Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 19
LGARMENNINGIN - Hún Honey litlaus? segir Ragnheiður. - Eg held nú síður! Ég viðurkenni að á yfirborðinu er það pastellínan sem hefur yfir- höndina, en hefði hún lent með öðru fólki hefði hún alls ekki komið þannig fyrir. Það er í raun- inni ekkert út á hana að setja. Við þekkjum hundrað svona konur. Hún kann sig, er pen og hugguleg - dæmigerð bandarísk eigin- kona... Nei annars, þetta eru fordómar. Kannski er Honey ekki „dæmigerð" eitt eða annað. Hún er bara Honey. Manneskja sem er huggulega klædd, heldur huggulegt heimili, kemur huggu- lega fram og ræðir aðeins um huggulega hluti, sem sagt eins og við ættum allar að vera, eða hvað? - Viðkvæmni og ákveðinn tepruskapur eru ekki bara við- brögð við vonlausu hlutverki sem maður hennar eða þjóðfélagið hefur sett hana í, heldur er það líka hennar aðferð til að stjórna. Hún krefst ákveðinnar fram- komu í sinn garð, bannar að vissir hlutir séu ræddir og beitir höfuð- verkjum, uppköstum og gráti til að fá vilja sínum framgengt. Aö leika leikinn Þér finnst hún þá ekki vera fórnarlamb þeirra hinna? - Mér finnst hún alls ekki vera fórnarlamb. Honey sér um sig. Hinsvegar er hennar leikur annar en hinna. Því á meðan Nick tekur beinan þátt í baráttunni, er hún í sínum eigin blekkingaleik. Hún gerir mjög ákveðna til- raun til að leika með sjálfri sér að þetta sé ósköp venjulegt boð. Þótt allur andskotinn gangi á reynir hún að hegða sér eins og í venjulegu kokteilboði. Hún er eins og manneskja sem situr í ljónagryfjunni miðri og lætur eins og þetta séu bara kettir. Hún grípur hvert tækifæri sem gefst til að viðhalda blekkingunni. - Þessi leikur hennar nær há- marki þegar hún kemur inn í lokaþættinum og hefur tekið van- dlega ígrundaða ákvörðun. Hún man ekki neitt, og Georg man ekkert heldur. Eins og að með því að láta sem hluturinn sé gleymdur hafi hann aldrei gerst. Tekur Honey einhverjum breytingum í leiknum? Verður hún önnur manneskja að svallinu loknu eða er hún ennþá ífeluleik? - Ég er sannfærð um að Honey gengur ekki út úr þessu boði sama konan og hún gengur inn. Mér finnst hún sjá á hvaða braut hún er að lenda, að hún sé að skapa þeim, sér og Nick, sama helvítið og líf Mörtu og Georgs er orðið, með því að vilja ekki eignast börn. - En hún heldur að vísu áfram í blekkingaleiknum alveg fram- undir það síðasta. Það er ekki nema þegar hún tekur köstin, þegar henni er ýtt fram á ystu nöf, að hún missir grímuna og hættir að leika leikinn. Fer að horfast í augu við hvað er satt og hvað logið. En það er þó ekki fyrr en í blálokin að hulunni er svipt af og hún gerir sér grein fyrir hvað hef- ur gerst. Tímabilið skiptir engu Þú segir að hún sé að skapa þeim Nick helvíti með þvíað vilja ekki eignast börn. Er henni þá borgið efhún skiptir urn skoðun í því máli? - Nei, ég á við þennan blekk- ingavef sem hún er að vefa í kringum sig og Nick. Barneignir sem slíkar eru ekki lausn vanda- mála. Þau Nick eru þegar byrjuð, hjónaband þeirra er grundvallað á blekkingu, sem er móðursýkis ólétta hennar, og heldur svo áfram í annarri blekkingu. Finnst þér þau Honey og Nick þá vera yngri útgáfa af Mörtu og Georg? - Þau eru ekki hrein og klár hliðstæða, en það eru ákveðin atriði sem gera þessi tvö hjóna- bönd lík. Til dæmis eru það feð- urnir. Marta hefur haft aukið að- dráttarafl fyrir Georg vegna þess að faðir hennar er valdamikill, hann er rektor háskólans sem Georg er kennari við. Og Honey er rík, faðirinn var predikari sem komst í álnir, og það er ekki hvað Ragnheiður Tryggvadóttir: Honey grípur hvert tækifæri sem gefst til að viðhalda blekkingunni síst ástæðan fyrir því að Nick gift- ist henni. - En það sem þessi hjónabönd eiga sameiginlegt er blekkingin. Og blekkingin er líka sú líking sem leikritið dregur af lífinu, eða eins og segir þar: „Sannleikur eða blekking? Þú veist ekki muninn.