Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 20
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON PISTILL MENNING Um rangmælí og rassbögur Ein af ömurlegum afleiðingum fjölmiðlafársins, sem dundi yfir þjóðina fyrir þremur árum, hefur verið hömlulaus ásókn mjög mis- jafnlega menntaðs og máli farins fólks í störf hjá fjölmiðlum, bæði nýjum og gömlum. Ekki er mér kunnugt um, hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem ráðnir eru til slíkra starfa, en þær geta varla verið sérlega strangar, ef dæma má af frammistöðunni. Það sem fyrst stingur í augu og sker í eyru er meðferð móður- málsins. Má heita viðburður ef fréttamenn ljósvakafjölmiðlanna komast klakklaust frá sinni dag- legu framreiðslu, og dagblöðin krökta í hverskyns hortittum, ambögum og málvillum. Sumt af því er tekið til meðferðar í þættin- um „Daglegt mál", en hann er ekki fluttur nema tvisvar í viku og annar því hvergi nærri að gera svo viðamiklu máli viðhlítandi skil. Ef vel ætti að vera, þyrfti þáttur- inn að vera daglegur liður í dagskránni, ekki síst með hlið- sjón af því, að efnt hefur verið til opinberrar herferðar til varnar og eflingar móðurmálinu. Vægast sagt var það einkennileg ráðstöf- un hjá forráðamönnum Ríkisút- varpsins að grisja þættina á sama tíma og meðferð tungunnar fór síhrakandi. Nú er svo komið, að ekki verð- ur lengur unað við velviljaðar yf- irlýsingar á hátíðum og tyíli- dögum, heldur er þörf á rót- tækum og raunhæfum aðgerðum. Skólarnir verða vitaskuld að taka á honum stóra sínum í þessum efnum, en fyrst og fremst verður að stefna að því að fjölmiðlafólk hafi móðurmálið á valdi sínu, þareð á því veltur flestum öðrum fremur hver framtíðarþróunin verður. Gera verður þá skilyrðis- lausu kröfu, að þeir sem ráðast til fastra starfa eða þáttagerðar hjá fjölmiðlum hafi full tök á ís- lenskri tungu. Annað er undan- sláttur og uppgjöf. Annar áberandi þáttur í fari fjölmiðlafólks á seinni árum er þekkingarleysi. Þetta á fyrst og fremst við um þá sem taka að sér ýmsa þætti í útvarpi og sjónvarpi, en vill líka brenna við hjá frétta- mönnum almennt. Af tilviljun sá ég nýverið tvo þætti sem ganga undir nafninu „Réttan á röng- unni". í þeim fyrri komu við sögu nöfn á grískum goðsagnapersón- um. Alltíeinu birtist einsog skoll- inn úr sauðarleggnum nafnið Herkúles, sem hvergi er til í grískum goðsögnum, en er aftur- ámóti latneska og enska nafnið á grísku goðsagnahetjunni Herak- lesi, á sama hátt og Ulysses er latneskaogenskanafniðáódys - seifí.Það vitnar bæði um fáfræði og ískyggileg áhrif enskrar tungu þegar hausavíxl af þessu tagi eiga sér stað. í þættinum á laugardag- inn komu við sögu nöfn innlendra og erlendra myndlistarmanna. Meðal þeirra voru heimskunn nöfn á borð við Titian og Mondri- an,sem voru rétt stafsett á töfl- unni, en stjórnanda þáttarins var fyrirmunað að lesa þau og sagði í tvígang Títanían og aftur í tvígang Mondírían. Var lýðum ljóst að blessuð konan þekkti hvorugt nafnanna! Fyrir nokkrum árum var efnt til Olympíuskákmóts í borginni Þessalóníku í Norður- Grikklandi. Ekki gátu nema fáir fjölmiðlar farið rétt með nafn þessarar þekktu borgar, og eru þó tvö bréf Páls postula í Nýja testamentinu