Þjóðviljinn - 23.06.1989, Side 20

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Side 20
Framá Framhald af síðu 19. til liðsins og við höfðum góðar vonir. Kvöldinu fyrir leikinn hélt liðið síðan sérstakan fund um málið og tillagan var felld, svo við urðum að fara til Færeyja án þess að hafa aflað okkur þessarar reynslu, og það gátum við haft til marks um að búningsklefi karla er mjög lokaður heimur og þeirra einkaheimur. - En við settumst ekki bara með hendur í skauti þó við kæm- umst ekki í búningsklefa á meðan á úrslitaleik stæði. Við fórum að lesa okkur til, kynna okkur allt sem skrifað hefur verið um fót- bolta og höfðum sérstaklega gagn af bók Pers Röntveds, Fótbolti á róngunni, og Flautað til leiks eftir Tony Schumacher, fyrrverandi liðsmann í þýska landsliðinu. - Og Færeyingarnir reyndust ekki eins erfiðir viðfangs og ís- lendingarnir, þeir hleyptu okkur inn í búningsklefa, að vísu á æfingu, en við græddum mikið á því. Kannski ekki minnst á að sjá hvernig þeir voru pískaðir áfram í snjó og kulda í febrúar. Barist upp á líf og dauða Hvernig er leikmyndin hugs- uð? - Hún er gerð út frá þessum Virginia sýnir í Iðnó: Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee. Þýðandi: Sverrir Hólmarsson. Leikstjóri: Arnór Benónýsson. Leikmynd: Karl Aspelund. Búningar: Rósberg Snædal. Lýsing: Lórus Björnsson. Leikendur: Helgi Skúlason, Helga Bachman, Ragnheiður Tryggvadóttir og Ellert A. Ingimundarson. Hvað er hægt að gera við Virginíu-leik Edward Albee? Leika hann samkvæmt bókinni, fylgja út í ystu æsar þeim stofu- naturalisma sem leikurinn óneitanlega krefst með beinni skírskotun til ritunartímans, ná- kvæmri eftirlíkingu í búningum og leikmynd, setja hann fastan í tímann og styrkja sýninguna með ýtarefni í leikskrá sem skýrir ýmis þau atriði í forsendum og bak- grunni leiksins í amerísku þjóðfé- lagi þess tíma. Það er hægt og er líkastil öruggust leið til skynsam- legrar leikvinnslu á verkinu. Eða á að treysta því algilda hjóna- drama sem leikurinn geymir, láta naturalismann lönd og leið og tjá leikinn sem erkidæmi um stofu- drama á auðu sviði með sófa, bar og tveim stólum. Privat helvíti fyrir fjórar persónur í afluktu rými sviðsins. Báðar þessar leiðir sýnast manni færar þegar sýningu á leiknum ber loks fyrir augu manns tæpum þrjátíu árum eftir að Albee sauð hann saman. Auðvitað ber verkið merki síns tíma. Málfarið eitt og sér hefur látið undan í því siðleysi sem ríkir í bandarískri málhugsun í bók- menntum og kvikmyndum. Klúrt málfar Albee er einfaldlega orðið sakleysislegt og breytir þá engu ný þýðing á leiknum sem ég get reyndar ekki séð að hafi verið nauðsynleg. Ýmis mikilvæg efn- isatriði hafa tekið miklum stakkaskiptum, einkum framþró- un í getnaðarvörnum og gervi- frjóvgun, að ekki sé minnst á heimsósómaádrepu Georgs um hrun vesturlanda. Þó trúi ég að mikilvægust í þeli áhorfandans sé sú víðtæka umræða um eðli hjónabands sem farið hefur um lokaða heimi sem leikritið fjallar um, segir Messíana. - Leik- myndin er táknræn, því leikritið er í rauninni dæmisaga, það er í henni mun víðari skírskotun en til þessa eina leiks sem það fjallar um. Þarna er barist upp á líf og dauða, en þetta er líka heilagur staður. Að vissu leyti er verið að undirbúa þessa drengi undir ein- hvers konar krossferð þar sem öllu er hætt, líkama þeirra, mannorði og sál. Eftir því sem líður á leikinn breytist búnings- herbergið síðan í sjúkraskýli að meira eða minna leyti, þar sem löndin á liðnum áratugum. Allt þetta veikir áhrifamátt leiksins eða einskorðar hann við tvo meginþætti í gerð leiksinsrfyndn- ina og valdaátökin. _ Sviðsetning Arnórs Benónýs- sonar er fjarska stirðbusaleg satt best að segja. Leikmyndin er kraðak, hornótt og skapar leiknum þröngt rými sem Arnór á enda í miklum erfiðleikum með að nota til dýptar atburðarás leiksins. í stöku tilfellum notar hann framhornin á sviðinu en þau PÁLL BALDVIN BALDVINSSON augnablik verða býsna uppstillt og ósannfærandi. Athafnasvæði leikaranna takmarka þannig tæknilega möguleika þeirra og er það einkum til báginda fyrir Helga