Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 20
PISTILL EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON Þjóðarleikhúsið Það er leitun að þeim manni sem er ekki orðinn leiður á íslenskri pó- litík. Sú er afstaðan þegar best lætur. Margir taka miklu dýpra í árinni og kalla stjórnmálamenn hinum verstu nöfnum, ekki bara suma stjómmálamenn sem þeir hafa óbeit á, heldur alla sem einn: þeir em allir eins, segja menn, og öll stjórnmálin eintómur skrípa- leikur. Hvemig stendur á þessu? Hvernig stendur á því að „ham- ingjusamasta þjóð í heimi“ (túlk- ast: ,,bombrattasta“) ber sig svona aumlega yfir framgöngu þeirra manna, sem hún kýs til að stjórna málum sínum? Eða kaus hún þá kannski ekki yfir sig? Varla verður efnalegri vesæld um kennd, því þrátt fyrir örlitlar sveiflur til og frá, hefur efnahagur sannanlega verið að batna hér í marga áratugi. Standa stjómmálamennimir sig þá almennt svona slælega í einstökum málum sem brenna á þjóðinni? Kannski. En ég held að það sé ekki málið. Ég er þrjátíu og fimm ára gamall. Minni mitt hvað pólitík varðar teygir sig svona tuttugu og fimm ár aftur í tímann. Mig rámar í eldhús- dagsumræður á fyrri hluta sjötta áratugarins. Þá vildi stjómarand- staðan meina að ríkisstjórnin væri óalandi og óferjandi, hún kallaði plágur yfir þjóðina og að allar gerð- ir hennar væm svik. Ég hélt með stjórnarandstöðunni og undraðist að ríkisstjórnin segði ekki umsvifa- laust af sér eftir ádrepumar sem hún fékk. Ég átti ekki orð þegar liðsmenn hennar svömðu fullum hálsi, enda var ég blessað bam. En það var fleira sem vakti athygli mína. Það hafði ekki hvarflað ann- að að mér en þingmönnunum hlyti stundum að verða laus höndin, svo reiðir virtust þeir vera. Ég sá þingið fyrir mér svona eins og nýbyggingu í Kópavoginum þar sem flokkar úr Austurbænum og Vesturbænum börðust af heift dag eftir dag. Þess vegna varð það mér tilefni nokk- urra heilabrota þegar ég heyrði að stundum væm haldnar þingveislur og þar væm allir með. Skyldu þær ekki enda með ósköpum? Svo sá ég mynd í dagblaði þar sem stjórnar- liði og stjómarandstöðuliði vom að tefla skák, að því er virtist í mesta bróðemi. Þeir hlutu að minnsta kosti að vera búnir að segja „fyrir- gefðu“. Enginn strákur í Kópavog- inum hefði viljað tefla við neinn úr óvinaliðinu eftir annað eins rifrildi og ég heyrði f útvarpinu, nema for mlegar sættir hefðu farið fram. Smám saman þroskaðist ég eins og það er kallað. Mér lærðist, að það er til dæmis hægt að segja við mann að hann geti ekkert og kunni ekkert og sé óheiðarlegur í þokka- bót án þess að meina þetta eigin- lega. Ennfremur að sá sem svona ádrepu fær kann að þykjast vera ægilega reiður án þess þó að vera neitt reiður, (enda meinti hinn ekk- ert beint það sem hann sagði). Þetta er leikur sem maður lærir með aldrinum. Ég lærði líka að það er hægt að tala eins og maður sé að segja eitthvað óskaplega merki- legt, en meina svo eitthvað allt ann- að með því. Það virðist meira að segja vera hægt að gefa loforð og stórar yfírlýsingar án þess að ætla sér endilega að standa við þær. Líka að harðneita því að maður hafi sagt það sem maður sagði, þótt það væru mörg vitni. Svona lagað var að vísu ekki óþekkt hjá okkur strákunum, en þótti afspymu