Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 11
Misskilinn íslendingur íslendingar á ferðalögum erlendis lenda oft í skrýtnum málum. Ungur landi okkar var nýlega í kóngsins Köben og var nokkuð vel við skál. Þrátt fyrir það treysti hann sér ekki til að tala dönsku viö leigubíl- stjóra, sem hann vildi að æki sér á farfuglaheimilið sem hann bjó á. En hvað er far- fuglaheimili á ensku? Okkar maður var fljótur að redda sér og bað bílstjórann að aka sér á „Go bird home“. Þegar bíl- stjórinn brást blankur við þessu heimilisfangi, tók (s- lendingurinn að baða út hönd- unum eins og fugl vængjum og endurtók; „Go bird home“. Þá loks kviknaði á perunni hjá veraldarvönum leigubílstjór- anum og hann skutlaði landa okkar beinustu leið í Kristjan- íu, hélt að farþeginn vildi taka „flugið". ■ Fundnar Breiðdælinga- sögur Meira eða minna áreiðan- legar heimildir geta um það, að til hafi verið í handritum (s- lendingasögur sem glatast hafi - og er mönnum að von- um mikil eftirsjá í þeim og yrði mikil gleði yfir hvetju snifsi úr sllkri sögu sem kæmi í leitirn- ar. Því ráku menn upp stór augu nú f vikunni, þegar allfyrirferðarmikil frétt birtist í Morgunblaðinu þess efnis, að rannsóknir sem fram fóru í norsku kjarnorkustofnuninni hefðu sýnt, að frásagnir í fs- elndingasögum um gengis- fellingarbrellur Haraldar kon- ungs harðráða væru réttar. (Haraldur var slæmur með að klípa af silfrinu í mynt sinni). Segir í fréttinni að frásagnir af þessu séu í „Breiðdælinga- sögum“ og yfir þeim verða menn bráðhissa, því enginn vissi að slíkar sögur væru til. Þegar betur er að gáð er í fréttinni átt við þekkta frásögn úr þætti af Halldóri Snorra- syni, en ekki vita menn hvers vegna þættir af honum eru taldir „kaflar" úr „Breiðdæl- ingasögum." Hitt er svo ann- að mál, að þættirnir falla í út- gáfum undir flokk sagna sem menn kalla Breiðfirðinga- sögur sér til hægri verka. Það er nú svo: Hvað hefði Fried- man - nei fyrirgefið: hvað hefði Matthías sagt? ■ Dagblaðið sökk Hún var heldur betur tvl- eggjuð sú mikla auglýsing sem Dagblaðið hugðist afla sér þegar vestfirskur ofurhugi fékk þá hugdettu að smíða sér bát úr eintökum blaðsins og sigla fleyinu á milli Skaga og Reykjavíkur. [ fyrstunni réð blaðið sér ekki fyrir kæti yfir hugviti ofurhugans og trausti hans á pappírnum en minna hefur farið fyrir erindslokum ferðarinnar frægu. Þegar á hólminn var komið reyndist Dagblaðspappírinn ekki traustari en margt það sem prentað er á síðum þess og svo fór eftir stutta ferð að bát- urinn liðaðist í sundur og sökk eins og frægt er orðið. ■ Tilkynning frá Sölu varnarliðseigna Skrifstofa vor og verslanir verða lokaðar frá 17. júlí til 14. ágúst vegna sumarleyfa. Sala varnarliðseigna sk Alþingi ÍSLENDINGA Útgáfustjóri Skrifstofa Alþingis óskar að ráða starfsmann (útgáfustjóra) er hafi umsjón með útgáfustarfi þingsins (prentun Alþingistíðinda o.fl.). Háskólamenntun og þekking á ritvinnslu æskileg. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofunni, sími 11560. Umsóknarfrestur er til 28. júlí n.k. Skrifstofa Alþingis ÞINGHOLT FRAMNESVEGUR FOSSVOGUR HLÍÐAR þlÓOVIMINN Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans í síma 681663/681333 1.500 MIIUONIR KRÓIiA RENNA í VASA KJÖRBÓKAREIGENDA UM MÁNADAMÓTIN í FORMI VAXTA OG VERÐBÓTA Rétt einu sinni hafa Kjörbókareigendur ríkulega ástæðu til að gleðjast. Nú um mánaðamótin leggst hvorki meira né minna en einn og hálfur milljarður króna í _ formi vaxta og verðbóta við innstæður Kjörbóka. En það er ekki allt talið enn: Standi innstæða á Kjörbók lengur en 16 mánuði reiknast afturvirk hækkun á vexti, og síðan aftur eftir 24 mánuði. Samkvæmt nýjum lögum um verðtryggingu verða bankarnirnú að breyta ákvæðum skiptikjarareikninga að hluta. Það er gert á þann veg að verðtryggingar- viðmiðunin gildir fyrir þann hluta innstæðu sem stendur óhreyfður heilt samanburðartímabil. Næsta samanburðartímabil er frá 1. júlí til 31. desember. Kjörbók Landsbankans, kjörín leið til sparnaðar. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.