Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 26
Alþýðubankinn, Akureyri, Jónas
Viðar Sveinsson sýnir málverk,
opið á afgreiðslutíma.
Árnagarður v/ Suðurgötu, hand-
ritasýning þri. fimm. lau. 14-16 til
1.9.
Byggða- og listasafn Árnesinga,
Selfossi, sumarsýning á málverk-
um e/ Gísla Jónsson og Matthías
Sigfússon í Halldórssal. 14-17 virka
daga, 14-16 helgar, til ágústloka.
FÍM-salurinn, sumarsýning FÍM á
verkum eftir félagsmenn. Til 15.8,
13-18 virka daga, 14-18 helgar.
Ferstikla, Hvalfirði, Rúna Gísla-
dóttirsýnir.
Gallerí Madeira, Evrópuferöum
Klapparstíg 25. Pétur P. Johnson
sýnir Ijósmyndir. 8-18 virka daga til
16.7.
Hafnarborg, Strandg. 34 hf, Á tólf-
æringi, 14-19 alla daga nema þrið.
tíl 7.8.
Heimahvammur, Elliðaárdal, Sig-
ríður Elfa Sigurðardóttir sýnir mál-
verk. Til 9.7,20-22 í kvöld, 14-20
helgina.
Kjarvalsstaðir, opið daglega 11 -
18. Sumarsýning á verkum Kjar-
vals, daglega 11 -18, til 20.8.
Haukur Dór og Preben Boye sýna
málverk, teikn. grafík og granit-
skúlptúra. Til 9.7. Sýning á verkum
Yousuf Karsh,til30.7.
Mokka, sumarsýn. á smámyndum
TryggvaÓlafssonar.
Norræna húsið anddyri: Jörð úr
ægi, myndun Surtseyjar og hamfar-
irnar í Heimaey. 9-19 nema su. 12-
19, til 24.8. Kjallari: Sumarsýning á
verkum Jóhanns Briem, daglega
14-19 til 24.8.
Nýhöfn, Kristján Davíðsson sýnir
olíumálverk, 10-18virkadaga, 14-
18 helgar til 12.7.
Tvær sýningar verða á Virginíu Woolf um helgina.
Hvað á að gera um helgiría?
Vigdís Grímsdóttir
rithöfundur
„Ég er alveg nýlent, var að koma frá Kaupmannahöfn þar sem ég var
að skrifa bók. Ég hugsa að ég haldi áfram að lenda um helgina."
LEIKLIST
Magnús Tómasson sýnir í útibúi
SPRON Álfabakka 14. Opið á af-
greiöslutímatil l.sept.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
sýnir Ijósmyndir af Jóhannesi Páli 11
páfa eftir Adam Bujak. Opið alla
daga 11-19.
Listasaf n Einars Jónssonar opið
alla daga nema mán. 13.30-16.
Listasafn Sigurjóns, opið ld.,sd.
14-17. Mán, miðv.fim. 20-22. Tón-
leikar þrið. 20.30. Fd:lokað. Kaffi-
stofan opin á sama tíma. Tekið á
móti hópum eftir samkomul.
Safn Ásgríms Jónssonar, lands-
lagsmyndir, 13:30-16 alladaga
nema mán. Til septemberloka.
Slunkarfki, ísafirði, Halldór Ás-
geirsson opnar myndlistarsýningu
á morgun. 16-18, fi-sunnud. til 20.7.
Sjóminjasafn Islands, Vesturgötu
8 Hf. Fundur Ameríku, i sumar alla
daganemamán. 14-18.
Þjóðminjasafn opið alla daga
nemamán. 11-16. Fjaðraskúfarog
fiskiklær, sýning um menningu
inúíta og indíána, farandsýn. í tilefni
að 10áraafm. heimastjórnará
Grænlandi. Til ágústloka.
Opnum sýningu á listaverkum
jarðargróðans með vorinu. Að-
gangur ókeypis sé góðri umgengni
heitið, annars er goldið með himin-
háum upphæöum vanvirðingar.
Folda.
Þrastalundur v/Sog, olíumálverk
eftir Þórhall Filipusson. Til 16.7.
