Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 18
 Núna situr hún eftir með sárt ennið, rúin hvoru tveggja, og það sem verra er - tiltrú leikhúsfólks - og gæti ég vitnað til fjölda ó- nafngreindra heimildarmanna innan leikhússins því til stuðnings og áskil mér allan rétt til þess meðan það ástand ríkir í íslensk- um leikhúsum að hræðslugæði ráða öllum skoðanaskiptum. Og Árna er heimilt að lýsa mig ó- sannindamann í hvert sinn sem ég geri það. Tiltrú og traust innan þess hóps er mér meira virði en brigslyrði Árna Ibsens. 7) „Hér er margt að leiðrétta" segir Árni um umfjöliun mína um leikstjóra. Lágmarkstíma til leikstjórnar segir hann vera sex mánuði - „sem jafngildir hálfu ári, Páll.“ Æ, æ. í samningum Leikstjórafélagsins við fjármála- ráðuneyti segir: „Vinna við hverja leikstjórn telst standa í tíu vikur.“ Nánar skilgreind sem 550 vinnustundir. Hálft ár? Líkast til hefur hálft ár dugað Árna Ibsen leiklistarráðunaut í fullu starfi til leikstjórnar haustið 1988 við verkefni á Litla sviðinu. Eða þá Gísla Alfreðssyni Þjóðleikhús- stjóra í þeim tveim uppsetningum sem hann á að baki í eigin valda- tíð. En hver hefur þá sinnt störf- um þeirra á meðan? Þótt frískir séu hafa þeir varla sinnt tveim ábyrgðarfullum störfum í senn. En þetta eru kraftaverkamenn. Og varðandi drátt á frumsýn- ingum vil ég biðja Árna Ibsen að gera opinberlega grein fyrir æf- ingartíma á Háskalegum kynnum frá fyrstu æfingu til frumsýning- ar. Einnig greina frá ferli sýning- ar Brynju Benediktsdóttur á Hvar er hamarinn? Og geri hann það nákvæmlega, skilst honum máski hvað ég á við með „misser- um“ til æfinga. 8) Síðasta atriðið sem ég vil minnast á í rangfærslubálki Árna Ibsens eru athugasemdir hans um tilvitnun mína í grein Agnesar Bragadóttur, sem var til þess eins rifjuð upp að draga fram óeðli- legt skipulag á reikningshaldi hússins við hverja sýningu. Hvergi var farið orðum um áætl- un Agnesar um kostnað á Ævin- týri Hoffmanns. Sú tala kom mál- inu nánast ekki við, heldur sýndi hún aðeins að hér gat verið um stórar fjárhæðir að ræða. Megin- atriðið var að leikstjóri vitnaði í grein Agnesar um að ekki væri unnið að sýningum eftir kostnað- aráætlunum. Þá staðreynd viður- kennir Árni nú og er ánægjulegt að vita að slík stjórnunartæki eru aftur komin í notkun í Þjóðleik- húsinu. Fleipur, rógur og persónuníð Mig undrar ekki að Árni hafi ekki skilið þessa millifyrirsögn í grein minni, þar sem ég bað um opinskáa og málefnalega um- ræðu. Hann óð beint í þann pytt sem lengi hefur verið á leið leikhúsfólks í opinberri umræðu. Og þar sem hann í flæmingi viðurkennir ýmsa gagnrýni mína á ráðamenn Þjóðleikhússins, ráðuneyti og þing, milli þess sem hann reynir að gera málflutning minn torkennilegan á allan máta, get ég ekki annað en