Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Woody Allen er án nokkurs vafa einhver virtasti kvik- myndageröarmaður Banda- ríkjanna ídag. Hann hefur unniðsórþessavirðingufyrst og fremst með því að gera „vitsmunalegar gamanmynd- ir", vel skrifaðarog tilfinning- aríkar myndir sem fjalla um vandamál fólks á hnyttinn og umfram allt heiðarlegan hátt. Flestir eru sammála um ágæti þessara kvikmynda en Woo- dy Allen hef ur átt sín misjöf nu skeið sem kvikmyndaleik- stjóri. í haust munum við eiga þess kost að sjá tvær nýjustu kvikmyndir hans, Another Woman og New York Stories, en þá síðartöldu gerði Allen ásamt tveimur ekki minni spá- mönnum vestan hafs; Francis Coppola og Martin Scorsese. Þegar talað er um að Allen njóti virðingar fyrir verk sín er ekki hægt að segja að hann hafi notið hennar á sínum fyrstu árum sem kvikmyndaleikstjóri. Á sjötta áratugnum og fyrri hluta þess sjöunda var hann álitinn meiri skrípakall en gáfumenni og teljast hans fyrstu kvikmyndir, Take the Money and Run, Ban- anas, Everything You Always Wanted to Know About Sex but Were Afraid to Ask, Sleeper og Love and Death varla í hópi hans bestu kvikmynda. Árið 1977 gerði Allen svo kvik- mynd sem olli straumhvörfum í lífi hans. Annie Hall sýndi okkur nýjan Allen og gerði hann nokk- urt grin að lífi nútímamannsins í New York, borginni sem Allen elskar og hefur notað óspart í kvikmyndum sínum. Myndin byggðist aðallega á stórkost- legum samtölum á milli Allens og Diane Keaton en Marshall Brick- man og Allen unnu Óskarinn fyrir handrit sitt að myndinni. Á sama vettvangi var myndin sjálf einnig valin best meðal jafningja, Allen var valinn besti leikstjórinn og Keaton besta leikkonan. Woody Allen hafði lagt heim- inn að fótum sér og skyndilega voru spekingar með gleraugu orðnir kyntákn. Það hljómar því W^ Regnbogirtn The Bear ••• (Björnlnn) Annaud komur vissulega nokkuö é óvart með þessum óði sínum til náttúrunnar en það veröur ekki frá honum tekið að myndin er listavel gerð. Falleg og rómantisk mynd og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega þá sem unna óspilltu náttúru- Itfi. Aðalleikararnir fara á kostuml Warlock 0 Afskaplega lélegt, ósmekklegt og ómerkilegt. Óvíst hvort verið er að stæla Highlander eða The Terminator enda skiptir það engu máli. Quest for Fire ••• (Leitin að eldlnum) Annaud á heiður skilinn fyrir þessa söguskoöun sina á fnimmanninum. Ekki endilega allt satt og rétt en mjög skemmti- leg sjónarmið viðruð. A Cry in the Dark •••• (Móðlr fyrir rétti) Mynd um fórnarlömþ náttúrunnar og jafnvel enn frekar fórnarlömþ mannlegs Svfinn Sven Nykvist er kvikmyndatökumaður Allens um þessar mundir. Annar Allen sem íronía að Allen sagðist alls ekki kæra sig um frægð og frama og honum bauð við þeirri tilhugs- un að hann ætti sér eldheita aðdá- endur. En eftir þetta hafa flestar hans kvikmyndir þótt meðal þeirra bestu sem koma frá Bandaríkjunum og eru þar fremstar Manhattan, Zelig, The Purple Rose of Cairo og Hannah and Her Sisters. Hinar (Interiors, Stardust Memories, A Mid- summer Night's Sex Comedy, Broadway Danny Rose, Radio Days og September) hafa reyndar allar haft eitthvað til síns ágætis og eru að margra mati al- vegiafn