klént. En mér skildist líka fljótlega að skýringu mátti finna á þessari unda- rlegu framkomu: stefnur og hug- sjónir. Hugsjónir voru náttúrlega það sem pólitíkin snerist um og þær vógu eðlilega þyngra en einstök orð og athafnir. Að vísu átti ég dálítið bágt með að skilja hvemig þeir sem vom ekki kommar eins og ég taldi1 mig vera gátu yfirleitt haft npkkrar hugsjónir, en svona hlaut þetta að vera: ef menn vom trúir stefnu eða hugsjón - lægsta mynd þessa er aði gangast flokki á hönd líkt og trúfé- lagi - þá skipti ekki svo miklu máli hvað þeir sögðu eða gerðu í ein- stökum tilvikum, ef það bara gagn- aðist hugsjóninni í sókn eða vörn. Svona held ég líka að allur almenn- ingur hafi litið á málin og verið reiðubúinn að réttlæta framferði stjómmálamanna, alltént sinna manna, þegar þeir vom staðnir að hegðun sem jafrivel óprúttnir strák- ar hefðu skammast sín fyrir. Vel fram á sjöunda áratuginn tókst fólki almennt að trúa því að stefnur og hugsjónir stýrðu stjórnmálunum og flokkunum. Nú trúir þessu eiginlega enginn lengur, enda fátt til marks um að svo sé. Munurinn á flokkunum er líka langtum minni en hann var. Orð- ræðan í stjómmálunum hefur hins vegar sama og ekkert breyst. Þar em enn við lýði siðir eða réttara sagt ósiðir sem flestir landsmenn myndu skammast sín fyrir heima hjá sér og í vinnunni og stjórnmála- mennimir sjálfir ugglaust líka í ein- kalífi sínu. Þessum ósiðum má lýsa sem uppgerð og óheilindum í beitingu máls og málflutningi. Samband orðanna við venjulega merkingu sína og við raunvemlega hugsun og tilfinningar þess sem mælir þau er einatt brostið. Þannig verður athæfið leikrænt í eðli sínu, en leikurinn oftast langdreginn og endurtekningasamur. Komin em upp ný stílbrigði í leiknum með tilkomu sjónvarps og hinnar svokölluðu ágengu frétta- mennsku. Dæmi: í sjónvarpsviðtali á maður að segja það sem maður hefur ætlað sér að segja, sama hver spumingin er; sé hún borin upp aft- ur á að endurtaka fyrra svar, helst með svolítið öðmm orðum, og svo er tíminn sennnilega búinn. (Skyldu mennimir svara svona í eldhúsinu heima hjá sér?) Hug- myndin á bak við ágenga frétta- mennsku var ágæt og lofaði góðu fyrirfram. Það átti að láta stjóm- málamennina og aðra valdsmenn standa fyrir máli sínu, ýmist gagnvart harðskeyttum frétta- mönnum eða jafnvel öllum lands- mönnum í beinu símasambandi. Það átti að gefa almenningi kost á að fylgjast með málum um leið og þau gerast. Þetta átti að skapa að- hald og gera lýðræðið virkara. En því miður fæ ég ekki betur séð en þetta hafi allt saman að miklu leyti mistekist. Að minnsta kosti hefur sú hugmynd að láta hlutina gerast nánast í þeinni útsendingu ekki gefi góða raun. Það veldur bara ofvexti í hinu farsakennda í stjórnmálunum. Ég held að gagnið sé minna en skaðinn. Hefur eitthvað dregið úr spillingu eða gerræði? íslenskum stjómmála- mönnum sem uppvísir verða að slíku stendur hjartanlega á sama, og svara bara einhverju út í bláinn þegar slíkt er borið á þá. Er al- menningur betur með á nótunum? Er hann í alvöru virkari þátttakandi í stjórnmálunum? Svari hver fyrir sig. Fyrir mitt leyti svara ég báðum spumingunum hiklaust neitandi. Ég er aldrei upplýstari en áður eftir að hafa hlustað á stjómmálamann tala um eitthvert mál sem