spurt: Hvað gengur þér til drengur? Ertu að ganga erinda yfirstjórnar húss- ins? Eða er þetta sá máti sem þú telur hollastan í skoðanaskiptum um það erfiða mál sem hér er til umræðu? Ég minni þig bara á starfsheiti þitt og þá ábyrgð sem því fylgir gagnvart samstarfsmönnum þín- um og leikhúsfólki. Að ógleymd- um þeim sem borga þér kaup - fólkinu í landinu. Og þar sem við erum komnir í karp að íslenskum sið og ég hef leyft mér að svara ýmsu ámæli sem ég sit undir í grein þinni, þá vil ég spyrja þig sem „leiklistar- ráðunaut“ Þjóðleikhússins: hvaða tillögur hefur þú í húsnæð- ishrakningum hússins lungann úr komandi ári? Hvað ber að gera til að styrkja innri fjárhagsstjórn hússins? Hvernig sinnir húsið best lagalegum skyldum sínum á komandi vetri útfrá því verkefna- vali sem opinbert er? Verður að gera eigindabreytingar á húsinu? Hvernig getur það betur þjónað hlutverki sínu? Og ég vona að þú gefir þér tíma frá þýðingarstörf- um til að hugleiða stillilega svör þín og koma þeim á prent. „Við þurfum á þannig umræðu að halda núna.“ Páll Baldvin Baldvinsson BRIDDS Ólafur Lórusson Meöalárangur ytra Þegar þetta er skrifað, er lokið 18 umferðum af 25 (m/yfirsetu) á Evrópumótinu í Finnlandi. fs- lenska liðið er í 15. sæti, hefur unnið 10 leiki en tapað 8 leikjum og hlotið 256,5 stig (meðalskor er 270 stig). Einstakir leikir hafa farið þannig: 1. umferð: fsland-Þýskaland: 16-14 2. umferð: Ísland-Sovétríkin: 17,5-12 3. umferð: Ísland-Holland: 8-22 4. umferð: Ísland-ftalía: 2-25 5. umferð: fsland-írland: 12-18 6. umferð: fsland-Tékkóslóvakía: 19-11 7. umferð: Ísland-Belgía: 6-24 8. umferð: fsland-Bretland: 22-8 9. umferð: fsland-Noregur: 21-9 10. umferð: fsland-Austurríki: 19-11 11. umferð: Ísland-Ungverjaland: 14-16 12. umferð: Ísland-Finnland: 10-20 13. umferð: fsland-Pólland: 18-12 14. umferð: fsland-Tyrkland: 16-14 15. umferð: Ísland-Sviss: 7-23 16. umferð: Ísland-Portúgal: 8-22 17. umferð: Ísland-Danmörk: 22-8 18. umferð: fsland-Spánn: 19-11 Eftir þessar 18 umferðir voru Svíar efstir, en Pólverjar komu þar skammt á eftir. Danir voru svo í þriðja sæti og Grikkir í fjórða sæti. Leikirnir sem við átt- um eftir voru: Frakkland, ísrael, Júgóslavía, Luxembourg, San Marinó, Grikkland og Svíþjóð. Ljóst er að liðið ætti að ná að minnsta kosti meðalskori í mót- inu, sem gæti þýtt um 12.-16. sæti. Sá árangur er lítið til að hrópa húrra fyrir, en benda má á að verr hefði getað farið. Slagur- inn um sigur í mótinu stendur væntanlega á milli Svía og Pól- verja og gæti leikur okkar manna gegn Svíum í lokaumferðum mótsins haft úrslitaáhrif. Athygl- isverður er árangur okkar manna gegn „sterkari“ liðum mótsins. Kannski hefðum við átt að fara beint f úrslitin? Nánar síðar. Eftirtaldir leikir verða á dag- skrá Bikarkeppni