Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 28
McAlpine, lávarður, iðnjöfur; nafn hans sjá menn oft við byggingarsvæði í London því verktakafyrirtæki hans er umsvifamikið. Jarlinn af Longford, bókaútgefandi og pólitíkus. Hann hefur setið í lávarðadeildinni frá árinu 1945. Þorskastríðið var leyst uppi á þaki Kristinn Ingvarsson frá Sel- fossi lauk í vor námi í Ijósmyndun frá virtum Ijósmyndaskóla í London. Það er kannski ekki sér- staklega í frásögur færandi - en lokaverkefni Kristins fólst í því að taka portrett-myndir af meðlim- um bresku Lávarðadeildarinnar. Eftir að Kristinn kom heim í vor réöst hann Ijósmyndari til okkar Kristinn Ingvarsson Ijósmyndari. á Þjóðviljanum og gaukaði að okkur fáeinum „lordum" úr safni sínu. Þrjár lávarðamyndanna keypti National Portrett Gallery af Kristni og tvær þeirra mynda eru hér á síðunni. Óútskýranlegur Ijósmyndaáhugi „Ég get eiginlega ekki útskýrt hvers vegna ég ákvað að læra ljósmyndun. Mig langaði einfald- lega til þess. Og að loknu stú- dentsprófi úr MH fór ég að kanna málið og komst þá að því að ég þyrfti að bíða von úr viti eftir því að komast að sem ljósmyndunar- nemi hér á landi. Þess vegna á- kvað ég að finna góðan skóla í Englandi. Ég hafði mestan áhuga á að fara til Englands - veit ekki heldur hvers vegna; kannski vegna tungumálsins. Ég komst að við Harrow Collage of Higher Education, var tekinn þar inn eftir viðtal.“ Fyrstu tvö árin er námið tengt samfélagsfræðum, sagði Krist- inn. „Það er reynt að gera nem- endur félagslega meðvitaða. Námið byggir á sama grunni og fjölmiðlafræði að því leyti. Auk bóklegra greina voru svo verk- legar æfingar. Síðasta námsárið fer svo í lokaverkefnið, undir- búning þess, vinnslu og úr- vinnslu.“ Fyrirsæturnar skipta miklu Kristinn sagðist hafa íhugað vandlega í hverju lokaverkefni hans ætti að vera fólgið. „Mig langaði til að taka portrett- myndir og velti því fyrir mér að taka þær myndir hér heima. En komst svo að því að fræg andlit vekja jafnan athygli; þegar ég stakk upp á því við kennara mína að ég tæki myndir af Lávarða- deildinni runnu tvær grímur á þá suma. En aðalleiðbeinandi minn studdi mig þó með ráðum og dáð. Ég eyddi miklum tíma í bréfið sem ég sendi svo hverjum og ein- um lávarðanna. Og ég vandaði mjög til uppsetningar bréfsins. Og svo fór að ég fékk svar frá velflestum. Og margir lávarð- anna ákváðu að gefa sér tíma til að sitja fyrir. Þetta skipti mig miklu vegna þess að ég tók mark á því sem ýmsir reyndir Ijósmyndarar hafa sagt um þekkt andlit eða óþekkt. Helmut Newton, ljósmyndari sem nú á myndir á Kjarvalsstöð- um, tók eitt sinn ljósmyndir af þekktu kvenfólki og óþekktu fyrir bandarískt tímarit. Blaðið birti aldrei nema myndirnar af frægu konunum. Karsh, sem líka á myndir á sýn- ingunni á Kjarvalsstöðum hefur tekið í sama streng. Hann sagði að þótt óþekkt andlit væru gjarnan áhugaverð, þá vektu þau frægu athygli. Þess vegna lagði ég áherslu á að ná myndum af láv- örðunum." Sannur „heiöursmaður“ Auk undirbúningsvinnunnar varði Kristinn svo um tveimur mánuðum í myndatökurnar. „Ég þurfti að bíða lengi eftir því að sumir þeirra gæfu sér tíma. Ég hitti þá flesta í lávarðadeildinni; og þar hitti ég einnig sir Alex Douglas Home fyrrum leiðtoga íhaldsflokksins, sem bæði hefur gegnt embættum forsætis- og utanríkisráðherra. Ég ræddi fyrst við hann í deildinni, en svo bauð hann mér að hitta sig heima í íbúð sinni í London. Þar myndaði ég hann, dvaldi heima hjá honum í nær klukkustund. Ég heyrði sagt um hann að hann gerði mönnum það ljóst með framkomu sinni hvað felst í orðinu „gentleman", Hann sagði við mig að hann og Ólafur heitinn Jóhannesson hefðu leyst síðustu landhelgis- deilu íslendinga og Breta uppi á þaki Nato-byggingarinnar í Brussel." -GG 28 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.