Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR
Ég vil ekki
sameina banká
Síöast þegar ég talaði viö ykkur var, aumingjarnir mínir, ég hress í
bragði því að það var búið að heiðra Jóhannes minn Nordal að
verðleikum og er góð vísa ekki of oft kveðin.
En því er ekki að heilsa núna, og finnst mér þó allt í lagi með konung
Spánar og það fólk. Frá Spáni kemur reyndar mín uppáhaldssetning.
Hún er úr Don Kikóta, sem segir einu sinni rétt si sona við skjaldsvein
sinn, Sancho Panza:
„Vegurinn er alltaf betri en kráin."
Það er að segja: lífið er eilíf leit, það er ekki hollt að komast á
leiðarenda, þá leggjast menn í fyllirí og vitleysu auk þess sem þeir
komast fljótt að því, að þeir hafa lent á röngum stað.
Og af því að lífið er eilíf leit þá finnst mér að sumt megi standa í stað í
sinni íhaldssemi svo að menn hafi einhverja stólpa að miða við á
Ferðinni Endalausu til Sannleikans. Mér hefur til dæmis alltaf fundist
að það eigi ekki að hrófla við bönkum. Bankar eiga að vera eitthvað
áreiðanlegt, alveg eins og maður á að geta treyst peningum og gæti
treyst ef ekki væru þessir kommar allsstaðar. Maður verður að fá að
treysta því þegar maður horfir yfir miðbæinn að þarna sé til dæmis
Útvegsbankinn á sínum stað og handan hans Snæfellsjökull. Báðar
þessar fyrirferðarmiklu stærðir eiga að minna okkur á það að guð er
stabíll og gerir ekki eitt í dag og annað á morgun.
Þess vegna hefur mér ekki fundist það nógu sniðugt, hve margir af
mínum flokksbræðrum í Sjálfstæðisflokknum hafa gleypt við þessum
brellum Krata-Jóns Sigurðssonar, sem heldur að hann sé eitthvað úr
því honum tókst að sameina banka. Ég segi nú eins og Sverrir minn
Hermannsson: það þætti ekki mikið afrek að selja ríkiseign með
miljarðs króna afslætti ef ég hefði gert það.
En þetta heitir víst pólitískt hugrekki nú til dags. Ég fer að halda að
það sé mikill og geigvænlegur skortur á þeirri dyggð fyrst menn láta
svona út af litlu, meira að segja í Mogganum mínum.
Við eigum samleið, segir hann á einhverju staupaþingi þar sem
bankastjórar voru að skrifa undir sambræðsluna.
Samleið um hvað? spurði ég frænda minn Gísla útgerðarmann og
flokksbróður sem var eitthvað að redda sér í bænum. Með þessum
kommabanka þeirra í ASÍ kannski? Hvernig á heiðarlegur einkabanki
eins og Verslunarbankinn minn að eiga samleið með honum? Var ekki
hann Halldór minn í Steypustöðunni að segja um daginn, að þessir
verklýðsfjárplógar væru búnir að sjúga til sín allt fé fyrirtækjanna
gegnum lífeyrissjóðina? Meðan allir athafnamenn láta leiða sig sem
lömb til slátrunar. Á að flýta fyrir því að þeir gleypi allt þessir menn eins
og sænskir kratar eða hvað veit ég?
Engan asa, Skaði, sagði Gísli. Það er svona með þessa ASÍ-karla
og aðra mafíósa: ef þú getur ekki sigrað þá, þá verðurðu að slást í lið
með þeim til að hafa þá góða. Svo er hægt að stúta þeim seinna ef færi
gefst.
Ég skil það Gísli, sagði ég, en segðu mér annað: af hverju er það
svona sniðugt að fækka bönkum? Á ekki að vera samkeppni milli
allskonar banka? Og því meiri samkeppni, þeim mun betra?
Betri er einn stór einkabanki en margir litlir, sagði Gísli. Þá getum við
staðið uppi í hárinu á ríkisbönkum svo þeir gleypi ekki allt eins og
hvalir.
