Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 10
MENNINGARMURANA Halldór B. Runólfsson ráðinn sýningastjóri á Sveaborg: Mikilvægt að auka samstarf Norðuriandanna og samskipti þeirra við Evrópu Þann fyrsta september næstkomandi tekur Halldór B. Runólfsson listfræðingur við stöðu sýningastjóra Norrænu listamiðstöðvarinnar, sem staðsett er á Sveaborg, eyja- klasa rétt fyrir utan Helsinki í Finnlandi. Á Sveaborg þar sem er um 900 manna byggð finnskumælandi Finna eru skrifstofur, sýningarsalir og bókasafn miðstöðvarinnar, auk þess sem þar eru vinnu- stofur fyrir listamenn. Þar að auki eru eyjarnar sumar- leyfisparadís Helsinkibúa, en þær eru í aðeins tíu mínútna fjarlægð frá miðborg Helsinki, með ferju á sumrin og strætis- vagni yfir ísinn á veturnar. - Sveaborg er ævafornt virki, sem Svíar tóku seint á miðöldum, segir Halldór. - Þeir héldu því til 1808, en misstu það þá í hendur Rússa, sem svo létu Finnum það eftir árið 1918. Þar var finnski sjóherinn síðan með bækistöðvar og er reyndar enn með skóla á tveimur eyjanna. Það er mjög fallegt þarna og eiginlega sveita- samfélag þó þetta sé svona nálægt Helsinki. Allar bygg- ingar eru frá 18. öld, og verið að gera þær upp smám sam- an. En hvað er Norrœna listamið- stöðin? - Upphaf hennar var það að einhvern tímann snemma á síð- asta áratug fóru sambönd mynd- listarmanna frá Norðurlöndum þess á leit við Norrænu ráðherra- nefndina að sett yrði á fót sam- eiginleg listamiðstöð, sem gæti bæði stuðlað að kynnum á milli norrænna listamanna, meðal annars með því að halda úti vinnustofum, sem væru veittar frá tveimur til sex mánaða, og eins til að skipuleggja sýningar á norrænni list, sem gætu farið á milli Norðurlandanna og helst víðar, ef þess væri kostur. - Síðan var það ekki fyrr en 1977 að staðsetning var ákveðin því finnski sjóherinn var að minnka við sig og bauð fram megnið af húsakynnunum á Sveaborg. Miðstöðin er á tveimur eyjanna og opnaði 1978, og síðan hefur verið unnið að því að gera upp fleiri og fleiri her- mannaskála, en það gera fangar í betrunarvinnu. Þetta lætur lítið yfir sér, en starfsemin er þeim mun meiri um öll Norðurlöndin. Það eru að vt'su haldnar sýningar í tveimur galleríum á Sveaborg, en mestur hluti sýninganna sem þarna eru skipulagðar eru annars staðar á Norðurlöndum, annað hvort bundnar við einn ákveðinn stað eða farandsýningar. - Það er komin ákveðin regla á sumar þessara sýninga, það er til að mynda Áróra eða dagrenning, sýning sem haldin er reglulega og ætluð til að kynna unga og upp- rennandi listamenn. Síðan erþað Borealis, sem í ár var sett upp í Louisiana safninu í Danmörku, þeirri sýningu er ætlað að sýna listamenn, sem eru búnir að vinna sér eitthvert nafn og bygg- ist á ákveðnu þema. Og nú hefur miðstöðin líka tekið að sér Nor- ræna textil þríæringinn, sem var hér á Kjarvalsstöðum í fyrra- sumar. - Frá Listamiðstöðinni koma líka sýningar eins og sú á verkum Hilmu af Klint, sem var hér í Listasafninu í vor. Hilma var sænskur listamaður, sem nýlega var farið að dusta rykið af, og er mjög merkileg því hún málaði fullkomin abstraktmálverk í byrj- un þessarar aldar, - sem sagt á undan öllum öðrum að því er tal- ið er. Mikið af þeim sýningum sem hafa komið hingað, til dæmis á Kjarvalsstaði hafa verið á veg- um miðstöðvarinnar, og nú er Helgi Þorgils Friðjónsson með skiptisýningu á Norðurlöndum. - Það er þannig mjög umfangs- mikil starfsemi sem fram fer á Sveaborg, þó staðurinn láti lítið yfir sér, - sé nánast eins og sveita- þorp. Öll Norðurlöndin leggja fram fé til starfseminnar svo þarna eru fjárráð meiri en nokk- urs annars safns á Norður- löndum. Ég held að það sé óhætt að segja að íslendingar njóti mjög góðs af þessu samstarfi. - Undanfarin ár hefur verið unnið að því að komast í sam- band við önnur Evrópulönd, og það hefur verið gert með því að bjóða evrópskum listamönnum að koma og sýna með norrænum, eða með því að reyna að koma á skiptum á milli Norðurlandanna og Evrópu. Forveri minn í starfi, Maaretta Jaukkuri frá Finnlandi, hefur verið óþreytandi í að reyna að gera starfsemina breiðari og koma á sambandi norrænna lista- manna við listamenn annars staðar. Starfsemin eflist stöðugt - Hún var hér á landi á sama tfma og þýsk-tékkneskur safn- stjóri, Jiri Svestka, kom hérölluá annan endann með því að lýsa því yfir að ísiensk list væri einskis virði. Það skemmtilega við það er að með Maarettu var frægur þýskur galleríhaldari frá Berlín, René Block, sem er í góðu sam- bandi við mikilvæg gallerí í Bandaríkjunum og víðar. Hann var að velja verk á tvíæringinn í Sidney og var jafn hrifínn af ís- lenskri list og landi hans var óá- nægður með hana. - Það má segja að með tilkomu Sveaborgar hafi verið