Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 21
Ég er ekki aö halda því fram að það sé fram úr hófi skynsamlegt sem upp úr mönnum vellur þegar Alþýðu- bandalagsmenn eru að fjalla um Alþýðubandalagið. Óþarft að rekja mörg dæmi af öllum þeim skelfilegu túlkunar- möguleikum. Það er þó huggun, að ekki er útkoman síður skrýtin, undarleg og stórfurðuleg þeg- ar utanaðkomandi fara að skoða í flokksa hjörtun og nýr- un. Gamla klíkan og nýju mennirnir Morgunblaðið til dæmis, það hefur verið í nokkrum vand- ræðum með skilning sinn á þess- um málum. Blaðið hefur lengi vel haldið sig við þá þægilegu freistingu, að líta svo á að í Al- þýðubandalagi takist á „gömul klíka“, sem sé mótuð af Stalín og trú á Sovétríkin og fleiru þesslegu og svo nýir menn og kratískir og lýðræðislega hugsandi, sem hafi fundið sér samnefnara í Ólafi Ragnari Grímssyni. Síðan hafa verið uppi hafðar ýmsar spegla- sjónir í þá veru, hvort Ólafur for- maður mundi rota gömlu klíkuna eða hún hann - og helst hefur það stóra blað viljað að báðir lognuð- ust út af í innbyrðis slagsmálum eins og þeir gerðu í ágætri fs- lendingasögu nafnarnir Þorbjörn aumingi og Þorbjörn vesalingur. Góður en vondur En veruleikinn hleypur út undan sér og nú er eins og þessi skilgreining hafi farið mjög í köku og steik hjá þeim Morgun- blaðsmönnum. Samkvæmt henni hlaut „gamla klíkan“ að vera afar vafasamur pappír í íslensku samfélagi, enda ættuð austan úr einræðinu, en „lýðræðiskynslóð- in“ þeim mun skárri og enn einn vottur um að batnandi mönnum sé best að lifa. En svo gerist það að formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson, hefur legið undir feldi og síðan marg- birt þá niðurstöðu sína í Morgun- blaðinu (og látið hana smita út frá sér), að þessu sé þveröfugt farið. í rauninni sé Ólafur Ragnar Grímsson hið mesta valdníðs- lufól og vilji koma öllum einka- fyrirtækjum í landinu á vonarvöl og láta þau snapa gams úr ríkisins loðnu krumlu. Þann mann á að loka úti og lemja, hann er ekki samstarfshæfur. Aftur á móti, segir Þorsteinn, væri hægur vandi að mynda stjórn til dæmis með Raus um Alþýðubandalagið og endurskoðun allra hluta þann stalínska arf (í nokkuð víð- tækri merkingu þess orðs). En þau viðhorf eru fremur tengd persónulegri þörf fyrir að týna ekki æsku sinni en að þau séu reist á þekkingu, þaðan af síður tengjast þau við einhverskonar trúboðsþörf. Sá sem nú ætlaði að fara að „gera upp" við slíka ein- staklinga gripi í tómt, hann fengi ekkert svar. En uppgjörið er alltaf nauðsyn Hitt er svo víst, að á hverjum tíma verður sá sem sósíalisti vill heita að vita af því, að heimurinn og samfélögin breytast og halda áfram að breytast og spyrja hann nýrra spurninga. Hann er neyddur til þess að gera það upp við sjálfan sig hvað það þýði á hverri tíð að vera róttækur, vinstrimaður, sósíalisti, eða hvað menn nú vilja helst heita. Enginn fær sig lausan úr þeim bardaga. Það uppgjör sem er kannski brýnast nú urn stundir er tengt því, að kjarabarátta er ekki það sem hún var. Það er annað að standa í kjaraslag í eða með al- mennum verklýðsfélögum fyrir þrjátíu árum eða fimmtíu árum eða að gera það nú í samfélagi, sem ekur í hundrað þúsund bílum og býr í fimmtíu fermetrum á nef hvert. Það er annað að standa í kjarabaráttu á tíma þegar hag- vöxtur sýnist óendanlegur fram- undan en þegar aðgangur að að- alauðlind landsmanna er læst í kvóta. Það er og mikill höfuð- verkur fyrir vinstrisinna að sam- ræma þá almennu játningu, sem hann gerir í nafni félagslegs rétt- lætis, að í kjaramálum skuli kröf- ur hinna lægstlaunuðu hafa for- gang - og þær freistingar sem hann er staddur í sjálfur: að vísa til mikilvægis, ábyrgðar og menntunar síns eigin hóps til að raga hann upp á við í samfé- laginu. Það er um slíka og