Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 11
Eitthvað kann að orka tví- mælis, eitthvað missagt, eitthvaðvansagt, eitthvað umdeilanlega þýtt, skýrt eða lesið úr handriti - en það breytir þvíekki að þessi út- gáfa á verkum Jónasar Hall- grímssonar er fagur gripur og aðstandendum til sóma og öllum þeim sem unna Ijóðum Jónasartil djúprargleði. Eins og fyrri útgáfur Svarts á hvítu á íslenskri klassík vitnar þessi um farsæla togstreitu f ræða og fjármagns; fræðileg vinnu- brögð og stafkrókasýsl hald- ast í hendur við löngun til að færa eitthvað nýtt f ram sem varpi breyttu Ijósi á þjóðararf- inn - og hægt sé um leið að selja. Og fjármagnið kallar á röskleg vinnubrögð, ekki dug- ir að gaufa árum saman yfir torleystum vandamálum. Hingað til hef ur þetta lánast vekfargitíðindalítillasaman- burðarrannsókna í ógnvekjandi neðanmáls- greinum og ábúðarmiklum formálum var létt af íslend- ingasögunum og þvístarfi margra góðra manna að gefa þær út með nútímastafsetn- ingu haldið áfram og Sturl- unga var í fyrsta sinn í alþýð- legri útgáfu gefin út eins og hún var upphaflega sett sam- an og heilt bindi síðan sett undirskýringar, töflur, skrár og annan fróðleik. Nýtt frá kassager&inni Og nú hefur kassagerðin Svart á hvítu snúið sér að Jónasi. Rit- stjórar eru þeir Haukur Hannes- son, Páli Valsson og Sveinn Ingvi Egilsson. Kassinn er blár, í þjóð- arlitnum, hann prýðir sporöskju- laga mynd með gamla laginu af Ástmeginum - þetta er fegraða myndin, þeir sem meira eru fyrir raunsæið geta flett upp á síðu fjögur í fyrsta bindi, eða þrettán í fjórða bindi og skoðað augnpok- ana og ögn fisklegan svipinn. Bókband er smekklega valið, gylling á kili rómantísk, letrið læsilegt og pappír vandaður - öll útgerðin hefur á sér skemmtilega gamaldags svipmót. Bindin eru fjögur og geymir það fyrsta ljóð Jónasar og ýmislegt lausamál, sögur, ritgerðir, smágreinar og ræður - skyldulesning ölium þeim sem eru að baksa við að skrifa íslensku, ekki síst náttúru- fræðingum; í öðru bindi eru bréf sem stundum eru súrrealískt vinaflipp, stundum undirdánugar sníkjur til fræðistarfa, stundum raunalegur vitnisburður um fá- tækt og stolt og „bringsmala- skottuna", og síðan eru ferðadag- bækur ritaðar á dönsku, minnis- punktar um náttúru landsins og hefur Haukur Hannesson þýtt þær; þriðja bindi geymir skrif um náttúrufræði og fjórða bindið er helgað skýringum og fílólógísk- um greinargerðum og alls kyns ítarefni. Það bindi er sýnu mest. í því er auk skýringa við ljóð og annan texta að finna framúrskar- andi ritgerðir eftir þá prófessora Arnþór Garðarsson og Sigurð Steinþórsson um náttúrufræðing- inn Jónas Hallgrimsson sem hér fær þann sess sem honum ber í sögu íslenskra vísinda, Þorgeir Þorgeirsson læknir skrifar um banamein Jónasar sem var keðju- verkandi samspil bióðeitrunar, lungnabólgu, dreps í fæti og ígerðar í brjóstholi, auk þess sem brennivín kom þar við sögu; ævi Jónasar er rakin í ártölum, um- mæli samferðamanna og vottorð eru birt og minningarljóð eftir Grím Thomsen, Konráð Gísla- son og Benedikt Gröndal um skáldið - sjálfur hefði ég kippt hinum ljómandi blysum og unað- skæra ljóma fegurðar og ljóm- andi blómum Gröndals út og sett Snorra Hjartarson