Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 22
T~ CL 3 W s b 7- 8 ¥ JO 9 3Z ii 12 2 13 y 10 )S )Z * r )b V 7 17- ¥ 12 fí W 14 y ZD IS 8 y 2 £ 7- U 2.3 12 13 Zf JS V 2 ZO Zo )8 13 JZ ? 22 IS 8 f 9 12 )p ¥ if ID 8 9 )6 IZ 13 T~ ur )} 9 /3 zr )5 V 23 isr 8 4 s? 7T U IT 13 n (r )Z >3 U ¥ )3 W *F~ 11- V 20 22 T~ Z( ¥ 12 JS~ 7- 22 ? II VL )0 w~ T / 1? z JS Zo 5" (p & 12 12 lá 2 2 T T 253) ¥ 2? 3ö n- y V- )0 S? 2 )S 20 JS fí> If jj )<? # 13 12 V V T 2 )S U )3 ¥ ) /3 20 20 )sr r 31 8 2Tb n 12 21 28 )3 7 n T )l )£ 26 <5? AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Verðlaunakrossgáta Nr. 52 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá örnefni á Vesturlandi. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 52“. Skilafresturer þrjár vikur. Verðlaunin verða send vinningshafa. 22 )5 )b 21* )3 23 )(o )2 20 Lausnarorðið fyrir krossgátu nr. 49 var „Hondúras". Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Sigurðar S. Sigurðssonar, Fossheiði 15, Selfossi. Hann fær senda bókina „Andrúmsloft glæps“ eftir Juan Benet SnLYNDR4 Verðlaun fyrir krossgátu nr. 50 er bókin „Ástir samlyndra hjóna" eftirGuðberg Bergsson. Forlagið gaf út. FJOLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON Að aðstoða við ósiðina Undanfarin ár hefur mikið verið rætt og ritað um alkóhólisma hér á landi og þá hefur ekki síður ver- ið unnið mikið í þeim málum. Auk þess að opna ný meðferðartilboð fyrir alkóhólista og auka alla um- ræðu og meðferð fyrir þá, hefur stöðugt aukist aðstoð við að- standendur þeirra og aðra þá, sem þeim tengjast. Eitt af því, sem mikið hefur verið hamrað á við aðstandendur, er það sem kallast á útlensku co-alkóhólisti, oft stytt í cóari á lélegri íslensku. Það sem átt er við með þessu hugtaki er að margir • aðstand- endur og aðrir í nánasta umhverfi alkóhólistans aðstoða hann við að halda áfram að drekka með því að fría hann ábyrgð á eigin gerðum. Um er að ræða meir eða minna ómeðvitað ferli og gerir viðkomandi sér alls ekki grein fyrir því að hann er í raun að að- stoða alkóhólistann í því að vera áfram alkóhólisti. Þess í stað finnst honum að hann sé að reyna að fá hann til þess að hætta. Það að vera góður við einhvern er afstætt. Að aðstoða alkóhól- ista við að komast heim til sín ef hann er ófær um það sjálfur, hátta hann, þrífa upp eftir hann ælu og annan ófögnuð og þrífa hann sjálfan, þannig að hann vakni að morgni eins og ekkert hafi í skorist, gætu margir álitið að væri að vera góður við hann, en það gerir í raun ekkert nema að fría hann ábyrgð á eigin gerð- um. Það sama gildir um atvinnu- rekandann sem sér í gegnum fing- ur við hann vegna lélegra mæt- inga eða lélegra vinnuafkasta. Alkóhólistinn lærir að hann geti gert það sem honum sýnist, aðrir muni ávallt vernda hann fyrir skakkaföllunum. Hann iærir líka að þessi viðbrögð séu eina góð- mennskan sem hann nýtur í líf- inu, þ.e. aðláta stjanaviðsig eftir að hafa brugðist sjálfur. Á öðrum tímum er nefnilega þetta sama fólk pirrað út í hann og stöðugt að fara fram á að hann hætti að drekka. En hvers vegna ætti hann að hætta að drekka þegar hann fær væntumþykju út á það, en annars ekki? Það er enginn að minnast á það eða sýna honum væntumþykju þó hann standi sig í nokkra daga. Það þykir bara sjálfsagt. Þannig skapast víta- hringur á milli alkóhólistas og að- standenda, sem viðheldur alkó- hólisma hans. Þeir aðstoða hann við að halda áfram drykkjunni, cóa hann. Þetta fyrirbæri er nú alþekkt og viðurkennt í tengslum við alkó- hólisma, en á sér vissulega stað undir öðrum kringumstæðum. Við skulum hugsa okkur hjón, sem eiga í erfiðleikum, t.d. fjár- hagserfiðleikum. í hvertsinn sem þeir verða miklir og þungir, fer konan að tala um það við mann- inn að hann geri eitthvað í mál- inu. Hann lofar að ræða við bankastjóra eða gera annað það, sem gæti létt áhyggjunum, en finnur sér lengi vel