Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 28
NU RÉTTI TIMINN! HAGNÝTT OG STUTT NÁM FYRIR ÞARFIR VINNUMARKAÐARINS „Skrifstofu- og ritaraskólinn hefur markvisst unnið að því að þjálfa og leiðbeina þeim sem áhuga hafa á að gegna skrifstofustörf- um. Atvinnurekendur hafa í auknum mæli sýnt áhuga á að ráða nýútskrifaða nemendur skólans til almennra skrifstofustarfa. Er það bæði þeirra mat og okkar, sem vinnum við starfsmannaráðningar. að þau sem útskrifast með góðan vitnisburð séu vel undirbúin til að takast á við svo fjólbreytt starf sem hið almenna skrifstofustarf er í dag." Katrin Óladóttir, ráðningarstjóri hjd Hagvangi. „Ég er ein af þeim sem uppgötvaði fyrir ári síðan að mennt er máttur. Eftir að hafa verið húsmóðir í II ár ákvað ég að drífa mig á vélritunarnámskeið og þaðan lá leiðin í Skrifstofu- og ritaraskólann. Mér sóttist námið í SR mjög vel vegna þess hve vel fjölskyldan stóð með mér og hafði nám mitt mikil og góð áhrif á nám barnanna minna. Einnig höfðu kennararnir mikil áhrif á mig. Skrefið sem ég steig var stórt, en ánægjan er mikil eftiryndislegt nám. ( dag starfa ég sem skrifstofumaður hjá Slysavarnafélagi íslands." Margrét Ösk Guðmundsdóttir. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF „Reynsla mín af starfsmanni okkar, sem lokið hefur námi í Skrifstofu- og ritaraskólanum sýnir að námið þar hentar mjögvel sem undirbúningur fyrir almenn skrifstofustörf." KJARNABRAUT Almenn skrifstofustörf Ef þú ert 18 ára eða eldri, geturðu sótt um inngöngu og lokið almennu skrif- stofuprófi á einu ári. Við búum þig undir að takast á við hin almennu störf sem tilheyra nú- tíma skrifstofurekstri. Veitt er starfsmenntunarlán sem þú þarft ekki aö byrja að greiöa af fyrr en að námi loknu. Fjölmörg stéttarfélög og fyrirtæki styrkja menn sína til námsins. FJÁRMÁLA- OG REKSTRARBRAUT Ef þú hefur lokið sem samsvarar 2 árum í framhaldsnámi eftir grunn- skóla, geturðu sótt um inngöngu og lokið sérhæfðu skrifstofuprófi á einu ári. Hér er tilvalið nám fyrir þá sem vilja taka að sér ábyrgðarmeiri verk- efni á sviði fjármála og skrifstofu- reksturs. Námið er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Einnig veitir Iðnaðarbankinn „starfsmenhtunar- lán". SÖLU- OG MARKAÐSBRAUT Ef þú hefur lokið sem samsvarar 2 árum í framhaldsnámi eftir grunn- skóla, geturðu sótt um inngöngu og lokið sérhæfðu skrifstofuprófi á einu ári. Markaðs- og sölumál eru alltaf að verða mikilvægari þáttur í fyrirtækj- um. Hérfærðu hagnýtt nám sem mið- ar að sérhæfingu á því sviði. Námið er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Einnig veitir Iðnaðarbankinn „starfsmenntunar- lán". NAMSARIÐ A HVERRI BRAUT ER 2x13 VIKUR VIÐ BJÓÐUM ÞÉR STARFSÞJÁLFUN HJA GÓÐUM FYRIRTÆKJUM MORGUNBEKKIR - MIÐDEGISBEKKIR - SÍÐDEGISBEKKIR - KVÖLDBEKKIR - ÞITT ER VALIÐ „Það þarf bæði kjark og áræðni til þess að setjast á skólabekk eftir jafn langt hlé frá námi og um var að ræða hjá mér, þegar ég byrjaði í Skrifstofu- og ritaraskólanum veturinn 1986-87. En góðir kennarar í SR kenndu mér fljótt að aldrei er of seint að læra. Þessi vetur er mér ógleymanlegur vegna góðra kennara og skólasystra. Ég starfa nú við tölvubók- hald hjá Rafís hf." ArnýJ. Guðjohnsen. „Ég sóttist eftir stuttu og hentugu námi í taktvið þarfirvinnumarkað- arins, en til að geta sinnt skrifstofustörfum vel í dag þarftu að hafa góða þekkingu á því sem þar fer fram. Ég fann þetta nám í Skrifstofu- og ritaraskólanum og hefur það reynst mér sérstaklega vel í starfi mínu sem ritari Ameríkudeildar h|á Hf. Eimskipafélagi íslands." Erna Svala Gunnarsdóttir Það var kannski ekki beint spennandi tilhugsun að vera í ísbúð það sem eftir væri ævinnar svo ég fór að hugsa . . . Hvað ætlaði ég eiginlega að gera við líf mitt? Ein vinkona mín var í Ritaraskólanum um þetta leyti svo mér datt í hug að reyna sjálf. Ég var líka í góðri aðstöðu. ég gat haldið vinnunni í ísbúðinni með skólanum svo ég þurfti ekki að kvíða því að verða blönk á meðan og ég var búin að vera eitt ár í MS svo ég treysti mér vel í þetta. Það var ekki erfið ákvörðun. SKOLINN HEFST 11. SEPTEMBER INNRITUN STENDUR YFIR SÍMAR 91-10004 • 621066 SR SKRIFSTOFU- OG RITARASKÓLINN Ánanaustum 15, 101 Reykjavík', sími (91)10004/21655/621066 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.