góðar og þær fyrr töldu. A þessum rúma áratug hefur Allen stöku sinnum tekið sig mjög alvarlega og aðdáun hans á Ingmar Bergman leynir sér ekki. Strax eftir Annie Hall vildi hann gera alvarlega mynd, enda líkaði honum ekki stjörnudýrkunin, og útkoman varð kvikmyndin Inter- iors. Allen lék ekki í myndinni sem þá var nýlunda og því ekki að ástæðulausu að þetta hliðarspor minnti á kvikmynd Chaplins frá 1923, A Woman of Paris. En Int- eriors var umfram allt gerð með mikilli virðingu fyrir Bergman, efniviðurinn sóttur í Viskningar och rop, og vildi Allen alls ekki að áhorfendur tækju myndinni sem gamanmynd. Manhattan var síðan öllu líkari Annie Hall en árið 1980 gerði Allen Stardust Memories sem hvorki var tekið vel af gagnrýnendum né áhorfendum. Með myndinni vildi hann undir- strika hvílíkt böl það er að vera frægur listamaður og er kvik- myndin að mörgu leyti ekki ólík meistaraverki Fellinis, 8 1/2. Framhaldið þekkja flestir, All- en gerði gæðakvikmyndir sem náðu hámarki einsog áður sagði með Zelig, Purple Rose of Cairo og Hannah and Her Sisters. í þeirri síðasttöldu þótti Allen ná að sameina gaman og alvöru á snilldarlegan hátt, nokkuð sem mjög fáum er mögulegt. Þegar Allen gerði síðan annan óð sinn til Bergmans, kvikmynd- ina September, urðu nær allir fyrir vonbrigðum. Bæði þeir sem vildu hinn fyndna Allen og líka hinir sem hrifust af Interiors á sínum tíma. Það ætti að vera þeim síðartöldu ánægjuefni að nýjasta afsprengi Allens, Anot- her Woman, ber vott um að hann hafi náð mun betri tökum á gerð alvarlegra og tilfinningaríkra kvikmynda. Sem endranær not- ast Allen eingöngu við úrvals- leikara og má þar nefna Gene Hackman, Gena Rowlands, Ian Holm og Mia Farrow, en sjálfur leikur hann ekki í myndinni. Another Woman er greinilega óður til tveggja meistaraverka Bergmans, Smultronstllet og Persona, og virðist sem Allen hafi metnað til að gera alvarlega kvikmynd svo vel fari. Samt eru ekki allir gagnrýnendur sammála um hversu vel Allen tekst upp með Another Woman. Sérstak- lega finnst aðdáendum gaman- mynda Allens lítið til myndarinn- ar koma og sagði einhver að til- raunir hans til gera alvarlega kvikmynd væru hreinn og klár masókismi. Allen væri einfald- lega fyndinn maður og væri ekk- ert við því að gera. Þeir sem eru sammála þessum skoðunum verða væntanlega ánægðari með framlag Allens til New York Stories, en hana gerir hann ásamt Coppola og Scorsese. Saga Allens kallast Oedipus Wrecks og minnir meira á gam- anið í Annie Hall, Manhattan og Hannah and Her Sisters. Allen leikur þar aðalhlutverkið (gyðing í New York, nema hvað?) á móti ektakvinnu sinni, Miu Farrow. En eitt af því sem einkennir kvikmyndir Allens öðru fremur, burt séð frá því hvort þær eru fyndnar eður ei, er tilfinning hans fyrir New York og hvernig hann notar borgina í kvikmyndum sín- um. Nær allar hans kvikmyndir hafa verið gerðar í Stóra eplinu og innihalda einhverjar eftir- minnilegustu senur úr þeirri borg sem um getur í kvikmyndum. Allen segir að honum líði hvergi betur en á Manhattan og það sama má segja um persónur hans. Alvy Singer sagði td. í Annie Halí: „Landsbyggðin gerir mig taugaóstyrkan", og í kvikmynd- um Allens, ólíkt hefðbundnum