Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 5
Samgöngur Sbandflutningar samræmdir Eimskip, Ríkisskip ogSkipadeildSambandsinssameinastumstrandflutninga. Samrœmd siglingaáætlun kemstígagnið um næstu áramót. Óvísthvortfarmgjöld lœkka en meðlag ríkisins með Ríkisskipum œtti að minnka Ieær var undirritað samkomju- fag ntilli Eimskipafélags Is- lands, Skipadeildar Sambandsias og Skipaútgerðar ríkisins um aukna samvinnu þessara fyrir- tækja í strandflutningum. Er að því stefnt að koma á samræmdri siglingaáætlun í síðasta lagi um næstu áramót. Það voru þeir Guðjón B. Ól- afsson forstjórí Sambandsins, Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips og Steingrímur J. Sig- fússon samgönguráðherra sem undirrituðu samkomulagið í gær. í því felst að gerður verði samn- ingur til fimm ára um samvinnu í strandflutningum með það að markmiði að auka hagkvæmrii þessara flutninga og draga úr- kostnaði við þá. Jafnramt er stefnt að því að þjónusta við staði utan Reykjavíkur verði ekki minni en verið hefur. Strandflutningarnir hafa verið hálfgert vandræðabarn um langt skeið. Skipaútgerð ríkisins hefur verið rekin með tapi sem bætt hefur verið úr ríkissjóði og skilja mátti á forstjórum hinna. skipaf- élaganna í gær að sama hefði ver- ið uppi á teningnum hjá þeim. Engin samvinna hefur verið um flutninga til og frá Reykjavík og í stöku tilvikum hefur þrefalt flutningakerfi verið í gangi. Að sögn samgönguráðherra er það tilgangurinn með gerð sam- komulagsins að ná meiri hag- kvæmni í rekstri og betri nýtingu á þeirri flutningsgetu sem er fyrir hendi hjá fyrirtækjunum þremur. Ætti það að skila sér fljótlega, kannski ekki í lækkuðum farm- gjöldum en í það minnsta í lækk- uðu meðlagi ríkissjóðs. Fyrirtækin þrjú munu skipa fulltrúa í nefnd sem á að sam- ræma reksturinn og búa til sigl- ingaáætlun fyrir næstu áramót. Ljóst er að eitt af skipum Ríkis- skipa verður tekið úr umferð þeg- ar áætlunin tekur gildi og búast má við frekari fækkun skipa síð- ar. Einnig verður þjónustan í landi endurskipulögð. Aðspurðir höfnuðu forstjór- arnir því að þetta væri fyrsta skrefið í sameiningu fyrirtækj- anna, það væri nauðsynlegt að hafa fleiri en eitt fyrirtæki í flutn- ingum. Hins vegar væri rétt að taka upp samvinnu þar sem það væri eðlilegt. Ráðherra kvaðst Guðjón B. Ólafsson t.v. og Hörður Sigurgestsson handsala samkomulagið, Steingrfmur J. Sigfússon fylgist með. Mynd: Kristinn. Ríkisútgjöld Utilokaö að skera meira niður Niðurskurður í mennta- og heilbrigðismálum ekki mögulegur. Guð mundur Bjarnason heilbrigðisráðherra: Munþýðaskref afturábak í velferðarkerfinu Hugmyndir efnahagsnefndar Alþýðuflokksins hafa mælst mjög misjafnlega mönnum, þótt flestir fagni tillögum í sparnaðar- átt. I ÞjóðvUjanum í gær sagði Svavar Gestsson menntamála- ráðherra ekki mögulegt að skera Norrœna ráðherranefndin Fullorðins- fræðsla Ráðstefna um fullorðins- fræðslu verður haldin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar f dag og á morgun á Hótel Sögu. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Nýjar leiðir í fullorðinsfr æðslu á Norðurlöndum". Gert er ráð fyrir að 10-15 þátt- takendur verði frá hverju Norðurlandanna, þannig að aíls munu 70 manns sitja ráðstefn- una. Erindi verða flutt um tengsl milli vinnumarkaðsmenntunar og almennrar menntunar fyrir fullorðna, um fræðslu á vegum stórfyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu og um reynslu Dana og Svía af fullorðinsfræðslu. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra og formaður Norrænu ráðherranefndarinnar setur ráð- stefnuna kl. 9.00 á föstu- dagsmorgun. ns. niður f menntamálum eins og menntastefnan í landinu er nú. Hugmyndir Alþýðuflokksins eru að skera menntamál niður um 1 miljarð. Guðmundur Bjarnason heUbrigðisráðherra sagði það sama f samtali við Þjóðviljann, hann sæi ekki hvernig ætti að skera meira niður en gert hefur verið f heUbrigðtskerfinu. Hvað þá um 2 miljarða. Guðmundur sagðist fagna til- lögum sem fram koma um sparn- að og frekari hagræðingu í þess- um dýra málaflokki sem heilbrigðiskerfið er, en sagði jafnframt að sér væri það hulin ráðgáta hvernig Alþýðuflokks- menn hefðu hugsað sér að skera þarna niður um 2 miljarða án þess að það komi verulega niður á velferðarkerfinu. „Ef þeir Al- þýðuflokksmenn geta hugsað sér að gera þetta þá hlýtur það að þýða að þeir séu tilbúnir að draga verulega úr eða stíga verulegt skref afturábak í þessari mikil- vægu þjónustu." Að sögn