Skúlason sem mótar túlk- un sína miklum óróa og hefði þurft betri römmun í mörgum köflum leiksins og aðrar stað- setningar aftar á sviðinu. Þá skortir mjög á að stígandi í leiknum sé nægilega undirbyggð, mörg spennuatriði verða hnökr- ótt, rétt eins og leikarana skorti rétta leiðsögn. Oft sýna þeir þó rétta stígandi á stöku stað og hafa sæmileg heildartök á hlutverkun- um. En sýningin er kraftlaus og fyrir bragðið verða átökin ekki sannfærandi, tilfinningin sem leiknum er eðlislægt að skapa vegna kosta sinna grunn og hverf- ur fljótt frá. Fyrsti þátturinn er leikinn af miklum hraða og dregur mjög fram skemmtigildi samræðunnar þannig að sá grimmi tónn sem undir liggur verður utangátta um stund. Reyndar var alla jafna mjög skammt í gamanleikinn alla þeir koma blóðugir og niður- brotnir á sál og líkama. - Við lögðum áherslu á að ná fram stemmningu búningsher- bergisins, og á frumsýningunni voru forkólfar evrópskra íþrótta- hreyfinga, sem voru sammála um að sú stemmning sem þarna kæmi fram væri hárrétt, þó þeir skildu ekki orð af því sem var sagt. Það var til að mynda einn sem sagði þetta vera þversummu þeirra búningherbergja sem hann hefði upplifað. - En innsti kjarni leiksins er ekki bara sú stemmning sem sýninguna í gegn, svo að manni þótti nóg um hlátrasköll áhorf- enda þegar hnútukastið var sem harðast, skærumar grimmilegast- ar. Helgi Skúlason ber sýninguna uppi með leik sínum. Hann túlk- ar Georg á býsna glaðhlakka- legan máta og kemst langt með þá túlkun sína. Hún nær lengst og verður heilust í atriðum á móti Ellert og Ragnheiði í hlutverkum hjónanna ungu. En í þeim túlk- unarmáta er sneitt hjá ríkum þætti persónunnar, vanmættin- um og blíðunni, sem Helgi ætti ekki í neinum vandræðum með að lyfta undir. Þá held ég að sá svipur sem hann mótar Georg væri rökvísari ef persónan væri alkalegri í fasi og töktum, en það má finna að heildarsvip leiks allra í sýningunni hvað stanslaus drykkjan hefur Iítil áhrif á per- sónurnar, mæli þeirra og fas. En túlkun Helga er áhugaverð og spennandi og dugar ein til þess að kvöldinu er vel varið. Helga leikur Mörtu, ófull- nægða, grimma og siðspillta konu á sextugsaldri. Hennar leikur er mér nokkur gáta. Hún er ger- andinn í leiknum, hleypir öllum átökum þeirra hjóna af stað. Helga virðist vera á annarri skoðun og nýtur væntanlega til- styrks leikstjórans í því. Leikur hennar er á léttum nótum langt fram eftir leiknum. Beinskeytt skot Mörtu verða í munni hennar notalegt nöldur, hún beitir sér aldrei lfkamlega í leiknum og dregur frekar úr þunga Mörtu sem miðju þess valdatafls sem hér er leikið til enda. Þessi milda afstaða dregur mjög úr slagkrafti leiksins og ræður miklu um það að ris og hnig jafnast út. Tvenn dæmi skal ég nefna þessu til stað- festingar: Marta táldregur Nick á ákaflega opinskáan hátt, fyrst í dansi og síðar með káfi. í bæði skiptin var verknaðurinn varla sýndur, alla erótík skorti, snert- ing í lágmarki og líkamleg sýnd lostans hverfandi. Eftir eina sennuna ræðst Georg á spúsu sína og reynir að kyrkja hana. Þar aft- skapast í úrslitaleik, heldur er verið að velta fyrir sér hvar íþróttirnar séu staddar og hvert þær stefni, hinn sanni íþróttaandi er ekki það sem íþróttamaðurinn fær greitt fyrir. Höfundi leikrits- ins finnst atvinnumennskan ekki vera rétt þróun í íþróttum, og sama viðhorf kemur fram í þeim bókum sem við lásum. Það er því skemmtilegt að íþróttasamband- ið skyldi sjálft velja verkið, þó auðvitað séu áherslurnar okkar. En það er ekkert í leikmyndinni sem ekki er fótur fyrir í textan- um, og síðan eru ljósin notuð til að setja upp sterkar stemmning- ar. Og svo er þetta orðin vel sigld leikmynd, segir Sigrún. Það var búið að skipa henni hér upp á hafnarbakkann og ganga frá öllum pappírum, en þá var henni aftur skipað um borð fyrir ein- hver mistök og hún send til Hel- singör. Svo hún kom ekki aftur fyrr en á miðvikudagsmorgun. En hvernig gekk að leikstýra heilu fótboltaliði? Hafið þið verið í fótbolta? - Nei, við höfum aldrei komið nálægt fótbolta. Það voru bara þeir í Sjónleikafelaginu sem voru