Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 11
aö auki er starfið fólgið í því að fara á milli Norðurlandanna, fylgjast með straumum í mynd- listinni, kynnast safnstjórum, listamönnum og listfræðingum á öllum Norðurlöndum og helst í Evrópu og Bandaríkjunum líka. Það stendur í mínum samningi að mér beri að auka og efla starf- semina eins og ég mögulega geti. Samskipti við Evrópu nauösynleg Hvar hafðirðu helst hugsað þér að láta til þín taka? - Ég vil umfram allt reyna að efla samstarf Norðurlandanna og auka möguleika á vinnustofum fyrir listamenn. Jafnframt því benti ég á þá hættu, sem yfir okk- ur vofir að Norðurlöndin ein- angrist frá öðrum hlutum Evr- ópu. Þegar Evrópa sameinast að einhverju leyti árið 1992 gæti það hugsanlega útilokað Norður- löndin, nema sérstakir samningar komi til. Ég hvatti til þess að ör- uggu sambandi yrði komið á með skiptisýningum og vinnustofu- skiptum og að við reyndum að ryðja okkur braut með Norrænar sýningar til þess að verða ekki hornrekur í Évrópu. - Við höfum á Norðurlöndum margt sem Evrópa getur ekki státað af. Ég á við að evrópskir listamenn hafa áratugum saman þróast í átt að því sem við getum kallað menningarstefnu, sem kemur fram í því sem þeir vinna úr og kannski í vali á viðfangsefn- um. Á Norðurlöndum eru áhrif náttúrunnar hins vegar augljósari í verkum listamanna. Náttúran er stór þáttur í norrænni list, meðal annars vegna strjálbýlis þessara landa og stórfenglegrar náttúru. - Ég held að meginland Evr- ópu hefði gott af því að fá til sín svolítið af sveitamenningu okkar Norðurlandabúa. Við erum kannski hreinni og beinni en aðr- ir Evrópubúar og lítið mótaðir af langri borgarmenningu, sem við hefðum aftur á móti gott af að fá smjörþefinn af. Það þyrfti að hræra upp á báðum stöðum, og það verður að gerast á jafnréttisgrundvelli. Við verðum að mætast á miðri leið, það stend- ur þannig hvorki til að skipu- leggja innrás Norðurlandanna á meginlandið eða leyfa þeim að vaða yfir okkur. - En það er mikilvægt að koma á sem mestum tengslum. Það má ekki gleyma því að öll einangrun er niðurdrepandi fyrir menningu. íslensk menning hefur til dæmis alltaf blómstrað á tímum opnun- ar, hvort sem það var þegar forn- sögurnar voru skrifaðar, þegar Jónas Hallgrímsson og fleiri fóru að ryðja rómantíkinni braut eða í dag. Hvernig hafðirðu hugsað þér að standa að þessum málum? - Þetta er þegar byrjað, til dæmis hafa ítalir, Þjóðverjar og Bretar tekið þátt í Borealis. Eins komu franskir safnstjórar hingað í fyrra og sú för var endurgoldin með ferð Skandinavískra safn- stjóra um Frakkland. - Annars gerist þetta með þrotlausum kynningum. Ég held að vitleysan sem gerð hefur verið hingað til hafi verið að ætla sér að vinna höfuðvígi listarinnar með einu áhlaupi. Þar má nefna Scandinavia to day sýninguna í New York, og svipaðar árásir á París eða Berlín. Eg held að það sé vænlegra að skapa tengsl við jaðarsvæði, því Norðurlöndin eru jaðarlönd Evrópu en ekki miðpunktur hennar. í stað þess að rjúka til dæmis á París og reyna að telja þeim trú um að Skandinavar séu stórkostlegir, held ég að það sé vænlegra að sækja á ekki ómerkilegri mið utar í hringiðunni. - Enginn einn staður getur til lengdar verið miðstöð alls sem er merkilegt í listum. Um leið og Halldór B. Runólfsson: Sérstakir samningar við Evrópu nauðsyn- legir svo við verðum ekki hornrekur. - Mynd: Kristinn. sjálfsímyndin verður það sterk að menn þar telja sig hafna yfir alla aðra er það tákn um hnignun, eins og var með París fyrir fá- einum áratugum og eins og er að gerast í New York. Og éger ekki í nokkrum vafa um að það sama verður líka upp á teninginum með Berlín. - Víða um Frakkland eru sprottnar upp menningarstöðvar, sem vert væri að hafa samband við og eins eru staðir sem hingað til hafa verið utan hringiðunnar, myndinni. Ég trúi því að þetta sé rétta leiðin, því mörg jaðarland- anna eru mjög spennandi, til dæmis írland, Skotland og Éng- land. Englendingar hafa af ein- hverjum ástæðum átt mjög erfitt með að komast inn í miðpun- ktinn. Það er til mikils að vinna að koma Norrænni myndlist og menningu á framfæri á öllum þessum stöðum, og ég er ekki í nokkrum vaf a um að það er hægt. eins og til dæmis Madrid og Lissa- bon. Italía, Grikkland og Þýska- land eru þó auðvitað ávallt inni í AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl. 01.08.89-01.02.90 kr. 394,98 Mnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS Föstudagur 28. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.