Þjóðviljinn - 23.06.1989, Síða 14

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Síða 14
Unglingar með geislabyssur Arnór Sigurjónsson: Engin slökun í norðri. Hafþór Jónsson: Almannavarnir ekki hluti æfingarinnar, en æfaásamatíma. John Green, foringi í varaliðinu: Við erum vel tækjum búnir íslenskum fjölmiölum var boðið á Keflavíkurflugvöll í gær til að fylgjast með og fá upplýsingar um æfingu bandaríkjahers hér á landi. Guðni Bragason sagði utan- ríkisráðuneytið hafa ákveðið að veita allar upplýsingar um æfinguna og væri það í fyrsta skipti sem slíkt væri gert, í sambandi við æfingar hersins á Miðnesheiði. Skipulags- legar ástæður réðu því hins vegar að ekki væri hægt að leyfa fjölmiðlum að fylgjast með öllum æfingunum. Hvað varðaði auglýsingu um ferða- bann væri það að segja, að lögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli hefði ekki látið birta hana öðru vísi en hann héldi að lögin væru í fullu gildi. Arnór Sigurjónsson, varnar- málaráðunautur, flutti af alúð öll helstu gömlu hernaðarrökin fyrir því hvað ísland væri afskaplega mikilvægt, hernaðarlega séð. Þó Sovétmenn hefðu tilkynnt um einhliða fækkun hermanna í Evr- ópu, drægi sú fækkun engan veg- inn úr getu þeirra til stórfelldrar árásar á vestur Evrópu. Fækkun- in minnkaði aðeins leiftursókn- argetu þeirra. Bakgrunnur æfing- arinnar lægi í þessu og einnig og ekki hvað síst í því, að hernaðar- leg geta Sovétríkjanna í norður- höfum hefði ekkert minnkað. Kalda stríðið hefur því aðeins látið undan volgum vindum mið- Evrópu, en er enn jafn kalt sem fyrr nálægt Norðurheimskautinu. Almannavarnir ríkisins, Suðumesja og Keflavíkurflug- vallar voru með stórslysaæfingu í gær. Sextíu manns höfðu „slas- ast“. Hafþór Jónsson frá Al- vera dauður. En tæknin sá við því. Nú eru dátarnir með leiser- geislabyssur sem hleypa af stað væli í plasttöppum á búningi þeirra, þegar geislinn hittir í mark. Enginn kemst því undan „dauðanum" í „leiknum“. En að sögn sama liðsforingja vom hermennimir fljótir að finna ráð við þessu. Þeir einfaldlega fjarlægðu rafhlöðu úr tæki á hjálmum sínum, þannig að þeir vældu ekki þegar geislinn náði þeim. Tæknimenn hersins láta hins vegar ekki að sér hæða. Sér- stakur skynjari var fundinn upp sem foringi „leiksins“ getur not- að til að þefa „liðhlaupa“ uppi. Og þefskynjarinn gerir meira en þetta. Með einu handtaki er hægt að fá allt liðið til að væla og slá þannig botninn í leikinn þegar hann er orðinn Ieiðinlegur. Frekjur allra Tarsanleikja og kúrekaleikja í heiminum hljóta að glotta illyrmislega af ánægju við þessa frétt. Þá var öllu fjölmiðlagenginu smalað upp í þyrlu, nema undir- rituðum sem er meinilla við þyrl- ur og þorði ekki með, og flogið til Stafness. Þar vom fyrir í haglega gerðum sandpokavirkjum hinir vinalegustu hermenn, vopnaðir geislabyssunum góðu. Mikill minnihluti þessara hermanna var mjög „traustvekjandi", þ.e. völlurinn er ekki krökkur af Rambóum. Meirihlutinn eru 18- 20 ára unglingar og þeirri hugsun skaut upp hjá mér, að skátabún- ingurinn færi þessum mönnum betur en skræpóttur búningur. mannavörnum gaf til kynna að stórslysaæfingin væri í engum tengslum við „Norður Víkings" heræfinguna. En ef frá eru taldar hláturrokur hermannanna sem léku „hina særðu“, verður að segjast eins og er, að þeir léku hlutverk sín óaðfinnanlega. Landhelgisgæslan mun láta eitt af skipum sínum lóna fyrir utan Garðsskaga einhvern næstu daga. .Efður verður flutningur á slösuðum manni frá varðskipinu með einni að þyrlum hersins. Helgi Hallvarðsson skipherra sagði að þetta hefði verið gert nokkrum sinnum áður, en tilgangurinn með þessu væri að æfa samvinnu stjómstöðvar Landhelgisgæslunnar og hersins. Frétta og blaðamönnum voru sýnd þau vopn sem hermenn var- aliðsins nota við æfingarnar. Hríðskotabyssur og rifflar, sem draga frá 500 metrum í 1.100 metra. Liðsforingi upplýsti, að fyrr á árum hefði það verið til vandræða að hermennimir rifust endalaust um það hver hefði „drepið“ hvern fyrst, enginn vildi 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. júnl 1989 John Rasmuson er einn af for- ingjum varaliðsins. Hann er danskur í aðra ættina og hinn við- kunnalegasti í viðkynningu. Ég spurði hann hvers vegna menn færu í herinn, en sjálfur hefur hann verið í hernum í 20 ár. Hann sagðist hafa farið í herinn vegna þeirra tækifæra sem herinn gefur til menntunar, því menntun sé ekki gefin í Bandaríkjunum. Rasmuson taldi þetta algengustu ástæðuna. Margir fæm einnig vegna þess að þeir teldu sig skulda föðurlandinu þjónustu og nokkrir færu vegna þess að þeim þætti það spennandi. Ef móðir mín hefði beðið eftir mér með mjólkurglas og vínar- brauð að lokinni þessari heim- sókn á Keflavíkurflugvöll, hefði allt verið fullkomið; ég hefði sofnað að kvöldi hamingjusamur kúreki, og þó. -hmp Myndir: Jim Smart Föstudagur 23. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15 Heimavarnarliðið Æfingin vel heppnuð Soffía Sigurðardóttir: Sýnt var fram á að lögreglan telur sig ekki í rétti á varnarsvæðunum, nema innan girðingar Soffía Sigurðardóttir, félagi í heimavarnarliðinu og SHA telur að ferð heimavarnarliðs- ins um varnarsvæðin og að Rockville hafi verið vel heppn- aðar og sýnt fram á að lög- reglan telji sér ekki fært að amast við ferðum almennings um auglýst „bannsvæði", þ.e. á meðan þau svæði eru utan girðingar. En var það upphaflega ætlunin að fara inn fyrir girðinguna við Rockville? „Nei, það var ekki upphaflega áætlunin. Aftur á móti litum við þannig á að hvað gert yrði færi eftir því hvað við værum með margt fólk þarna, en um 75 manns voru mættir. Við sáum að það var engin hætta á að hlutirnir færu úr böndum þó einhverjir færu þarna inn fyrir. Ef allir hefðu farið hefði lögreglan senni- lega ekki ráðið við ástandið og þá hefði sennilega komið til kasta hermanna, en við vildum ekki taka neina slíka áhættu. Það þótti rétt að láta reyna á viðbrögðin við því að fara þarna inn, enda fór það allt fram með friði og spekt þó lögreglan hefði tekið harka- lega á Bimu Þórðardóttur,“ sagði Soffía Sigurðardóttir, félagi í heimavarnarliðinu í samtali við Nýja Helgarblaðið í gær. Sagði Soffía að varla hefði ver- ið hægt að tala um girðingu í kringum Rockville, víða hefði hún verið léleg og legið niðri á köflum, verið „hálfgert ræksni.“ Soffía sagði að heimavarnarliðið hefði getað ferðast óáreitt um „varnarsvæðið“ þó lögreglubíll hefði fylgt þeim eftir, allt þar til kom að hliðinu við Rockville. Áður hefðu herstöðvarandstæð- ingar lýst því yfir við lögreglu að þeir væm á svokölluðu bann- svæði, án þess þó að það kallaði á nein viðbrögð lögreglu. Þar hefði lögreglubfl verið lagt með blikk- andi ljósum þvert á veginn. Lög- reglan hefði stöðvað bfla heima- vamarliðsins og haldið því fram að vegurinn sem ekið væri á væri einkavegur í eigu „vamarliðs- ins.“ Lögreglan hefði hins vegar tekið fram að það væri ekkert sem bannaði þeim að ganga eftir veginum. „Þetta sýnir að lögregl- an telur sig í rétti innan girðingar, en ekki utan hennar. Hins vegar gerðist annað atvik eftir að að- gerðum var lokið, en þá lögðum við bfl við Ósabotna, en utan varnarsvæðisins. Þá komu þar fjórir . víkingasveitarmenn sem vildu meina að við væmm þar í óleyfi þar sem við væmm á „vam- arsvæði." Það tók þá nokkum tíma að skilja kort sem við vomm með, en með því gátum við sannfært þá um að við væmm á frjálsri jörð og hurfu þeir brott við svo búið,“ sagði Soffía. í gær fór heimavarnarliðið í nokkra könnunarleiðangra um vamarsvæðin en næsta aðgerð er fyrirhuguð á laugardag. Soffía sagðist þá búast við meiri fjölda í aðgerðunum. „Við sjáum það að fólki hitnar í hamsi þegar í harð- bakkann slær, bæði okkar fólki, lögreglu og væntanlega her- mönnunum líka. Því höfum við sett okkur ákveðin mörk um það sem á að gera og verðum með okkar fólk til að fylgja því ákveð- ið eftir,“ sagði Soffía Sigurðar- dóttir. phh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.