Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 14
Til móts við Kim II Sung „Okkar mikli elskaði og virti leiðtogi Kim II Sung" vísar alþýðunni leiðina fram um veg. Líkneskið af leiðtoganum var reist á torgi í höfuðborginni í tilefni sjötugsafmælis hans. Styttan er roðagyllt og einir 20 metrar á hæð. Minna má nú gagn gera.. '■ yw.vwiyó'.'• ■• " Rösklega tekið til matar síns í veislu með Norður-Kóreumönnum. Sveinþór innbyrðir vænan bita af hundakjöti með tilheyrandi meðlæti. Ekki er annað að sjá en rétturinn bragðist hið besta. Kannski er þarna komin lausnin á vanda landbúnaðarins, - ný aukabúgrein sem gæti gefist betur en loðdýraræktin. Myndir: Jóhann Björnsson Fyrr í mánuðinum sneru sex ungir íslendingar heim úr víking alla leið austur í Asíu, nánar til- tekið til Pyongyang höfuðborgar Norður Kórcu. Tilefni fararinnar í austurveg var að sækja 13. Heimsmót æskunnar en mótið var haldið í fyrsta sinni í Asíuríki. Þjóðviljinn rákti á dögunum garnirnar úr tveimur þessara víð- förulu ferðalanga, þeim Jóhönnu Eyfjörð og Sveinþóri Þórar- inssyni, um mótshaldið og hvern- ig þeim kom norður-kóreanskt samfélag fyrir sjónir. Að þessu sinni sótti mótið ungt fólk frá 179 löndum, auk þess sem 35 alþjóðasamtök áttu fulltrúa á mótinu. Þátttakendur munu hafa veríð á milli 20 og 25 þúsund. Eins og fyrr var mótið haldið undir formerkjunum: „Gegn heims- valdastefnu - fyrir friði, sam- stöðu og vináttu“. Samfélag þjóöanna í smækkaðri mynd En hver er tilgangurinn með því að smala saman ungu fólki frá öllum heimshornum á slíka uppá- komu? - Eins og þú nefnir réttilega hittist fólk þarna frá öllum heimshornum. Það eitt væri í sjálfu sér nægjanleg réttlæting rir því að mótið er haldið. neitanlega víkkar það mjög sjóndeildarhring manna að fá tækifæri til að kynnast fólki frá fjarlægum löndum, löndum sem maður hefur dags daglega litlar sem engar fregnir frá, sagði Jó- hanna Eyfjörð. Sveinþór tók fram að miklu skipti að fá að heyra önnur og ný sjónarmið og um leið að eiga þess kost að fá að Ieiðrétta ýmsar ranghugmyndir. - Þarna voru til að mynda tvær sendinefndir frá Kúvæt, önnur frá stjórnararmin- um og hin frá stjórnarandstöð- unni. Af því má sjá að þetta var engin halelúja samkoma. Menn skiptust á skoðunum, þótt allt færi fram í sátt og samlyndi. - Slík samskipti skipta ekki síður máli fyrir íslendinga en aðra. Þarna gefst kærkomið tæki- færi til að koma á samskiptum við ýmis samtök sem ella er ekki auðvelt um vik að nálgast. Til dæmis áttu Afríska þjóðarráðið og PLO sendinefndir á mótinu. Þetta er ekki síðri landkynning en útflutningur á fegurðardísum, sagði Jóhanna. Meðan á mótinu stendur fara fram umræður milli þátttakenda um „þjóðþrifamál“ sem brenna á ungu fólki um víða veröld. Á meðal þeirra málefna sem skipu- lagðar umræður fóru fram um má nefna jafnrétti kynjanna, mannréttindamál, friðarmál, baráttu gegn heimsvaldastefnu og málefni barna og ungmenna. - Þessum umræðum var síður en svo stýrt af Norður- Kóreumönnum og umræður urðu mjög heitar á köflum, sagði Sveinþór. Jóhanna sagði að það hefði vakið athygli manna hve kóre- önsku túlkarnir lögðu sig alla fram við að túlka allar umræður kórréttogm.a. hefðuþeirþýttöll blótsyrði sem hrutu af vörum ræðumanna í hita leiksins. - Þarna var ekki sama að heilsa og þegar mótið var haldið í Moskvu fyrir nokkrum árum. Þá voru sovésku túlkarnir sakaðir um að þýða einungis það sem þeir töldu að aðrir hefðu gott af að heyra - annað ekki. Kim — hinn ástsæli leiðtogi Oft á tíðum hefur viljað ein- kenna undirbúning Heimsmót- anna að stjórnvöld þar sem mótið er haldið hafa keppst við að gera umgjörð mótsins sem glæstasta. Ráðist er í ýmsar stórfram- kvæmdir sem síðar er ætlað að standa sem bautasteinar um mótið og ekki síður til að minna á drift stjórnvalda. Ráða má af skrifum erlendra blaða um mótið að óhemjumikið hafi borið á þessari hlið mála hjá Norður-Kóreumönnum. Að sögn enska stórblaðsins Obser- vers eyddu Kóreumenn um 4,7 miljörðum Bandaríkjadala í upp- byggingu fyrir mótið. Sveinþór