Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 17
Fyrir skömmu voru vestur- þýskar mæðgur, Ute Loh og dótt- ir hennar Melanie, dæmdar af kýpurtyrkneskum dómstól til nokkurra ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið þarlendum manni að bana. Hann hafði áður mis- þyrmt þeim báðum og að sögn þeirra nauðgað dótturinni. Mál þetta hefur vakið talsverða at- hygli í Þýskalandi og víðar. Allt þetta hófst með því að þær mæðgur lögðu leið sína til Kýpur sem túristar, eins og svo fjölmarg- ir aðrir Evrópumenn gera. 21. mars s.l. kom Ute, 48 ára gömul kennslukona frá Vestur-Berlín, til kýpurtyrkneska þorpsins Yeni Erenköy með dóttur sinni, sem er tvítug að aldri og háskólanemi i rómönskum málum. Þær höfðu með sér tjald og reistu það í nokk- ur hundruð metra fjarlægð frá þorpinu. Þær kynntust fljótt mæðgum, sem bjuggu í því húsi þorpsins er næst var tjaldstaðn- um, Nedime Tulga og þremur dætrum hennar. Hjá Tulgafjöl- skyldunni þvoðu þær á sér hárið, föt og drukku te. Illa Ieiknar Tveimur dögum síðar, fimmtudaginn 23. mars, tóku þær upp tjaldið og reistu það á ný fjær þorpinu, við litla vík. Staðurinn er afskekktur og þorpsbúar furð- uðu sig á, að tvær konur skyldu þora að dveljast þar einar. En staðurinn er fallegur, lækur er þar með ómenguðu vatni og skuggsæl fíkjutré og upplagt er að baða sig í víkinni. Klukkan var fjögur síðdegis, er mæðgurnar fluttu sig á þennan stað, en klukkan níu um kvöldið kvöddu þær aftur dyra hjá fjöl- skyldunni Tulga. Ur Ute Loh voru þá fjórar framtennur, það blæddi úr munni hennar og úr sári á höfði og á annarri öxlinni var stór marblettur. Fáklædd var hún, í vesti og hafði sveipað sig dúk að neðan. Melanie var í hvít- um kjól, en berfætt. Hún var með áverka á efri vör, marbletti milli herðablaða, auma flekki innan á lærum og meiðsli á kynfærum. Er þetta samkvæmt skýrslu lækna, sem skoðuðu mæðgurnar. Lík í tjaldi Þegar þær bar að garði, sátu Nedime Tulga og Gulusar, 23 ára dóttir hennar, og horfðu á sjón- varp. Þær segjast hafa verið að bíða eftir syni í fjölskyldunni, tví- tugum pilti sem Ozmen hét. Hann hafði komið heim þann dag eftir að hafa gegnt herþjónustu, en ekki sést heimavið síðari hluta dags. Skýringin á fjarvist hans kom fljótlega í ljós. Hann lá sem sé í tjaldi mæðgn- anna við víkina með belti af bað- slopp um hálsinn. Klæðlaus var hann að neðanverðu, með tveggja sentimetra langan skurð yfir hægra auga og áverka eftir klór og bit um allan líkamann, þar á meðal á læri innanfótar og á kynlimnum. Pungur piltsins var rifinn opinn, sennilega eftir bit, svo að annað eistað lá úti. Einnig þetta er samkvæmt skýrslu lækna. Özmen var iátinn. Ute Loh-fjórarframtennurvoru brotnar úr henni og hún særð á höfði. Melanie Loh - „hrædd um að hann dræpi mig ..." Fómarlömb nauðgara eða ólmar bakkynjur? Orlofsferð tveggja þýskra mæðgna varð að martröð. Á Tyrkja-Kýpur trúa menn varlega frásögn þeirra um nauðgun eða teljajafnvel að þær hafi verið árásaraðilinn því að fremja nauðgun meðan Það vissu þær Nedime og Gúl- úsar ekki enn og mæðgurnar frá Berlín vissu ekki heldur að þær voru að leita hælis hjá móður og systur þess látna. Nedime sótti hjálp, lögregluna og nágranna sinn sem talar ensku. Að sögn nágrannans sagði^Ute: „Við höf- um drepið mann, en kannski er hann ekki dauður. Farið og bjargið honum.