Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 19
Konungsmorðið og martröð morðingjans Þrjár af nornunum sem spá Macbeth konungdómi og ýmsu ööru... Sigurveig Jónsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir. Hundadagar ‘89 hetjast á sunnudaginn, og þá um kvöldið frumsýnir Alþýðuieikhúsið Mac- beth í íslensku Operunni. Leik- stjóri er Inga Bjarnason, en með hlutverk Macbeths og Lafði Mac- beth fara þau Erlingur Gíslason og Margrét Ákadóttir. Leikritið um Macbeth Skotakóng er skrif- að fyrri hluta árs 1606, skömmu eftir að flett var ofan af samsæri um að sprengja þinghúsið í London í loft upp og með því þingheim allan og konunginn með. Það má gera ráð fyrir því að slík drottinsvik hafi verið ofar- lega í hugum manna þegar Mac- beth var saminn, en í leikritinu er mikil áhersla lögð á óeðli slíkra gerða. Einnig er talið að með leikritinu hafi Shakespeare verið í mun að koma sér í mjúkinn hjá Jakobi I. Stúart, sem var nýtek- inn við völdum, eins og Erlingur Gíslason bendir á í viðtali hér á síðunni. I leikritinu lætur Shak- espeare meðal annars nornir segja fyrir um að Banquo, félagi Macbeths verði ættfaðir kon- unga, en Banquo þessi var talinn vera forfaðir Jakobs fyrsta. En reyndar mega ástæður fyrir hinu og þessu í leikritinu einu gilda, leikurinn fjallar um konungs- morð og martröð morðingjans, nokkuð sem getur eins vel höfðað til okkar seinni tíma manna, þó enginn hafi nýlega skipulagt að sprengja Alþingishúsið í loft upp. í upphafi leiksins er Macbeth hetja lands síns, heiðraður fyrir frækilega framgöngu í þess þágu og fyrir að sigrast á drottinsvikur- um. En skjótt skipast veður í lofti. Þegar hann snýr frá bardag- anum sitja nornir fyrir honum og segja fyrir um upphefð, sem hann hefur enn ekki frétt af en verður fljótlega að veruleika, auk þess sem þær spá því að hann verði konungur Skota. Viðbrögð Mac- beths við spádómnum benda til þess að eitthvað slíkt hafi hvarfl- að að honum, hann fer strax að reyna að hrekja frá sér þvíh'kar hugsanir, svo varla hefur hann búist við að verða konungur án óhæfuverka. Útlitið virðist held- ur ekki gott, konungur útnefnir elsta son sinn sem erfingja krún- unnar og Macbeth velkist í vafa um hvað gera skuli. Allt bendir til þess að hann verði að taka málin í sínar hendur eigi spádómurinn að verða að veruleika. Kona hans, Lafði Macbeth, er hins vegar laus við allar efa- semdir. Þegar hún fréttir að Duncan konungur muni gista kastala þeirra um nóttina lýsir hún því yfir að þaðan muni hann ekki komast lifandi og þegar bóndi hennar kemur heim hvetur hún hann til dáða. Hún reyndar krefst þess að hann myrði Dunc- an og sanni þannig manndóm sinn. Hikandi og fullur ótta fremur Macbeth konungsmorð til að sanna að hann óttist það ekki, og spádómurinn rætist, ríkiserfing- inn flýr land og Macbeth verður konungur. En morðið er ekki endalok eins eða neins, heldur aðeins byrjunin. Macbeth og kona hans þjást fyrir glæpinn, þau hafa myrt sofandi mann og geta því ekki lengur sofið róleg, frá þessari stundu verður líf þeirra martröð. Það verður að ryðja Banquo úr vegi, hann var vitni að fundi Macbeths og norn- anna, og þar að auki getur Mac- beth ekki sætt sig við að hafa fórnað sálarheill sinni og hugarró til þess eins að afkomendur Banquos erfi ríkið. Og nornirnar spinna sinn