ástæður fyrir að fresta því, þannig að lokum að er komið í óefni. Þá fer konan í málið og bjargar því, sem bjargað verður. Þessi kona er stöðugt að óska eftir því að hann sýni manndóm og taki af skarið í þess- , um eða öðrum efnum, en leyfir honum að komast upp með að fresta hlutunum með því að venja hann við það að hún gerir þá sjálf á síðustu stundu, ef hann gerir þá ekki. Hún bjargar þeim á þeirri GUÐNY HELGADÓTTIR MATUR Kartöflur og skyr Mér finnst gaman að sérhæfa mig - tímabundið. Núna er ég t.d. alltaf að prófa eitthvað nýtt í sambandi við kartöflur og skyr. Það er líka bæði ódýrt og þjóð- legt, og aldrei er of mikið af því - finnst mér. Fyrst nokkur tilbrigði með skyri: Það er hreinasta afbragð að borða heitar kartöflur með skyri sem maður kryddar með krydd- jurtum, t.d. sellerísalti, steinselju, graslauk, dilli eða karsa - og smátt skornum lauk. Þetta er afar einfalt. Maður hrærir skyrið og setur viðeigandi krydd samanvið. í öllum tilvikum myndi ég nota smátt skorinn laukinn, en aftur á móti nota ég ekki öll kryddin samtímis. T.d. finnst mér gott að nota lauk og karsa saman, sellerísalt (eða ferskt sellerí), steinselju og gras- lauk, og dill og lauk. Ég nota þetta eins og áður segir með heitum kartöflum og dökku brauði eða hrökkbrauði, og þá ekki síður með kryddsfld eða Iéttsteiktum fiski. Etirfarandi uppskrift er að létt máltíð fyrir einn og inniheldur ekki nema 400 kalóríur: Steiktar kartöflur með agúrku 100 gr gúrka dill 100 gr kotasæla, blönduð með skyri 4 tsk sýrður rjómi sellerísalt 3 meðalstórar soðnar kartöflur smjör, laukur, salt, pipar Gúrkan skræld og skorin í ten- inga, dillið saxað og stráð yfir gúrkurnar. Skyrið/kotasæla + sýrður rjómi hrært saman og kryddað með sellerísaltinu. Gúrkunni blandað saman við þetta. Skrældar kartöflurnar sneiddar og steiktar í smjörinu, sneiddur laukurinn settur saman við - má einnig borða hráan. Skyrfiskur Þetta er einn af mínum og minna vina uppáhaldsréttum, en því miður er nú svo komið með þessa uppskrift eins og margar 'fleiri að ég nota ekki nákvæm mál, heldur bara tilfinninguna, sem reyndar bregst ótrúlega sjaldan. En nokkurn veginn á þessa leið er hún: Glænýr fiskur er aðalatriðið og ég nota yfirleitt ýsuflök, 1-2 eftir stærð flakanna og fjölda munna. Flakið er sett í eldfast fat eða form. 2-3 laukar sneiddir í hringi og raðað á flakið, léttsaltað og pipr- að. 1/3 majónes á móti 2/3 af skyri hrært saman og sett yfir fiskinn. Svo kemur aðalatriðið og þá er það tilfinningin sem gildir. Slatta af karrýi er stráð yfir skyrið, og með slatta meina ég 2-3 msk. (Það má líka blanda karrýinu saman við skyrið.) Þetta er bakað í ofni í u.þ.b. 30-40 mín., en það fer eftir stærð og þykkt flaksins. forsendu að annars lendi þetta á henni jafnt sem honum. Það breytir því þó ekki, að hún að- stoðar hann við að halda áfram að vera gunga. Oftast er þessi björgunarstarf- semi tengd ósk um að hinn aðil- inn breyti sér, ef maður er góður við hann og gerir hlutina fyrir hann. Að hann endurgjaldi greiðann. Eða þá að þetta tengist því að hinn aðilinn eigi að fá sekt- arkennd og skammast sín og gera þess vegna hlutina næst. Hvorugt gerist. Það eina sem gerist er að viðkomandi fær aðstoð við að halda áfram uppteknum hætti. í parasamböndum verðum við að gera okkur grein fyrir þeim kröf- um, sem við gerum til maka okk- ar og tjá þær skýrt og skilmerki- lega og standa við þær. Við verð- um að gera okkur grein fyrir hversu mikilvægar þessar kröfur eru og hversu langt við erum til- búin að ganga til þess að ná þeim í gegn. Við breytum ekki maka okkar, við getum ■ aðeins gert kröfu um að hann breyti sér og þess vegna þurfum við að gera opnar kröfur og standa síðan við þær, þannig að makinn finni raunverulega að við meinum þær. Annars gerum við ekkert nema að aðstoða hann við ósið- inn. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.