efst er á baugi (m.a. vegna þess að það hvarflar ekki að mér að treysta orð- um hans). Ég er sennilega álíka óvirkur og ella, en finn meira fyrir áhrifaleysi mínu. Mælskubrögð hafa alltaf tíðkast í almennri umræðu, þegar fólk berst fyrir sannfæringu sinni. En þegar engin er sannfæringin og hugsjón- imar em roknar ut í veður og vind, er ekki einu sinni sýndarréttlæting fyrir mælskubrögðunum lengur. Þau verða að umbúðum án inni- halds. Þegar mælskubrögðin em orðin að reglu, helgast af engu markmiði öðm en því að viðkom- andi stjórnmálamaður haldi andlit- inu eða þjóni lund sinni, og allir sjá í gegnum þau, þá sýnast þau fyrst brosleg, síðan hvimleið og loks andstyggileg. Þegar svo er komið, er betra að tala saman eins og fólk. Svikasaga mannkyns Sigríður Elfa: Listin verður að vera í tengslum við það sem er að gerast - Það má segja að myndirnar fjalli allar um svik, segir Sigriður Elfa Sigurðardóttir, sem nú held- ur málverkasýningu í vinnustofu sinni að Heimahvammi í Elliðaár- dal. - Þær eru um svik manneskj- unnar við náttúruna, við sjálfa sig og við hver aðra. Ég datt niður á þetta þema eftir að ég las Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jak- obsdóttur. Þá fór ég að lesa Snorra-Eddu, og upp úr því að kynna mér ýmsar sköpunar- sögur, en þar er víða að finna frásagnir af svikum mannsins við náttúruna. Það má segja að af- leiðingarnar af þeim svikum sjáum við í kringum okkur í heiminum í dag. - Myndirnar eru unnar í þrí- vídd úr dagblöðum og tilfallandi efnum, til að ná fram vissri áferð. Ég mála mikið með fingrunum, í kringum mann það gefur mér mikið að vera í beinni snertingu við strigann. Fyrir mér er hvert málverk lífræn eining út af fyrir sig, og ég vinn yfirborðið til að gefa þessari ein- ingu vissa áferð, lifandi húð yfir heildina. - Það er dimmt yfir sýning- unni, alveg eins og þegar litið er yfir farinn veg mannkynsins og í íjós kemur að einhvers staðar brást okkur bogalistin og við völdum ranga leið. Ég hugsa sýn- inguna sem eitt verk, salurinn er klæddur svörtu til þess að það virki eins og gengið sé inn í helli, inn í þessa myrku fortíð. - Það má kannski segja að þessi sýning sé mitt framlag til umræðunnar um ástand veraldar- innar í dag; eyðingu ósonlagsins, mengun og eyðingu dýra. Mér finnst að hver einstaklingur eigi að leggja sitt til málanna, í stað þess að sitja með hendur í skauti og segja að ein geti manneskjan ekkert. - Ég á ekki við að list þurfi endilega að vera pólitísk eða hafa pólitískan boðskap, en mér finnst hún þurfa að vera í tengslum við það sem er að gerast í kringum mann. Listin er ekki bara vinna frá níu til fimm á daginn heldur er hún hluti af lífi manns og þar með þeim skoðunum sem maður hef- ur á lífinu. Ég held við verðum að trúa því að við ráðum, eða berum að minnsta kosti að einhverju leyti ábyrgð á okkar eigin fram- tíð, og að við getum öll, hvert um sig, lagt okkar af mörkum til að snúa þróuninni við. Sýningu Sigríðar Elfu lýkur sunnudagskvöldið 9. júlí, vinnu- stofan í Heimahvammi verður opin kl. 20-22 í kvöld og kl. 14-20 á morgun og sunnudag. LG Hanaslagur eða skylmingar Tímarit Máls og menningar 2. hefti 1989 Ritstjóri: Guðmundur Andri Thorsson Upp er runnin betri tíð fyrir bóka- og menningaráhugafólk