrún Sigurgeirsdóttir Jón G. ívarsson Sigurgeir Jónsson Ivar Jónsson Fannar Jónsson og fjölskyldur ÍÞRÓTTIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Snjallir kastarar íslendingar státa nú af fimm kösturum í fremstu röð Einar Vilhjálmsson hafnaði í öðru sæti í Tókýó en á möguleika á að hefna í Helsinki í næstu viku. Mestu afreksmenn okkar ís- lendinga í frjálsum íþróttum hafa jafnan verið keppendur í kast- greinum. AUt frá því Gunnar Huseby vann Evrópumeistaratit- ilinn í kúluvarpi 1946 hafa margir snjailir kastarar komið fram á sjónarsviðið og skemmst að minnast þess að Einar Vilhjálms- son var valinn íþróttamaður árs- ins um síðustu áramót. Nú er útlit fyrir gott sumar hjá íslenskum kösturum og hafa þeir þegar náð frarnbærilegum árangri. Varla þarf að geta þess að Ein- ar Vilhjálmsson er spjótkastari í allra fremstu röð. Hann vann sín allra bestu afrek á síðasta ári ef frá er talinn árangur hans á Ól- ympíuleikunum í Seoul. Einar er í góðu formi um þessar mundir. Keppti hann á sínu fyrsta móti í ár í Tókýó um síðustu helgi. Þá atti hann kappi við Japanann Kazu- hiro Mizoguchi sem á annað lengsta kastið í heiminum, eða 87,60 metra. Einar hafnaði í öðru sæti á mótinu í Tókýó, kastaði 80,50 metra en Mizoguchi kast- aði 1,10 metrum lengra. Þess má geta að V-Þjóðverjinn Klaus Taf- elmeier, sem varð Evrópu- meistari 1986, varð þriðji í Tókýó, kastaði 78,18 metra. Sigurður Einarsson sem keppti einnig í Seoul gæti einnig veitt fremstu spjótkösturum harða keppni. Hann hefur staðið í skugga Einars undanfarin ár en hefur sýnt að lítið vantar upp á að hann komist á toppinn. Tveir kastarar náðu góðum ár- angri á meistaramóti Rugleiða sem fram fór í Laugardalnum um síðustu helgi. Vésteinn Haf- steinsson er nú kominn í allra fremstu röð kringlukastara í heiminum og var árangur hans um síðustu helgi mjög góður. Hann kastaði 66,26 metra sem er annað besta kast hans frá upp- hafi, aðeins nýsett íslandsmet hans er betra eða 67,64 metrar. Þessi árangur er með því besta í heiminum og virðist Vésteinn eiga ágæta möguleika á góðum árangri í Grand Prix mótunum í sumar. Þá hefur Vésteinn sjaldan verið eins öruggur í sínum köstum og nú en flest köst hans eru yfír 65 metra. Sigurður Matthíasson er spjót- kastari á uppleið og setti hann persónulegt met á mótinu síðustu helgi. Kastaði hann 78,10 metra sem er rétt tæpum metra styttra en þarf til að hljóta þátttökurétt á Grand Prix mótunum. Sigurður virðist ætla að verða okkar þriðji spjótkastari í fremstu röð um þessar mundir og mega Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Einarsson fara að vara sig á mótum hér á landi. Þá er Pétur Guðmundsson kúluvarpari enn á uppleið og gæti hann náð góðum árangri í náinni framtíð. Hann kastaði 19,53 metra um síðustu helgi en líklegt er að hann kasti vel yfir 20 metra í sumar. íslandsmet Hreins Hall- dórssonar fer að verða í hættu. íslendingar hafa einatt státað sig af því að eiga sterka menn og eru frjálsíþróttamenn öðrum þar engir eftirbátar. Það er staðreynd að við höfum náð bestum árangri í greinum sem reyna mest á líkamlegan styrk og eru kastarar okkar dæmi um það. Á fímmtudag í næstu viku keppa tveir íslendingar á heimsleikunum í frjálsum íþrótt- um. Það eru þeir Einar Vil- hjálmsson og Vésteinn Haf- steinsson og verður gaman að sjá þá í beinni útsendinu í sjónvarp- inu eiga við alla fremstu keppnis- menn í þessum greinum. Við vonum að þeim gangi vel sem og öðru frjálsíþróttafólki á næst- unni. MINNING Kjartan Þorsteinsson Fæddur 16. janúar 1913 - Dáinn 18. júní 1989 Aðfaranótt sunnudagsins 18. júní s.l. lést gamla verkalýðs- kempan Kjartan Þorsteinsson á heimili sínu hér í Ólafsvík. Ég kynntist Kjartani fljótlega eftir komu mína til Ólafsvíkur, fyrir níu árum. Hann kom mér strax fyrir sjónir, sem einn hinna gömlu verkalýðssinna, sem aldrei missti sjónar af þörfum hins vinn- andi manns og að baráttunni yrði að halda áfram. Við Kjartan áttum gott sam- starf í nefndum á vegum bæjar- ins, þar sem mér fannst eiginleik- ar hans og réttsýni koma vel fram. Áhugi hans fyrir uppgangi Ólafsvíkur var sannur og þoldi hann illa úrtölumenn. Mér fannst sanngirni hans aldrei bregðast. Kjartan gekk til vinnu sinnar til hinsta dags, teinréttur og íhugull. Ég mun sakna þeirrar ímyndar, sem hann var verkalýðsforyst- unni hér, minning hans mun lifa í Ólafsvík. Ég vil að leiðarlokum þakka góðum samferðarmanni ánægju- leg kynni og votta fjölskyidu hans mína dýpstu samúð. Kristján Pálsson 10 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ {Föstudagur 23. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.