ör- lagavef, ekkert fær lengur stöðv- að myrkraverkin, til að hylma yfir morð þarf fleiri morð. Mac- beth veður áfram í trylltu æði sem ekkert fær stöðvað, ekki einu sinni enn fleiri morð, því þeir dauðu ganga aftur og ofsækja hann. Að lokum stendur hann uppi slyppur og snauður, upp- hefðin sem hann fórnaði öllu fýrir er honum einskis virði, lífið innantómt blaður, vonbrigði, tómleiki og sálarkvalir eru upp- skera konungsmorðingjans. Meira að segja Duncan virðist honum betur kominn, því þar sem hann er fær ekkert raskað ró hans. Lafði Macbeth er ekki bet- ur sett, hún reynir án afláts að Þau glata öllu Erlingur Gíslason: Þegar menn ofbjóða sjálfum sér geta þeir ekki unnið sigur - Þetta listaverk er áreiðan- lega samið við fráfall Elísabetar fyrstu, þegar Jakob fyrsti tók við völdum, segir Erlingur Gíslason. - Shakespeare var mikill gæð- ingur við ensku hirðina og ef til vill Elísabetar sjálfrar, og með þessu verki ætlaði hann vissulega að tryggja sér áframhaldandi vinsældir valdhafanna. Þetta er auðvitað ekki lítið pólitískt verk, það má ekki gleyma því að Eng- land var á þessum tíma einræðis- ríki, sem þoldi engar gagnrýnis- raddir frá þegnunum. Jakob var sonur Maríu Stúart, sem var háls- höggvin eins og allir vita fyrir drottinsvik við Elísabetu fyrstu, en það að erfingi Maríu skuli svo hafa tekið við krúnunni sýnir best hver réttur erfingi krúnunnar hefur verið. - Það má búast við að samtímamenn þeirra Maríu og Elísabetar hafi talið Maríu réttari erfingja, og þá ekki síður þeir sem á eftir komu. - Leikritið er engin nákvæm sagnfræði. Það var til Piktakóng- ur með þessu nafni, sem á sínum tíma féll fyrir enskum innrásarher. Shakespeare sækir sér söguna á 11. öld, og hefur áreiðanlega stuðst við einhver sagnfræðirit. En þótt hann fylgi þvo blóðið af höndum sér, árang- urslaust, og fremur loks sjálfs- morð. Þegar svo er komið hefur Macbeth þegar gefið frá sér alla von um frið, hans einu viðbrögð eru að slíkar fréttir hefðu mátt bíða morguns. Lokabardaginn stendur við heri Englendinga og skoskra að- alsmanna, sem hann hefur með harðstjórn sinni hrakið í útlegð. Það eina sem hann á eftir er morðæðið, hann mun berjast allt til enda, því þau sár sem hann veitir valda óvinum hans meiri sársauka en honum. Og hefur því ekki verið spáð fyrir honum að hann fái enginn drepið nema maður sem ekki er af konu fædd- ur? Þegar Macbeth myrðir Duncan brýtur hann bæði á móti lögum guðs og manna. Konungur var talinn fulltrúi guðs á jörðu og að myrða hann jafngilti því að veitast að guðlegri forsjón og brjóta af sér gegn náttúrunni, sem var í hendi guðs. Náttúrulög hafa verið brotin og náttúran ger- þeim ekki svo nákvæmlega dreg- ur það ekkert úr gildi leikritsins. Hvar finnst þér aðaláhersla leikritsins liggja? - Þetta er um glímu, sem hlýtur að leiða til ósigurs. Þegar menn ofbjóða sjálfum sér, brjóta eigin lög og tabú, geta þeir ekki unnið sigur. Metnaður manna og ýmsar aðrar ástæður geta hrakið ir uppreisn. Við morðið skellur á aftaka veður, ugla drepur fálka, fugl konunganna og hestar Dunc- ans snúast gegn náttúrulegum herra sínum, manninum. Á Skotlandi verður ógnaröld. Myrkraverkin snúast upp í enda- lausa martröð, konungdæmið og herra þess eru sjúk. I Macbeth ríkir andrúmsloft galdra og forn- eskju, og eilífrar nætur. Sólin bliknar við jafn