Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR
ÞORFINNUR
ÓMARSSON
Að gera réttu hlutina
Er nýjasta kvikmynd Spike Lee hnitmiðuð ádeila á rasisma eða bara
létt og ábyrgðarlaus þvæla? Hver er annars þessi Spike Lee?
Spike Lee og Danny Aiello talast hér við á flatbökustað þess fyrmefnda.
í hinu mikia flóði af banda-
rískum bíómyndum sem
streyma yfir klakann eru þó
alltaf ákveðnar kvikmyndir,
sem aldrei eru sýndar hér á
landi og gildir þá einu hvort
myndin er bandarísk eður ei.
Ef þær eru ekki gerðar eftir
vinsældarformúlunni er allt
eins víst að eigendur ís-
lenskra kvikmyndahúsa vilji
ekkert með þær hafa. Það er
oft eins og það þurfi Kvik-
myndahátíð með stóru K-i til
að „öðruvísi myndir" verði
sýndar hérlendis og höfum
við mörg dæmi um slíkt.
Þessar kvikmyndir, sem
gjarnan eru flokkaðar með evr-
ópskum og öðrum „annars
flokks“, eiga það líka til að koma
ekki hingað fyrr en eftir dúk og
disk. Það er tam. ekki ýkja langt
síðan kvikmyndir Woodys Allens
voru á bannlista kvikmyndahús-
anna um nokkura ár skeið enda
þótt Allen hlyti hvað eftir annað
hástemmt lof erlendra gagnrýn-
enda. Allt í einu voru síðan þess-
ar kvikmyndir sýndar hver á eftir
annariri, og viti menn, áhorfend-
ur kunnu vel að meta þessa til-
breytingu og fjölmenntu á Allen.
Einn er sá kvikmyndagerðar-
maður vestan hafs sem settur hef-
ur verið í flokk með þeim sem
gera óæskilegar kvikmyndir að
mati kvikmyndahúsaeigenda.
Honum hefur verið líkt við téðan
Allen (þá kallaður svarti-Allen)
og gerir það sem menn kalla litlar
og óamerískar kvikmyndir. Hann
heitir Spike Lee og til frekari
upprifjunar má minna á hann átti
verk á síðustu kvikmyndahátíð
sem kallaðist Hún verður að
fá‘ða (She‘s Gotta Have It). Nú
hefur hans nýjasta verk verið
frumsýnt vestan hafs sem austan
við góðar viðtökur.
Þessi nýja kvikmynd kallast
Do the Right Thing og er Lee
bæði leikstjóri og handritshöf-
undur, auk þess að leika minni-
háttar hlutverk í myndinni. Hún
var álitin líkleg til afreka á nýaf-
staðinni Cannes-hátíð en féll fyrir
samlanda sínum, Sex, Lies and
Videotapes í leikstjórn nýliðans
Steven Soderbergh. Það er at-
hyglisvert að þeir Bandaríkja-
menn sem þóttu eiga hvað mesta
möguleika á verðlaunum í Cann-
es eru allir dæmi um kvikmynd-
agerðarmenn sem getið var í upp-
hafi og eru ekki í náðinni hér-
lendis. Auk Lees og Soderberghs
var Jim Jarmush (Stranger than
Paradise) á meðal þeirra líkleg-
ustu í keppninni um gullpálmann
og eiga þessir þrír vissulega nokk-
uð sameiginlegt.
En það sem skilur Spike Lee
frá hinum tveimur er að hann er
dökkur á hörund og bera kvik-
myndir hans þess vel merki.
Hann hefur lýst því yfir að svartir
leikarar í Bandaríkjunum fái yfir-
leitt ekkert annað að gera en að
leika þennan tilbúna Harlem-búa
með þar tii gerðum ýkjum og
stælum. Allir reyni þeir að líkja
eftir Eddie Murphy rétt eins og
hans persónusköpun sé sú eina
rétta í þessum efnum.