TÓNLIST
Djúpið, sumardjass kl. 21:30-24,
10.-14.7. og 17.-21.7. Sigurður
Flosason saxófónl. Hilmar Jensson
gítarl. Tómas R. Einarsson bassal.
trommuleikurfi. og föstud.
Djasshátíö Egilsstaöa, Valaskjálfi,
7.-9.7. T ríó Guðmundar Inaólfs-
sonar, RúnarGeorgsson, Arni
Elfar, Tómas R. Einarsson og fleiri.
Auk tónleika djassballett og dans.
Sumartónleikar í Skálholti, Robyn
Koh semballeikari, Hilmar Orn Agn-
arsson orgelleikari, ErnaGuð-
mundsdóttirsópran. Lau. kl. 15
söng- og orgelverk, kl. 17 einleikur
á sembal. Su. kl. 15 úrval úr efnis-
skrám laugard. Þættirúrtónleika-
skrám við messu kl. 17.
Hljómsveitin Október spilar á
Hressó í kvöld og laug. Hefst kl. 22.
Gesturátónl. Hljómsv.Te.
Fantasía, Ég býð þér von sem lifir,
Skeifunnl 3c.
Litla leikhúsið, Gerðubergi, Regn-
bogastrákurinn, barnaleikrit.
Light nights, Tjarnarbíói, fimm. fö.
Iau.su. kl. 21, til 3.9.
Hver er hræddur við Virginíu Wo-
olf?, Iðnó, í kvöld og sunnud. kl.
20:30. Sýningumferfækkandi.
HITT OG ÞETTA
Smekkleysa i Casablanca i kvöld
kl. 22. Bless, Bootlegs, Ham, Jón
Gnarr, Risaeðlan.
Sumarkarnival Hótel íslandi, í
kvöld og lau.
Norræna húsið, Borgþór Kjærn-
ested heldurfyrirlestra um íslenskt
samfélag á laugardögum í sumar. Á
sænsku kl. 17, finnsku kl. 18. Til
26.8.
Félag eldri borgara Rvík og ná-
grenni, Göngu-Hrólfur, gönguferð
laugardagafrá Nóatúni 17 kl. 10.
Ferð um Borgarfjörð á morgun,
uþþlýs. á skrifst. Opið hús í Goð-
heimum, Sigtúni 3, su. kl. 14 frjáls
spilamennska, 19:30félagsvist, 20
dansað.
Ferðafélagið, dagsferðir: lau kl. 8,
Þórsmörk. Kl. 13, Armannsfell.
Eyðibýlin á Þingvöllum. Laugaveg-
urinngenginn 7.-12.7.
Hana nú, vikuleg laugar-
dagsganga frá Digranesvegi 12 kl.
10.
Útivist, dagsferðirsunnudag: Kl. 8,
Þórsmörk, kl. 10:30, Orrustuhóll-
Hengill. kl. 13, Nesjavallavegur-
Skeggjadalur- Marardalur.
Sumarleyfi í Þórsmörk, brottförfö.-
kvöld, sunnu- og mvd.morgna.
ÍÞRÓTTIR
Fótbolti. 1 .d.ka. Valur-KA, ÍBK-
Fylkir, FH-Víkingursun. kl. 20.00,
Fram-ÍA, Þór-KR mán. kl. 20.00.
2.d.ka. Leiftur-Völsungurföd. kl.
20.00, (R-Tindastóll sun. kl. 20.00,
UBK-Selfoss, ÍBV-Stjarnan, Víðir-
Einherji mán. kl. 20.00. Pollamót
KSÍ þám. á Framvelli þarsem hald-
inn verður Framdagur á sunnudag.
Skokk. Bláskógaskokk HSK lau. kl.
14.00.
FJÖLMIÐLAR
GUNNAR
GUNNARSSON
Að vera
á réttum kili
Fjölmiðlun fyrir fjölmiðlana.
