Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 18
Ungmennahreyfingin Ekki bara íþróttafélög Dagana 10. og 11. júní síð- astliðinn fór fram hreinsunar- átak meðfram þjóðvegum lands- ins á vegum Ungmennafélags Is- lands. Vfir 8000 manns tóku þátt í þessu átaki og hreinsuðu á milli 400 og 500 tonn af rusli á um 6000 km. leið meðfram vegunum. Hafi einhver haldið að ungmenna- hreyfingin sé að líða undir iok þá sýnir þátttakan í þessu átaki svo ekki verði um villst að það er hinn mesti misskilningur. - Þátttakan í hreinsunarátak- inu endurspeglar virknina og kraftinn í félögunum um land allt. Árum saman hafa ung- mennafélög á hverjum stað skipulagt hreinsun í sínu sveitarfélagi án þess að það hafi mikið farið fyrir því. Það sem er sérstakt við þessa hreinsun í ár er að nú tóku allir til hendinni á sama degi sagði Þórir Haraldsson varaformaður UMFÍ. Auk þess er fólk út á landi vant því að gera hlutina sjálft á meðan Reykvík- ingar leggja sinn skerf fremur fram í formi gíróseðla, sagði Þór- ir. í ungmennafélagi íslands eru 19 héraðssambönd og innan þeirra eru um 240 ungmennafé- lög út um allt land. Um 38 þúsund einstaklingar taka virkan þátt í starfsemi ungmennafélaganna og er Ungmennafélag íslands án efa ein fjölmennustu félagasamtök í landinu. Það hefur verið mikil uppsveifla í starfi ungmennafé- laganna undanfarin ár og fjöldi félaga hefur vaxið ört. árið 1984 voru félagsmenn um 27 þúsund en það má segja að allt frá árinu 1970 hafi félagafjöldi vaxið stöðugt en á þeim tíma voru þeir um 9 þúsund. Ungmennafélag íslands rekur þjónustumiðstöð fyrir ung- mennafélög og héraðssambönd í landinu. Fyrir þremur árum keypti félagið stórt hús við Öldu- götu 14. Þar er skrifstofan til húsa en auk þess er þar gistiaðstaða fyrir 50 til 60 manns. Þar er boðið upp á svefnpokapláss og eldhús og önnur aðstaða er fyrir hendi. Þar geta ungmennafélög fengið ókeypis inni á ferðum sínum til Reykjavíkurog hefursú þjónusta verið vel nýtt. Félagsmenn utan af landi segja að þessi aðstaða lækki ferðakostnað þeirra um allt að 40%. Ritstjóri Skinfaxa hefur líka aðstöðu í húsinu en þetta tímarit UMFf hefur verið gefið út óslitið í 80 ár. Það kemur út 6 sinnum á ári og flytur fréttir og greinar úr starfi hreyfingarinnar, svo og greinar um þjóðmál og önnur áhugamál félagsmanna. - Þrátt fyrir að starfsemi UMFÍ hafi vaxið mikið á undan- förnum árum hefur okkur tekist að halda yfirbyggingunni í skefjum. Á skrifstofunni vinna 2 starfsmenn, framkvæmdastjór- inn og ritsjóri Skinfaxa. Einungis 10% af því fjármagni sem rennur til hreyfingarinnar í gegnum Lottóið fer til reksturs bessarar starfsemi, sagði Hörður Óskars- son starfsmaður á skrifstofunni. Ólympíuleikar íslands Landsmót UMFÍ eru fjöl- mennustu íþróttamót sem haldin eru hér á landi og hafa stundum verið nefnd “Ólympíuleikar fs- lands“. Þau eru haldin þriðja hvert ár. Næsta landsmót verður haldið í Mosfellsbæ næsta sumar og er undirbúningur ung- Fyrir utan hús Ungmennafólags Islands á Öldugötu 14. Á myndinni eru Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastióri UMFÍ, Jóhanna Leópoldsdóttir og Hörður Óskarsson starfsmenn fólagsins og Ingólfur Hjörleifsson ritstjóri Skinfóixa. Mynd-Jirri UMFl heldur uppi samstarfi við ungmennafélög