Do the Right Thing gerist að
mestu á pizza-veitingastað í Bro-
oklyn. Lee leikur sendilinn á
staðnum en ítalsk-ameríski
eigandinn er leikinn af Danny Ai-
ello (ógleymanlegur sem vonbið-
illinn í Moonstruck). Vissir at-
burðir, sem ekki er rétt að fara út
í hér, hafa það í för með sér að til
átaka kemur á milli hvítra manna
og svartra og hefur það alvarlegar
afleiðingar í för með sér. Með
þessum atburðum varpar Lee
harkarlegri gagnrýni á kynþátt-
amisrétti í Bandaríkjunum og má
segja að á endanum sturti hann
ameríska drauminum niður í kló-
settið.
En það eru ekki allir á eitt sáttir
um ágæti þessarar myndar.
Dómnefndin í Cannes, að Sally
Field undanskilinni, sagði mynd-
ina léttvæga og ábyrgðarlausa og
því bregðast hlutverki sínu sem
ádeilumynd. Spike Lee sagði
dómnefndarmenn hins vegar
uppfulla af rasískum hugsunar-
hætti og því skildu þeir alls ekki
ádeilu sem þessa.
Hvað sem því líður er hér ör-
ugglega um eftirtektarverða
kvikmynd að ræða. Spike Lee
hefur einstakt lag á að gera ein-
faldar kvikmyndir sem þó segja
allt sem þarf (samanber Woody
Allen). Hún verður að fá‘ða kost-
aði tam. minna en meðal kvik-
mynd á íslandi en hlaut samt
mikla athygli og jákvæða umfjöll-
un. Á eftir henni gerði hann
myndina School Daze sem hefur
mér vitanlega ekki enn verið sýnd
hérlendis. Kvikmyndir Lees eru
fyndnar ádeilumyndir sem eiga
að sjálfsögðu að vera sýndar hér á
landi frekar en margt af því rusli
sem okkur er boðið upp á. Við
skulum bara vona að einhver
kvikmyndahúsaeigandinn sjái
sóma sinn í að tryggja sér eintak
af myndinni þvf annars verðum
við að treysta á kvikmyndahátíð
sem endranær.
Klippiborðið
Ungverjinn Klaus Maria
Brandauer. sem þekkturer
fyrir gott samstarf sitt við
samlanda sinn Istvan Szabo
frekar en leik sinn i Out of Afr-
ica. stendur i ströngu þessa
dagana. Hann lekfyrir
skommu i kvikmyndunum
Burning Secret og Hanussen
og er Szabo einmitt við
stjornvölinn i þeirri siðar-
nefndu. Siðan for Brandauer
ut að leikstyra sjalfur og kall-
ast afsprengið The Artisan.
Brandauer leikureinnigaðal-
hlutverkið asamt Brian Denn-
ehy en þess ma geta að
kvikmyndatokumaður mynd-
arinnar. Lajos Koltaj. hefur
unnið við flestar myndir Sza-
bos. Þa er Brandauer nu að
leika i tveimur öðrum kvik-
myndum! ÖnnurkallastThe
children. i leikstjorn Tony
Palmers með Vanessa Re-
dgrave og Joan Collins. Þa
leikur hann a moti Scott
Glenn. Sam Neill og James
Earl Jones i The Hunt for Red
October sem John McTierm-
an leikstyrir.
Gamla brynið Jack Lemmon
leikur nu i nyrri mynd sem
kallast einfaldlega Dad.
Leikstjori. framleiðandi og
handritshofundurerGary Da-
vis Goldberg en Steven Spiel-
berg er þo innan handar með
framleiðsluna. Goldberg
þessi hefur hingað til gert
sjonvarpsþættina Family Ties
en annar sjonvarpsþattafröm-
uður leikur a moti Lemmon i
Dad. Það er Ted Danson ur
Staupasteini en auk þess
leikurOlympia Dukakiseitt
aðalhlutverk anna. Hun virðist
vera buin að jafna sig eftir
osigurfrænda i fyrra og hefur
einnig leikið i annarri kvik-
mynd sem kallast Steel
Magnolias.
Marrled to the Mob ★★
(Glft mafíunnl)
Johnathan Demme hefur oftast hitt bet-
ur í mark þótt einvalaleikaralið sé nú með f
för. Oft góðar útfœrslur en líður að lokum út
f furðulegt sambland af frásagnarmáta
teiknimynda og leikinna. Tónlist David
Byme er smellin og skemmtileg.
