Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 6
Nýr búvöru- samningur Nauðsynleg áætlunargerð eða misskilin byggðastefna? Staöa landbúnaöarins og stuðningur ríkisvaldsins við þessa atvinnugrein hefur verið ofarlega á baugi undan- farin ár. Neytendur kvarta undan háu verði og menn sjá ofsjónum yfir þeim fjárhæðum sem veitt ertil landbúnaðarins í formi niðurgreiðslna, útflutn- ingsbóta og annarra styrkja. Þó tók að margra mati steininn fyrst úr þegar Jón Helgason þáverandi landbún- aðarráðherra dreif í gegnum þingið búvörusamning skömmu fyrir þingkosningar vorið 1987, sem batt hendur komandi landbúnaðarráð- herra til 1. september 1992. Nú styttist tíminn óðum í að þessi búvörusamningur Jóns Helgasonar renni útog eru því menn byrjaðir að horfa til framtíðarinnar. Hvað tekur þá við? Þegar hafa fulltrúar bænda og ríkis fundað þrisvar um nýjan bú- vörusamning. Á síðasta fundi þessara aðila lögðu fulltrúar bændasamtakanna fram hug- myndir að emisatriðum nýs bú- vörusamnings. Þetta er plagg upp á fimm vélritaðar síður og er þar sú breyting helst að inn í þessi drög að nýjum búvörusamningi eru tekin ölí ríkisútgjöld til land- búnaðarins. Þannig fjallar einn kafiinn um félagslegar aðgerðir, annar um séstök átaks- og þróun- arverkefni á samningstímanum, um nýja atvinnusköpun í sveit- um, um aðgerðir til þess að auðvelda aðlögun, um fjárfest- ingar, rannsóknir og leiðbeining- ar og þannig mætti telja áfram. íhaldssöm stefna Þessi samningur á að gilda til ársins 2000 samkvæmt hugmynd- um Stéttarsambands bænda. „Það er mjög mikilvægt að mörk- uð sé stefna til lengri tíma. Síðast gilti samningurinn til fjögurra ára og var það spor í rétta átt en það er mjög mikilvægt að það liggi fyrir rammi til næstu aldamóta," sagði Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsam- bandsins. Hákon svarar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra á þá leið að Jón skilji hvorki upp né niður í bú- vörusamningnum. „í fyrri samningnum var samn- ingsmagnið bundið en í þessum hugmyndum sem við höfum lagt fram er samið um ákveðið magn í upphafi en svo á að taka mið af markaðsþróuninni árlega," segir Hákon. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur ýmislegt við þessi samningsdrög að athuga. „Eg vil freista þess að ná samkomulagi um landbúnaðarstefnuna á já- kvæðum grundvelli í stað þess að byggja svona mikið á styrkjakerfi: með hefðbundnu sniði einsog gert er í þessu plaggi Stéttarsam- bandsins. Þessi stefna sem þarna er lýst er íhaldssöm stefna." Hann segist ekki viss um að svona samningur sé rétta formið á því að leysa vanda landbúnað- arins en verði það ofan á að slíkur samningur verði gerður þá segist hann telja eðlilegt að það verði ekki fyrr en að afstöðnum kosn- ingum 1991. „Það er mjög óheppilegt að slíkur samningur sé keyrður í gegn í lok kjörtímabils einsog gert var síðast." Þá hefur Jón ýmislegt við tíma- lengd samningsins að athuga. „Það að samningurinn á að gilda í átta ár finnst mér gefa í skyn afar hægfara aðlögun að markaðsað- stæðum. Ég myndi vilja sjá beinni samsvörun niðurgreiðslna við markaðsaðstæður næst liðins árs en í þessum samningsdrögum er talað um meðalneyslu þriggja ára. Ég tel ekki skynsamlegt að festa hlutfall niðurgreiðslna í mörg ár í senn og tel eðlilegt að niðurgreiðslurnar lækki eftir þvf sem líður á aðlögunartímann." Aðlögun en ekki sveðjuhögg „Ég tel mjög varasamt að menn einblíni á ártalið. Það er innihald samkomulagsins sem gert verður sem skiptir megin