Guðmundar hefur mikill sparnaður og hagræðing orðið í heilbrigðiskerfinu síðasta ár til að mæta 4% niðurskurðin- um, en það hafi komið töluvert niður á þjónustunni, deildum hafi verið lokað og fleira. J?ví sé algerlega útilokað að finna leiðir til að skera niður um 2 miljarða án þess að það komi verulega nið- ur á þjónustu heilbrigðiskerfis- ins. Nýtt stjórnarsamstarf Hjörleifur á máti Borgumm Hjörleifur Guttormsson, styður ekki tUraunir stjórnarflokk- anna til að fá Borgaraflokkinn í ríkisstjórn. í leiðara sem Hjðr- leifur skrifar í Austurland, segir hann að hrossakaup þau sem hafi farið fram við Borgaraflokkinn, hafi vakið óbeit margra stuðn- ingsmanna stjórnarinnar og dregið úr tiltrú á hana meðal al- mennings. í leiðaranum spyr Hjörleifur hvaða nauðir reki menn til að kaupa ósamstætt lið Borgara- flokks til fylgis við ríkisstjórnina. Svarið við þeirri spurningu sé ekki augljóst og ekki nægi að benda á stöðu stjórnarinnar í neðri deild Alþingis. Stjórnin hafi komið öllum helstu málum sínum í gegnum deildina á síðasta þingi, þrátt fyrir jafna stöðu stjórnar og stjórnarandstöðu. Þá bendir Hjörleifur á að mið- stjórn Alþýðubandalagsins hafi hafnað viðræðum við Borgara- flokkinn þegar miðstjórnin tók afstöðu til aðildar að ríkisstjórn- inni í september í fyrra. Engin ástæða sé til að breyta þeirri sam- þykkt. Vill þingmaðurinn að ríkisstjórnin einbeiti sér að að- kallandi málum í stað þess að eyða tíma í Borgaraflokkinn. Ríkisfjármálin beri þar hæst og spurningin um fjárlagagerð næsta árs. Hjörleifur spyr hvort ríkis- stjórnin ætli að halda uppi vörn- um fyrir velferðarkerfið og sam- neysluria, fyrir þeim vörgum sem vilji veg hennar sem minnstan. Hann segir einnig að ekki sé tímabært að reisa nýja álbræðslu í Straumsvík og keyra upp virkjun- arframkvæmdir á Suðurlandi, sem hvorttveggja muni sópa fólki utan af landi á höfuðborgarsvæð- ið. Hjörleifur nefnir fleira til. Hann endar leiðarann á því að segja, að ef þingmeirihluta bresti eða nái stjórnarliðið ekki saman í stórum málum, eigi hiklaust að rjúfa þing og ganga til kosninga. -hmp ekki óttast að með þessu samkomulagi væri stuðlað að verðeinokun, skipaflutningar væru í samkeppni við aðrar flutn- ingaleiðir, bfla og flugvélar, og auk þess væru farmgjöld háð verðlagseftirliti. -ÞH Fótbolti - bikarkeppni KRIoks í úrslitum Á sunnudag fer fram úrslita- leikur f Bikarkeppni KSÍ þegar Reykjavfkurrisarnir Fram og KR etja kappi á LaugardalsveUi. Lið- in hafa tólf sinnum leikið í bikar- keppninni og hefur hvort lið bor- ið sex sinnum sigur úr býtum. KR-ingar hafa oftast allra orð- ið bikarmeistarar. Þeir unnu sjö sinnum á árunum 1960-67 en hafa ekki náð að sigra í keppninni eftir það. Fram hefur hinsvegar tólf sinnum leikið til úrslita í keppn- inni og unnið sex sinnum. Fram- arar eiga því möguleika á að jafna met KR-inga sem sigurvegarar í bikarkeppninni. Þarsem KR-ingar hafa ekki leikið til úrslita í keppninni síðan 1968 eru það aðeins „útlending- arnir" í liðinu sem hafa reynslu af bikarúrslitaleikjum. Pétur Pét- ursson lék tvívegis í úrslitum með Skagamönnum og sigraði í bæði skiptin. Keflvíkingarnir Sigurður Björgvinsson og Gunnar Odds- son hafa einnig leikið til úrslita en aldrei náð að sigra. Lið Fram er talsvert leikreyndara í bikarkeppni. Guð- mundur Steinsson og Pétur Ormslev hafa leikið átta sinnum til úrslita í keppninni og sigrað fjórum sinnum, en flestir hinna hafa áður orðið bikarmeistarar. Það er því ljóst að úrslitaleik- urinn á sunnudag verður hörku- viðureign tveggja góðra liða sem bæði hafa að miklu að keppa. Leikurinn hefst kl. 14.00, en for- sala er þegar hafin í félagsheimil- um liðanna, í Austurstræti í dag frá kl. 11, í Kringlunni í dag kl. 12-19 og á morgun kl. 10-16 og á Laugardalsvelli á morgun kl. 10- 16 og á sunnudag frá kl. 10. Verð er kr. 900 í stúku, kr. 600 í stæði og kr. 250 fyrir börn í stæði. -þóm Ályktun Undrandi á SUS Félag tónskálda og textahöf- unda samþykkti á stjórnarfundi sínum nýlega ályktun þar sem lýst er undrun félagsins á ályktun Sambands ungra sjálfstæðis- manna um menningarmál. Sú á- lyktun var sem kunnugt er sam- þykkt á 30. þingi ungra Sjálfstæð- ismanna, þar sem þeir leggja til að Rás 2 verði lögð niður. Svo segir í ályktun FTT: „Stjórn FTT mótmælir hugmynd- um um að leggja niður starfsemi Rásar 2 og lýsir fullum stuðningi við starfsemi Ríkisútvarpsins." ns. Föstudagur 25. ágúst 1989 NÝÍT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.