eða Jóhann Sigurjónsson í staðinn - og loks eru skrár yfir efni kassans. Biður ekki að heilsa Þetta er tímabær útgáfa. Þótt Matthías Þórðarson hafi unnið mikið starf með heildarútgáfu Guðmundur Andri Thorsson sinni á verkum Jónasar hafa við- horf manna til texta skálda breyst síðan þá, virðing fyrir frumtexta er afdráttarlausari, kröfur um ná- kvæmni í stafkrókafræðum hafa aukist, sem og tækni í þeim efn- um, auk þess sem menn á borð við Ólaf Halldórsson handrita- fræðing og Hannes Pétursson skáld hafa lagt mikinn skerf til Jónasarfræða á umliðnum árum. Þegar Jónas féll frá árið 1845 hafði hann birt allmörg kvæða sinna í Fjölni, en mörg voru óbirt. Tveimur árum síðar kom svo út safn kvæða hans í útgáfu félaga hans í Fjölni, Konráðs Gíslasonar og Brynjólfs Péturs- sonar. Vandi seinni tíma manna er sá að oft er nokkur munur á einstökum ljóðum í útgáfu þeirra Konráðs og Brynjólfs og svo aft- ur í eiginhandarritum þeim sem til eru frá hendi Jónasar og reyndar einnig prentunum í Fjölni, og eykst vandinn við það að Jónas hafði þann leiða sið skálda að vera sífellt að krabba eitthvað í handrit sín. Nú er tvennt til: annað hvort höfðu þeir Konráð og Brynjólfur aðgang að „endanlegum" gerðum ljóðanna eins og Jónas gekk frá þeim og förguðu þeim síðan af einhverj- um hvötum - eða þá að þeir sáu ástæðu til að snurfusa hér og hvar, laga ljóðin, fegra þau og prýkka, breyta þegjandi og hljóðalaust „yðar" i „ykkar", ,ijclári" í „fáki", „mikli" í „vitri" og svo framvegis. Það verður reyndar að telja sennilegra, það er í anda þeirra nána samstarfs og fóstbræðralags, til er sýnishorn á lagfæringum Konráðs á sögu- þætti eftir Jónas, og raunar aldrei að vita hversu drjúgan þátt Kon- ráð átti í ljóðunum - að minnsta kosti er vert að benda á hversu mjög kveðskapur Jónasar tekur að blómstra þegar til Kaup- mannahafnar kemur og þeir fara að bralla saman og ekki má gleyma því að það var Konráð sem samdi erindið „Landið er fagurt og frítt..." o.s.frv. og lét sem sig hefði dreymt og skamm- aði síðan Jónas í bréfi fyrir að yrkja „utan um þennan skít, mér til skammar en sjálfum þér til sæmdar." Þessar breytingar Konráðs eru svo gagngerar að það verður að taka afstöðu til þeirra, annað- hvort verður að fallast á rétt hans til þeirra, eður ei. Matthías Þórð- arson gerir ýmist í sinni útgáfu, að hverfa aftur til eiginhandarrita Jónasar eða að halda breytingun- um, hann grautar þessu saman og ekki bætir úr skák að nokkuð er um prentvillur hjá honum, sem hafa gengið aftur-í seinni útgáf- um. Það var því löngu kominn tími til að íslenskir fræðimenn rækju af sér slyðruorðið og kæmu skikk á útgáfumál Jónasar. Það hefur nú gerst og íslensk fræði eru auðugri fyrir vikið - nú er ekki lengur hægt að líta svo á að skáldið Jónas biðji að heilsa gegnum Konráð, Brynjólf og Matthías, hann er sjálfur mættur. Ljúflingurinn Að fara að bera lof á kvæði Jónasar finnst manni dálítið eins og að hrósa því hvernig sólin sest á kvöldin eða blómin titra í gol- unni. Þau eru. í þeim lúrir sá hverfuli veruleiki sem menn nefna fegurð. Enda var það löngum svo fram eftir öld að þeg- ar fræðimenn fóru að skrifa um þennan kveðskap, glutruðu þeir niður öllum sínum fræðum, allri skólun og