máli," sagði Steingrímur J. Sig- fússon landbúnaðarráðherra. Steingrímur segist telja eðlilegt að einhver rammi til lengri tíma sé settur, sem feli í sér aðlögun „en það er ekki inni í myndinni af minni hálfu að samið sé um fast magn til átta ára." Hann segist telja mjög mikil- vægt að bændur hefji strax að- gerðir til þess að laga sig að breyttum aðstæðum og að strax í haust verði gripið til aðgerða, enda sé haustið ákveðinn vendi- punktur hjá bændum. Búast má við að hann kynni þessar hug- myndir á aðalfundi Stéttar- samands bænda sem haldinn verður að Hvanneyri um næstu mánaðamót. Hann vildi hinsveg- ar ekki fara nánar út í þá sálma í blaðaviðtali áður en hann kynnti þær bændum. „Ég tel eðlilegt að bændur lagi framleiðsluna að markaðsað- stæðum og þá er ég að tala um aðlögun en ekki sveðjuhögg." Hann benti á að það væri mikil þörf fyrir hagræðingu í greininni til að lækka tilkostnað. Einnig þyrfti að reyna að hafa áhrif á markaðinn. „Ef hægt er að hafa verð á landbúnaðarvörum við- ráðanlegt þá eru neytendur fúsir til þess að kaupa þær. Ég sé því fyrir mér fjölþætta áætlun þar sem allra mögulegra leiða er leitað til þess að ná þessu mark- miði." Meðal þess sem Steingrímur minntist á var virðisaukaskattur- inn. Hann sagðist helst hafa vilj- að hafa innlendar landbúnaðar- vörur skattfrjálsar en næst besti kosturinn sé að hafa þær á lægra skattstigi. „Menn verða jafnframt að. spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir séu tilbúnir að leggja á sig þann kostnað sem er samfara hagræðingu og aðlögun greinar- innar að breyttum aðstæðum. Slíkur kostnaður felst m.a. í stuðningi við uppbyggingu ann- arra atvinnugreina. Allar svona skipulagsbreytingar geta kostað peninga tímabundið þótt þær skili sér margfalt seinna. Ódýr- asta leiðin fyrir núverandi ríkis- stjórn væri að láta bændur setja sem flestar gimbrar á en það yrði þá höfuðverkur þeirra sem tækju við að taka á því vandamáli sem af því hlytist." Markaðslausnir í stað miðstýringar Friðrik Sophusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins vildi leggja áherslu á það að búvöru- samningurinn 1987 hafi verið gerður til þess að aðlaga landbún- aðinn að breyttum tímum og minni framleiðslu. „Ég sé ekki að hægt sé að gera samning sem tekur til jafn margra þátta og þarna er talað um þótt vafalaust þurfi að teygja á að- lögunartímanum. Það sem ég tel mikilvægast er að verðlag á land- búnaðarvörum lækki og þá er ég að tala um að framleiðslukostn- aður lækki. Það er bráðnauðsyn- legt. Það verður að leita að mark- aðslausnum í stað miðstýringar. Þá á ég við að bústærðin sé með þeim hætti að menn geti lifað með góðum hætti á góðum jörð- um en að aðrir sem ekki eru sam- keppnisfærir geti á góðum tíma snúið sér að öðru. Til þess að ná þessu fram verður ríkið auðvitað að grípa til stuðningsaðgerða sem gætu m.a. falist í því að menn fengju greidd laun án þess að framleiða." Friðrik tók sem dæmi um hvernig hægt væri að minnka framleiðslukostnaðinn. Bændur á þremur bújörðum í Eyjafirði sem ákváðu að sameina búrek- sturinn sýndu fram á gífurlegan sparnað með því. Frjáls innflutningur Eitt atriði í samningsdrögun- um á vafalaust eftir að verða mjög umdeilt: „að ekki verði á samningstímanum leyfður inn- flutningur búvara sem raskað geti forsendum samningsins." Þannig má t.d. segja að hrísgrjón og spaghetti raski forsendunum þar sem slfkar vörur eru oft notaðar í stað kartaflna. „Með þessu viljum við koma í veg fyrir að stjórnlaus innflutn- ingur á matvælum