við hana kennd. Hinir nefndu hana Saloniki eða Salonika, sem eru enskar afbak- anir á nafninu. Ríkissjónvarpið hafði svo mikið við að láta gera kort af Grikklandi og teikna inná það borgina Ólympíu, sem mótið var kennt við. En þá tókst ekki betur til en svo, að Ólympía var teiknuð inná kortið þarsem fjall- ið Ólympos stendur, skammt frá Þessalóníku, en Ólympía er sem kunnugt er í hinum enda Grikk- lands, syðst á Pelopsskaga. í ein- feldni minni hringdi ég í frétta- stofu sjónvarps og fór þess á leit, að þessi hlálegu mistök yrðu leiðrétt í seinni fréttatíma,en því var náttúrlega ekki sinnt - vænt- anlega í þeirri vissu að þorri landsmanna væri svo illa upplýst- ur að hann gerði sér enga grein fyrir mistökunum, en hinir máttu eiga sína vitneskju fyrir sig! Önnur hvimleið mistök, sem hvarvetna má sjá (m.a. í nafni leiklistarklúbbs Menntaskólans við Sund), eru þau að nefna leiklistargyðjuna Thalíu eða jafnvel Talíu, þó hún hafi frá öndverðu heitið Þalía. Grikkir búa nefnilega svo vel að eiga bók- stafinn „þ" alveg einsog við, og þessvegna er útí hött að nota enskan eða norrænan rithátt á grískum nöfnum. Tónskáldið ást- sæla heitir því Þeódórakis, en ekki Theodorakis eins og oft sést á prenti hérlendis. Eitt enn hlálegt dæmi er rit- háttur nafnsins Jesús, sem í þol- falli, þágufalli og eignarfalli er Jesú. En einsog sjá mátti í síðasta Helgarblaði og heyra má þrásinn- is í útvárpi og sjónvarpi, er farið að nota orðmyndina Jesú í nefni- falli (og jafnvel Jesús í eignar- falli), sem vitnar um ótrúlega fá- fræði varðandi einn af hyrningar- steinum menningarinnar sem við lifum og hrærumst í. Tvö landfræðiheiti koma mér jafnan skringilega fyrir sjónir þegar ég sé þau á prenti. Annað þeirra er Malasía og haft um land það sem Malajar byggja og heitir vitanlega Malajsía, ef fréttamenn gæfu sér tíma til að hugsa málið, og þá helst rökrétt. Hitt heitið er Karabíska hafið og kemur víða fyrir, í fréttum auglýsingabæk- lingum og jafnvel þýddum ljóð- um. En þetta blessað haf er bara hvergi til, hvorki á landabréfum né á hnattkúlunni. Afturámóti er til haf útifyrir ströndum Mið- Amríku og nefnist Karfbahaf, kennt við þjóðflokk indíána sem byggir eyju á því hafi og heitir Karfbar. Hvernig hægt er að fá „Karabíska hafið" útúr Karíba- hafi er óráðinn leyndardómur. Vilji menn endilega mynda lýs- ingarorð úr Karíbum, hlýtur það að verða „karíbskur". Hitt liggur í augum uppi, að ekki er ævinlega hægt að mynda lýsingarorð úr landfræðiheitum einsog tildæmis Kyrrahafi eða Atlantshafi, og verður þá að notast við umorðun, svosem „eyjar á Karíbahafi" í staðinn fyrir málleysuna „karab- ískar eyjar". Vera má að meira eða minna málhöltu fjölmiðlafólki þyki þessar aðfinnslur fjarri öllu lagi og ekki þess verðar að teknar séu í fullri alvöru, en ég þykist mega slá því föstu, að þegar farið er að slá af kröfum um málvöndun, þekkingu á málefnum sem um er fjallað og verkkunnáttu, þá er ekki langt yfrí fjólugarðinn þar- sem málleysur, rangmæli og rass- bögur vaxa einsog villigróðurt Fái hann að dafna í friði, „hvað er þá orðið okkart starf í sex hundr- uð sumur?" Spáð í spilin Besti vinur Ijóðsins á Hótel Borg: Fangakapall eftir Valgeir