Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 5
Stuðmenn Dansað í kringum reglugerð Hljómsveitin Stuðmenn er á „tónleika“ferð um landið þessa dagana og spiluðu um síð- ustu hclgi í Inghól á Selfossi og Njálsbúð í V-Landeyjum. Það sem staðarhöldurum þessara staða hefur þótt undarlegt er að Stuðmenn neita að greiða sölu- skatt. Veifa bréfi með ráðuneytis- stimpli og segjast undanþegnir söluskatti. Það mun aftur á móti vera heldur tæpt, því hljóm- sveitin uppfyllir ekki öll þau skil- yrði sem til þarf að vera undan- þegin söluskatti. I dreifibréfi frá fjármálaráðu- Þórshöfn Sá guli sækir í sólina Jóhann A. Jónsson: Góður afli á aðeins 10 faðma dýpi. Kvóti Stakfellsins að verða búinn. Meira um ferðamenn en oft áður Svo virðist sem þorskurinn leiti upp á grunnslóð þar sem sjáv- arhiti er meiri en á djúpslóð og 1 hafa aflabrögð í sumar verið þokkaleg á aðeins 10 faðma dýpi. Veðrið hefur einnig verið alveg frábært hérna í sumar og hafa menn haldið því fram að sá guli sé ekki síður sólginn í sólina en mannfólkið, sagði Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar. Atvinnuástand á Þórshöfn hef- ur verið mjög gott í sumar þó svo að togarinn Stakfell hafi legið innsiglaður við bryggju í 3 vikur vegna vangreiddra opinberra gjalda. Búið er að greiða þá skuld fyrir nokkru en togarinn mun þó aðeins eiga eftir kvóta sem talið er að muni klárast von bráðar. Hvað þá tekur við er ekki vitað. Að sögn Jóhanns eru heima- bátar ýmist á færum, línu eða á Bankasameining r dragnót og hafa fengið mest af sínum afla á heimamiðum. Þrátt fyrir hin góðu aflabrögð er færa- fiskurinn seinunninn sökum þess hve mikið er af ormum í honum. Hjá Hraðfrystihúsinu er meira fryst en á sama tíma í fyrra þegar aflinn var svo til eingöngu unninn í salt. Útskipanir á saltfiski á Spán hafa ekki verið sem skyldi og hafa birgðir safnast upp með tilheyrandi fjármagnskostnaði. En það er ékki aðeins að veðurblíðan eystra hafi áhrif á aflabrögðin til hins betra heldur hefur verið meira um ferðamenn á Þórshöfn en oft áður. Fara þeir mikið út á Langanes í skoðunar- ferðir auk þess að fara uppá Gunnólfsvíkurfjall þar sem Bandaríkjaher er að reisa ratsjár- stöð. í góðu skyggni er ægifagurt útsýni til allra átta frá fjallinu og það kunna innlendir sem erlendir ferðamenn að meta. -grh neytinu sem sent er til skattstjóra og innheimtumanna um land allt eru tekin fram þau skilyrði sem þarf til að sleppa við að greiða söluskatt. Þar stendur m.a.: „...væri aðgangseyrir að leiksýn- ingum og tónleikum því aðeins undanþeginn söluskatti að sýn- ingin eða tónleikarnir tengdust ekki öðru skemmtana eða sam- komuhaldi, svo sem dansleikjum eða útiskemmtunum.“ Einnig eru tíunduð þau skilyrði sem hljómsveit þarf að uppfylia til að fá undanþágu frá ráðuneytinu: „Forsvarsmenn hljómsveitar lýsi því yfir skriflega að fyrirhuguð samkoma muni verða auglýst sem tónleikar...“. í tilkynningum frá Stuðmönnum er ekki tekið fram að um tónleika sé að ræða, heldur segir „...leikur hljóm- sveitin...“. Það er svo spurning hvort um er að ræða tónleika eða dansleik. Forsvarsmaður Inghóls á Sel- fossi sagði í samtali við Þjóðvilj- ann, að skemmtunin um síðustu helgi hafi verið hreinn og klár dansleikur þótt hann hafi ekki verið auglýstur sem slíkur. Eitt skilyrðið fyrir söluskattsundan- þágunni hljóðar svo: „Forsvars- menn hljómsveitarinnar skulu láta erindi sínu fylgja dagskrá tónleikanna, er innihaldi upplýs- ingar um nöfn laga, sem flutt verða á tónleikunum, svo og nöfn höfunda laga og texta. Einnig skulu þeir staðfesta við ráðuneyt- ið að áheyrendum á tónleikunum verði gefinn kostur á að kaupa efnisskrá þessa á tónleikunum.