Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 9
Kafað milli kóralla Köfunarnámskeið á Sri Lanka stendur íslendingum til boða Köfun er að sögn þeirra sem til þekkja, alveg hreint ótrúlega skemmtileg. Alveg ný upplifun fyrir landkrabba. Að vísu er ekki mikið um gömul skipsflök og kór- alrif hér við íslandsstrendur fyrir kafara að skoða, en nú býðst ís- lendingum að læra köfun á Sri Lanka. Það er hópur áhugafólks um köfun sem stendur fyrir ferð á al- þjóðlegt köfunamámskeið á suðurströnd Sri Lanka, og með í ferð verður íslenskur fararstjóri, Júlíus Einarsson sem sjálfur hef- ur farið á slíkt námskeið í þessum skóla. Skólinn er alþjóðlegur köfunarskóli og þátttakendur í námskeiðum öðlast „Open Wat- er Diver“-réttindi samkvæmt PADI-staðli, sem útleggst Prof- essional Association Of Diving Instructors. Um er að ræða 19 daga ferð í allt, en sjáift nám- skeiðið stendur í 10 daga. Nýtt Helgarblað náði tali af Jú- líusi Einarssyni og spurði hann hvers vegna í ósköpunum hann hafi farið alla leið til Sri Lanka að læra köfun. „Þetta byrjaði á því að ég fékk hugmynd hjá kunningja mínum að fara til Sri Lanka, og þá ein- ungis sem ferðamaður. Ég las mér til um land og þjóð áður og sá í ferðamannabæklingi, upplýs- ingar um köfunarskóla. Mig hafði lengi langað til að læra að kafa og ákvað að skella þessu tvennu saman, að ferðast og læra köfun. Ég skrifaði svo skólanum og fékk jákvæð svör og fór út í mars sl. og var í þrjár vikur. Skólinn kennir samkvæmt al- þjóðlegum staðli og námskeiðið reyndist afar vandað. Það var byrjað á grunnatriðum köfunar og kennarinn var innfæddur með töluverð réttindi í köfun, ásamt konu sinni sem er áströlsk. Það er byrjað að kenna í sundlaug en mesta skemmtunin var auðvitað þegar haldið var útá Indlandshaf. Námskeiðið var haldið í höfuð- borginni Colombo, og siglt var töluvert langt út frá ströndinni og við stukkum út í hafið. Það var æði margt að sjá í undirdjúpunum, afar skrautlegur uppbrotinn setbotn og þama köfuðum við niður á skipsflök. Þau voru misgömul, en við skoð- uðum japanskt skip sem hafði kviknað í í höfninni í Colombo og verið dregið út á Indlandshaf og sökkt þar. Skipið innihélt japan- ska smábfla sem voru þama í röðum á hafsbotninum. Sjávarlíf er mjög fjölskrúðugt þama og „Ævintýri líkast að kafa í Incilandshafi." Júlíus Einarsson, fararstjóri Islendinga á köfunarnámskeiði á Sri Lanka. Mynd: Jim Smart. helst hægt að líkja því við risa- stórt fiskabúr, og fiskamir og sjávardýrin hræðast mann ekki, þannig að maður kemst mjög ná- lægt þeim og getur skoðað þau grannt. Eftir þetta ævintýri fannst mér að fleiri íslendingar ættu að kynnast þessari paradís, og setti mig í samband við mann á ís- lenskri ferðaskrifstofu sem hafði leiðbeint mér þama úti. Hann tók strax vel í samstarf og er tilbú- inn að taka á móti hópnum sem fer út nú í ágúst. Hann verður því fararstjóri ásamt mér, en síðan verða innfæddir leiðsögumenn líka. Á milli þess sem kafað er, verður farið í skoðunarferðir og meðal annars farið að skoða 1500 ára gamlar fomminjar, búddahof sem á að geyma tönn úr Búdda sjálfum, eldgöngu, þjóðdansa, plantekmr, fflabað og margt fleira. Alveg hreint ógleymanleg ferð,“ sagði Júlíus. Kennslan á námskeiðinu, sem fram fer á ensku, skiptist í i>ók- legt og verklegt nám, og er ætlað bæði býrjendum og þeim sem lengra era komnir. Ætlunin er að þeir sem taka þátt í námsferðinni geti orðið stofnfélagar í alþjóð- legum klúbbi köfunarfólks sem stofna á hér á landi. Þeir sem era ævintýragjamir og langar að læra köfun við Indlandshaf geta feng- ið meiri upplýsingar um ferðina á skrifstofutíma í síma 15331, eða hjá Júlíusi Einarssyni í síma 16652. ns. Föstudagur 7. júlf 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.