“ - Ég held að Nick og Honey geti mjög auðveldlega leiðst út í ef ekki eins, þá svipað hjónaband, þar sem hvort um sig reynir að tortíma hinu. Nú hefur því verið haldið fram að leikritið sé orðið úrelt. Að þœr Leikhópurinn Virginía sýnir þessa dagana leikritiö Hver er hræddur við Virginíu Woolf? í Iðnó, en leikurinn fjallar sem kunnugt er um „boð“ hjá hjónunum Georg og Mörtu. Þau Honey og Nick eru ný við skólann og þiggja með þökkum heimboð dóttur rektors sem er gift sagnfræðiprófessor, - sem hefur ekki tekist að komast á toppinn. Heimboðið snýst fljótlega upp í blóðuga baráttu á milli Georgs og Mörtu, og Nicks, sem tekur virkan þátt í slagnum á meðan kona hans, Honey, reynir að leika samkvæmisleikinn, á milli þess sem hún ælir, vælir og kjökrar. Honey er sú persóna sem oft vill „gleymast" þegar rætt er um leikritið. Hún kemur fyrir sem litla góða stúlkan sem hefur lent á meðal varga, krækiber í Helvítinu miðju, þótt kannski sé hún svo mikið flón að hún átti sig ekki á hvað eraðgerast. En hvaðfinnstRagnheiðiTryggvadóttur, sem leikur Honey í sýningu Virginíu, um persónuna? Er Honey bara litlaus pissudúkka eða er eitthvað í hana spunnið? aðstœður sem það lýsirgeti aðeins átt við um byrjun sjöunda áratug- arins í Bandaríkjunum. - Mér finnst ekki skipta máli hvar og hvenær leikritið gerist. Við leikum það tímalaust, höfum strikað út það sem bindur það við ákveðinn tíma, en mér finnst ákveðnar þjóðfélagsaðstæður ekki skipta nokkru einasta máli. Það sem skiptir máli eru þessar fjórar persónur og þeirra sam- skipti. - Það eina sem hægt er að segja að hafi úrelst í þessu leikriti er orðbragðið. Fólk var á sínum tíma yfir sig hneykslað á subbu- legu málfari persónanna og gagnrýnendur rifu leikritið niður fyrir sóðaskap, en nú liggur við að þetta sé orðið ósköp pent, þótt við höfum látið þýða leikritið upp á nýtt. Annar hver krakki bregð- ur fyrir sig því sem þótti alsóða- legast í orðbragði leiksins á sínum tíma. - Hinsvegar er Albee þvílíkur meistari tungumálsins að ég á ekki von á því að sjá þetta leikrit úreldast. Bara það hvernig pers- ónurnar mala hver aðra og jarða með orðum, útúrsnúningum og orðaleikjum gerir að verkum að ég held að það verði alltaf stór- kostleg reynsla að sitja og hlusta á þetta, jafnvel þó að orðavalið sjálft sé ekki það grófasta sem maður þekkir. Helvíti, það eru hinir Er þá helvíti hjónabandsins þungamiðjan? - Það er ekki bara hjónaband- ið sem er viðfangsefnið, heldur koma þarna fram allar verstu hliðar manneskjunnar. Leikritið sýnir okkur aðferðirnar, sem þessi greinda skepna sem maður- inn er, notar til þess að murka lífið úr meðbræðrum sínum. Það fjallar um hvernig hægt er að marg reka manneskjuna á hol og snúa hnífnum í sárinu. - Öll góð leikrit fjalla um þetta að einhverju leyti, og eins og Sartre sagði: „Helvíti, það eru hinir.“ Þarna er leiksviðið víg- völlur frá fyrstu stundu, og kafað til botns í öllum lægstu mannlegu hvötunum. Og þá má spyrja sig hváð leysi þessar hvatir úr læð- ingi. Hvað heldur þú að geri það í þessu tilfelli? - Kannski eru það vonbrigðin. Þegar manneskjan uppfyllir ekki sínar eigin væntingar til sjálfrar sín, hefur brugðist sjálfri sér á einhvern hátt, fer hún gjarnan að hegna öllu umhverfi sínu. Leiðir það okkur ekki aftur í tilgangslaust líf Mörtu og Honey- ar? Kon'tnnar sem viðhengis eiginmanns á þeim tíma sem leikritið er skifað, frú herra þetta og hitt? - Ekki beint, því við erum að tala um fólk sem hefur alla mögu- leika á að fá eitthvað gott út úr lífinu. Fyrir utan það, að þótt tímarnir hafi breyst búum við enn við það skipulag að konur eru oft á tíðum kynntar sem konur manna sinna, jafnvel þótt þær vinni fullan vinnudag. Til dæmis konur ráðherra og forstjóra. - Það getur verið erfið staða að vera kona mannsins, eins og Honey er kona Nicks, en það get- ur líka verið erfitt að vera maður konu sem ætlar sér að klífa met- orðastigann í gegnum hann. Því á sama hátt og Honey er kona Nicks er Georg maður Mörtu. En svo má aftur spyrja sig hvort Marta hefði fengið nóg út úr líf- inu hefði hún fengið ósk sína upp- fyllta og orðið rektorsfrú. Leikhópurinn Virginía sýnir Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eitthvað fram í næstu viku, næstu sýningar eru í kvöld og á sunnudagskvöld. LG Vælugangurinn getur verið sterkt stjórntæki. Ragnheiður Tryggvadóttir í hlutverki Honeyar. í blekkingaleik Föstudagur 7. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.