allri ögun í framsetn- ingu og upphófu geðshræringar- skrif um bernsku sína og hvað það hefði verið fallegt á vorin í sveitinni heima og hvernig þeim varð innanbrjósts þegar þeir lásu fyrst Jónas. Þetta urðu örvilnaðar játningar. Það var einhvern veg- inn ekki eins og væri verið að tala um skáld af holdi og blóði og hvað þá heldur manninn sem séra Björn Þorvaldsson kallar í bréfi árið 1842 „hryggilegan viðbjóð" og „mann sem enginn þolir að vera nálægt". Það var miklu held- ur eins og menn væru að tala um nokkurs konar álf, og er þá ekki átt við þessa nýtísku gnóma eða hvað þeir heita þarna í Hafnar- firðinum, heldur þann huldu- mann úr þjóðtrúnni sem kvað ljúflingslög sín á glugga eða úr steini og seyddi til sín stúlkurnar. Þegar maður veltir því fyrir sér hvers vegna Jónas hefur þessi áhrif á okkur reynist örðugt að fanga það - við eigum skáld sem ortu kliðmjúkar, voru hagmælt- ari, áttu auðveldar með að yrkja, samt virðist enginn yrkja sjálf- sagðari ljóð - við eigum skáld sem áttu margbrotnari hugsanir, skýrari hugsanir, lögðust dýpra í mannlegt hlutskipti - en við eigum ekkert skáld fyrr og síðar sem orti jafn rétt, valdi orðin jafn frábærlega og frumlega, var jafn óbundinn af söng allra hinna. Skopstælingar Jónasar á fimbul- fambi rímnaskálda, ritdómur hans um Sigurð Breiðfjörð, val hans á háttum og ströng bygging- in á ljóðum hans - allt þetta vitn- ar um að hann var meðvitaðra og vandvirkara skáld en önnur í kringum hann. Náðargáfa Jónas- ar var sú að hann gat látið lítil- sigldustu orð glitra skært vegna þess að þau voru nákvæmlega á þeim stað þar sem þau gátu glitr- að, hann gat smíðað orð sem voru eins og þau heiöu alltaf verið til, hann reyndi á þanþol íslensk- unnar, eins og stundum er sagt um góðskáld, en hann gerði það með því að nota algengustu orð- in. Hann þurfti aldrei að skeyta „fimbul-" eða „jörmun-" eða „regin-" fyrir framan þau til að ljá þeim þunga, hann setti þau ein- faldlega í rétt umhverfi. En það er fleira sem skiptir máli. Þegar maður les þá syrpu sem geymir kveðskap frá 1826 til 1832, æskuljóðin, verður manni það stundum fyrir að segja humm. Þessi ljóð hafa á sér lærðan svip, eru sveipuð fornum háttum, fornum og fyrndum orð- ¦^^^^%€^%:, um, heldur upphafin og hátíðleg - þau eru stirðleg og ögn hikandi, enda einkennast þau mjög af ávarpandi spurningum sem virð- ast dálítið marklausar og eigin- lega bara vandræðalegar byrjan- ir: „Hví svo þrungin þú/ þungu drepur/ höfði moldu mót?" (Batteríski syndarinn) - „Hví svo þrúðgu þú/ þokuhlassi/ súldarnorn/ um sveitir ekur?" (Dalabóndinn í óþurrknum) - „Hví grátið þér/ þanns í gröf hvílir,/ ungan elskuson?" (Ad matrem orbatam) - „Hvurt ertu hnigin/ af hifinstöðvum/ gull- hærði röðull!" (Begyndelsen af Ossians Carricthura), og svo framvegis. Honum tekst í þessari syrpu best upp þegar hann yrkir um kvenfólk (La belle og Sökn- uður) eða um vináttuna (Ad am- icum). En það sem mesta eftir- tekt vekur við þessa syrpu er að þar er ekki að finna eitt einasta ættjarðarkvæði, það er engu lík- ara en að hann eigi á þessum árum í vandræðum með að finna skáldgáfunni farveg, finna yrkis- efni og þá um leið réttan tón. Það er naumast tilviljun að næsta syrpa sem