Platoon Leader 0
(Sveltarforinglnn)
Gerilsneydd stríðsmynd sem hverfur úr
huga manns skömmu eftir sýningu. Nafnið
segir f raun allt sem þarf.
Dancers ★
(Dansmelstarlnn)
Mynd fyrir fanatlska ballettaðdáendur en
ekki marga aðra. Herbert Ross tekst alls
ekki að endurtaka The Tuming Point en
góðar ballettsenur halda myndinni á floti.
Baryshnikov verður seint tallnn til betri
leikara en hann kann að dansa.
The Presidlo ★★
(Presldlo-herstöðin)
Buddy-hasar-ástar-mynd með vel film-
uðum eltingarleikjum á götum San Franc-
isco borgar. Connery og Harmon eru
hörkutól af ólíkum uppruna en standa sam-
an f „týpísku" og leiðinlegu lokaatriði.
The Naked Gun ★★
(Beint á ská)
Stanslaus brandaraskothríð í tæpar
tvær klukkustundir. Hittnin er þó misjöfn,
oft er hitt f mark en líka er skotið bæði vfirog
framhjá. Jafnast kannski ekki á við Air-
planel en það má hlæja að vitleysunni.
Babette's gæstebud ★★★★
(Gestaboð Babettu)
Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels
er uppgjör bókstafstrúarmanna við
freistinguna og syndina. Stórgóð persónu-
sköpun og veislan f lokin er ógleymanleg.
Skugginn hennar Emmu ★★★
Besta barnamyndin f bænum er ekki
sfður fyrir hina fullorðnu. Skemmtileg og
vel gerð mynd á mörkum fantasfu og raun-
veruleika.
Laugarásbíó
Torch Song Trllogy ★★★
(Arnold)
Snjöll og einlæg mynd sem segir frá
heimi hómósexúals fólks. Vel skrifuð og
leikin og tekst að slá bæði á létta og hrff-
andi strengi án þess að falla f gryfju
væmninnar. Sagan af hommanum Amold
er eitt það vitsmunalegasta og besta sem
bfóin bjóða upp á um þessar mundir.
Spllt Declslons ★
(Hörkukarlar)
Hvað höfum við eiginlega séð þessa
mynd oft áður og hver hefur áhuga á að sjá
þetta einu sinni enn? Þessi boxaramynd
gæti allt eins heitið Rocky V eða X og Gene
Hackman mætti gjaman vera vandlátari á
hlutverk.
Fletch Llves ★★
(Fletch liflr)
Mynd fyrir aðdáendur Chevy Chase en
þeim sem ekki Ifkar kappinn er ráðlagt að
sitja heima. Fletch er á köflum mjög fynd-
inn en sum atriðin eru gjörsamlega mis-
lukkuð. Fyrri myndin var betri.
Bíóhöllin
Her Alibl ★★
(Með allt í lagl)
Hreint ágætis skemmtun þarsem
klaufinn Tom Selleck líkir eftir Cary Grant
hér á árum áður. Vel er fléttað á milli hinnar
raunverulegu sögu og skáldskapar rithöf-
undarins en atriðin með Rúmenum og þar
með talið lokaatriðið heldur hugmynda-
snauð.
Police Academy 6 0
(Lögregluskóllnn 6)
Hvemig er hægt aö ætlast til þess að fólk
hlæi aö sömu fúlu bröndurunum ár ettir ár?
Þessi sjötta mynd f röðinni um lögreglu-
skólann er slakari en þær síðustu þar á
undan og er þá mikið sagt.
Cocoon, the Return ★
(Undrastelnnlnn 2)
Afskaplega ómerkilegt og misheppnað
framhald sem gerir ekkert nema að
skemma fyrir fyrri myndinni. Reynir að vera
enn fjörugri og enn tilfinningarfkari en sú
fyrri en er bara tilgerðarieg og væmin. Frá-
sagnaraðferðin fer öll út um þúfur og fyrir
vikið eru sömu leikarar og f frummyndinni
ekki með á nótunum.
