Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 26
Alþýðubankinn, Akureyri, Gunnar Friðriksson sýnir mál- verk, opið á afgreiðslutíma. Árnagarðurv/Suðurgötu, handritasýning þri. fimm. lau. 14- 16 til 1.9. Byggða- og listasaf n Árnes- inga, Selfossi, sumarsýning á málverkum e/ Gísla Jónsson og Matthías Sigfússon í Halldórssal. 14-17 virka daga, 14-16 helgar, til ágústloka. íslenska Óperan, Cheo Cruz Ulloa og Sigurður Örlygsson opna málverkasýn. í tengslum viö Hundadaga ‘89 lau kl. 15. Til ágústloka, dagl. 14-18. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, Á tólfæringi, 14-19 alla daga nema þrið. til 7.8. FÍM-salurinn, sumarsýning FÍM á verkum eftir félagsmenn. Til 15.8,13-18 virka daga, 14-18 helgar. Kjarvalsstaðir, opið daglega 11-18. Alþjóðleg nútímalist, til 20.8. Sýning á verkum Yousuf Karsh, til 30.7. Sumarsýning á verkum Kjarvals, til 20.8.. Listasafn ASÍ, Bjarni Jónsson opn. Ijósmyndasýn. lau kl. 14. Til 13.8. daglegakl. 14-21. Listasafn Sigurjóns, lokað til sunnud. andlitsmyndirKristjáns Davíðssonar, opn. su kl. 16v/ setningu Hundadaga. Opið mán.-fim. 20-22,14-17 lau. su. Kaffistofan opin á sama tíma. Ljósmyndasafn Reykjavíkur sýnir Ijósmyndir af Jóhannesi Páli II páfaeftir Adam Bujak. Opiðalladaga11-19. Ferstikla, Hvalfirði, RúnaGísla- dóttir sýnir. Gallerí Madeira, Evrópuferðum Klapparstíg 25. Giovanni Leomb- ianchi frá Mílanó sýnir teikningar og vatnslitamyndirfrá íslandi og Galapagoseyjum. 8-18 virka dagatil16.8. Slegið verður með gamla laginu í Árbæjarsafni á laugardag. Listasafn Einars Jónssonar opið alla daga nema mán. 13.30- 16. Magnús Tómasson sýnir í útibúi SPRON Álfabakka 14. Opið á af- greiðslutímatil 1 sept. Mokka, sumarsýn. á smámynd- um T rygg va Ólafssonar. Norræna húsið anddyri: Jörð úr ægi, myndun Surtseyjarog ham- farirnar í Heimaey. 9-19 nema su. 12-19, til 24.8. Kjallari: Sumarsýning á verkum Jóhanns Briem, daglega 14-19 til 24.8. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sumar- sýning stendur í nokkrar vikur, daglega 10-18. Riddarinn, Hafnarfiröi, Við búð- arborðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, landslagsmyndir, 13:30-16 alla daga nema mán. Til september- loka. Sjóminjasafn íslands, Vestur- götu 8 Hf. Fundur Ameríku, í sumar alla daga nema mán. 14- 18. Þjóðminjasafn opið alla daga nema mán. 11-16. Fjaðraskúfar og fiskiklær, sýning um menn- ingu inúíta og indíána, farandsýn. í tilefni að 10 ára afm. heima- stjórnaráGrænlandi.Til ágúst- loka. Opnum sýningu á listaverkum jarðargróðans með vorinu. Að- gangur ókeypis sé góðri um- gengni heitið, annarsergoldið með himinháum upphæðum vanvirðingar. Folda. LEIKLIST Light nights, Tjarnarbíói, fimm. fö. lau. su. kl. 21, til 3.9. Ævintýrið á götunni, 50 norræn ungmenni sýna ævintýri á götum Akraness á morgun, hefst við Akraborginakl. 13:30. TONLIST HallfríðurÓlafsdóttirflautul. og Ármann Helgason klarinettl. spila fyrir kaffigesti í Dillonshúsi su kl. 15-17.Létttónlistfráýms- um löndum. Sumartónleikar í Skálholti, Bar- okksveit Sumartónl. flytur söng- og hljómsveitarverk frá 18. öld á upprunaleg hljóðfæri. Kons- ertmeistari og einleikari Ann Wallström. Einsöngvarar Mar- grét Bóasdóttir sópran, Sverrir Hvað á að gera um helgina? Sigríöur E. Sigurðardóttir myndlistarkona: Ég ætla að eyða morgundeginum í að hjálpa systur minni að sauma. Ætli ég eyði svo ekki einhverjum tíma í að taka til heima hjá mér. Nú svo hef ég hugsað mér að gera tilraun til að búa til marmelaði úr hundasúrum og ef helginni er ekki enn lokið þegar það er búið þá dunda ég við að búa til englanælur það sem eftir lifir helgarinnar. Mynd-Jim Smart. Guðjónsson alt, Michael J. Clarke tenór og Ragnar Davíðs- sonbassi. Lau kl. 15tónverkeftir J.S. Bach, kl. 17 verkeftirVivaldi. Su kl. 15 úrval úr efniskrám laugard. kl. 17þættirúrtónl. skrám fluttir við messu. vals, tango og vínarvalsar. Mat- argestir fá f rítt inn á ballið. Norræna húsið, Borgþór Kjærnested heldurfyrirlestra um íslenskt samfélag á laugar- dögum í sumar. Á sænsku kl. 17, finnsku kl. 18. Til 26.8. HITT OG ÞETTA Sláttudagur í Árbæjarsafni ef veður leyfir á laugardag. Slegið með orfi og Ijá, rifjað, rakað og bundiðíbagga. 