Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 4
 Ofstækismaður í jarðgangamálum Steingrímur Sigfús- son landbúnaðar- og samgönguráðherra er á beininu í dag Er það eðlilegt að neytendur kaupi það kjötmagn og mjólkur- magn sem stjórnmálamenn ákveða á því verði sem fyrirskip- að er? Þegar svona er spurt er erfitt að svara með jái eða neii. Ég held ekki að stjórnmálamenn, eða að minnsta kosti ekki ég, hafi það sem eitthvað fastákveðið að þannig eigi hlutirnir að vera: að svona mikið kjöt skuli kaupa og á þessu verði. Én menn hafa hins vegar, af ástæðum sem of langt mál yrði að rekja í smáatriðum, farið út í það að vera með íhlutun bæði í sambandi við framleiðslu- magn og það að tryggja fram- leiðslunni verð. Opinber verð- Iagning á matvöru á sér langa sögu; ég svara þessu því með því að umorða spurninguna og segja að það sé að mínu mati ekki óeðlilegt að opinberir aðilar hafi áhrif á verðlagninguna og með- ferð þessara hluta; þetta er vitan- lega mikilvægt atriði af ýmsum ástæðum - m.a. vegna þess byggðamynsturs og framleiðslu- starfseminnar sem byggst hefur upp í landinu og er til staðar hvað sem tautar og raular. Það er einn- ig viðurkennt öryggis- og hagsmunaatriði sjálfstæðra þjóða að hafa yfir að ráða eigin mat- vælaframleiðslu og vera að veru- legu leyti sjálfbjarga á því sviði. Ég tel að við íslendingar verðum jafnvel enn frekar en aðrar þjóðir að standa vörð um þetta mark- mið. Ýmsir aðilar, nú siðast Morg- unblaðið, hafa sett spurningar- merki við einhliða innflutnings- bann á matvælum; - verða ís- lenskir bændur ekki að fara að búa sig undir erlenda samkeppni? Þetta er nú tvíþætt: Annars vegar hafa menn haft hér strang- ar takmarkanir af heilbrigðisá- stæðum - til þess að verja landið fyrir ýmsum skaðlegum búfjár- sjúkdómum. Vegna okkar ein- angrunar hefur tekist að halda þeim utan landsteina. Það eru hreinar línur af minni hálfu að á rim vörnum verður ekki slakað. öðru lagi er það ljóst að við höfum varið og staðið á bak við íslenska framleiðslu með inn- flutningstakmörkunum.Það gera nánast allar þjóðir. Landbúnað- arvörur eru nánast hvergi á frílist- um yfir vörur sem eru að öllu leyti frjáls viðskipti með. Það Iengsta sem menn hafa gengið í þá átt að opna fyrir þessa hluti er að leyfa innflutning en áskilja sér jafn- framtrétttilaðleggjaýmisjöfn - unargjöld á vörurnar til að tryggja að þær séu á sambærilegu verði og innlend framleiðsla. Ég held að við eigum í öllu falli að fara mjög varlega í þessum efnum. Aðferðin til að auka hagkvæmni í íslenskum landbúnaði og ná nið- ur vöruverði er ekki sú að opna hér óforvarandis fyrir óheftan innflutning, jafnvel ótollaðan og ójafnaðan. Það myndi sennilega kollsigla þeim landbúnaði sem fyrir er í landinu. Ég vil leita ann- arra leiða því ég trúi ekki á það að hin ósýnilega hönd markaðarins leysi þessi mál fyrir okkur En hvað viltu gera til að gera landbúnaðinn að sjálfstæðari atvinnugrein? Ég held að það sé afar mikil- vægt-og mun setja í það sérstaka vinnu á næstu mánuðum og miss- erum ef mér endist aldur til - að leita nánast lúsaleit að mögu- leikum og aðferðum til að lækka framleiðsluverð á matvælum hér innanlands. Ég vil gera það með þeim ráðstöfunum sem færar eru - með hagræðingu í greininni, með því að tengja t.d. samninga ríkisvaldsins og bænda meira við markaðinn fyrir þessar vörur hér innanlands þannig að í það kerfi yrði innbyggður hvati þeirra sem standa að framleiðslunni og úr- vinnslu vörunnar til þess að selja þessar vörur og að þær haldi vel sinni markaðshlutdeild. Ég held að það myndi h'ka verka hvetj- andi til að ná niður vöruverði. Staðreyndin er auðvitað sú að magnsamningur um tiltekinn langan tíma án tillits til þess hvernig gengur á markaðnum er ekki hvetjandi fyrir þessa aðila til að ná niður vöruverði, því að þeir eru fyrirfram tryggir með á- kveðna sölu eða afsetningu vör- unnar. Þetta er hættan í sambandi við