Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 20
PISTILL EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON Hugleiðing um borgarljós og mannréttindi Einhver hélt því fram í útvarps- þætti á dögunum að það ættu ekki að loga útiljós í borgum um nætur því að næturhiminninn sé fagur og það séu mannréttindi að geta virt hann fyrir sér í allri sinni tign. Ég tek heilshugar undir þetta með fegurð næturhiminsins. En skyldu pað vera mannréttindi að njóta hennar? Þessi spurning er ekki ein- göngu fræðilega áhugaverð. Hugtakið mannréttindi nefur á síðustu árum unnið sér sess sem eitthvert máttugasta siðferðis- hugtak sem við eigum kost á. Sett eru viðskiptabönn á heil ríki í nafni mannréttinda. Til eru mátt- ug alþjóðleg félög og stofnanir þeim til verndar. Fólk fórnar lafnvel lífi sínu fyrir þau. Þarna nafa mannréttindi vinninginn yfir réttlætið og jafnvel kærleikann. Ég held að Sameinuðu þjóðirnar hafi enga samþykkt gert um hann. Því er til nokkurs að vinna að takast mætti að finna skynsamlega leið til að skera úr um hvað séu mannréttindi og hvað ekki. Hugmyndin um mannréttindi er nýleg. Sókrates nefnir mannréttindi hvergi á nafn og ekki heldur Aristóteles eða Jesús og postularnir. Hana má þó með goðum vilja rekja aftur til hinna fornu Stoumanna, en nútíma- menn hafa einkum þegið hana af vmsum hugsuðurh 18. aldar og ninum merku plöggum sjálfstæð- isyfirlýsingu Banaaríkianna og stjórnarskrá frönsku byltingar- innar. Að baki þessari hugmynd lá einhver hugsun íþá veru að líkt og aðalsmaður hlytur ýmis for- rettindi vegna síns sérstaka blóðs, séu alíir menn fæddir með viss réttindi sem þeir hafa ein- vörðungu í krafti þess að þeir eru manneskjur. Maðurinn sem slík- ur var talinn hafa til að bera ein- hverja þá eiginieika sem gerðu hann helgan. Þess vegna tölum við líka um mannheTgi. Þessa eiginleika þáði maðurinn frá Guði, enda varla á annarra færi að skapa heilagar verur. í önd- verðu hugsuðu menn sér mannréttinai einkum sem rétt til lífs og eigna og sem frelsi til að fara sínu fram og halda fram sannfæringum sínum án afskipta stjórnvaloa. Þetta voru sem sagt fyrst og fremst réttindi sem lögðu stiórnvöldum taumhaldsskyldur á herðar, ekki verknaðarskyldur. Mannréttindahugmyndin tengist framgangi borgarastéttar og auðvalds, en fól pó þegar í öna- verðu í sér ýmislegt sem vísaði langt út fyrir sérkenni þessa skeiðs sögunnar. Mannréttindahugtakið eins og það er notað nú á dögum rúmar orðið fleira. Til dæmis er menntun talin til mannréttinda í Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þióðanna. Það er líka ljóst að til að geta nýtt lágmarks- mannréttindi sín í raun, tii dæmis þau að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og halda þeim á loft, verður vissum skilyrðum að vera fullnægt. Við þær aðstæður sem fólk byr nú við er ekki svo hægt að gera það ólæs og óskrifandi. En það er jafnframt Ijóst að slík rétt- mdi krefjast aðgerða fremur en aðgerðaleysis af einhverjum, og þá fyrst og fremst af stjórnvökf- um á hverjum stað. Mannréttindahugtakið sem slíkt er ekki vandkvæðalaust. Á hverju byggjast mannréttindi í raun og veru? Ef góður Guð gaf okkur þau eða við höfum þau vegna þess að við höfum ein- hvern neista guðdóms í okkur, þá gera mannréttindi ráð fyrir Guoi. En þetta er meira en sum okkar eru reiðubúin að kyngja, og alla vega vakna ýmsar spurnmgar þegar við hyggjum að því að mannréttindi eiga að vera alþjóð- legt hugtak. Knstnir menn nú á dögum geta víst flestir fallist á áð Guð hafi líka gætt heiðingja mannréttindum, en er sanngjarnt að ætlast til að heiðingjarnir taki mark á því? Nú vantar ekki að menn hafi reynt að finna mann- réttindum fótfestu annars staðar en í Guði eða trú. Ég hygg að það sé raunar mögulegt, en pó varla án þess að hugtakið breyti um blæ. Ástæðan er sú að helgin sem hin hefðbundna mannrettinda- hugmynd eignar manninum er í sjáTfu sér trúarleg