13-17:30, sláttu- kaffi ÍDillonshúsi. Námskeið í óhefðbundnum draumaráðningum í Norræna heilunarskólanum Laugavegi 163,3. hæð. Hefst í kvöld kl. 20 með fyrirlestri, 10-18 lau og sunnud. Upplýs. ÍÞridrangi. Norrænt sálfræðingaþing í Háskólabíói 31.7-4.8, þingið sett íbíóinumánud. kl. 10. Samkvæmisdansar á Hótel Borg á sunnud.kvöldum, jive, chacha, samba, rúmba, enskur Félag eldri borgara Rvík og ná- grenni, Göngu-Hrólfur, göngu- ferð laugardaga frá Nóatúni 17 kl. 10. Sumarferð samtaka Svarfdæl- inga í Rvík og nágr. 28.-30.7. Um Kaldadal til Borgarfj. að Hólum í Hjaltadal. Um Kjöl suður. Ferðafélagið, dagsferðir: Su kl. 8, Þórsmörk, kl. 9 gengið eftir Esju frá Hátindi. kl. 13 Blikdalur. Helgarferðir28.-30.7. Þórsmörk. Landmannalaugar. Útivist, dagsferðirsunnudag: Kl. 8, Þórsmörk-Goðaland, kl. 13, Landnáhnsgangan 16. ferð, Heiðarbær- Nesjar. Helgarferðir 28.-30.7. Þórsmörk-Goðaland, Eldgjá- Álftavatnakrókur. FJÖLMIÐLAR GUNNAR GUNNARSSON Nú er lag Sjónvarpið sýndi fyrir skemmstu spennumynd sem gerðist í Wales. Þar í landi hefur stærstur hluti þjóðarinnar tapað tungumáli sínu. aðeins eitthvað innan við 10% þjóðarinnar er tal- andi á þjóðtunguna. Eigi að síður var sjónvarpsmyndin leikin á hinni fornu tungu, sem er orðin ákaflega enskuskotin. Reyndar var ekki ólíkt að hlusta á myndina og þegar maður heyrir ensku- skotna nútímaíslensku þar sem allar upphrópanir, kveðjuorð og afsökunarbeiðnir eru á ensku, aðeins tengt saman með vitlaust beygðum nafnorðum og sögnum í viðtengingarhætti. Trúlega er ekki svo langt þang- að til við íslendingar verðum farnir að tala torkennilegan enskublending - og síðan ein- vörðungu ensku; smekkur og menntun er að verulegu leyti úr enska heiminum. Sama má segja um samskiptahætti, hvers konar venjur og viðhorf. Fjölmiðlun tíðarinnar ræður nú þegar geigvænlega yfir við- horfamyndun í þjóðfélaginu, tískuhugsunogsmekk. Því miður hefur afstaða öflugu miðlanna hérlendis verið mest í anda skítt- oglagóstefnunnar, ritstjórn sjón- varps og nýju útvarpsrásanna gengið út á það eitt að dansa eftir amerískri pípu - fyrst og fremst vegna þess að stöðvarnar hafa aldrei fengið að kosta það sem þær kosta: allt af vanefnum gert ár eftir ár og vanahugsunin í dag- skrárgerðinni orðin næsta kot- ungsleg. Blöð og ljósvakamiðlar virðast um sumt efnisrýrari yfir sumarið þegar stjórnmálamenn hafa það fyrir sið að liggja í dvala. Af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum hafa blaðamenn alla tíð gert sér pólitíkusa að viðfangs- og aðhlát- ursefni og þegar pólitíska vertíð- in hefst; þegar stjórnmálamenn koma bústnir og sólbrenndir til starfa, hafa fjölmiðlamenn ekk- ert þarfara að gera en skemmta sér í skammdeginu með því að mæla vitleysuna upp í þingliðinu. Þessi leikur gengur reyndar ein- um um of langt á stundum, reyndar svo komið núorðið að þingmenn eru sjálfir farnir að ganga fram fyrir skjöldu og krefj- ast þess að þeim sé sýnd „tilhlýði- leg virðing“ - og óskiljanlegt að einhverjum þeirra finnist þeir eiga „virðingu" inni hjá samborg- urunum. Gúrkutíð fjölmiðla yfir hásum- arið er oft skýrð með því að stjórnmálamenn liggi á meltunni eða róti í sínum eigin kálgörðum fjarri heimsins donti; í rauninni er engin gúrkutíð til, heldur gefst nú fjölmiðlum gott færi á að nota tímann, skrifa um og gera dag- skrárliði um eitthvað sem máli skiptir. Hvernig væri það? 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.