Bridgesam- bandsins (Eurocard og Útsýnar) um þessa helgi; Sveit Guggu Þórðar mætir sveit Valtýs Jónas- sonar frá Siglufirði. Sveit Sigmars Jónssonar Reykjavík mætir sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar frá Siglufirði næsta fimmtudag. Sveit Sigfúsar Árnasonar R., mætir sveit Daða Björnssonar Reykja- vík á laugardaginn. Sveit Gylfa Baldurssonar R., mætir sveit Samvinnuferða í byrjun næstu viku. Sveit Eiríks Hjaltasonar mætir sveit Brynjólfs Gestssonar frá Selfossi í byrjun næstu viku. Búast má við því að dregið verði í 3. umferð í næstu viku. Bridgefélag ísafjarðar gengst trúlega fyrir afmælismóti helgina 6.-7. október. Nánar síðar. Skráning í Opna stórmótið sem spilað verður á Hallormsstað helgina 25.-26. ágúst næstkom- andi, gengur vel. Lokað verður á 32 pör. Spilað verður með baro- meter-fyrirkomulagi, allir v/alla og 3 spil milli para. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson. Skráð er í s: 91-623 326 (Jakob), 91-67 30 06 (Ólafur) og 91-1 44 87 á kvöldin. Fullt hús var í Sumarbridge sl. þriðjudag. 58 pör mættu til leiks og var spilað í 4 riðlum. Eftir 19 spilakvöld, hafa 213 spilarar hlotið stig, þaraf 42 konur. Stig- efstur sem fyrr er Þórður Björns- son með 265 stig. Næstur er Mur- at Serdar með 246 stig og þar á eftir koma „gömlu“ mennirnir, Lárus Hermannsson og Óskar Karlsson með 178 stig. Spilað er alla þriðjudaga og fimmtudaga í Sumarbridge. Hús- ið verður opnað kl. 17 og hefst spilamennska í hverjum riðli um leið og hann fyllist. Allt spila- áhugafólk velkomið meðan hús- rúm leyfir. Vörnin í bridge er þýðingar- mesti hlutinn af leiknum. Hinir eru: úrspil, sagnkerfi og félaginn á móti þér. Lítum á eitt varnardæmi: S: 32 H:ÁG 10842 T: 9853 L: 2 Þú heldur á þessari hönd og ■ vekur á 2 tíglum (veikir tveir í hjarta. Lofar 6 spilum í hjarta og undir opnun). Og sagnir þróast; Þú Vestur Fél. þinn Austur 2 tíglar Dobl 3 tíglar 5 spaðar Pass 6 spaðar Dobl Pass Pass Pass Og þú átt út. Hvaða útspil vel- ur þú? Hjartaás? Blindur leggur upp þessi spil: Á5 KD93 Á4 G8763 Félagi þinn lætur hjartasexu og sagnhafi hjartafimmu. Og þú átt enn útspilið. Hvað nú? (Þú og félagi þinn merkið lágt/hátt með tvíspil, þannig að félagi getur átt hjartasjö eftir). Allt spilið var svona: S: 76 H: 76 T: KG1062 L: KD94 S: Á5 S: KDG10984 H: KD93 H: 5 T: Á4 T: D7 L: G8763 L: Á105 S: 32 H: ÁG10842 T: 9853 L: 2 Eina vörnin í spilinu er smár tígull í upphafi eða inni á ás í hjarta. Segjum að þú spilir öðru hjarta (eins og gerðist við borðið, til að gefa félaga stungu í hjarta) þá spilar sagnhafi trompunum í botn, hendir laufi og tígli úr borði og þvingar félaga þinn í tígli og laufi. 