búvörusamninginn. En með því að búa til tengingu milli fram- leiðsluréttar og markaðsins t.d. með viðmiðun við markaðs- gengið tvö ár aftur í tímann - búa til tengingu þarna á milli - er um leið verið að búa til beinan hvata fyrir þessa aðila til að reyna að halda uppi sölunni á þessum vörum. Inn í það hlyti verðlagn- ing og framleiðslukostnaður að koma. Mér líst betur á þetta en að skella á óheftum innflutningi á niðurgreiddum landbúnaðaraf- urðum annarra landa. Á að hvetja bændur til að fara út í frekari nýjungar í landbún- aði; þeir hafa fengið að spreyta sig á ioðdýrarækt, fiskeldið rambar víða á heljarþröm og nú eru menn að tala um skógrækt; er eitthvað fleira sem þeir þyrftu að fá að prófa? Þú nefnir nú ekki ferðaþjón- ustuna sem er kannski það álit- legasta sem stendur. Hún hefur víða gefið góða raun, skapað við- bótartekjur fyrir sveitirnar. Þótt þessi viðbót dugi ekki ein og sér þá hjálpar hún mikið til. Og ég held að menn séu ekki búnir að prófa loðdýraræktina og þaðan af síður fiskeldið. Það eru mögu- leikar í þessum greinum þótt erf- iðleikar séu uppi sem stendur. Ég held að fiskeldi í smáum stíl geti vissulega átt framtíð fyrir sér. Það er fleira sem þarf að athuga: það er sérstaklega á dagskrá þess- Loðdýrabúskapur- inn kominn áfjóra fœtur og deilt er hart á landbúnaðarkerfið í heild 'sinni. Ogsam- göngumálin verða ef- laust bitbein í nœstu framtíð - amk. þar til jarðgöng verða kom- in gegnum hvern hól á Islandi arar ríkisstjórnar að athuga atvinnumöguleika kvenna í strjálbýli. Víða í strjálbýli er- lendis hefur ýmiss konar heimilis- iðnaður verið í mikilli sókn að undanförnu. Þarna held ég að séu verulegir möguleikar fyrir okkur. Eitt vandamálið sem dreifðu byggðunum stafar er að fólks- flóttinn til þéttbýlisins er að hluta til kynskiptur. Fleiri konur en karlar virðast hafa farið af lands- byggðinni eða ekki skilað sér til baka. Það er engin ástæða til að gefast upp. Það eru jafnvel til hlutir sem eru að takast. Menn mega ekki gleyma því að þótt á móti blási, eins og í loðdýrarækt- inni, þá er ekki þar með sagt að allt sem menn hafa verið að reyna hafi verið vonlaust. En hvað á að gera við þessa loðdýrabændur? Jón Baldvin leggur til að þeir fari bara á haus- inn - er það ekki rökrétt afleiðing af brostnum markaði og allt of dýrri framleiðslu? Það getur vel verið að ein- hverjir muni að endingu fara á hausinn, verða gjaldþrota - en það getur varla verið markmið í sjálfu sér að setja menn á haus- inn. Það hlýtur að vera eðlilegra markmið stjórnvalda að reyna að afstýra því. Ég held að við höfum óvenjuríkar ástæður núna til að reyna að afstýra þeim óförum. Það nægir að nefna þá miklu ábyrgð sem samtök bænda, leiðbeiningaþjónustan, fjárfest- ingaraðilarnir - stofnlánadeild, Byggðastofnun og ekki síst stjórnmálamennirnir - bera á því að hvetja bændur til að fara út í þennan búskap. Þetta gerir okk- ur siðferðilega skuldbundna. Og ég á ekki bara við núverandi rík- isstjórn því hún ber ekki ein ábygðina af því hvernig komið er. Tvær ef ekki þrjár síðustu ríkis- stjórnir bera jafnmikla ábyrgð. Og allir þessir aðilar sem ég nefndi. Ég tel að það geti enginn, hvorki bankar, fjárfestingar- stofnanir, stjórnvöld né samtök bænda hlaupist undan ábyrgð. Ég hef verið að leita að og mun leita leiða til að afstýra eins og kostur er þeim ófarnaði og þeim mann- legu hörmungum sem þarna eru í sjónmáli. Hvernig gengur að framfylgja vegaáætlun? Upphaflega langtímaáætlunin er auðvitað talsvert úr lagi færð, hliðruð og skekkt með ýmsu móti sem eðlilegt má telja á svo löngum tíma. Áherslan á bundið slitlag varð meiri en reiknað var með í upphafi og ekki allt náðst fram í uppbyggingu vega á móti. Ætli megi ekki segja að í heild sé hún orðin svona ári á eftir áætlun, vegna þess einfaldlega að menn hafa ekki lagt henni til á hverjum tíma allt það fé sem hún reiknaði með. Þó held ég að menn deili ekki um gildi þessarar