hugmynd. Helgi er kannski möguleg án guð- dóms, en varla skiljanleg í Tjósi hugmyndarinnar um hann. Ánnar vandi vaknar þegar við reynum að afmarka mannréttind- in. Ef við föllumst á að til mannréttinda teljist fleira en lág- marksréttindi til afskiptaleysis annarra, hvar á að setja mörkin? Við þessari spurningu kann ég ekkert nákvæmt og algilt svar, ef ast í rauninni um aðkostur sé á slíku svari. Ég held að hægt sé að reisa mannréttindi á grunni hug- myndarinnar um gott líf fynr menn. Sé það rétt, ráðast mann- réttindi af lágmarksskilyrðum þess að maðurinn geti lifað vel. Én bersýnilega er þetta ekki nema fyrsta skrefið. Hér er ekki tóm til að freista bess að útfæra þessa hugmynd. Eg ætla að sinni að láta nægja að nefna nokkrar ástæður þess að fara ber sparlega með mannréttindahugtakið, jafnvel þótt við séum reiðubúin að skilja það rýmri skilningi en brautryðjendur þess. Ég þykist hafa merkt greini- lega tilhneigingu manna til að þenja mannréttindahugatakið út, jafnvel meira en það þolir. Orðin sem ég vék að í uppnafi og voru að ég neld mælt fram í alvöru eru til marks um þetta. Eiginlega er svo komið að margir setja fram kröfur sínar um hvaðeina sem þeir teldu heppilegt að hafa í nafni mannréttinda. Þetta fólk lítur ugglaust svo á að þar sem mannréttindi séu eitthvað sem eigi að taka alvarlega, hljóti það að vera vænlegast að halda því fram að það sem það vill séu mannréttindi. En það sem þenst vill líka þynnast, og afleiðingin er sú að tiltölulega léttvægir hlutir eru lagðir að jöfnu við það sem að sönnu er alvarlegt og brýnt. Haldi þessu fram sem norfir er alveg abyggilegt að menn hætta að taka mannrettindi mjög alvar- lega. Nema þá að farið sé að flokka mannréttindi í fyrsta, ann- an og þriðja flokk þannig að sum vegi pyngra en önnur. í sjálfu sér er ekkert athugavert við slíka flokun, enda kunna að koma upp aðstæður þar sem gera verður upp á milli ólíkra mannréttinda hvort sem er. Eigi að síður væri þetta óheppilegt. í fyrsta lagi, þá myndi verða óþörf ringulreið og ruglingur áður en menn gætu komið sér saman um slíka flokkun. í öðru lagi eru mannréttindi hugtak sem á best heima í stjórnarskrám og alþjóðasamskiptum. Þau eiga auovitað ekki að vera þar sem dauður bókstafur eða eins og hver annar lagabálkur, heldur sem lifandi leiðarljós í sam- skiptum ríkis og borgara. Þar sem þau eru alþjóðleg, sammannleg, ætti ekki að telja til mannréttinoa önnur réttindi en þau sem ætla má að sérhvert ríki geti virt. Svo er það annar handfeggur hvort ríkin virða þau í raun, en þau eiga að gera það og eiga því að geta það. I þriðja lagi, er ekki nóg með að þenslan í mannréttinda- hugtakinu geri léttvægari þau réttindi sem að sönnu eru mann- réttindi, heldur stuðlað hún að siðferðilegri fátækt. Til eru mörg önnur siðferðileg verðmæti en mannréttindi og mörg alvarleg siðferðisbrot önnur en mannrétt- indabrot. Er ekki ranglæti nógu slæmt? Eða mismunun? Eða skortur? Ef slíku er fyrir að fara, er þá ekki þegar kominn næg ástæða til aðgerða? Þurfa rang- indi endilega að vera mannrétt- indabrot að auki? Eða er fegurð festingarinnar ekki í sjálfu sér ærin ástæða til að skapa fólki möguleika til að njóta hennar, hvort sem það er nú hyggilegt að slökkva öll ljósin eða ekki? Ævintýri á götunni Ævintýrið á götunni heitir samnorrænt námskeið og leiksýn- ing sem ungt áhugaleikhúsfólk sýnir á götum Akraness á morg- un, laugardag. Ævintýrið cr af- rakstur námskeiðs sem haldið var á Akranesi dagana 21.