“ Eftir að lögregl- an hafði athugað verksummerki við víkina, flutti hún mæðgurnar í fangelsi í Famagusta. Fyrst eftir það var Tulgafjölskyldunni til- kynnt, hver sá drepni var. Misþyrmingar og nauðgun Þýsku mæðgumar sögðu lög- reglunni, að Ozmen hefði mðst inn í tjaldið til þeirra, þegar þær vom lagstar fyrir í svefnpokum. Hann hefði fyrst barið á Ute með lurk, sem og hnúum og hnefum og afklætt hana að neðan. Síðan hefði hann afklætt Melanie og nauðgað henni þrisvar. „Ég var hrædd um að hann dræpi mig. Þessvegna þorði ég ekki að verja mig,“ sagði hún. „Mamma grét og hljóðaði. Hann barði hana, til þess að hún horfði ekki á okkur. Það tók langan tíma. Loks stóð hann upp, nakinn fyrir neðan mitti. Eg sló hann í punginn, hann réðist á okkur og við á hann.“ Ute sagði: „Meðan á á- flogunum stóð, togaði ég í pung- inn á honum og beit hann í kyn - liminn.Þá barði hann mig í and- litið. Þá varð fyrir okkur belti. Við komum því um hálsinn á honum og toguðum báðar í.“ Hvorug mæðgnanna segist hafa séð Özmen Tulga fyrr en hann réðist á þær og móðir hans og systur telja ekki heldur að þær og hann hafi hist fyrr. Þær höfðu ekki 66 stjórn á sér í þorpinu Yeni Erenköy eru sögusagnimar um það, hvað raunverulega hafi gerst við vík- ina, næstum jafnmargar íbúun- um. Eigandi kaffihússins þar tel- ur t.d. víst, að Özmen hafi hitt þýsku mæðgurnar áður en þær fóru út að víkinni. Hann hafi meira að segja sagt vini sínum, að hann hygði gott til glóðarinnar, þar eð þær hafi daðrað við hann. Annar þorpsbúi telur að systur Özmens hafi sagt honum frá út- lendu mæðgunum og ber kunn- ingja hins látna fyrir þeirri sögu. Eigandi bensínstöðvar þorpsins segir að mæðgurnar geti sjálfum sér um kennt, þar eð þær hafi báðað sig ailsnaktar í víkinni. Enn einn þorpsbúi telur að Öz- men hafi ekki einungis nauðgað dótturinni, heldur og þvingað móðurina til að hafa við sig „ór- alsex“. Aðrir segja að Özmen hafi verið feiminn og varla þorað að líta á kvenfólk, enda aldrei ■ neitt haft með það að gera. Sumir eru ekki sannfærðir um það, halda því fram að sá látni hafi verið til alls vís og sýnt það með hann gegndi herþjónustu. Þorpslæknirinn, Emirzade Balcioglu, hafði fyrstur lækna skoðað mæðgurnar og líkið eftir umrædda atburði. Hans álit er svohljóðandi: „Özmen hefði alls ekki getað nauðgað Melanie. Hann var nýkominn úr herþjón- ustu og hafði ekki séð kvenmann svo mánuðum skipti. Honum hefði orðið sáðlát áður en hann hefði getað hafið samfarir. Og í stúlkunni fannst ekki vottur af sæði. Sannleikurinn er sá, að konurnar voru undir áhrifum kynörvandi lyfs og höfðu ekki stjórn á sér. Þær náðu Özmen til sín, réðust á hann, en hann varð svo hræddur að 'honum reis ekki hoid. Þá hafa þær sogið á honum liminn og orðið við það svo æstar, að þær hafa bitið í hann. Svo hef- ur eitt af öðru leitt." „Hefði brytjað af þeim handleggina Hjá lækninum og fleiri þorps- búum kemur fram álit á norður- evrópskum konum sem almennt er víða um lönd, þess efnis að þessar manneskjur séu lauslátar og hegði sér eftir því ósiðlega, glenni sig framan í karlmenn, baði sig á ströndum allsnaktar og reyki hass. Því sé ekki nema von að svona nokkuð komi fyrir öðru hvoru. „Konurnar komu til mín og leituðu hjálpar hjá mér,“ sagði Nedime Tulga. „Ég þurrkaði svitann framan úr þeim og hélt um hendur þeim til huggunar. Hefði ég vitað að þær höfðu kyrkt son minn með þessum sömu handleggjum, hefði ég höggvið þá af þeim smátt og smátt, stykki fýrir stykki, og fleygt fyrir hunda.“ Ute Loh er fremur hávaxin og dökkhærð, dóttir hennar lágvax- in og ljóshærð. Hvorug er krafta- lega vaxin. Þær voru ákærðar fyrir mann- dráp og sekar fundnar. Að vísu taldi rétturinn líklegt, að þær segðu satt til um árásina og nauðgunina, en á hinn bóginn hefðu þær á eftir leikið Özmen svo illa, að þeim hefði ekki verið nein nauðsyn að drepa hann al- veg til að tryggja eigið öryggi. Stern/-dþ. özmen Tulga - bitinn, klóraöur og kyrktur. Balcioglu læknir telur mæðgurnar hafa átt frumkvæðið. Föstudagur 7. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.