svona skynsamir að sjá að það þarf röskar konur til að tjónkí við 21 karlmann. Og það var ekk- ert vandamál þó þeir hefðu meiri reynslu af fótbolta en við, því við höfðum meira vit á leiklist og gát- um alltaf sýnt þeim fram á hvað væri áhrifamest. ur var líkamleg beiting öll ósenni- leg, valdníðslan áhrifalítil vegna þess að atriðið er ekki undirbyggt nóg og árásin illa teiknuð. Marta er þessháttar hlutverk að það krefst alls af listamanninum. Það krefst mikillar líkamlegrar beitingar, óhemju blæbrigða í rödd, mikils hljómstyrks og fullkomlega geðrænnar eftir- gjafar í reiði, ofsa og auðmýkt. Einhverra hluta vegna trúi ég að Helga Bachman væri þessa um- komin, en hér situr hún á sér og um leið á allri sýningunni. Ellert og Ragnheiður bera þann vandasama heiður að leika Nikka og Honí, tvö hlutverk sem vissulega eru erfið en líða fyrir stærðir Georgs og Mörtu í leiknum. Leikur þeirra beggja er sviplítill, en snoturlega unninn þótt þau á stundum verði vand- ræðaleg, einkum Ellert og vantar leikstjórn á. Skýr persónumótun nýtur sín ekki í sýningu sem hefur ekki nægilega markaðan hraða, skilur ekki milli ris og hnigs og nýtir illa þá rýmismöguleika sem nauðsynlegir eru til að skáka í flóknu og stríðandi valdatafli. Sýningin á Virginíu naut ó- skiptrar athygli alþjóðar á liðnum vetri vegna deilumála á vinnustað sem komust í hámæli. Ég hygg að eftirmál þess megi enn greina í sviðsetningu Arnórs Benónýs- sonar. Vald leikstjóra í sýning- unni er greinilega veikt. Máski er kominn tími til opinskárrar um- ræðu um þau efni eftir fálmandi tiiraunir á síðum Moggans fýrr í vetur sem lognuðust út af. Þessi sýning er þrátt fyrir alla sína galla forvitnileg og vel þess virði að sjá hana. Hún kemur upp fyrir ein- stakan velvilja Þjóðleikhússins, en Helgi og Helga eru þar á full- um launum, fyrir tilstyrk Borgar- sjóðs og nokkurra fyrirtækja í borginni. Það er gott og blessað og veit vonandi á breytta stefnu hjá Borgarsjóði í þeim efnum. Máski þurfa sjálfstæðir leikhópar ekki að örvænta lengur ef þeir geta mannað sýningar sínar með verkefnalausum leikurum frá Þjóðleikhúsinu. Hvernig var svo sýningunni tekið? - Hún fékk mjög góða dóma, meira að segja frá gagnrýnanda sem ekki er mikið fyrir að hrósa því sem allur almenningur er kannski hrifinn af. Og sjálfar höfðum við mikla ánægju af þessu, við sáum sjö sýningar í röð eftir frumsýningu því við kom- umst ekki hingað vegna verk- fallsins, og fannst alltaf jafn gam- Höggmyndir og málverk Haukur Dór og Preben Boye, sem báðir eru bæjarlistamenn í Frederiksværk, opna sýningar á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 14- 18. Preben Boye sýnir höggmyndir úr granít og Haukur Dór mál- verk, teikningar og grafíkmyndir frá síðastliðnum tveimur árum. Á sýningunni verða til sölu steinþrykk unnin hjá U.M. Grafik í Kaupmannahöfn. Sýningunum lýkur 9. júlí. Sumarsýningin á verkum Kjar- vals stendur til 20. ágúst. Kristján í Nýhöfn Kristján Davíðsson opnar sýn- ingu á nýjum olíumálverkum í Nýhöfn, Hafnarstræti 18 á morg- un kl. 14-16. Kristján hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum hér á landi og erlendis. Sýningin verður opin virka daga kl. 10-18, kl. 14-18 um helgar og lýkur 12. júlí. Ásmundarsalur Nú eru síðustu forvöð að sjá níundu einkasýningu Ásgeirs Lárussonar í Ásmundarsal v/ Freyjugötu. Lárus sýnir rúmlega þrjátíu myndir unnar með guasslitum, bleki og akrýl. Sýningunni er opin kl. 13-19 í dag og kl. 13:30- 20 á morgun og sunnudag og lýk- ur á sunnudagskvöld. örn Magnússon píanóleikarí. Píanótónleikar Örn Magnússon píanóleikari heldur tónleika í Norræna húsinu á sunnudaginn. Örn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Akureyrar árið 1980 og stundaði framhaldsnám í píanóleik í Manchester, Berlín og London 1981-86. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30, og á efnisskránni eru toccata og ensk svíta eftir Bach og sónötur opus 26 og 109 eftir Beethoven. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. Júní 1989, Hver er hræddur?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.