á hinum Norðurlöndunum. Á myndinni er hópur af ungu fólki frá Noregi sem er í heimsókn hér um þessar mundir. Mynd-Jim Smart mennafélaga alls staðar kominn í fullan gang nú þegar enda má segja að hann byrji í lok hvers landsmóts. Á landsmótinu 1984 voru í kringum 21 þúsund manns en metið frá árinu 1965 hefur ekki enn verið slegið. Þá mættu yfir 25 þúsund manns á mótið sem haldið var að Laugarvatni. - Markmiðið er að taka þátt en ekki nauðsynlega að sigra, sagði Þórir og vildi ekki viðurkenna að samkeppnisandinn hefði borið þessa hugsjón ofurliði, þó ekki væri hægt að neyta því að sigurinn væri markmið margra. - Það er þessi sérstaki andi sem svífur yfir mótinu sem gerir þáttökuna svona sérstaka. Þarna hittist ótrúlegur fjöldi fólks sem er að sinna sömu málum, hver í sinni sveit, og úr þessu verður eithvað miklu meira en stór íþróttaviðburður, samstaðan og samkenndin verður næstum áþreyfanleg, sagði Hörður. Lítið um óvænt úrslit Fyrsta sveitin til að tryggja sér sæti í 8 sveita úrslitum Bikar- keppni Bridgesambandsins að þessu sinni varð sveit Sigmundar Stefánssonar Reykjavík, en hún sigraði sveit Guðlaugs Sveins- sonar Reykjavík sl. mánudag. Með Sigmundi eru í sveitinni: Ágúst Helgason, Hallgrímur Hallgnmsson, Jón Stefánsson og Sveinn Sigurgeirsson. í síðustu viku áttust við sveitir Sigmars Jónssonar Reykjavík og Ásgríms Sigurbjörnssonar Siglu- firði. Sú síðarnefnda sigraði nokkuð örugglega, og daginn eftir mætti sú sveit Modern Ice- land. Sá leikur var vel útspilaður af beggja hálfu, en sveit Modern Iceland hafði leikinn, á hörk- unni. Og sveit Sameind úr Kópa- vogi sigraði sveit Brynjólfs Gests- sonar Selfossi örugglega í síðustu viku. Sá leikur var í 1. umferð, sem átti að vera lokið fyrir síð- ustu mánaðamót, sem leiðir af sér að næstu andstæðingar sveitar Sameindar, sveit Estherar Jak- obsdóttur er komin í mikil vand- ræði þessa dagana, útaf geysilegri seinkun leiks þeirra fyrrnefndu. Svo mikil eru vandræðin, að sveit Estherar virðist hafa „sprungið" og liðsmenn komnir út og suður. Sveit Estherar hefur skrifað BRIDDS mótanefnd BSÍ og kvartað yfir framkomu landsliðsfyrirliðans, Hjalta Elíassonar í sveit Sam- eindar. Hjalti neitaði að „hugsa“ um Bikarkeppni BSÍ fram yfir Evrópumótið í Finnlandi, sem einsog kunnugt er lauk fyrir skemmstu. Slæmt þegar hags- munir rekast á, svo ekki sé meira sagt. Mótanefnd BSÍ mun taka þetta mál fyrir í vikunni. Nú, sveit Samvinnuferða/ Landsýnar sigraði sveit Gylfa Baldurssonar nokkuð örugglega og sveit Sigurðar Vilhjálmssonar Reykjavík sigraði sveit Austur- Skaftfellinga einnig nokkuð ör- ugglega. 116 liða úrslitum eru því þessir leikir: Sigfús Örn Árnason R.-Sameind/ ‘ Esther Jakobsdóttir Valtýr Jónasson Siglufj.-Sigurður Vilhjálmsson R. Pólaris R.-Stefán Ragnarsson Akur- eyri. Samvinnufrðir-Tralla Sveitin R. Bragi Hauksson R.-Trésíld Reyðar- firði. Modern Iceland R.