verði leyfður. Þannig fer t.d. fjórðungur af þeirri mjólk sem er framleidd samkvæmt samningnum í smjör. Við viljum því koma í veg fyrir að leyfður verði innflutningur á mjólkurafurðum og kjöti sem kippa fótunum undan samningn- um. Neytendur eiga margra kosta völ í matvælum og þurfa því ekki að líða fyrir slíkt," sagði Hákon Sigurgrímsson. „Fortakslaust bann við inn- flutningi á búvörum er ekki í takt við tímann," sagði Jón Sigurðs- son. „Við eigum mikið undir hvað fríverslun með fiskafurðir varðar og víða erlendis er litið á fiskafurðir á sama hátt og land- búnaðarvörur. Hér eru því stærri hagsmunir í húfi en hagsmunir landbúnaðarins eins. Svona yfir- lýsingar tel ég að þjóni ekki ís- lenskum hagsmunum." Friðrik Sophusson vill fara var- lega í sakirnar. „Ég vil skoða í fyllstu alvöru hvort hugsanlegt sé að flytja inn einhverjar búvörur en ég geri mér grein fyrir því að það verður að fara varlega í þau mál." Friðrik nefndi kjúklinga og svín sem landbúnaðarafurðir sem hugsanlegt væri að leyfa innflutn- ing á þar sem þessar afurðir væru hvort eð er fóðraðar á innfluttu fóðri. Niðurgreiðslan beint til bænda „Útekt fari fram á núverandi kerfi niðurgreiðslna og útflutn- ingsbóta m.a. með tilliti til þess hvort hagkvæmt sé að greiða nið- ur vöruverð á frumstigi fram- leiðslu, eða taka upp beinar greiðslur til bænda," segir í ein- um lið samningsdraganna. Allir viðmælendur blaðsins voru sammála um að þetta væri athyglisverð tillaga sem bæri að skoða gaumgæfilega. Kostirnír við þetta eru þeir að þetta myndi lækka kostnaðarverð vörunnar þar sem varan færi ódýrari frá bændum til milhliðanna sem leggja ákveðna prósentu á vör- una. Einnig telja menn að hægt yrði að stýra framleiðslunni með þessum hætti meira en nú er hægt. Þessi hugmynd er upphaflega runnin undan rifjum Steingríms J. Sigfússonar og segist hann bú- ast við að náist niðurstaða í Gatt viðræðunum þá verði útkoman sú að í stað niðurgreiðslna muni fléstir taka upp beina styrki til bænda. „Þetta hefur tvennt í för með sér. Annarsvegar er varan ódýr- ari í upphafi ferlisins og hinsvegar gæti þetta orðið virkt stjórnkerfi því hægt væri að stýra fjármagn- inu í auknum mæli til þeirra sVæða sem hagkvæmt er að stunda ákveðna framleiðslu á." Jón Sigurðsson og Friðrik Sop- husson tóku í sama streng. „Eg tel nauðsynlegt að svona úttekt fari fram, hvort hægt sé að nýta slíkt kerfi í stjórnunarskyni," sagði Jón. Hinsvegar benti hann á að samkvæmt samningsdrögun- um væri áfram gert ráð fyrir út- flutningsbótum en að hans mati væri viturlegra að nýta þá fjár- muni í skógrækt eða aðra upp- byggingu á landsbyggðinni. „Þetta er mjög athyglisverð uppástunga," sagði Friðrik. „Það er full ástæða til þess að athuga hvort ekki sé hægt að nýta fjár- magnið betur til uppbyggingar." Friðrik benti á önnur atriði í samningsdrögunum sem honum fannst orka mjög tvímælis en það er kaflinn um félagslegar aðgerð- ir. „Ég tel mjög slæmt bæði fyrir byggðastefnuna og landbúnaðar- stefnuna að verið sé að blanda saman svo óskyldum málum eins- og dreifbýlisstyrkjum til nem- enda úr sveitum og landbúnaði." Er þá landbúnaðarstefnan mis- skilin byggðastefna einsog haldið hefur verið fram? „Nei alls ekki en það er ekki hægt að aðskilja þetta tvennt. Fólk á landsbyggðinni lifir af sjávarútvegi og landbúnaði og því verður ekki greint á milli byggðamála annarsvegar og þeirra atvinnugreina sem fólkið lifir af hinsvegar," sagði Steingrímur. -Sáf 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.