byrjað á að brjóta múrinn á nrilli Norður- landanna. Norrænt samstarf á listasviðinu hefur eflst mjög mikið og aðstaða íslendinga hef- ur gjörbreyst, hin Norðurlöndin eru að opnast fyrir okkur, og nú síðast Evrópa fyrir Norðurlönd- unumöllum. Frá 1986 hefurverið gefið út norrænt listatímarit, það heitir Siksi, sem er finnska og þýðir þess vegna. f ritnefndinni eru tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna, og núverandi ritstjóri er danskur. Hvað ertu ráðinn til langs tíma? - Ég er ráðinn til fjögurra ára, og er fyrsti íslendingurinn sem kemst í áhrifastöðu þarna. Að vísu gegndi íslenskur bókasafns- fræðingur, Jón Sævar Baldvins- son, starfi bókavarðar á árunum 1985 til 88, en Svíar og Finnar hafa lengst af deilt með sér helstu embættum. Og nú er norsk kona ritari sýningarstjóra. Hvað eru margar vinnustofur á Sveaborg? - Það er erfitt að segja, þær eru um tíu til fimmtán, en annars eru þær alltaf að verða fleiri. Það eru líka alltaf að bætast við vinnustof- ur víðs vegar um Norðurlöndin, til dæmis nýlega í Björgvin í Nor- egi, í Quaqortoq, eða Juliane- haab á Grænlandi og í Hafnar- borg í Hafnarfirði. Starfsemin er þannig smám saman að vaxa og eflast. Hvert verður þitt verksvið? - Það er að standa skil á og sjá um allar sýningar á vegum Svea- borgar, hvort sem það er á eyjunni, í landi eða á Norður- löndunum. Þar kemur inn í skipulagning, bókhald og fleira, ég á með öðrum orðum að bera ábyrgð á öllu heila klabbinu. Þar t 'tl Háskólamenntaður starfsmaður óskast til að sinna mælingum á loftmengun Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í 2 deildum, heilbrigðis- og umhverfisdeild. í umhverfisdeild er einkum unnið að eftirliti með umhverfismengun, mengun frá fyrirtækjum og mengunarvörnum þeirra, sölu og notkun hættulegra efna og eiturefna. Búast má við að starfsemi deildarinnar aukist smátt og smátt á komandi árum, sérstaklega ef lögbundnar reglur um mengun og mengunarvarnir verða gefnar út. I lok þessa árs hyggst heilbrigðiseftirlitið festa kaup á sérbúnum vagni með sjálfvirkum tölvustýrðum mælitækjum til stöðugra efnagreininga á köfnunarefnisoxíði (NOx), kolsýrlingi (CO) og svifryki ásamt mælingum á veðurþáttum. Vagninum er ætlað að fylgjast með loftmengun í Reykjavík og verður aðallega notaður til reglubundinna mælinga. Leitað er að stafsmanni til að annast þessar mælingar. Viðfangsefni: Starfsmanni þessum er ætlað að sjá um rekstur og viðhald mælibúnaðarins, vinnslu og túlkun á mæliniðurstöðum, og sinna öðrum verkefnum eftir þörfum, aðallega tengdum loftmengun. Kröfur: Starfsmaðurinn þarf að vera fær um að vinna með flókin rafeindatæki og annast tölvuvinnslu gagna. Hann þarf að vera nákvæmur í vinnu- brögðum og eiga auðvelt með að tjá sig skrif- lega og munnlega. Viðkomandi þarf að vera háskólamenntaður og hafa góða undirstöðuþekkingu í efnafræði. Starfið krefst ennfremur þekkingar á sviði töl- fræði, mælitækni, umhverfisheilsufræði og vist- fræði. Starfið veitist frá 1. september nk. eða eftir nán- ara samkomulagi. Laun verða samkvæmt kjarasamningum borg- arinnar við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið gefa fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eða deildarstjóri umhverfiseftirlitsdeildar þess, Drápuhlíð 14 í síma 623022. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skilað til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, fyrir 20. ágúst n.k. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laust embætti er H ■ 11 lCJJ utlyi i forseti íslands veitir í Lögbirtingablaði nr. 89/1989 auglýsti menntamálaráðuneytið laust til umsóknar prófessorsembætti í uppeldis- og sálarfræði við Kennaraháskóla íslands með umsóknarfresti til 1. september n.k. Hér er hins vegar um að ræða prófessorsembætti í uppeldissálar- fræði og leiðréttist þetta hér með. Jafnframt framlengist umsókn- arfresturinn til 15. september 1989. Að öðru leyti vísast til áður- nefndar auglýsingar. Útboð Tæknideild Kópavogs fyrir hönd bæjarsjóðs Kópavogs óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, grunnlagnir, undirstöður og botnplötu fyrir 600 fm. dagheimili við Álfaheiði í Kópavogi. Helstu magntölur eru: Gröftur 1900 m3 Fylling 1700 m3 Mót 590 m3 Bendistál 3,8 t Steinsteypa 120 m3 Regn- og skólplagnir 318 m Verkinu skal lokið 1. nóvember 1989. Útboðs- gögn verða afhent á Tæknideild Kópavogs, Fannborg 2 frá og með mánudeginum 31. júlí 1989 gegn 10.000 kr. skilatryggingu sem er einungis endurgreidd þeim sem skila inn tilboð- um. Tilboðum skal skila á sama stað miðvikudaginn 9. ágúst 1989 kl. 11 og verða þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Tæknideild Kópavogs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.