Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjóri: Árni Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla: @ 68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Verð: 140krónur Aflabrögö og atvinnuástand Það stóð í frétt hér í blaðinu í gær að helsta áhyggjuefni Akureyringa um þessar mundir sé það, að kvóti skipa Utgerð- arfélags Akureyringa verði að öllum líkindum upp urinn í októb- er. Og menn óttast vitanlega að þá taki atvinnuleysi við. Svipaðar fréttir berast héðan og þaðan af landinu þegar fréttamenn eru að spyrja um atvinnuástandið. Það hefur gengið svo greiðlega að draga afla á land það sem af er árinu að margir eru senn búnir með sinn kvóta. Og það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að geta sér til um það hvað gerist þegar enn lengra er á árið liðið: atvinnuástand versnar og í nafni baráttu við atvinnuleysi munu öll spjót standa á stjórnvöldum um að þau leyfi að gengið sé meira á fiskistofnana en áformað hafði verið. Það er full ástæða til að taka undir við þá sem vara við því að undan slíkum þrýstingi sé látið. Það varog verðuróráðið mesta ef eitthvað þrengist í búi að éta útsæðið. Það er líka rétt sem haldið var á lofti í leiðara í DV fyrr í vikunni, að ástandið er sjálfskaparvíti útgerðarinnar. „Ef atvinnuleysi og efnahagsörð- ugleikar aukast með árinu vegna samdráttar í veiðum er ekki við aðra að sakast en þá sem veiðarnar stunda". Það er ástæða að minna á þessi einföldu sannindi meðal annars vegna þess, að vitanlega munu lesendabréfin og Morgunblað- ið kenna ríkisstjórninni um þrengingar á vinnumarkaði þegar þar að kemur. (þessu blaði og á ýmsum vettvangi öðrum hefur komið fram gagnrýni á hæpna þætti í því kvótafyrirkomulagi sem við lýði er í sjávarútvegi. Það ætlar að ganga seint að finna vel virkt stýring- arkerfi í fiskveiðum sem vinnur gegn rányrkju og smáfiska- drápi, gegn mikilli og dýrkeytri gæðarýrnun aflans á leið til neytenda og um leið verndar einstakar byggðir landsins fyrir stórslysum sem vinnandi fólk á hverjum stað berekki sök á. Við vitum það eitt að við verðum að halda uppi stýringu á fisk- veiðum. Og reynsla yfirstandandi árs þokar ofar á dagskrá spurningum um það, með hvaða hætti verði bætt inn í þetta stýringakerfi þáttum sem tryggja jafnara aðstreymi afla um allan ársins hring, svo að komast megi hjá vanda sem þeim sem nú við blasir. Afganistan Framvinda mála í Afganistan er skýrt dæmi um það, að um leið og staðbundin styrjöld í þriðja heiminum hættir að höfða til fjölmiðla sem sambúðarvandamál risaveldanna, þá týnist niður mestallur áhugi á henni. Sovétmenn hafa kallað her sinn heim, en það eráfram barist af mikilli heift því vopn er það eina sem ekki skortir í landinu. Sovétmenn hafa mjög gagnrýnt Bandaríkin fyrir að framlengja stríðið með áfamhaldandi vopnasendingum til stjórnarand- stæðinga um Pakistan. Bandaríkjamenn svara með gagnásök- unum, en virðast um margt komnir í klemmu í áróðursstríðinu. í fyrsta lagi hefur stjórnin í Kabúl ekki hrunið eftir að sovéski herinn fór, eins og margir spáðu. í öðru lagi verður æ erfiðara að halda því fram, að andstæðingar hennar séu einhverskonar lýðræðisvinir. Nú síðast fjölgar fregnum um innbyrðis átök milli skæruliðahöfðingja: til dæmis lét Hekmatjar, foringi heittrúar- manna í Hezb-i-lslami sitja fyrir um þrjátíu liðsoddum annarra samtaka, Jamait-i-lslami, og myrða þá með herfilegum hætti. Bandarískir diplómatar eru farnir að kalla samtök Hektmajars hryðjuverkaflokk - en það eru þau sem, vel á minnst, hafa fengið langmest í sinn hlut af þeirri hernaðaraðstoð til afgan- skra skæruherja sem frá Bandaríkjunum kemur. Nú er brýnast að reka á eftir samkomulagi um vopnahlé í Afganistan - og það verður ekki gert nema tekið sé fyrir vopn- astreymi inn í það hrjáða land. ____________________________ : ÁB 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júlí 1989 Hreinlætisherferð Ungmennafélaganna og fleiri aðila í sumar, hefur greinilega haft góð áhrif áferðalanginn sem tók með sér salernissetuna að heiman. Nú er sá vandi sem löngum hefur hrjáð útivistarfólk leystur með einföldum hætti. Dómsmál Féll á kjaftasögum Hreppsnefnd Vestur-Landeyja missir forkaupsrétt sinn í dómi. Byggði mál sitt á sögusögnum. Eggert Haukdal oddviti: Vil ekkert um málið segja Athyglisverður dómur var kveðinn upp á aukaþingi í Rang- árvallasýslu fyrir nokkru. Þar áttust við hreppsnefnd og eigend- ur jarðar nokkurrar, Eystri- Hóls. Dómur féll eigendum jarð- arinnar í vil. Málið snerist um það, að eigendurnir seldu jörðina og síð- an var hreppnum boðinn for- kaupsréttur. Hreppurinn ákvað að nýta forkaupsréttinn og ætlaði svo að selja þriðja manni jörðina með sömu skilmálum og höfðu verið í kaupsamningi eigenda og fyrri kaupenda. Þegar eigendur og þeir sem ætluðu að kaupa fréttu það, ákváðu þeir að rifta sínum kaupsamningi og gera þess í stað leigusamning. Það taldi hreppurinn hins vegar ekki hægt og vera ólöglegt. Eftir málavafstur í landbúnað- arráðuneyti, ákváðu eigendur jarðarinnar og fyrri kaupendur að höfða mál gegn hreppnum. Byggðu þeir mál sitt á því að áKvörðun hreppsins byggði á per- sónulegri afstöðu oddvita, Egg- erts Haukdal til eins af stefnend- um og hefði hreinni valdníðslu verið beitt. Einnig að hrepps- nefnd hefði byggt á sögusögnum um áform kaupenda án þess að athuga sannleiksgildi þeirra. Oddviti viðurkenndi það. f niðurstöðu dómsins segir m.a.: „...hreppsnefndin hafi átt að gefa stefnendum kost á að tjá sig um efni sögusagna þeirra, sem hún byggði ákvörðun sína á, enda verður ekki fullyrt að ákvörðunin hefði orðið sama efnis ef svo hefði verið.“ Dómur var því á þá leið að ákvörðun hreppsnefndar var felld úr gildi og einnig að hreppsnefndin hafi glatað for- kaupsrétti sínum. Eggert Haukdal oddviti, vildi ekkert um niðurstöðu þessa máls segja þegar Þjóðviljinn innti hann eftir því. ns. Helgarveðrið Horfur á laugardag og sunnudag Norðan og norðvestan átt. Víða skúrir norðan- og vestanlands, en úrkomulaust að mestu annarsstaðar. Hiti verður sex til níu stig. Sunnudagur Norðvestan og vestan gola. Lítilsháttar skúrir á Norðurlandi. Skýjað en að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti níu til 12 stig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.