geymir hvert snilldar- kvæðið eftir annað, hefst á hinum kynngimagnaða leiðara Fjölnis, ísland. Nú er pólitíkin komin í spilið, hugsjónir farnar að kynda undir skáldskapnum, þaðer eins og skáldskapurinn lifni vegna þess blátt áfram að hann hefur ærið að yrkja um, og má þetta vera þeim bókmenntafræðingum umhugsunarefni sem lítt vilja huga að tengslum bókmennta og ytri þátta, heldur einblína á innra samhengi hinna ýmsu texta. Tvímæli Eitthvað kann að orka tvímæl- is. Helst það að engin grein er í kassanum um skáldið Jónas í svipuðum dúr og greinar þeirra Sigurðar og Arnþórs um náttúru- fræðinginn, þar sem hugmyndir hans eru settar í alþjóðlegt sam- hengi og útskýrt hvaðan hann hafði þær. Það hefði verið vel við hæfi að einhver bókmenntafræð- ingur hefði reynt í eitt skipti fyrir öll að meta klisjuna um rómantík Jónasar, segja deili á helstu áhrifavöldum og hans íslenska umhverfi. Að vísu má segja að þetta sé að nokkru gert í skýring- um við einstök ljóð, þar sem það á við, en heilleg ritgerð hefði ver- ið betri. Um skýringar er það að segja að þær eru misjafnlega rækilegar - þær eru mestar við ljóðin, en þegar að bréfunum kemur er þeim „stillt í hóf" eins og segir þegar þeim er fylgt úr hlaði og vísað til mannanafna- skrár, án þess að maður verði var við rökstuðning fyrir því ráðslagi. Einkum hefði ég gjarnan viljað fá að vita deili á Regínu þeirri Rist sem Jónas lofsyngur fótinn á í bréfi til Brynjólfs Péturssonar - „hún er með húfu og uppi í Þing- holti, en guð almáttugur hefur samt skapað fótinn!" stendur þar og virðist mér íhugunaref ni hvort hér sé ekki kominn „engill með húfu", eða fyrirmyndin að hon- um. Ljóðaskýringarnar eru prýðilegar, tæpt er á túlkunar- möguleikum hér og hvar án þess að verið sé að reka þá ofan í kok á manni, en fyrir kemur að þær hefðu mátt vera djarflegri - ég saknaði til dæmis túlkunar á hin- um stórskrýtna bálki Annes og eyjar, þar sem Jónas virðist af- neita og skopast að öllu sem hon- um var kærast. Ég saknaði þess líka að sjá hvergi vitnað í skrif okkar besta bókmenntafræðings, Halldórs Laxness, um Jónas, og svo maður haldi áfram að amast, þá var formáli ritstjóra ekki ýkja fjörlega skrifaður. Ekki vil ég að ráði blanda mér í deilur þeirra Helga Hálfdanarsonar og I lauks Hannessonar í Morgunblaðinu um það hvort^standi orðið „al- múginn" eða „alaugum" í inu. „Ég veit það eitt að enginn átti", en mér finnst að ritstjórar hefðu átt að geta tilgátu Helga í skýringum, þó ég hallist sjálfur að því að ekki sé um að ræða brodd yfir fyrra u-i, eins og Helga sýnist, heldur sé þetta blekklessa sem tilheyri mislukkuðu þ-i í efri línu. Harmsaga Jónasar Hallgríms- sonar er harmsaga íslenska at- gervismannsins í samfélagi sem tignar brjóstvit umfram þekk- ingu, hefur fúskið í hávegum, hirðir ekki um fræði og hefur að leiðarljósi hið ömurlega orðtak um að bókvitið verði ekki í askana látið. Þessi útgáfa dregur fram samhengi í lífsstarfi hans, við komumst í kynni við vísinda- manninn, stjórnmálamanninn, félagsmálafrömuðinn, hugsuðinn og skáldið. Hér eftir verður erfitt að afgreiða hann sem rómantísk- an fylliraft sem orti um fallega hluti. Föstudagur 25. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.