“ Þetta skilyrði var ekki uppfyllt í Inghóli. Ljóst er að tiltölulega auðvelt er að komast í kringum þessi ákvæði og sleppa við að greiða söluskatt og það munar um minna þegar aðsókn er jafn góð og raun ber vitni á „tónleikurrí* Stuðmanna. Er tónleikahald Stuðmanna aðeins yfirskyn til að losna við að greiða söluskatt ns> af dansleikjum? Mynd Ari Islands- banki endur- vakinn Hluthafafundir Alþýðu,- Iðn- aðar- og Verslunarbanka hafa samþykkt með yfírgnæfandi meirihluta atkvæða hlutabréfa- kaup bankanna í Útvegsbankan- um og samruna bankanna fjög- urra. Að loknum hluthafafundi í Út- vegsbankanum sem haldinn verður þriðjudaginn 1. ágúst, mun trúlega ekkert standa í veg- inum fyrir sameiningu bankanna og er stefnt að því að hinn nýi banki, íslandsbankinn, muni taka til starfa um næstu áramót. Á hluthafafundum Iðnaðar- og Verslunarbanka var sameiningin samþykkt svo til einróma en á hluthafafundi Alþýðubankans mætti sameiningin andstöðu en engu að síður var hún samþykkt með 96,5% atkvæða á móti 3,5%, eða með rúmlega 300 þús- und atkvæðum á móti 6.500. Af mótatkvæðunum átti Kennara- samband fslands 4450 atkvæði, fjögur verkalýðsfélög á Austfjörðum samtals 1432 og aðrir 558 atkvæði. _grh Félagsmálastofnanir Hjálparbeiðnum fjölgar Skjólstœðingumfélagsmálastofnana Keflavíkur og Hafnarfjarðar fjölgar. Aldrei eins mikið atvinnuleysi. Þurfa aukafjárveitingu Astandið hjá félagsmálastofn- unum í Keflavík og Hafnar- firði er eins og hjá öðrum sveitarfélögum, þ.e. það hafa aldrei fleiri leitað eftir aðstoð vegna fjárhagsvandræða og áætl- uð fjárhæð vegna framfærslu skjólstæðinga er senn uppurin. Björgvin Árnason félagsmála- stjóri Keflavíkurbæjar sagði að róðurinn væri að þyngjast og það þyrfti örugglega að biðja um aukafjárveitingu með haustinu. Áætluð upphæð vegna fram- færslu er 6 miljónir króna, og það hefur saxast mjög á þá peninga. Atvinnuleysi sagði Björgvin vera mjög mikið, um 70 manns væru nú á atvinnuleysisskrá, sem væri óvenju margir því nú er háanna- tími í atvinnulífinu. Venjulega væri nokkurt atvinnuleysi í des- ember og héldist eitthvað fram í janúar, en lagaðist þá. Nú væri ástandið allt annað. Fólk í sjávar- útvegi væri sérlega illa statt með atvinnu og flestir sem eru á atvinnuleysisskrá koma úr þeirri atvinnugrein. Marta Bergmann hjá félags- málastofnun Hafnarfjarðar, hafði sömu sögu að segja. Að vísu hafði Marta engar tölur hald- bærar, en sagðist finna fyrir auknum þunga, sem væri í beinum tengslum við verra at- vinnuástand en áður hefur verið, og afleiðingar þess væru erfið- leikar fólks við að greiða af hús- næði og matvælum. Rekstrar- grundvöllur heimila færi sífellt versnandi og kallaði á aðstoð. Marta sagðist reikna með að aukafjárveitingu þyrfti seinni- partinn á árinu til að geta sinnt þeim sem aðstoð þurfa. ns. Föstudagur 28. júlí 1989:NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 Húsnœðismál öryrkja „Veröndin engin slysagildra“ Eigandi húseignarinnar að Vatnsstíg 11 harðneitar að verönd í húsinu sé hœttuleg í tilefni af frétt Þjóðviljans í gær um húseignina að Vatnsstíg 11 sem Félagsmálastofnun útveg- ar öryrkjum, hafði eigandi húss- ins Þorstcinn Steingrímsson, samband við blaðið og mótmælti harðiega fréttaflutningi af verönd á þriðju hæð hússins sem er stór- hættuleg slysagildra. Þorsteinn sagði veröndina ekki hættulega, því ekki væri hægt að komast út á hana. Dyrnar út á veröndina sagði Þorsteinn vera harðlæstar og ófært að opna. Blaðamaður fór hins vegar út á veröndina og skoðaði aðstæður, og varð ekki var við neinar hindranir og komst mjög auðveldlega út á veröndina. í frétt Þjóðviljans er haft eftir einum íbúa hússins, sem hefur búið þar í langan tíma, að hand- riðið á veröndinni hafi verið rifið niður fyrir 3-4 mánuðum. Því neitaði Þorsteinn alfarið og sagði að byrjað hefði verið á fram- kvæmdum við húsið fyrir einum mánuði. Aðspurður um hvort honum fyndist veröndin ekki vera slysagildra, svaraði Þor- steinn því til að það væri margt hættulegt. Verið væri að vinna að viðgerð á húsinu og að handriðin væri liður í því. í sambandi við að eingöngu ör- yrkjar byggju í húsinu og því væri veröndin sérstök slysagildra fyrir þá, sagði Þorsteinn að öryrkjar færu sér hægar en aðrir og færu væntanlega varlegar. Veröndin ætti því ekki að vera hættuleg. ns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.