bandarískum kvikmyndum, fer allt úrskeiðis úti á landi en kemst í rétt horf í stórborginni. Um langt skeið var Gordon Willis á bak við tökuvélar Allens og síðan Carlo di Palma, en nú hefur sjálfur meistari meistar- anna, Sven Nykvist, tekið við stjórninni. Nykvist vann með Bergman lungan úr ferli hans við mjög góðan orðstír og í fyrra film aði hann Óbærilegan léttleika tilverunnar á ógleymanlegan hátt. Bæði Another Woman og Oe- dípus Wrecks hafa því að geyma yndislegar senur úr New York, borg Woodys Allens. Hann hefur gætt hana lífi í kvikmyndum sín- um og hún hefur gætt Allen lífi, rétt einsog notkun Fellinis á Rim- ini, De Sica á Napolí og René Clair á París. Spurningin er bara hvort áhorfendur ætli aldrei að viðurkenna Allen sem alvarlegan listamann eða á hann að halda sig við það sem honum hefur hingað til gengið best með, „vitsmuna- legar gamanmyndir"? Eitt sinn þegar Allen var spurður af hverju hann gerði alvarlegar kvikmyndir inn á milli, sagði hann: „Þótt manni þyki kjöt betra en fiskur, er eðlilegt að maður borði stöku sinnum fisk". samfélags þegar það tekur á sig hina grimmustu mynd. Schepisi teflir fram náttúrunni gegn almenningi og fjölmiðlum þannig að úr verður einhver áhrifamesta kvikmynd sinnar tegundar i langan tfma. Mynd sem allir hafa gott af að sjá. Konur á barmi taugaáfalls ••• Friskur, fyndinn og skemmtilegur farsi frá Spáni. Kvikmyndataka og leikur skapa skemmtilega taugaveiklað andrúmsloft og undirstrika þannig titil myndarínnar. Kon- urnar ættu bæði að höfða til þeirra sém leita eftir einfaldri afþreyingu og hinna sem langar að sjá vel heppnaöa kvikmynda- gerð. Dlrty Rotten Scoundrels •• (Svlkahrappar) Oft smellin og fyndin mynd um tvo forh- erta svikahrappa og samskipti þeirra viö kvenkynið. Dulítið gamaldags húmor sem þyggir talsvert á brokkgengrí frammistöðu aðalleikaranna. Hverjum öðrum en Steve Martin myndi leyfast að ofleika svona líka rosalega án þess að það komi að sök, en Mihcael Caine er sem fyrr bara f vinnunni. Babette's gæstebud •••• (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabríels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freistinguna og syndina. Stórgóð persónu- sköpun og veislan i lokin er ógleymanleg. Laugarásbfó The Burbs •• (Geggjaðir grannar) Ekkert sérstök mynd I neinu tilliti en leikaramir bjarga henni fyrir horn. Tom Hanks slær ekki feilpúst f rekar en fyrri dag- inn f þessari athugun sinni og fleiri á væg- ast sagt ófrýnilegum nágrönnum. Fletch Lives •• (Fletch llfir) Mynd fyrir aðdáendur Chevy Chase en þeir sem ekki llkar kappinn ættu að sitja heima. Fletch er á köflum mjög fyndin en sum atriðin oru gjörsamlega mislukkuð. Fyrri myndin var betri. Bfóhöllin Lethal Weapon II •• (Tveir á toppnum 2) Gibson og Glover eru gott gengi og Pesci skemmtilega óþolandi en því miður er myndin yfirkeyrð af ófrumlegum þyssu- bardögum og hvimloiðum hrottaskap. Ekk- ert er þó verra en steingeldur soguþráður- inn sem allir hafa sóð aður. . Llcence to Klll ••• (Leyflð afturkallað) Ein besta Bond-myndin f langan tíma. Dalton er 007 hold i klæddur og spannar allt frá hörkutóli til sjentilmanns. Broccoli hefur hrist, en ekki hrært, upp f Bond-ímyndinni með