Skagfjörð. Leikstjóri: Valgeir Skagfiörð. Leikendur: Hanna María Karlsdótt- ir, Steinn Ármann Magnússon, Viðar Eggertsson. í fyrrakvöld stóð Besti vinur ljóðsins fyrir leiklestri á nýju leikriti eftir Valgeir Skagfjörð. Höfundurinn skrifar stuttan pistil í leikskrá og gerir þar nokkra grein fyrir eðli þessa fyrirbæris þegar leikarar standa á sviðinu með bók við hönd og flytja text- ann, lesa upphátt með tilþrifum, nánast einsog þeir séu á æfingu, ekki enn lausir við bókina og þreifi sig áfram með hlutverkið, kanni vaðið fyrir neðan sig. Það er rétt hjá Valgeiri að mikil lyftistöng gæti það orðið fjölda höfunda ef leikrit nytu þessa tækifæris að skýrast fyrir leikur- um, leikhöfundi, leikhúsfólki og áhugasömum áhorfendum. Sannanlega haf a mörg leikverk fallið í gleymsku fyrir þær sakir einar að þau komust ekki fyrir almenningssjónir, ófáir höfundar misst þetta tækifæri sem þeim réttilega bar. Qg víst hlýtur það að vera verkefni leikhúsanna í landinu að styrkja höfunda og eins innviði leikmenningar okkar með slíkum uppákomum. Það er því þarft og hollt uppá- tæki hjá Hrafni Jökulssyni og Kó að snúa sér að leiksýningum með þessum hætti, því víst var flutnin- gurinn á miðvikudag kominn sýnu lengra en venjulegur leiklestur og farinn að taka á sig sýningarsnið. Valgeir einbeitir sér í þessu leikriti að þeim sem standa lágt á strái. Fólki sem situr neðst í mannvirðingarstiganum og kemst ekki hærra. Menningarleg og stéttarleg staða þess er vonlaus. Það lifir á opinberu framfæri og afbrotum. Það eygir hvergi undankomuleið og lifir mest í sáru volæði sjálfs- meðaumkunar og beiskra drauma. Þetta er þaulkannað land af fjölda ágætra höfunda víða um álfur, nægir að nefna risa natúralismans, Gorkí og O'Neill, og minni spámenn sem hafa þrætt þeirra slóð. Hér líkt og þar er sumpart verið að gæla við hrjúfan lífsmáta, tætt siðferði og gróft </> r o ^A -^ " * s <___/ IU _i á, PALL BALDVIN BALDVINSSON orðbragð. Og í borgaralegu sam- hengi leiklistar okkar aldar er slfkt efni fróun samúðar og sjálf- birgingsháttar - hvernig dreggjar samfélagsins hafa það. Tilraunir til að rita leikrit um þessháttar samfélagskima eru þekktar úr okkar eigin leikritun og nægir að nefna Jökul og verk hans því til sönnunar. Hvernig tekst þá Valgeiri til í þetta skiptið? Hann hefur áður sótt á þessi mið og þau virðast liggja honum nærri. í. fljótu bragði virðist verk hans fyrst og fremst skorta undirbyggingu, hér á ferðinni fafla sem er býsna ein- föld og næsta fyrirsegjanleg. Ekkert kemur á óvart. Textinn sem hann leggur leikurunum í munn er lipur, dálítið fljóta- skriftalegur enda virðist Valgeir eiga mjög auðvelt með að skrifa, sem er ekki lítill kostur fyrir ung- an höfund. Hann verður bara að undirbyggja verkin betur, skapa persónunum dýpri forsendur, fjölga þráðum í forsögu þeirra, því ekki verður séð af texta hans að samþjöppun eigi við hann sem höfund. Annað atriði sem gott væri að hyggja að, þótt þar trúi ég leikstjórinn hafi náð yfirtökum á höfundinum: stóran kafla af drungalegu leikriti sínu sviðsetti Valgeir á miðvikudagskvöld sem gamanleik, leikendur teygðu sig í þá áttina í heldur grófum leik sem var þó prýðilega unninn miðað við efni