áætlunar og að vinnubrögðin sem upp voru tekin með henni hafa skilað mikl- um árangri. Áætlun hvers árs er svo yfirleitt framkvæmd eins og Alþingi leggur hana fyrir og það gengur vel. í heildina tekið er ég ánægður með ganginn í þessu - að því slepptu að ég hefði viljað sjá meira fé fara í þessar fram- kvæmdir. Ég held að þjóðhags- lega sé það skynsamlegt að verja eins miklum peningum og kostur er í samgöngubæturnar því þær eru undirstaða allrar framþróun- ar í nútímaþjóðfélagi. Verður jarðgangagerð haldið áfram? Já. En getur þetta ekki gengið hraðar fyrir sig - er ekki hægt að gera göng á fleiri en einum stað í einu? Ég hef nú þótt allt að því of- stækismaður í þessum jarðgang- amálum, en hef þó ekki treyst mér til að leggja til hraðari fram- kvæmdir en sem nemur því að einn flokkur starfi með fullum af- köstum samfellt. Það er ljóst að þeir sem aftarlega eru í röðinni, éins og Austfirðingar, þeir verða að bíða enn um sinn því ekki kemur að þeim fyrr en að aflokn- um framkvæmdunum á Vest- fjörðum. Það er skiljanlegt að þeim þyki það súrt í broti. Þó er sú samstaða sem tekist hefur um framkvæmdaröðina aðdáunar- verð. Vestfirðingar og Austfirð- ingar eiga sérstaklega hrós skilið fyrir að hafa náð samkomulagi sín í milli um röð framkvæmda. Ég tel reyndar að það geti vel komið til greina síðar á þessu ferli að menn sjái að þjóðhagslegt gildi þessara framkvæmda er svo mikið að það verði talin ástæða til að flýta þeim enn frekar. Ég tel það vel koma til greina. Ég úti- loka ekki þann möguleika að hraða framkvæmdum með lán- tökum sem yrðu að einhverju leyti bornar uppi með veggjöld- um. Það er sú hugmynd sem rætt er um í sambandi við Hvalfjörð - að vísu er rætt um að taka það mál út fyrir vegaáætlun - og ég hef sagt hundrað sinnum, hvað sem aðrir segja um mín viðbrögð í því efni - ég er tilbúinn að skoða það vandlega. En ég mun að sjálf- sögðu ekki flýta mér umfram það sem skynsamlegt er í því efni. Þetta er stórt mál sem þarf að kanna vel og baktryggj a pólitískt. Mér þykir ólíklegt að ég verði dragbítur á framgang jarð- gangagerðar hér á landi og það jafnvel þótt menn vilji fara fram- úr vegaáætlun. En kannski voru þeir fullbjartsýnir, Vestmanna- eyingarnir, sem fóru að tala um göng á milli lands og Eyja nokkr- um vikum eftir að ég varð sam- gönguráðherra. Hvernig skilgreinir þú byggða- stefnu? Það er stefna sem felur í sér ákveðin markmið um búsetuþró- un, markmið um það hvernig samfélag fólksins í landinu eigi að líta út. Hvort hér eigi að verða eitt borgríki eða hvort ísland eigi að verða að einni verstöð sem sótt yrði í frá suðlægum löndum. Allt þetta gæti kallast byggða- stefna. En fyrir mér er byggða- stefnan í sinni einföldustu mynd spurningin um það hvernig við viljum sjá íslenskt samfélag og þjóðfélag þróast. Fyrir mér er það óaðskiljanlegur hluti af því að vera íslendingur að eiga ein- hvers staðar átthaga, rætur. Er mikill munur á því hvernig Framsóknarmaður og Alþýðu- bandalagsmaður vill sjá íslenskt þjóðfélag þróast? Væri allt öðru- vísi að málum staðið ef það væri Framsóknarmaður sem gegndi embætti landbúnaðarráðherra? Ég tel það já. Menn koma auðvitað ekki öllu í framkvæmd sem þeir vilja og hugsa. Því fer fjarri að ég hafi gert það. En ég tel að sósíalískur flokkur eins og Alþýðubandalagið hljóti að vera framúrstefnuflokkur í byggða- málum. Við hljótum að hafa í öndvegi kröfuna um jöfnuð, jöfnuð í aðstöðu fólks og lífs- kjörum.Það er í raun og veru byggðastefna. Það er eina byggð- astefnan sem eitthvert vit er í og mark er á takandi. Það er skýlaus krafa um jöfnuð. Það er mín byggðastefna. Ég er reyndar „heiftarlega sannfærður um það“, eins og ónefndur vinur minn á Dalvík myndi orða það, að vaxtarbroddur íslensks þjóðfélags í framtíðinni er á landsbyggðinni. -GG 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ . Föstudagur 14. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.