Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 17
Strangar leikreglur Þótt sögurnar og teikningarnar verði til í Evrópu fylgist hinn bandaríski eigandi Andrésar andar grannt með því að hvergi sé farið út fyrir þær reglur sem gilda uni söguna. Þær reglur eru strangar og lúta að flestum þátt- um sögunnar. Fyrsta reglan er sú að sögurnar skuli vera skemmtilegar en ein- faldar. Þær einföldustu eiga að vera við hæfi fjögurra ára barna en kjarni lesendahópsins er á aldrinum 8-14 ára. Og það eru ýmis siðaboð í gildi. Til dæmis er áfengisneysla algerlega bönnuð, hins vegar eru þess dæmi að sögu- persónur hafi komist í vímu af þreföldum kók í sínalkó. Það má sýna fólk reykja en einungis vondu kallana, Svarta Pétur og hyski hans. Kossar eru líka leyfðir en sambýli fólks af ólíkum kynjum er með öllu bannað. Of- beldi er leyfilegt því að slagsmálunum loknum rísa þátt- takendur ávallt á fætur án þess að svo mikið sem blóðdropi hafi far- ið til spillis. Hins vegar er bannað að sýna hnefaleika því það myndi þýða útgáfubann í Noregi. Sérkennileg fjölskyldutengsl Margir hafa furðað sig á því af hverju þeir félagar Rip, Rap og Rup búi alltaf hjá frænda sínum og af hverju venjulegar kjarna- fjölskyldur tíðkast ekki meðal anda í Andabæ. Að sögn Nancy Dejgaard aðalritstjóra Andrésar andar í Danmörku er þetta með ráðum gert. - Þegar ekki er um að ræða foreldra og börn er hægt að láta miklu meira gerast án þess að lesendurnir taki það nærri sér tilfinningalega og heimfæri það upp á eigin fjölskylduaðstæður, segir hún. Disney-fyrirtækið skiptir sér einnig af teikningunum því það er ekki sama hvemig Andrés önd er hannaður. Teiknaramir fá í hendur nákvæm mál og hlutföll sem þeir verða að fara eftir. Til dæmis er fastákveðið hversu breið slaufan á húfu Andrésar skuli vera og lengdin á rófunni á Plútó er föst stærð og óum- breytanleg. Hins vegar hefur margt í sögunum breyst í tímans rás og glöggir menn segjast geta lesið hagsveiflur heimsins úr lengdinni á goggi Andrésar. Þeg- ar góðæri ríkir er goggurinn stutt- ur en þegar illa árar vill hann lengjast. Andabær stétt- greindur Á þessum fjömtíu ámm hafa margir velt fyrir sér hugsanlegum áhrifum Andrésar andar á barns- sálirnar. Frægt er orðið þegar upp reis hreyfing í Svíþjóð sem krafðist þess að blöðin um Andrés væm bönnuð eða amk. fjarlægð úr opinberum stofnun- um vegna þess hversu mikið væri um ofbeldi í sögunum. Einnig hafa verið sett saman mikil rit til að sýna fram á að Andrés og aðr- ar fi'gúrur Disney-fyrirtækisins séu veigamikill þáttur í bandarí- skri menningarheimsvaldastefnu og hafi þann tilgang að breiða út ást á amerískum lífsmáta. Vissu- lega mun talsvert vera til í því enda em þær sögur sem Andrés er flæktur inn í td. í Suður- Ameríku allt öðmvísi en þær sem við fáum að sjá. Og svo hafa verið stofnuð félög um vísindalegar rannsóknir á “dónaldismanum“ eins og það er kallað eftir amerísku heiti And- résar (Donald Duck). Þar hafa Norðmenn gengið hvað harðast fram og fræg er bók eftir Jón nokkurn Gisle þar sem hann set- ur fram ítarlega stéttargreiningu á íbúum Andabæjar. Þar er allt í föstum skorðum eins og vera ber í kapítalísku samfélagi, Jóakim NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17 gnæfir yfir öllu, Andrés er oftast atvinnulaus, Mikki cr veröuguv fulltrúi hinnar löghlýðnu milli- stéttar en vinur hans Guffi (eða Fettmúli eins og við félagarnir kölluðum hann í gamla daga þótt hann væri bölvuð horrengla) er hinn eini sanni tötraöreigi sem allir traðka á. Kvenkynið fáliðað Hinir dönsku útgefendur And- résar andar láta svona skil- greiningar sem vind um eyrun þjóta og segja að blöðin hafi þann eina tilgang að skemmta þótt auðvitað saki ekki að ofurlítil fræðsla fylgi með ef svo ber undir. Nancy Dejgaard segir að sögurnar hafi í sjálfu sér ekki tekið miklum breytingum síðan á fimmta og sjötta áratugnum. Þær skiptast einkum í tvennt: ævint- ýrasögur og sögur úr kvunndags- Íífinu. Persónurnar eru fyrir löngu orðnar fastmótaðar og munu varla breytast úr þessu. Dejgaard segir að forlagið hafi komið sér upp símsvara tengdum segulbandi þar sem lesendur Andrésar andar geti tjáð sig um sögurnar. Þar er nokkuð áber- andi hversu mikið stúlkur kvarta undan því að kynsystur þeirra séu svo fáar í sögunum. Forlagið hyggst mætct |u'ssu mcð því að endurlífga þrjár litlar frænkur Andersínu sem þóttu á sínum tíma heldur pempíulegar og vælugjarnar og voru þess vegna látnar hverfa. Nú er ætlunin að leiða þær aftur fram á sjónarsvið- ið en heldur brattari en áður. Enda er það í samræmi við þró- unina í samfélaginu og þá skepnu verða menn að taka með í reikninginn ef þeir ætla sér að lifa af í síharðnandi samkeppni um athygli fólks. Það vita þeir eflaust hjá Guten- berghus forlaginu. Auk Andrés- ar gefur forlagið út fjölmörg önnur teiknimyndablöð, bæði af Disney-ættinni og öðrum upp- runa. Danir eru, ólíkt íslending- um, mjög opnir fyrir nýjungum á sviði teiknimyndasagna og úrval- ið af slíkum blöðum er orðið gífurlega fjölbreytt þar í landi. Andrés önd hefur mátt þola það að engin aukning hefur orðið á lesendahópi hans, hann hefur hjakkað í sama farinu um nokk- urra ára skeið. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra eins og Jóak- im frænda hans er fullljóst. Hann veit sem er að í kapítalismanum er stöðnun sama og tap. -ÞH (Stuðst við Politiken og Disneyrímur.) AFMÆLISUTGAFA AUKABUNAÐUR FYRIR KR. 35.000 - OKEYPIS í tilefni 35 ára afmælis BIFF.EIÐA & LANDBÚNAÐAR- VÉLA, gefur fyrirtækið nú aukabúnað að verðmæti kr. 35.000, með hverjum 5 dyra Lada Samara 1300. Aukabúnaöur: Stereo útvarps- og segulbandstæki, hátalarar, límrendur á hliðar, hjólkoppar, sportgrill, hliðarlistar og fl. Allt þetta ókeypis í ~ afmælisútgáfunni. AfíHF.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.