Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 16
í_ Ole Grunbaum - gamli hippinn orðinn ráðsetlur tölvuskríbent, og þó. Tölvan útrýmir trúnni mli hinninn Ole Gninbaum erorðinn rárS^ttnrheimilicfarSirnatölvnQVrí Gamli hippinn Ole Grúnbaum er orðinn ^ ráðse ttur heimilisfaðir og töl vuskríbent. Slagurinn mun í framtíðinni snúast um aðgang að upplýsingum Tölvanog sjónvarpið eru að breyta heiminum hættu að fróa þér, Ole Grúnbaum heitir danskur maður sem segja má að hafi lifað tímana tvenna. Árið 1967 varð hann landsf rægur í Danmörku sem einn helsti talsmaður nýrrar manngerðar, hippaeða próvóaeinsog peirvoru gjarnan nefndir í byrjun. Árið 1972 hvarf Ole úrsviðsljósinu en birtist aftur um miðjan þennan áratug í allt öðru og óvæntu gervi - sem umsjónarmaðurtölvupistla í dönsku dagblaði. Ole vakti mikla athygli á sínum tíma fyrir kúnstug uppátæki. Frægast er það sennilega þegar hann hélt ræðu hjá íhalds- mönnum í Lyngby og einn fundarmanna missti stjórn á skapi sínu, sagði að Ole væri ekki sannur dani og skoraði á hann að fara úr buxunum svo fundarmenn mættu sannreyna hvort hann væri ekki umskorinn. Ole varð þegar í stað við ósk mannsins. Næstu árin tók hann þátt í allra handa uppákomum, svo sem að dreifa peningaseðlum til fólks á götum Kaupmannahafnar og gefa lögreglumönnum gjafir. Hann gaf út blöð sem hneyksluðu margan góðborgarann, innbyrti kynstrin öll af hassi og LSD og um tíma fór hann huldu höfði vegna þess að hann neitaði að gegna herskyldu. Á þessum árum gaf hann út fjórar bækur þar sem hann boðaði kærleiksboðskap hippanna og hvatti fólk til að ögra umhverfí sínu. Allt var þetta svo sem nægilegt til að hneyksla danska góðborg- ara. En til að kóróna allt saman var Ole í ofanálag sonur máls- metandi sósíaldemókrata sem um skeið gegndi embætti fjár- málaráðherra. Að njóta sigling- arinnar En árið 1972 var Ole Griin- baum orðinn þreyttur á að vera stöðugt að ögra umhverfi sínu og verða ávallt að hafa skoðanir á hverju sem var. Hann fer á fund indversks gúrús sem kennir hon- um hugleiðslu. Næsta áratuginn heldur Ole sig fjarri heimsins glaumi og enginn veit hvað af honum hefur orðið. Um miðjan þennan áratug skýtur honum upp á sjónarsviðið aftur þegar hann fær til umráða fastan tölvupistil í Jyllandsposten. Nú ritstýrir hann vikulegum tölvupistli í Politiken. í danska mánaðarblaðinu PRESS birtist fyrir skemmstu viðtal við Ole Grunbaum. Þar lýsir hann ferli sínum sem er að mörgu leyti dæmigerður fyrir þá sem voru í forystu hippahreyfing- arinnar, þe. þá sem ekki urðu úti í dópfárinu. Nú er hann orðinn ráðsettur heimilisfaðir og trúir á mátt tölvunnar sem hann segir að geti frelsað mannfólkið. En hvað var það sem olli því að hann ákvað að hverfa úr hringiðunni á sínum tíma? - Ég fór að hugsa um það hvernig mér liði sjálfum. Ég var einn þeirra sem fjölmiðlarnir vitnuðu stöðugt í. Hvernig gat ég gefið mig út fyrir að vera umbóta- maður og mannkynsfrelsari þeg- ar ég réð ekki einu sinni við að vera ég sjálfur og vera hamingju- samur? Þetta er í sjálfu sér ein- föld og auðfengin niðurstaða en hún var ekki sérlega vinsæl í þá daga. Fólk fór í fýlu í kringum mig. Eg komst semsé að því að ég þyrfti að byrja á sjálfum mér. Ekki vegna þess að við værum ekki öll á sama báti. Ég hafði hins vegar valið mér það hlutskipti að þeytast um dekkið, fullkomlega ruglaður, og segja öðrum hvert bæri að sigla. Það hlaut að koma aö því að ég sæi gagnsleysið í þessum hlaupum. Þá valdi ég hinn kostinn sem var að setjast niður í lúkar og njóta siglingar- innar. Það held ég að séu grund- vallarréttindi. Því þann sem ekki getur notið lífsins og orðið sífellt auðugri af því að lifa því, skortir allan grundvöll til að hafa áhrif á umhverfi sitt. í raun var þjóðfélagið að flestu leyti til fyrirmyndar í þá daga. Ég hafði tekið þátt í að stofna sam- býli í sveitinni þar sem við höfðum allt til alls og þá þegar var hið félagslega öryggisnet orðið viðunandi. Samt var eins og eitthvað vantaði. Mér fannst ég verða að vera heiðarlegur við sjálfan mig. Ég gat ekki enda- laust kennt samfélaginu um allt sem miður fór. Ég fann fyrir áköfu andlegu hungri. Við skulum ímynda okkur að einn daginn vakni allir þeir sem berjast fyrir betri heimi við það að allt er fullkomið og fyrir- myndarlandið orðið að veru- leika. Hversu margir gætu slakað á og notið þess? Og hversu marg- ir myndu halda áfram að rótast með hugann fullan