og aðstæður. Þessi kaldr- anatilhneiging er orðin nokkuð áberandi í sýningum á verkum ís- lenskra höfunda og skilar sér í trekktum hlátursviðbrögðum áhorfenda, rétt eins og allir skýli sér bak við dömu duluna og sú samúð 'sem oft liggur að baki höfundarverkinu skuli fyrir alla muni ekki skila sér. Blítt skal hverfa á bak við strítt hvað sem það kostar. Þetta viðhorf er skað- legt og blindar áhorfandann þeg- ar til lengdar lætur gegn ríkri til- hneigingu sem hann þarf vissu- lega að bjóta í leikhúsi - tilfinn- ingasemi. Lok Hundadaga '89 Síðustu sýningar í íslensku óperunni um helgina. Lokatónleik ar á höfuðdag Nú líður að lokum Hundadaga '89; listahátíðar Tónlistarfélags Kristskirkju, Alþýðuleikhússins og Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar. Vonandi þykir skipuleggj- cnduin hátiðin hafa tekist nægi- lega vel til þess að hætta á aðra slíka, en hugmyndin var að gera hátíðina að árvissum viðburði, - „þó með auknum áherslum ann- aðhvert ár", eins og segir í dag- skrá hátíðarinnar. í kvöld verður síðasta sýningin á óperu Karólínu Eiríksdóttur, Mann hef ég séð, í íslensku óper- unni. Síðustu sýningar Alþýðu- leikhússins á Macbeth verða í Óperunni á laugardags og sunnu- dagskvöld. Leikritið er í nýrri þýðingu Sverris Hólmarssonar sem er nú komin út á bók hjá bókaforlaginu Iðunni. íslensku tónleikarnir, sem féllu niður á miðvikudaginn var, verða í Óperunni á mánudagsk- völdið. Þá flytja Manuela Wiesl- er, Einar Jóhannesson og Þor- steinn Gauti Sigurðsson tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Karó- línu Eiríksdóttur og Leif Þórar- insson. Lokatónleikar Hundadaga verða síðan í Óperunni á höfuð- dag, þriðjudaginn 29. ágúst. Hát- íðarhljómsveit Hundadaga leikur þar verk eftir Boulez, Schönberg, Satie, Grisey og Þorkel Sigur- björnsson undir stjórn Pascals Verrot og Hákonar Leifssonar. Einleikari á tónleikunum verður Manuela Wiesler, en hljóm- sveitina skipa hljóðfæraleikarar sem margir hverjir starfa eða eru við nám erlendis og eru sérstak- lega komrúr til landsins til að leika með hljómsveitinni. LG Sú seinni af tveimur sýningum á Mann hef ég séð verður í Óperunni í kvöld. Ingegerd Nilsson í hlutverki sínu. Mynd - Kristinn. 20 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ ísland í Merian Ágústhefti hins þekkta þýska tímarits Merian er helgað íslandi, en nú eru liðin sautján ár síðan tímaritið fjallaði um Island. Mer- ian kemur mánaðarlega og fjallar sérhvert tölublað þess um ákveð- ið landsvæði. í tímaritinu eru greinar eftir ýmsa fslendinga, m.a. forseta ís- lands Vigdísi Finnbogadóttur, og nefnist greinin í lauslegri þýðingu „Tungan er líflína okkar". Sigurður A. Magnússon skrifar um íslenska hestinn. Thor Vil- hjálmsson fjallar um íslendingas- ögurnar, gullaldarbókmenntir ís- lendinga. Þorgeir Þorgeirsson birtir smásögu sína Heilaspuni og Elísabet Þorgeirsdóttir fjallar um Vestfirði. Auk verka íslensku höfu- ndanna er fjallað um allt milli himins og jarðar á íslandi, Hall- dór Laxness, hringveginn, höfu- ðborgina, fiskinn og þannig mætti lengi telja. Þá prýðir tíma- ritið fjöldinn allur af mjög fal- legum litmyndum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.