Þessa dagana og misserin þeg-
ar rætt er um bága fjárhagsstöðu
Þjóðviljans og reyndar annarra
fjölmiðla einnig, leikhúsa og út-
varpsstöðva, reynist mörgum
sem leggja orð í belg eða skipta
sér af rekstri fyrirtækja í menn-
ingargeiranum, svokallaða, eða
fjölmiðlun -auðveldast að syngja
um óheyrilegan kostnað, nauð-
syn á niðurskurði: rétt eins og
landið sé skyndilega orðið yfir-
fullt af brúklegum fjármálaráð-
herrum sem geti komið viti fyrir
allar eyðsluklær landsins og með
samhaldssemi komið hvaða
rekstri sem er á réttan kjöl. Þegar
fyrirtæki velta á hlið liggur hins-
vegar fyrst fyrir að menn spyrji
hvort rétt sé að yfirgefa sökkv-
andi skip, láta það rúlla vegna
þess að markaðslögmálið hafi
fært mö'nnum heim sanninn um
að ekki sé þörf fyrir það - ellegar
menn spyrji hvort þeir ætli áfram
að halda úti sínu blaði vegna þess
að þeir séu fullvissir um að sá
pappír sé nauðsynlegur og að enn
hafi sjóaðir starfsmenn þess
brennandi löngun til að setja
saman gott blað.
Nú virðist það býsna flókið mál
að ákveða hvort „þörf sé fyrir“
eða hvort „rekstrargrundvöllur-
inn“ sé nægilega traustur; og eigi
markaðslögmálið að stýra út-
komu íslenskra dagblaða þýðir
heldur ekki að rökræða eða
greina vandann rækilega því það
sama lögmál gerir ráð fyrir að all-
ar hugdettur manna eigi að reyna
og takist mönnum að hjara eigi
þeir óvefengjanlegan tilverurétt.
Fjölmiðlun okkar tíma er að
verulegu leyti einhvers konar
tískufyrirbæri, della tíðarinnar
sem getur hrifið margan manninn
á skeiðsprett og látið hann
þeysast á bábiljum og froðu-
snakki á meðan gjólan endist.
Mjög stór hiuti útsendingartíma
sjónvarps á íslandi og útvarps er
tímaeyðsla, partur af einhvers
konar alþjóðlegu suði upp úr
engu sem kemur venjulegri
blaðamennsku lítið við og eigin-
lega skítt að þurfa að nefna þenn-
an vind menningu.
Blaðaútgáfa, útvarp, sjónvarp,
leikhús - öll starfsemi af þessum
toga kostar peninga hvaðan sem
þeir koma og ekki um annað að
ræða en borga nótuna og vonast
til þess að markaðstekjur skili á
endanum því sem til þarf.
Reyndar leggjast auglýsinga-
miðlarnir núorðið svo þungt á
neytendur á íslandi að hvergi í
heiminum er vöruverð eins
ruddalegahátt. En vilji menn óð-
fúsir borga fyrir allar auglýsinga-
síður Moggans og dagskrá popp-
stöðva í máli og myndum þýðir
ekki að fárast yfir beikonprísum
eða verði á innfluttum jarðepl-
um.
Á að gefa út blað - eða á ekki
að gefa út blað? Á að halda úti
íslensku sjónvarpi eða á að kapp-
kosta að við hér úti verðum ein-
ungis menningarlegur útkjálki á
spena hins alþjóðlega afþreying-
ariðnaðar sem góðir menn vilja
verja ævistarfi sínu og ættarauði í
að verði? Ég held að umræðan
um tilverugrundvöll eins lítils
dagblaðs hljóti að skila sér inn í
stöndugri fyrirtæki: menningar-
póll sjónvarps og reyndar allra
fjölmiðla á íslandi hlýtur að eiga
að vera íslenskur að uppruna og
fá að kosta það sem hann kostar.
Eins og er finnst mér erfitt að
koma auga á íslenskt sjónvarp -
því brá fyrir annað veifið fyrr á
árum en nú er það horfið. Og ef
við ekki skerum upp herör í þágu
íslensks leikhúss munum við
innan skamms sitja uppi ráðvillt í
engilsaxneskri fótaflækju. Þegar
svo er komið verður ekki um ann-
að að ræða en grípa til lurksins
þeirra Bakkabræðra.
26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júlí 1989