þvílíka hluti sem tilvistarvandi íslenskra sósíalista í raun og veru snýst í dag, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Um leið og við ættum að vita að til er það sem ekki breytist: þörf manna fyrir réttlátara, skynsam- legra og rismeira líf. sómadreng eins og Svavari Gests- syni (þeim sama Svavari sem samkvæmt fyrrnefndum skil- greiningum stendur í gömlu kom- maklíkunni miðri). Þannig er nú það. Ekki nema'von að margir gerist forvirraðir. Þessi ringulreið í skilgreining- um á sögulegu eðli og hlutverki einstakra manna í Alþýðubanda- laginu setti svip sinn á Stak- steinapistil í Morgunblaðinu á dögunum. En þar var í framhaldi af lýsingu þeirri, sem Úlfar Þor- móðsson gaf í Morgunblaðinu á skilningi Guðmundar Ólafssonar á sögu sósíalismans, dregin sú á- lyktun, að Ólafur Ragnar („hefur aldrei skorað gömlu klíkuna á hólm í umræðum um fortíðina“), Alþýðubandalagið og Þjóðvilj- inn „verði að gera upp við stalín- ismann og fortíðina. Aðeins með þeim hætti verður andrúmsloftið hreinsað“. Morgunblaðið vill semsagt HELGARPISTILL hafa hreint loft í öðrum flokkum, sú umhyggjusemi um andlegar mengunarvarnir í öðrum húsum er blátt áfram hjartnæm. En látum svo vera: ráðleggingin er þarna. Við skulum skoða hana ögn nánar. Alræðið sem hvarf Það er svosem alveg rétt að margir sósíalistar íslenskir höfðu mikla trú á því sem kallað var „alræði öreiganna“ ogþýddi m.a. að alræði hins stalínska flokks væri óhjákvæmilegt og vísinda- legt framfaraspor í heimssögunni og aðrar leiðir til ágætrar framtíð- ar lítt eða ekki færar. Fráhvarf frá þeim hugmyndum byrjaði fyrr hjá íslenskum sósíalistum en í ýmsum öðrum hliðstæðum hreyf- ingum og þokaðist áfram í mörg- um áföngum frekar en dramat- ískum stökkum. Hún var það langt komin þegar Alþýðubanda- lagið var að breytast í flokk fyrir um það bil tuttugu árum, að ekki þurfti að rífast þar á fundum um „alræði öreiganna". Lýðræðis- menn viljum vér allir vera. Þetta þýddi að sönnu ekki, að úr sög- unni væri það sem Fransmenn hafa kallað „freistingar alræðis- ins“ á vinstrivæng og má kannski frekar kenna við vissa tegund menntamannahroka en stalín- isma. Einmitt margt af því fólki, sem nú er kennt við „lýðræðis- kynslóð", ól sig upp í tvíbentri afstöðu: um leið og það sveiaði stalínisma og flokksræði, var það mjög á höttum eftir einhverju „sönnu lýðræði" út og suður um byltingarhreyfingar í þriðja heimi og víðar. Sumir fengu meira að segja í hnén af hrifningu yfir bylt- ingarrómantík í námunda við hermdarverk, sem áttu að stytta mönnum leið yfir „borgaralegt lýðræði" sem væri ekki annað en „kúgandi umburðarlyndi“ eins og það hét á máli eins af andstal- ínskum dýrlingum 68-kynslóðar- innar. ÁRNI BERGMANN Mörg spjót á Þjóðviljamönnum Af þessu öllu er mikil saga og flókin sem ekki verður rakin hér. Ekki heldur það hvernig einstak- lingar úr eldri kynslóð sósíalista hneyksluðust á Þjóðvilja- mönnum fyrir það að þeir væru „andsovéskir“ (við höfðum sem betur fer borið margt fram fyrir lesendur um sovéska sögu og vítahring valdaeinokunarinnar löngu áður en nokkur vissi að Gorbatsjov væri til og von á glas- nost). Ekki verður það heldur rakið hér, hvernig einstaklingar af lýðræðiskynslóðinni hneyksluðust á Þjóðvilja- mönnum fyrir það að þeir væru annaðhvort „stalínskir" (eða amk. forræðishyggjumenn) - eða borgaralegir (nema hvorttveggja væri). Hitt ætti að vera sæmilega ljóst að uppgjör við „stalínism- ann og fortíðina" er ekki beinlínis á dagskrá nú og hér. Hafi menn viljað standa í slíku af meira áber- andi tilþrifum en raun varð á grípa þeir nú of seint í rass. Það eru vafalaust til einstaklingar sem halda sér fast í einhvern part af hugmyndum sem eru í ætt við Föstudagur 7. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.