og Jóhanna sögðu að sjálfsagt mætti gagnrýna stjórnvöld fyrir að leggja ríka áherslu á ytri umgjörð mótsins. Það mætti þó ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að flest ef ekki öll þau mannvirki sem drifið var í að reisa fyrir mótið nýttust í fram- tíðinni. - Um tuttugu þúsund íbúðir voru byggðar fyrir mótið. Þær munu auðvitað nýtast íbúunum. Það má geta þess að fæstir móts- gestir bjuggu á hótelum. Skýring- anna fyrir hluta af þessari gífur- legu uppbyggingu, eins og upp- byggingu íþóttamannvirkja, er að rekja til ólympíuleikanna. Eins og flestum ætti að vera í fersku minni lögðu Norður- Kóreumenn kapp á að síðustu leikar yrðu haldnir í báðum hlutum landsins, ekki bara í Suður-Kóreu, sögðu þau Sveinþór og Jóhanna. Samkvæmt frásögum þátttak- enda á mótinu sem birst hafa í erlendum blöðum, virðist sam- dóma álit að helst hafi stungið í augu allur sá ótölulegi fjöldi minnismerkja sem reist hafa ver- ið til dýrðar þjóðarleiðtoganum Kim II Sung. Meðal síðustu stór- virkja í þessa átt má nefna minnismerki í tilefni 70 ára af- mælis Kims. Þar af er eitt sem er 170 metra hátt og alsett 25.550 aðalsteinum - einum fyrir hvern þann dag sem Kim 11 hafði lifað er hann komst á áttræðisaldurinn. 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júlí 1989 Jóhann Björnsson, einn Norður-Kóreufaranna, hvílirlúin bein undireinu af ótalmörgum minnismerkjum um þjóðarleiötogann. Allsstaðarerubörninsömviðsig, forvitin og athugul. Einbeitnin sem skín úr augum leynir sér ekki. - Víst kemur það manni dálítið á óvart að sjá hve mikil rækt er lögð við að halda nafni Kim II Sungs á lofti, sem og reyndar sonar hans Kim Jong II, sem fullvíst þykir að taki við stjórnar- taumunum eftir föður sinn. Leiðtogadýrkunin á þó sínar eðlilegu skýringar. Foringjadýrk- un hefur löngum loðað við austur-asísk ríki og nægir þar að nefna dýrkun Japana á keisaran- um. Reyndar þarf ekki að fara til Asíu til að finna hliðstæður þótt ekki séu eins stórkarlalegar. Hvernig láta ekki Bretar með konungsfjölskylduna? Til marks um það hve þjóðar- leiðtoginn er áberandi í kóre- önsku þjóðlífi má nefna að við heimsóttum einn daginn 500 barna dagheimili, sem var til mikillar fyrirmyndar hvað að- búnað snerti. Þarna voru fjög- urra og fimm ára börn. Á veggj- um voru myndir af leiðtoganum. Sama gilti reyndar á þeim heimil- um sem okkur var boðið inn á. Öðrum þræði virðist þessi dýrkun þjóna þeim tilgangi að minna menn á sögu lands og þjóðar. Á barnaheimilinu sem við minntumst á sáum við hvar börn fóru með frásagnir af ýms- . um merkum áföngum úr þjóðar- sögunni, í leik og þuluformi. Sér- stök áhersla virðist vera á því að halda frammi sögu strfðsins gegn Japönum og síðar Kóreustríðinu sem leiddi til skiptingar landsins. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að lengst af þessari öld er saga Kóreumanna ein ó- slitin barátta gegn erlendum yfir- ráðum og íhlutunum. Því er ekki að undra að sögudýrkunin sé áberandi og hægasti leikurinn er að persónugera söguna til að hún verði sem eftirminnilegust. í þeim efnum erum við fslendingar engir eftirbátar annarra eins og við öll þekkjum, sögðu þau Sveinþór og Jóhanna. Þar brást Kóreu- mönnum bogalistin Þrátt fyrir að Jóhanna og Sveinþór séu sammála um að skipulag mótsins hafi verið til fyr- irmyndar, varð þeim Kóreu- mönnum þó hált á svellinu í tví- gang. - Þannig var að Amnesty- samtökin ætluðu að senda sendi- nefnd á mótið. Sendinefnin komst þó aldrei á leiðarenda. Skýringar Kóreumanna á þessu voru þær að allar flugvélar hefðu verið yfirbókaðar og því hafi Amnesty-menn orðið að bíta í það súra epli að verða stranda- glópar. Þetta er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Amn- esty hefur undanfarin ár ásakað stjórnvöld í Norður-Kóreu fyrir að flytja aldraða, sjúka og geð- sjúklinga út til sveita og sjálfsagt hafa þessar ásakanir verið til þess að stjórnvöld fýsti lítt að fá sendi- nefnd frá samtökunum til lands- ins, allra síst ef þær eiga við rök að styðjast. Gátuð þið merkt