Three Fugltlves ★★
(Þrjú á flótta)
Ágætis gamanmynd á meðan plottið
virkar en dettur niður þess á milli. Martin
Short er aðal aðhlátursefnið sem mis-
heppnaðasti bankaræningi kvikmyndanna
f allt of stórum frakka.
Young Guns ★★★
(Ungu byssubófarnlr)
Vestrar eru komnir úr tísku en þessi gæti
aukið hróður slfkra mynda. Hér höfum við
allt sem þarf, átök og tragedíu, hetjudáð og
kómedfu, fólsku og jafnvel rómantík.
Estevez skemmtilegur sem Billi bamungi.
A Flsh Called Wanda ★★★
(Flskurlnn Wanda)
Nánast fullkomin gamanmynd. Hárffnn
húmor í skotheldu handriti og gamlinginn
Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera
upp á milli aöalleikaranna sem eru hver
öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund-
in.
Bíóborgin
Crosslng Delancey ★★
(f karlalelt)
Þama rekast á menntasnobb og fordóm-
ar, karíremba og heiðarieiki f snoturri lýs-
ingu á Iffi ólfkra gyðinga f New York.
Heiðarleg og einlæg mynd, en þó engar
stórfréttir.
The Big Blue ★★★★
(Hlö bláa volduga)
Undurfagurt listaverk Bessons er óður til
hafsins bláa og allra þeirra sem þvf unna.
Ástarsaga og uppgjör persóna, sem stund-
um eru á mörkum þess mannlega, við
sjálfa sig og fortfðina. Giæsilegar viðlinsu-
tökur á breið^aldi, bláminn yfir myndinni er
stórkostlegur og tónlistin fellur vel að. Hið
bláa volduga er upplifun. Þér Ifður vel á
henni.
Dangerous Llalsons ★★★
(Hættuleg sambönd)
Þrungin, en jafnframt hrffandi tragi-
kómedfa þar sem allir eru táldregnir. Frá-
bær leikur ber myndina uppi, sérstaklega
Malkovich og Close sem hástéttarpakkið
sjálfselska. Mynd fyrir rómantíkera en
endirinn er (hróplegu ósamræmi við þjóð-
félagsástandið á þessum tíma.
Rain Man ★★★
(Regnmaðurinn)
Regnmannsins verður minnst fyrir ein-
stakan leik Hoffmans f hlutverki einhverfa
ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd-
ar. Óskar fyrir handrit og leikstjóm fremur
vafasamur og Barry Levinson hefur áður
stýrt betur.
Háskólabíó
Dlrty Rotten Scoundrels ★★
(Svlkahrappar)
Bráðsmellin og fyndin mynd um tvo for-
herta svikahrappa og samskipti þeirra við
kvenkynið. Dulftið gamaldags húmor sem
byggir talsvert á góðri frammistöðu aðal-
leikaranna. Hverjum öðrum en Steve Mart-
in myndi ieyfast að ofleika svona Ifka rosa-
lega án þess að það komi að sök.
Stjömubíó
My Stepmother Is an Alien ★★
(Stjúpa mln gelmveran)
Enn ein útfærslan af E.T. þarsem
geimvera f kvenmannsmynd kemur til jarð-
ar f ákveðnum tilgangi. Slær á létta strengi
með mörgum smellnum atriðum en verður
að lokum mjög hugmyndasnauð, eins og
þvf miður flestar vfsindaskáldsögur nútfm-
ans. Ágætlega leikin og Aykroyd og Ba-
singer myrtda skondið par.
Who's Harry Chumb? ★
(Harry...hvað?)
Billeg gamanmynd með nokknjm aula-
bröndumm. John Candy bjargar því sem
bjargað verður en hann er enginn Peter
Sellers þótt hann skipti ört um gervi sem
spæjarinn Harry.
Krlstnlhald undlr Jökli ★★★
Góð, og athyglisverð mynd á íslenskan
mælikvarða sem unnin er af fagmennsku.
Kristnihaldið er skemmtileg og fersk á að
horfa en ber full mikla virðingu fyrir texta
inóbelskáldsins.
‘v
Föstudagur 7. júll 1989 ,NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25