-Logi Þormóðs- son Keflavík. Jón Baldursson-Guðmundur Eiríks- son R. Þáttaka í Evrópumóti í sveita- keppni einsog málin standa í dag, með þátttöku 25 þjóða, er ákaf- lega erfitt verkefni fyrir „venju- lega“ áhugamenn eins og okkur. Stöðug spilamennska í rúmar 2 vikur við erfiða andstæðinga (það sýndi sig að flestar þjóðirnar voru betri en við) hlýtur að taka sinn toll. Fyrir venjulega fjölskyldu- menn er það orðin stór spurning í dag, hvort það sé þess virði að standa í þessu, með tilheyrandi æfinga„prógrammi“ fyrir mót í einhverja mánuði. Að ekki sé tal- að um það, að eiginkonur séu óæskilegar á mótsstað og liðs- mönnum sé bannað a líta í móts- blaðið. Áþað er jú að líta, að það eru áhugamenn sem skipa ÖLL landslið okkar í dag og vonandi um einhverja framtíð. Þegar og ef að því kemur, að við tökum upp atvinnumennsku í greininni, getum við farið að gera kröfur til þeirra sem skipa úrvalslið okkar hverju sinni. Fram að þeim tíma getum við treyst því, að menn geri sitt besta. Því miður dugir það ekki alltaf. Einhverjar hundakúnstir í stjórnun, hvort sem það er fyrir mót eða á mót- sstað, hafa að mínu áliti takmark- að giidi. Þú breytir ekki skapandi spilara í stigavél eða ungum ný- liða í þrautreyndan spilara, bara með því að velja hann í liðið. Ólafur Lárusson Fyrir næstu þátttöku okkar í viðlíka móti og Evrópumótið er orðið, tel ég heppilegast að mynda tímanlega gildan kjarna spilara, sem innbyrðis styddu hvor annan með reglubundnum æfingum eða yfirferð, með það í huga að í raun væri sama hverjir spiluðu endanlega, öruggt væri að sá hópur yrði allur á sömu línu. Þetta teldi ég breikka hóp bestu spilara landsins og um leið styrkja landsmótin okkar. Gera þau meir aðlaðandi jafnt fyrir spilarana sjálfa sem áhorfendur. Þessa dagana er unnið að við- gerðum á húsnæðinu að Sigtúni 9 og veitir þeim ekki af. Þakið er á mörkum þess að teljast vatnshelt og á sumum stöðum innanhúss er gólfið orðið þannig, að klæðning- in flaðrar upp um mann, ef þau mistök eru framkvæmd að stíga á hana. Eigum við nokkuð að minnast á hvað gerist, ef hitnar í veðri? Og sama góða þátttakan er í Sumarbridge. Sl. fimmtudag mættu um 90 manns til spila- mennsku og sl. þriðjudag mættu 108 manns. Spilamennsku í Sumarbridge lýkur væntaniega um miðjan september. í síðasta þætti sáum við nokk- uð snúið spil,sem Jón Stefánsson otaði að umsjónarmanni. Þetta spil mun Hallur Símonarson hafa tekið fyrir í bridgeþætti í útvarpi, fyrir einhverjum áratugum. Höndin er svona: S:x H:ÁKDxx T:K932 D:Áxx S:KGx S:xx H:xxx H:G10xx T:D876 T:G L:KGx L:Dxxxxx S:ÁD10xxxx H:x T:Á10xx L:x Norður er sagnhafi í 6 tíglum og útspil Austurs er smár spaði, í gegn um ás/dömu í borði. Spum- ingin var, er hægt að vinna 6 tígla og þá hvernig? Þó ótrúlegt sé, er til lausn í þessu spili. Hún er þessi: 1. slagur Tekið á spaðaás. 2. slagur Spaði trompaður heim. 3. slagur Laufaás tekinn. 4. slagur Lauf trompað í borði. 5. slagur Tekinn trompkóngur. 6. slagur Lauf trompað með tíu í borði. 7. slagur Spaði trompaður. 8. slagur Hjartaás tekinn. 9. slagur Hjartakóngur tekinn. 10. slagur Hjartadaina tekin. í þessari stöðu spilar sagnhafi enn hjarta, trompar með ás í borði og læðir út spaða úr borði. Enn passant kalla Frakkar þessa stöðu, sem einhverjir góðhjart- aðir landar vorir hafa þýtt sem „framhjáhlaup". Sjaldgæf staða í bridgespilinu, en kemur þó öðru hverju fyrir. í þessu spili verður því trompnían 12. slagur sagn- hafa, þarsem millihöndin í Vest- ur er með drottningu/áttu í trom- pi og reynist varnarlaus. Fleiri snepla, takk. 18 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.