12. slagurinn hlýtur alltaf að koma á tíguldömu eða laufa- tíu. Ath. Hefði félagi átt einspil í hjarta, hefði ekkert legið á að dobla samninginn, eða þurftum við að eiga ásinn í hjarta? Allt og sumt sem félagi okkar var að segja okkur, var að spilið ætti að tap- ast. Vörnin þarf ekkert að breytast við doblið. Tígull út strax. Margeir verður að vinna Jón L. með pálmann í höndunum eftirjafntefli í þriðju skákinni. Fjórða skákin verður tefld í dag kl. 18 Margeir Pétursson misnotaði fjöl- mörg tækifæri til að jafna metin í ein- víginu um íslandsmeistaratitilinn fyrir árið 1988 er þriðja skák hans og Jóns L. Árnasonar var tefld á miðvik- udagskvöldið og síðan eftir að hafa farið í bið leidd til lykta í gær. Biðstaðan var afar hagstæð Mar- geiri en er tekið var til við hana að nýju lék hann heiftarlega af sér og varð að tefla af mestu gætni til að halda jöfnu. Jafntefli var samið eftir 105 leiki sem þýðir að Margeir verður að vinna í dag vilji hann halda í von- ina um íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Verði jafnt munu þeir tefla tvær skákir til viðbótar. Sé þá enn jafnt fer fram bráðabani. Upphaflega átti að tefla fjórðu skákina í gær en vegna þess hversu löng og ströng þriðja skákin var ákvað Olafur Asgrímsson skákdóm- ari að fresta henni um einn dag. Þeir félagar hefja taflið kl. 18 í dag í húsa- kynnum Útsýnar og stýrir Jón hvítu mönnunum. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með skákinni á miðvikudagskvöldið en pláss fyrir áhorfendur er helst til Iítið. Þá hafa keppendur kvartað yfir því hversu hljóðbært er í sal Útsýnar. Þeir héldu svo áfram baráttunni fyrir svo til auðum sal í gær. Önnur skák einvígisins sem tefld var á mánudaginn var afar bragðdauf. Hvorugur vildi taka áhættu en því var ekki að heilsa í þriðju skákinni. Jón tefldi byrjunina afar ónákvæmt og var strax kominn í mikla erfiðleika og átti slæman tíma: 3. einvígisskák: Margeir Pétursson - Jón L. Árnason Enskur leikur 1. Rf3-c5 5. c4-Bg7 2. g3-Rcó 6. Rc3-Rge7 3. Bg2-e5 7. a3-dó 4. 0-0-g6 8. b4-Beó? Ónákvæmur leikur og sá síðasti var það raunar líka. í báðum tilvikum var betra að hróka stutt. Nú hrifsar Mar- geir til sín frumkvæðið. 9. Rg5!-Bxc4 10. d3-Beó 11. bxc5-dxc5? Skárra var 11...d5 þó svarta staðan sé erfið. Jón vill frekar verja vonda stöðu peði yfir. 12. Rxeó-fxeó 13. Re4-bó 14. h4? Margeir missir hér af upplögðu færi. Eftir 14. Rg5!-Dd7 15. Db3-Rd4 16. Da2! er svartur sennilega með tapað tafl vegna 17. e3 eða 17. Bxa8. 14. ..0-0 15. h5-gxh5! Best. Jón er nú kominn yfir það versta og á tveim Ijótum peðum SKÁk HELGI ÓLAFSSON meira. Margeir hefur í sjálfu sér prýðileg færi en ekkert meira. 16. Bg5-hó 17. Bh4-Hc8? Mun betra var 17. ..Dd7. 18. e3-Hf5 19. Bf3-Dd7 20. Bxh5-Hff8 21. Dg4-Rd5 22. Kg2-Rce7 23. Bxe7-Dxe7 24. Hacl-b5 Jón var að komast í tímahrak og leggur hér of mikið á stöðuna. Betra var 24. ..Rf6 og staðan má heita í jafnvægi. 