á einhvern hátt að svo væri? - Nei, enda höfðum við ekki á neinn hátt tækifæri til að ganga úr skugga um það. Fyrstu dagana sem við dvöldumst f höfuðborg- inni veittum við því eftirtekt að hvergi var að sjá gamalt fólk. En þegar kólnaði í veðri einn daginn og það tók að rigna flykktist ga- malt fólk út á göturnar. Þegar hit- inn var meiri virðast aldraðir hreinlega hafa haldið sig innan dyra eða í húsagörðum í skuggan- um. Aftur á móti urðum við aldrei vör við fatlaða. Mér er minnis- stætt að í samtali við einn Kóreu- manninn kom fram að hann sagð- ist aldrei hafa séð fatlaðan mann, sagði Jóhanna. Jóhanna Eyfjörð og Sveinþór Þórarinsson eru nýkomin úr víking [ austurveg. Mynd Kristinn. - f Norður-Kóreu tíðkast enn að safna fötluðum saman á meðferðar- og umönnunarstofn- anir út til sveita, eins og tíðkaðist hér á landi til skamms tíma. En hvort ásakanir Amnesty eiga við rök að styðjast getum við ekki lagt dóm á, sagði Sveinþór. Hitt tilfellið sem Jóhanna og Sveinþór nefndu um „mistök“ mótshaldaranna var þegar sendi- nefndirnar frá Norðurlöndunum boðuðu til fundar um ástandið í Peking og öðrum borgum Kína- veldis, vegna blóðbaðsins sem þar varð er stjórnvöld gengu milli bols og höfuðs á frelsishreyfingu stúdenta og verkamanna. - Þegar til fundarins átti að halda brá svo einkennilega við að aliar rútur, leigubflar og túlkar voru hvergi nærri. Til fundarstað- arins var löng og ströng ganga fyrir flesta og því var úr vöndu að ráða. Þrátt fýrir þessa óvæntu uppákomu tókst 400 manns að komast til fundarins um síðir þar sem samþykkt var ályktun til stuðnings baráttu stúdenta og verkamanna og kínversk stjórn- völd fordæmd fyrir óhæfuverkin. - Af hálfu opinberra aðila fengum við síðar þá kúnstugu skýringu að óþægindin sem við urðum fyrir hefðu stafað af óvæntri iðrakveísu sem blossað hefði upp og getur hver lagt sinn skilning í það, sögðu þau Jó- hanna og Sveinþór. Sjálft fyrirmyndarríkiA eða...? En hvernig skyldi tveimur ís- lendingum koma norður- kóreanskt samfélag fyrir sjónir? Norður-Kóreumenn hafa löngum haldið því stíft fram að þeim hafi tekist að byggja upp sjálft fyrirmyndarríkið og smjör drjúpi þar af hverju strái. Varla er það sannleikanum samkvæmt? - Við erum reynslunni ríkari eftir að hafa farið þessa ferð. Sú mynd sem við gerðum okkur af Norður-Kóreu var ærið brota- kennd. Jafnvel þótt við höfum ekki fengið rétt nema smjörþef- inn af kóreönsku samfélagi, telj- um við að sjón sé sögu ríkari. Við fengum fyllri mynd af landi og þjóð en áður. Jóhanna og Sveinþór sögðu að greinilegt væri að allir hefðu nóg að bíta og brenna, alla vega í höf- uðborginni. Það opinbera sæi íbúunum fyrir fjölþættri opin- berri þjónustu þeim að kostnað- arlausu. fbúunum væri úthlutað endurgjaldslaust íbúðarhúsnæði. í verslunum virtist nægt framboð matvöru, klæða og annars nauðsy n j avarn ings. - Munaður er eðlilega ekki eins mikill og við eigum að venj- ast í neyslusamfélögum Vestur- landa, enda er Norður-Kórea fá- tækt og lokað samfélag, sagði Sveinþór. - Það vakti athygli okkar hve fréttaflutningur erlendis frá er greiður inn í landið. Hins vegar er sjáifsagt rétt að fréttaflutningur frá Kóreu er takmarkaðri. Til Föstudagur 28. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15 marks um það hve erlendir menningarstraumar eiga greiðan aðgang að landinu virðist ungt fólk mjög vel að sér um vestræna rokktónlist. Ég man eftir einum ungum Kóreubúa sem var með allt á hreinu í þeim efnum þannig að ég varð að gjalti þegar ég við- raði mína þekkingu á dægurmál- unum, sagði Jóhanna. Jóhanna og Sveinþór sögðu að skipting Kóreu væri mjög ofar- lega í huga íbúanna. Suður-kó- reönsk stjórnvöld fengju bága einkunn hjá norðurbúum, en við- mælendur þeirra, allir sem einn, hafðu lagt á það ríka áherslu að Kórea væri eitt land og kórean- ska þjóðin ein þjóð, hvað sem stjórnmálaágreiningi og ólíku stjórnarfari landshlutanna liði. Einn góðan veðurdag kæmi að því að hiutarnir sameinuðust. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.