hryllilegan glæp, enda gerist mestur hluti leikrits- ins á nóttunni; á kvöldin, um miðnættið eða rétt fyrir dagrenn- ingu, þar gerist ekkert sem þolir dagsins ljós, nema ef vera skyldi undirbúningur að herför hins réttmæta ríkisarfa til að bjarga landi sínu úr klóm morðingjans. Leikritið er þannig líka undir- strikun á þeirri trú manna að heilbrigði landsins velti á heilbrigði yfirvaldsins. Glæpur Macbeths er slíkur að hann hlýtur þá fram af því hengiflugi að þeir geta ekki lengur staðið með sjálf- um sér. Þessi hjón glata öllu þó að þau nái í raun öllu sem þau settu sér. Þau fara fram úr sjálf- um sér við að ná settu marki, missa hvort annað og að lokum allt. Það er afleiðing þess að verða ósamþykkur sjálfum sér. En nú ertþú ísporum Macbeths að leiða hann sjálfan og jafnvel land hans til glötunar. Sverrir Hólmarsson hefur gert nýja þýðingu Macbeths á ís- lensku, tónlistin er eftir Leif Þór- arinsson, og Gunnar Örn þreytir frumraun sína við gerð leikmynd- ar. Búninga gerir Gerla, Ingunn Ásdísardóttir er dramatúrg og aðstoðarleikstjóri og lýsingu hannar Árni J. Baldvinsson. Leikendur auk Erlings og Mar- grétar eru Andri Örn Clausen, Anna S. Einarsdóttir, Björn Karlsson, Gunnar Rafn Guð- mundsson, Harald G. Haralds, Jónína Ólafsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Ólöf Sverris- dóttir, Pétur Eggerz, Sigurveig Jónsdóttir, Sigrún Edda Bjöms- dóttir, Valgeir Skagfjörð, Viðar Eggertsson, Vilborg Halldórs- dóttir, Þórunn Magnea magnús- dóttir, ívar Sverrisson og Daði Sverrisson. LG á leiksviðinu. Erþetta kannski allt frúnni að kenna? - Er ekki allt kvenfólkinu að kenna? ... Þessi hjón eru metnað- arfull og lifa á róstusamri öld. Það er sá veruleiki sem þau hafa að bera sig saman við. Þau eru djörf, og konan styður bónda sinn í því sem hún heldur að hann vilji helst. Hann er hetja síns lands, og það er gefið í skyn að hann standi ekki langt frá kon- ungdómi þegar konungur allt í einu útnefnir son sinn sem erf- ingja krúnunnar. Það hvarflar að manni að á þessum tíma hafi kon- ungdómur ekki verið orðinn það þróaður að hann hafi getað leyft sér þetta. Hvort það voru ekki höfðingjarnir, thanarnir, sem áttu að velj a konung og þetta hafi í rauninni verið stjórnarskrár- brot. En þá er maður kominn í pólitískar hugleiðingar. Nú koma þarna nornir og gald- ur við sögu... - Þarnaergaldurogforneskja. Þetta er eiginlega galdraleikrit. En þótt höfundur hafi þarna nornir og táti þær spá, leikur hann að vissu leyti tveimur skjöldum með það hvort nornirn- ar séu hugarflug persónanna eða útfærsla á örlaganornunum. Eða hvort þetta eru einhver ill öfl sem leika lausum hala í þessu stríðs- hrjáða landi. - Það eru fáir sem slá ein- hverju föstu um þetta. Englend- ingar eru beinlínis hræddir við þetta leikrit og þykir óhæfa að nefna það á nafn í leikhúsi nema það gefi tilefnið sjálft. Jafnvel þótt verið sé að vinna að ein- hverju sem alls ekki kemur því við. Það þykir jafnastá við það að kalla yfir sig ógæfuna að nefna þennan skoska kóng á nafn og til fjöldinn allur af sögum því til staðfestingar. - Það er ekki hægt að neita því að það er beinlínis galdur í verk- inu, einhver seiður. Og við sem ekki teljumst beinlínis hjátrúar- full viljum ekki fara ógætilega samt. LG Föstudagur 28. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.