25. Dg6-Rf6 26. Bf3-Rxe4 27. Bxe4-Df6 28. Dh7+-Kf7 29. Bb7!-Hc7 30. Ba6 Þessi áætlun Margeirs að ná peðinu til baka lukkast vel. Hann heldur nokkru frumkvæði og Jón var auk þess í miklu tímahraki. 30. ..Df5 Það er varasamt að reyna að halda í peðið vegna framrásar f-peðsins. 31. Dxf5-exf5 32. Bxb5-Hb8 Og hér var betra að leika 32. ..Kg6 ásamt framrás h-peðsins. Tfmahrak- ið tekur sinn toll. 33. a4-Kg6 37 Hhl-Kg6 34. Hc4-Bf8 38. Hg4+-Kh7 35. g4!-Bd6 39 Hgh4? 36. gxf5+-Kxf5 Enn missir Margeir af upplögðu færi. 39. d4!! sem er best svarað með 39. ■ Hg7. Eftir 40. Hg7+-Kxg7 41. dxe5-Bxe5 42. f4 nær hvítur að skapa sér tvö samstæð frípeð og heldur frá- bærum vinningsmöguleikum. 39. ..Bf8 46. Hxg7+-Kxg7 40. Hh5-Bg7 47. Kf3-a6 41. Hf5-Kg6 48. Bc4-Hb4 42. Hf3-Kh7 49. Ke4-Hxa4 43. Hh4-Hb6 50. Hf3-Hal 44. Hg4-Bf6 51. Hg3+-Kh7 45. Hf5-Hg7 52. Hg2! Þrátt fyrir skyssuna í 39. leik hefur Margeiri haldist vel á yfirburðum sín- um og á góða möguleika. Jón var aft- ur að komast í tímahrak. 52. ..a5 57 Kf5.Hb6 5,3- í*8«+-Kh8 sg. Hc8-h5 55' S S9- Hxc5-Bg7 56. Hg8+-Kh7 6 * Sfðasti leikur fyrir tímamörkin og enn missir Margeir af besta Ieiknum. Einfaldlega 60. Hxa5 og svarta staðan er töpuð. 60. ..Kh6! Nú dugar ekki 61. Hxa5 vegna 61. ..Hf6+ 62. Kxe5-Hxa6+ og svartur vinnur. 61. Bc6 Hér fór skákin í bið. U.þ.b. þrettán tímum síðar hófst taflið að nýju. Margeir á einn góðan vinningsmögu- leika sem byggist á því að biskup hans er ofjarl þess svarta og kóngsstaðan miklu betri. 61. ..Bf8 62. Hc2-Bg7 63. Be8?? Með þeirri hugmynd að leika 64. Hh2. En í heimarannsóknum sínum hafði Margeir greinilega sést yfir næsta leik Jóns. 63. . .e4!! Þessi firnasterki leikur snýr taflinu við og nú verður Margeir að berjast fyrir jafntefli. 64. Kxe4 er svarað með 64. ..He6+ og64. dxe4strandar á64. ..Hf6+ 65. Ke5-Hc6+ og vinnur. 64. Hc6+ Það er ekki um annað að ræða. Þessi staða er jafntefli en möguleikarnir þó Jóns megin. 64. ..Hxc6 65. Bxc6-exd3 66. f4-Bf6 67. Ba4 Ekki 67. Kxf6-d2 68. Ba4-h4 og vinn- ur. 67. ..Kg7 68. e4-Bd8 69. e5-Kf8 70. Bb3-Be7 71. Ke4-h4 72. Kf3 72. Kxd3 dugði einnig til jafnteflis. 72. ..Bb4 73. Kg4-Bel 74. e6-Ke7 75. f5-Kf6 76. Ba4-Bb4 77. Bb3-Be7 78. Kxh4-Kxf5 79. Kg3-Ke4 80. Kf2-Bh4+ 81. Kg2 Alls ekki 81. kfl-Kd4 og svartur vinn- ur. 81. ..Ke3 94. Bdl-Kc4 82. Ba4-Be7 95. Ba4-Kb4 83. Kfl-Bh4 96. Bdl-Kc4 84. Kg2-Ke2 97. Ba4-Kc3 85. Bb5-Be7 98. Bdl-d2 86. Kg3-Ke3 99. Kf3-Kd3 87. Ba4-Bf8 100. Ba4-Kc3 88. Kg2-Ke2 101. Ke2-Kb4 89. Bb5-Bc5 102. Bd7-a4 90. Kg3-Kd2 103. e7-Bxe7 91. Kf3-Kc3 104. Kxd2-a3 92. Ba4-Be7 105. Be6-Bf6 93. Ke4-Bg5 - Jafntefli. Viðburðarík skák. Staðan fyrir fjórðu skákina í dag: Jón L. Árnason 2 Margeir Pétursson 1 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.