Nú, eiga okkar menn ekki það drasl líka? spurði ég. Erekki Sverrir
Hermannsson í Landsbankanum?
Sverrir eða ekki Sverrir, sagði Gísli. Allir svíkja þeir sjálfa sig þegar
þeir totta ríkisspenann þessir andskotar. Og gleymdu því ekki heldur,
að þá má spara og hagræða með því að fækka bönkum.
Spara? Já, en ætla þeir ekki að byrja á að reisa nýja höll yfir
aðalstöðvar nýja bankans? Miljarður þar eða meir. Sér er nú hver
andskotans sparnaðurinn!
í fyrsta lagi, Skaði, er nýi Bankinn Okkar búinn að fá þennan miljarð
gefins frá ríkinu. í öðru lagi getur hann ekki verið þekkturfyrir að vera í
þessum gömlu bankaskriflum. Meinfýsnir Hafskipsdraugar halda uppi
trekki í Utvegsbankahúsinu. Iðnaðarbankahúsið guðlaus kumbaldi
sem gæti eins verið lögreglustöðin í Paraguay. Alþýðubankinn ekki
nema á við skítsæmilegt íbúðarhús fyrir bankastjóra í alminnilegum
banka. Og bílastæði fyrirfinnast engin. Heldurðu að enginn megi
byggja nema Davíð? Þekkirðu ekki hið fornkveðna: fjármagn fyllir
fagurt hús, vegsemd vex með veggjum háum? Þú veist enn svo lítið,
um sálina og aurana, Skaði minn, ég skil þetta ekki.
MORGUNBLAÐIÐ
STÆKKAR
BÓKMENNTA-
ARFINN
Rannsóknir staðfesta frásögn í
Breiðdælingasögum.
Fyrírsögn
í Morgunblaðinu
HÖRMULEG
HUGMYNDA-
FÁTÆKT í
STJÓRNARRÁÐINU
Það hefur ekki hvarflað að
nokkrum manni að skipa annan
utanríkisráðherra.
Jón Baldvin
Hannibalsson
í Morgunblaðinu
UNDUR
POPPHEIMSINS
Ef satt skal frá segja finnst mér
platan White Lion með hljóm-
sveitinni White Lion afskaplega
leiðinleg. ... En jafnharður ogég
er á þeirri afstöðu minni er ég viss
um að White Lion ( platan eða
hljómsveitin) á eftir að verða af-
skaplega vinsæl.
Morgunblaðið
STRÍÐ ER FRIÐUR,
ÁÞJÁN ER FRELSI...
Verslunarráð kannar afkomu
102 fyrirtækja i fyrra: Aukning
eigin fjár gerð að miklu tapi. 1,2
miljarða aukning á eigin fé verð-
ur að 1,8 miljarða rýrnun.
Fyrírsagnaruna í DV
EKKIÁBRAUÐI
EINUSAMAN...
Kínverji biður íslenskt bakarí
að finna sér konu.
DV
í ÚTLÖNDUM ER
EKKERT SKJÓL
Veggir voru grútskítugir og
með fótaförum upp um allt, púð-
ar í sófum rifnir svo sá í svamp-
inn, rúmdýnur lágu lausar ofan á
spónaplötu, svo bældar að það
var stór laut í þeim og á þessu átti
maður að hvfla sig í þrjár vikur.
Harmagrátur
ferðalangs í DV
LEYFIÐ NÝJU
FÓLKIAÐNJÓTA
PINGSVEFNS
Nei, næst þegar verður kosið
eigum við kjósendur að leyfa
þessum mönnum að sofa heima
hjá sér, þeir hafa ekkert með það
að gera að komast á þing.
DV
ILLMEÐFERÐÁ
SKEPNUM BER
VOTT UM GRIMMT
OG GUÐLAUST
HJARTA
Búið er að ala þessi 5,5 miljón
seiði á dráttarvöxtum í heilt ár og
á mörgum stöðum er þessi fiskur í
svelti...
Fiskeldisfrétt
í Tímanum
2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júlí 1989