-29. júlí, og hefst leiksýningin við Akraborg- ina kl. 13:30, væntanlega í blíð- skaparveðri. Bandalag íslenskra leikfélaga og Norræna áhugaleikhúsráðið halda námskeiðið og eru þátttak- endur 48 talsins, frá öllum Norð- urlöndum. Þátttakendur eru á aldrinum 16-26 ára og er stærsti hópurinn frá Danmörku, eða þrettán manns, tólf þátttakendur eru frá íslandi, sex frá Noregi, átta frá Svíþjóð, þrír frá Álands- eyjum, tveir frá Finnlandi, þrír frá Færeyjum og einn frá Græn- landi. Kennarar á námskeiðinu eru Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og Danirnir Jakob Kiörboe tón- listarmaður og Jens Kirkedal Jensen, sem hefur starfað sem grímugerðarmaður um árabil, aðallega með leikhópnum Den blaa hest. Sýningin verður öllum opin endurgjaldslaust, og er fólk hvatt til að skipuleggja menningarför á Skagann á laugardaginn. LG Bach og Vivaldi í Skál- holti Bachsveit Sumartónleika í Skálholti mun flytja söng- og hljómsveitarverk frá 18. öld á upprunaleg hljóðfæri á sumar- tónleikum á morgun og sunnu- dag. Á tónleikum á laugardag kl. 15 verða flutt verk eftir J.S. Bach, svo sem kantötur, kafla úr Susser Trost, mein Jesus kommt og þætti úr h-moll messunni. Sama dag kl. 17 verða tónleikar helgað- ir Antonio Vivaldi og flutt Conc- erto grosso í d-moll, Sumarið úr Árstíðunum og Nóttin, konsert í g-moll. Á tónleikum kl. 15 á sunnudag verða síðan fluttir úr- drættir úr efnisskrám laugardags- Bachsveit Sumartónleikanna á tröppum Skálholtskirkju. tónleika, og eins verður leikið úr tónleikaskrám við messu sama dag kl. 17. Einsöngvarar á tónleikunum eru Margrét Bóasdóttir sópran, Sverrir Guðjónsson alt, Michael J. Clarke tenór og Ragnar Dav- íðsson bassi. Bachsveitina, sem undanfarin fjögur ár hefur starf- að undir nafninu Barokksveit, skipa að þessu sinni Ann Wall- ström konsertmeistari, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Rúnar Vilbergsson, sem leikur á fagott, fiðluleikararnir Lilja Hjaltadótt- ir, Dóra Björgvinsdóttir og Þór- dís Stross, og Ásdís Runólfsdóttir lágfiðluleikari. Bryndís Björ- gvinsdóttir leikur á knéfiðlu, Páll Hannesson á bassafiðlu, Helga Ingólfsdóttir og Guðrún Óskars- dóttir á sembal og orgel og Hilm- ar Örn Agnarsson á orgel. LG Með eigin tækni Menningarsamtök norðlend- inga og Alþýðubankinn á Akur- eyri kynna þessa dagana verk Gunnars Friðrikssonar, og eru þau til sýnis í afgreiðslusal bank- ans að Skipagötu 14. Gunnar er fæddur 1942 og hóf nám við Myndlista- og handíða- skólann 1962. Hann sótti einnig tíma í Myndlistarskólanum við Freyjugötu og var þar í Mynd- höggvaradeild hjá Ásmundi Sveinssyni. Gunnar hefur haldið einkasýningar í Reykjavík, þá fyrstu í Bogasal Þjóðnjasafnsins, á Hofsósi, á Siglufirði og í Varm- ahlíð. Á kynningunni eru 13 myndir unnar með olíu á striga og með eigin tækni Gunnars, þar sem hann vinnur með sand á sérstak- an hátt. Öll verkin eru frá þessu ári. Sýningin stendur til 8. sept- ember. Ljóð Blýlýsi „í tigerbuxum með gular neglur til þerris á svartlakkaðri borðplötu og var áður hurð (sennilega í öðru húsi) rispur í límbandsbreðri sólrák liggur geitungurinn nýrotaður dagblaði hún bíður og blaðið byrjar að gulna Þannig hljóðar ljóðið Maria Bastion 6, Maastricht... sem er það fyrsta í nýrri ljóðabók Sigur- Sigurlaugur Elíasson Ljósmynda- sýning Bjarni Jónsson opnar Ijós- myndasýningu í Listasafni al- þýðu, Grensásvegi 16 kl. 14 á morgun. Á sýningunni eru um 75 myndir, sem skiptast í svart hvit- ar myndir, handlitaðar og lit- myndir stækkaðar á cibachrome pappír. Bjarni lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík, var við nám í Germain school of photo- graphy í New York 1982-83 og fékk Meistarabréf 1983. Hann hélt Ijósmyndasýningu í Lista- safni alþýðu í september 1986, auk þess sem hann tók þátt í sam- sýningu að Kjarvalsstöðum í febrúar-mars 1987. Bjarni á og rekur ljósmyndastofu í Hafnar- firði. laugs Elíassonar. Utgefandi er ljóðaforlagið Norðan Niður á Sauðárkróki, og er bókin gefin út með andlegum styrk úr Myrk- fælnissjóði. Sigurlaugur er fæddur 1957 og hefur áður gefið út ljóðabækurn- ar Grátónaregnboginn (1985) og Brunnklukkuturninn (1986). Blýlýsi geymir Ijóð og ljóðsögur sem skipað er í þrjá kafla á 50 síðum. Höfundur annaðist hönnun bókarinnar og mynd- skreytingu. LG 20 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.