sem hefur gaman af tímaritum. í vor var sagt frá því í þessu blaði að bókaforlagið Iðunn hefði tekið að sér útgáfu Ljóðormsins, tímarits sem Pjetur Hafstein Lár- usson stofnaði með vinum sínum fyrir nokkrum árum og sérhæfir sig í ljóðum, ljóðaþýðingum og greinum og ritdómum um skáld og ljóðabækur. Nýverið fréttist svo að Almenna bókafélagið hefði tekið að sér tímaritið Ten- ing sem ungir karlmenn með Gunnar Harðarson heimspeking í broddi fylkingar stofnuðu 1985 til að sinna listunum almennt og þá ekki síst listaverkum sem er til fyrirmyndar en fá tímarit hafa lagt út í vegna kostnaðar. Það er þó ekki í fyrsta sinn sem Almenna bókafélagið leggur út í slíkt, því þeir gáfu um tíma út myndarblaðið Storð sem eignað- ist því miður of fáa lesendur mið- að við hve marga þurfti til að halda því úti. Ekki er ráðrúm til þess núna að velta vöngum yfir því hvers vegna útgáfa Storðar gekk ekki, en hluti af svarinu er áreiðanlega að útgefendum var ekki ljóst við hverja þeir vildu tala og hvað þeir vildu segja þeim. Það veit ritnefnd Tenings fyrir, svo ekki ætti sá vandi að vefjast fyrir nýjum útgefendum. Tímarit eiga eins og nafnið bendir til að fylgjast með tíman- um og bergmála það úr samtíma- num sem þau vilja halda á lofti. Á þessum nýja tímaritatíma er við- eigandi að sjá utan á nýju hefti af Tímariti Máis og menningar mynd af stundaglasi sem vísar í greinina ,,„Tíminn“ í listaverk- inu“ eftir Guðberg Bergsson. Þar rökstyður Guðbergur að „tími“ listaverks sé ekki bundinn við sköpunartíma þess né tímann sem það lýsir heldur „eilífðina" sem það lifir. Efnið er heimspeki- legt og kannski of flókið fyrir stutta grein, en hún túlkar marg- víslega og gefur hugmyndum undir fótinn um vinnu lista- mannsins - og líka áhorfandans, áheyrandans og lesandans sem þurfa að bregða hæfilega mikilli birtu á verkið í mátulega langan tíma (svo gripið sé til líkingamáls úr ljósmyndun, eins og Guðberg- ur gerir) til að framkalla rétt eðli þess fyrir sig. Gróska í útgáfu tímarita gerir þau nýtilegri miðla og býður les- endum upp á að tala saman í þeim. í þessu hefti eru tvö „svör“, annað við ritdómi Einars Más Jónssonar um Sturlungu í næsta Tímaritshefti á undan, hitt við grein eftir Ástráð Eysteinsson í Skími í fyrra. Það er Halldór Guðmundsson sem svarar Ást- ráði og mætti kenna skrif beggja við bókmenntalegan hanaslag ef þau væru ekki svo kurteisleg að þau minna meira á skylmingar. Nokkur dæmigerð hanaslagsatr- iði lætur Halldór sér til dæmis nægja að nefna í neðanmálsgrein. Ástráður kvartaði í sinni grein undan fullyrðingagleði Halldórs um upphaf íslenskra nútímabók- mennta í bókinni Loksins loksins (1987). í greininni „Orðin og ef- inn“ er Halldór að verja þennan stíl og spjalla við Ástráð og les- endur um hvernig maður skrifar bókmenntasögu. Sýnist mér að hér komi skýrt í ljós hvað þessir ágætu oddvitar ungra bók- menntafræðinga eru ólíkir og geta menn fylkt sér bak við þá SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR eftir skoðunum og smekk. Greinarnar minna Iflca á hvað löngunin til að mótmæla skoðun- um annarra er snar þáttur í þróun fræðanna. En það sem mér fannst skemmtilegast við grein Halldórs var hvað hann er óragur við að taka á því sem honum finnst vera