af baráttu- þreki sem engin leið væri að losna við? Menn verða að spyrja sjálfa sig hversu heiðarlegir þeir séu í baráttu sinni. Þegar ég byrjaði að hugleiða fann ég í því aðferð til að kafa dýpra í sjálfan mig en ég hafði gert. Ég komst að því að það sem mig skorti var að finna innan í mér sjálfum - lífslöngunin og hæfileikinn til að lifa lífinu. Að geta bara verið til án þess að þurfa að hafa skoðun á því. Það vantar okkur svo sárlega. Við líkjumst helst hungruðum rottum sem hlaupa um og bíta hver aðra í stað þess að leita að matnum þar sem hann er. Hugleiösla ogGUÐ - En er hugleiðsla ekki partur af trúarbrögðum? spyr blaða- maður. - Hún á ekkert skylt við trúar- brögð. Hins vegar má alveg kalla tilfinninguna sem hún veitir trúarlega. Manni finnst maður taka þátt i miklu undri. En hafi maður þörf fyrir að kalla slfka upplifun GUÐ verður hug- leiðslan að trúarbrögðum. Það er hættulegt, því næsta skref hlýtur að verða að þessi nýi GUÐ fari að segja mér fyrir verkum: Þú skalt ekki stela, osfrv. - Eigum við þá öll að Ieggjast í hugleiðslu? - Ég veit ekki hvort hún hentar öllum. En síðasta skrefið áður en hún hefst er öllum nauðsynlegt: að geta verið einn með sjálfum sér og hugsað sínar eigin hugs- anir. Hversu margir eru vissir um að það sem þeir hugsa séu þeirra eigin þankar en ekki eitthvert samsull af öllu því sem aðrir hella í þá? Getum við horfst í augu við okkur sjálf og séð hvernig reynt er að hafa áhrif á okkur? Lifi ég mínu eigin lífi eða því sem samfé- lagið eða presturinn minn vill að ég lifí? ' Baráttan er ekki inntak lífsins Á siöunda áratugnum áttum við okkur draum um að sá dagur kæmi þegar allir tækju sig saman um að hætta þessum leikaraskap, að fólk næmi staðar og spyrði hvað það væri í rauninni og hvað væri hægt að fá út úr lífinu. I stað- inn fyrir að þjóta áfram eftir þess- um göngum þar sem við hittumst aldrei. Þessi draumur er eiginlega jafnlifandi fyrir mér nú og þá. Þetta er ekki endilega besta að- ferðin til að breyta samfélaginu. En hún snýst um þetta megin- vandamál: að vera ég sjálfur. Eftir að ég hvarf úr röðum vinstrimanna leið ég fyrir það um árabil að þurfa stöðugt að rétt- læta mig fyrir vinstrisinnuðum vinum mínum og útskýra fyrir þeim að það sem ég væri að gera væri alveg jafnlíklegt til að breyta samfélaginu til hins betra. Einn daginn fór ég svo að efast um að það væri rétt. En ég hafði gert þá að dómurum um líf mitt. Ég gæti skrifað heila bók um sektarkennd. Ég held að hug- sjónamenn séu yfirleitt haldnir henni. Þeir stjórnast gjarnan af þeirri hugsun að vegna þess að þeir séu ekki nógu heilsteyptar manneskjur verði þeir að gera eitthváð til að sanna að þeir séu það samt sem áður. Út úr slíkum hugmyndum er ekki von á neinu góðu. Flestum þeirra sem eru drepnir nú á dögum er fórnað í nafni hins góða málstaðar. Nú eru ekki lengur við lýði kóngar sem fara í stríð og landvinninga út úr leiðindum. Nú á tímum eru það þessir trúlausu hundar frá Irak sem hafa svívirt helgidóm- inn, nú eða bölvaðir kommarnir eða fasistarnir... Ég get kannski sannfært sjálfan mig um að ég geri einhverjum greiða með því að vera í fýlu út af því að kóngurinn sé vondur og óréttlátur. En sennilegast er að það sé ein stór ímyndun. Með þessu er ég ekki að segja að það sé rangt að berjast gegn vondum kóngum. Það er hins vegar sjálfs- blekking að halda að maður geti gert slíka baráttu að inntaki lífs- ins. Hipparnir og einkatölvan Eins og áður er nefnt ritstýrir Ole Grunbaum pistli um tölvu- mál í Politiken. Hvers vegna tölv- ur? - Þeir sem fundu upp einka- tölvuna voru gamlir flipparar frá Berkley háskólanum í San Fran- cisco og það gerðist um miðjan áttunda áratuginn. Það byrjaði með því að þeir fundu upp kerfi til að komast ókeypis inn á síma- kerfið og hringja hvert á land sem var. Þeir hringdu meðal annars í Nixon og páfann og stríddu þeim. Árið 1977 - fimm árum á undan IBM - sóttu þeir um lán til að setja fyrstu einkatölvuna á mark- að. Nokkrir úr þessum hópi stofn- uðu alþýðlega tölvuhreyfingu sem deildi skrifstofu með um- hverfisverndarhreyfingunni í San Francisco. Hugmyndin með tölv- uhreyfingunni var sú að berjast fyrir aðgangi almennings og fé- lagasamtaka að því gífurlega upplýsingamagni sem stöðugt hrúgast upp í samfélaginu. Mennt er máttur, eins og þar stendur, og markmiðið var að skapa opið samfélag. Áður voru 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.