góðum árangri. The Gods Must Be Crazy II • (Guðlrnir hljóta að vera geggjaðir 2) Agæti fyrri myndarinnar var einkum snjallri og frumlegri hugmynd að þakka. Þv( er ekki fyrir að fara hér heldur er, einsog alltof oft, reynt að notfæra sér vinsældir fyrrí myndarinnar til að gera aðra eins. Á ser sfnar góðu hliðar en þær hverfa fyrir hinum verri. Her Allbi •• (Með altt í lagi) Hreint ágætis skemmtun þarsem- klaufinn Tom Selleck líkir eftir Cary Grant hér á árum áður. Vel er fléttað á milli hinnar raunverulegu sogu og skáldskapar rithöf- undaríns en atríðin með Rúmenum og þar með talið lokaatríðið heldur hugmynda- snauð. A Flsh Called Wanda ••• (Flskurinn Wanda) Nánast lullkomin gamanmynd. Hárfínn húmor í skotheldu handríti og gamlinginn Críchton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera upp á milli aðalleikaranna sem eru hver öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- Bfóborgin Lethal Weapon II •• (Tvelr á toppnum 2) Gibson og Glover eru gott gengi og Pesci skemmtilega óþolandi en því miður er myndin yfirkeyrð af ófrumlogum byssu- bardögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekk- ert er þó verra en steingeldur soguþráður- inn sem allir hafa séð áður. Forever Frlends •• (Alltaf vlnlr) Um margt ágæt lýsing á langvarandi vin- áttu tveggja ólikra kvenna. Agætlega loikin, sérstaklega er Midler hrífandi I einni þuddy-myndinni enn. Myndin reynir hins- vegar að segja alltof mikið, einsog dæmi- gerð væmin míni-serfa, og veldur ekki þessum mikla soguþræði. Dangerous Llalsons ••• (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrffandi tragi- kómedía þar sem allir eru táldregnir. Frá- bær leikur ber myndina uppi, sérstaklega Malkovich og Close sem hástéttarpakkið sjálfselska. Mynd fyrir rómantíkera en endirinn er i hróplegu ósamræmi við þjóð- félagsastandið á þessum tíma. Raln Man ••• (Regnmaðurlnn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- stakan leik Hoffmanns i hlurverki einhverfa ofvitans fremur en sem göðrar kvikmynd- ar. Óskar fyrir handrit og leikstjóm fremur vafasamur og Barry Levinson hefur áður stýrt betur. Há.kólabíó Physical Evidence •• (Vitnl verjandans) Morðsaga, réttarhöld, rómantik og has- ar, allt f sömu myndinni en ekkert rís þó uppúr meðalmennskunni. Hin glæsilega Theresa Russell passar illa f hlutverk log- fræðingsins og Burt Reynolds er einsog venjulega. Útkoman þó alls ekki alvond. Stjörnubíó Magnús ••• Lang besta kvikmynd Þráins til þessa og jafnframt í hopi betrí kvikmynda sem gerð- ar hafa veríð hér á landi. Þráinn hefur náð auknum þroska sem listamaður og byggir mynd sfna vel upp til aö byrja með en ým- issa brotalama fer að gæta þegar leysa á úr vandamalum höfuðþersóna. Oft yndis- legur gálgahúmor og Magnús er sannkölluð skemmtimynd fyrir alla aldurs- hópa. Baron Múnchhausen ••• (Ævlntýri Múnchhausens) Ævintýri barónsins af Múnchhausen eftir lygasögum R. E. Raspe gætu varla fengið betri meðferð en hjá fynrum Monty Python fólkinu undir stjóm Terry Gilliam. Sannkölluð fantasia sem allir geta haft gaman af, jafnt ungviðið sem kvikmynda- fríkin. Svona eiga ævintýri að vera. Föstudagur 25. ágúst 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.