yfirlætisfull uppeldisárátta Ást- ráðs. Einhver hefði látið það vera af ótta við að lesendur smituðust af föðurlegri vandlætingu gagn- rýnandans. Má mikið vera ef hér eru ekki áhrif frá því hvernig kon- ur hafa undanfarið hert upp hug- ann og reynt að horfast í augu við „föðurinn" sem stingur upp koll- inum þegar karlmenn fjalla um verk þeirra (og kannski konur líka?), til þess að átta sig á hvað er á bak við gagnrýni sem þær fá. Heftið hefst á tveim Ijóðum eftir Gyrði Elíasson sem sýna að hann er enn á slóðum bernskunn- ar sem hann fór markvisst að þefa uppi í Gangandi íkorna og greini- legt að enn er þar fjársjóði að finna. Bernskuárin eru kannski eins og beinhákarlinn í fyrra ljóð- inu: dauð en lifandi. Þorgeir Þor- geirsson skáld þýðir Bænakvak Baudelaires til hins alvísa kóngs undirheimanna sala, útlagaprins- ins, útlagans stoðar og styttu brennumanna, Satans! Dagur Sigurðarson segir frá pari í hús - næðisharki sem er rekið út af Stressó fyrir að fá sér þar drátt á afviknum bás sér til hita en fær að lokum þetta prýðilega húsnæði hátt fýrir ofan alheimsklabbið þegar bráðalúngnabólga hefur leyst þau frá jarðneskum raun- um. Dagný Kristjánsdóttir á fyrri hluta greinar um Jónas Hall- grímsson, „Skáldið eina“, sem bersýnilega verður mjög ögrandi þó að ekkert verði sagt með vissu fyrr en hún er öll. En Dagný byrj- ar grein sína óvænt á að leiða les- anda inn um borgarhlið Kaupmannahafnar morgun einn í september 1832 og kallar á listi- legan hátt fram sýnir, hljóð og jafnvel lykt, sem mættu „undr- andi íslenskum sveitastrák, tutt- ugu og fjögurra ára, nýstignum á land eftir tólf daga siglingu að heiman“. Þessi kafli í grein Dagnýjar er undir áhrifum frá hugarfarssögu (og í hvert skipti sem ég nota orð- ið „áhrif“ man ég að Ástráður segir í Skírnisgrein sinni að það sé „gífurlega varhugavert hugtak og tæki“), og það á einnig við hið snjalla rit sem Árni Björnsson segir frá í greininni „Undirrót galdrafársins“, Útrýming hinna vísu kvenna eftir tvo þýska fræði- menn. Skýring þeirra á galdraof- sóknunum er gífurlega spennandi og áreiðanlega laukrétt: að fram- an af voru það grasakonur, ljós- mæður og skottulæknar, fólk sem kunni skil á getnaðarvörnum, sem var ofsótt og útrýmt svo rækilega að aldagamall fróð- leikur um tímgun manneskjunn- ar og nauðsynlega stjórn á henni glataðist. Og orsökin? Skortur á vinnuafli á kirkjujörðum og hjá- leigum aðalsmanna og á fall- byssufóðri handa stríðsherrum. Það tók eina og hálfa öld að út- rýma grasakvennastéttinni og neyða mannkindina til að fjölga sér hraðar og meira en hún hafði löngun til. Heimurinn væri við- ráðanlegri á okkar tímum ef al- þýða manna hefði fengið að ráða lífshrynjandi sinni með hjálp vísra kerlinga og karla, og sýnir þetta sögulega dæmi vel að for- ræðishyggjan er til bölvunar. Margt fleira mætti nefna í heft- inu, en það er efnisyfirlit fremst í því sem verður að duga. Leitt er hvað ritdómar eru fáir - þar standa Skírnismenn sig betur - en að vísu er umsögn Árna Óskars- sonar um Markaðstorg guðanna, metsölubók Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, óvenjulega hugmyndarík og gefandi og á við að minnsta kosti þrjár venjulegar. o* 20 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.