Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 7
• • FOSTUDAGSFRETTIR Vanskil lífeyrisgialda Launþegar vamarlitlir Hlífvillprófmál. Ferfram á að VMSÍhöfðiprófmálfyrirsakadómi. Sigurður T. Sigurðsson: Brögð að vanskilum með lífeyrisgjöld árum saman Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfírði, segir að tðlu- verð brögð séu að því að fyrirtaeki standi ekki í skilum með lifeyris- gjöld og dæmi séu til um vanskil iðgjalda og félagsgjalda árum saman. Fyrir nokkrum mánuð- um skrifaði Hlíf framkvæmda- stjórn Verkamannasambandsins þar sem þess er farið á leit, að VMSÍ heQi prófmál fyrir saka- dómi, til að reyna á rétt verkalýð- sfélaganna í þessum málum. - Ef fyrirtæki skila ekki þeim 4% sem tekin eru af launum verkafólks til greiðslu í lífeyris- sjóð, er það hreinn og beinn þjófnaður, sagði Sigurður í sam- tali við Þjóðviljann. Atvinnurek- endur ættu að skila þessum fjár- munum 10. eða 15. hversmánað- ar en sætu jafnvel oft á þessum fjármunum árum saman. Að mati Sigurðar á að vera hægt að ganga að þessum greiðslum. - Vanskil á félagsgjöldum verkafólks og lífeyrissjóðsgjöld- um eru hliðstæð vanskilum með söluskatt, sagði Sigurður. Sölu- skattur ætti að renna beint til ríkisins og ef menn stæðu ekki í skilum gæti ríkisvaldið lokað á fyrirtækin, eins og reynsla síðustu vikna sýndi. Verkalýðsfélögin gætu hins vegar ekki lokað á íyr- irtæki sem ekki standa í skilum með greiðslur verkafólks til líf- eyrissjóða og verkalýðsfélaga. Það túlkuðu atvinnurekendur sem brot á samningum og friðar- skyldu. Sigurður vildi ekki að svo stöddu, nefna nöfn þeirra fyrir- tækja sem eru í vanskilum. Hann sagði eitt fiskvinnslufyrirtæki sem stofnað hefði verið fyrir nokkrum árum, ekkert hafa borgað fyrr en fyrir stuttu. En Sigurður sagðist einhvern daginn birta nöfn fyrirtækjanna, verka- fólki til vamaðar. Stjórn VMSÍ hefur tekið bréf Hlífar fyrir á fundi og telur eðli- legt að skoða málið frekar. Ef VMSÍ sæi sér ekki fært að hefja prófmál sagði Sigurður að Hlíf myndi gera það. Árið 1976 var sett á laggimar nefnd til að semja drög að fram- varpi um heildarlöggjöf um líf- eyrissjóði. Nefndin skilaði af sér 1987 en síðan hefur framvarpið legið óhreyft í fjármálaráðuneyt- inu. í framvarpinu er m.a. eftir- litsákvæði, sem gerir ráð fyrir sérstakri eftirlitsstofnun með líf- eyrissjóðum, svipuðu bankaeft- irlitinu. Már Guðmundsson ráð- gjafi fjármálaráðherra, sagði málið í athugun í ráðuneytinu. Sigurður sagði heilbrigt og réttlátt eftirlit af hinu góða. Full þörf væri á að endurskoða skipun fulltrúa í stjóm lífeyrissjóðanna. Nú ætti verkafólk tvo fulltrúa af fjóram og atvinnurekendur tvo. Þetta væri óeðlileg skipan, verka- lýðsfélögin ættu ein að eiga full- trúa í stjórnum sjóðanna. Eins og ástandið væri nú, gætu verka- lýðsfélögin ekki fengið neitt sam- þykkt án stuðnings fulltrúa at- vinnurekenda. -hmp Borgarráð Hreinlætis- aðstöðu áfátt Elín Ólafsdóttir, Kvennalista: Almenningssalerni anna hvergi þörfinni. Borgaryfirvöld krafin um bragarbót rátt fyrir margítrekaðar fyrirspurnir um hvaða áform borgaryfírvöld hafí á takteinum til úrbóta varðandi hreinlætisað- stöðu í miðbænum gerist aldrei neitt f málinu — sinnuleysið er slíkt, sagði Elín Ólafsdóttir, borg- arfulltrúi Kvennalista, en á sið- asta borgarráðsfundi lagði hún fram í nafni minnihlutans fyrir- spurn um málið. Elín sagði að hverjum manni mætti vera deginum ljósara að úr- F>óta væri þörf í þessum efnum. Almenningssalerni í borginni væru teljandi á fingrum annarrar handar og því færi víðsfjarri að þau önnuðu öllum þeim fólks- fjölda sem um miðbæinn færi, einkum og sér í lagi þegar mikil unglingafjöld safnaðist þar sam- an eftir að hausta tæki um helgar. Um þessar mundir er hreinlæt- isaðstaða á fjóram stöðum í borg- inni, í Bankastræti, í Hljómskála- garðinum, á Hlemmi og í undir- göngunum á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. Til skamms tíma var starfrækt hreinlætisaðstaða í Tjarnargötu er varð að víkja fyrir Ráðhúsgrunninum og í Grjóta- þorpi. Að sögn Elínar er þetta hvergi nándar nærri nóg og er fátækt þessarar flóra í öfugu hlutfalli við þá áherslu sem borgaryfirvöld leggja á að fá ferðamenn til að staldra við í borginni. - Erlendis þykir uppbygging slíkrar þjón- ustu jafn sjálfsögð og annað í tengslum við ferðamannaþjón- ustu þótt lítilfjörleg kunni að virðast, sagði Elín. -rk Vegfarandi í spreng í miðborg Reykjavíkur skýst niður í „núllið" f Bankastræti til að létta af sér. Minnihluta- fulltrúarnir í borgarráði hafa krafið borgaryfirvöld um úrbætur varðandi hreinlætisaðstöðu fyrir almenning í miðborginni. Mynd: ÞÓM. Aflamiðlun Engar skyndiákvarðanir Utanríkisráðherra: Aflamiðlunin hefurma. strandað á kröfu LÍÚ að skipasiglingarfœru ekki inn heldur aðeins gámaútflutningur. Ekki sammála að sjómenn, útgerð ogfiskvinnsla sitji ein að aflamiðluninni Húsnæðisstofnun Deilir út 2,4 miljörðum að scm ma. hefur strandað á að koma aflamiðluninni af stað er sú krafa LÍÚ að siglingar skipa færu ekki inn í aflamiðlun- ina heldur aðeins útflutningur fersks físks með gámum. En i upphaflegum tillögum sjávarút- vegsráðherra og það sem rætt hefur verið um er að miðlunin nái til alls fískútflutnings auk hráefn- ismiðlunar innanlands, sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanrikis- ráðherra. Utanríkisráðherra vísar á bug þeim skoðunum að þröngir sér- hagsmunir utanríkisráðuneytis- ins ráði ferðinni varðandi aflam- iðlunina og þaðanaf síður sjón- armið Félags íslenskra stórkaup- manna. Jón Baldvin segist ekki vera sammála þeirri skoðun að fulltrú- ar sjómanna, útvegsmanna og fiskvinnslu eigi einir sér að eiga aðild að aflamiðluninni eins og þeir hafa gert kröfu til, heldur og einnig fulltrúar frá fiskmörkuð- unum og fiskvinnslufólki. Ástæða þess að utanríkisráð- herra vill ekki að svokallaðir verðlagsráðsfulltrúar sjávarút- vegsins sitji einir að aflamiðlun- inni er ma. út af því hversu þeir era stórir aðilar í útflutningi á ferskum fiski. Ráðherrann stað- hæfir að siglingar skipa með afla á erlenda markaði hafi stóraukist á árinu og ennfremur hafi umsókn- um um gámaútflutning sjöfaldast og þar eigi fiskvinnslan hlut að máÚ. „Það verða engar skyndi- ákvarðanir teknar hér í ráðuneyt- inu varðandi aflamiðlunina og satt best að segja hef ég efa- semdir um að setja hana af stað um þessar mundir sökum þess ástands sem við blasir í sjávarút- veginum,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. -grh Húsnæðismálastjórn sam- þykkti í gær lánveitingar til byggingar 696 íbúða i landinu öllu út næsta ár. Þetta er stærsta afgreiðsla Húsnæðismálastjórnar sem forstjóri hennar man eftir lengi. Lán verða veitt úr bygg- ingasjóði verkamanna til bygg- ingar 396 íbúða og úr byggingar- sjóði ríkisins til 300 íbúða. Stofn- unin leggur áherslu á að fram- kvæmdaaðilar kanni fyrst mögu- leikana á að kaupa notaðar íbúðir áður en lagst er i nýbyggingar. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar, forstjóra Húsnæðisstofn- unar, skiptast lánin úr byggingar- sjóði verkamanna á 225 íbúðir í verkamannabústöðum, 61 leiguí- búð og 110 félagslegar kaupleigu- íbúðir. Til útborgunar koma 358 milljónir króna í haust og á næsta ári koma 1,2 milljarðar til útborg- unar úr byggingarsjóði verka- manna. í ársbyrjun 1991 verða síðan borgaðar út 26 milljónir. Samtals verða því borgaðar út 1584 milljónir á tímabilinu. Af þessum 1584 milljónum fara 900 milljónir til byggingar verkamannabústaða, að sögn Sigurðar. Til byggingar leiguí- búða fara 244 milljónir og 440 milljónir fara til byggingar félags- legra kaupleiguíbúða. Af þeim 300 íbúðum sem veitt verður lán til úr byggingarsjóði ríkisins, era 144 almennar kaupleiguíbúðir og 156 era íbúðir fyrir aldraða. í almennar kaupleiguíbúðir verður veitt 192 milljónum króna fram að ára- mótum, og 79 milljónir fara í byggingu íbúða fyrir aldraða. I allt verða greiddar úr bygg- ingarsjóði ríkisins til félagslegra íbúða 870 milljónir króna. Hús- næðisstofnun áætlar að f heild verði útgjöld byggingarsjóðanna 2.454 milljónir, til byggingar þessara 696 íbúða. Allar upphæð- ir era áætlaðar. -hmp Föstudagur 7. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.