Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 19
A » i/flTXTXTTXT^TXT Leikritið Sjúk í ást (Fool for love) eftir Sam Shepard verð- urfrumsýnt í Skeifunni 3 c annað kvöld. Að sýningunni stendur leikhópurinn Annað svið, sem var stofnaður í þeim tilgangi að koma leikritinu á íslenskt leiksvið. - Ég féll fyrir þessu leikriti fyrirtveimur árum, segir María Ellingsen, sem er upphafsmanneskja Annars sviðs, - og ákvað að reyna að koma því á íslenskt leiksvið. Sjúk í ást fjallar um endurfundi elskendanna May og Eddies. Hún hefur stokkið burt og sest að á móteli, hann kemur til að ná í hana og á milli þeirra upphefst tvísýnn haltu mér - slepptu mér - leikur, sem verður enn flóknari þegar þriðji maður, Martin, bæt- ist í hópinn og vill fara með May í bíó. Yfir öllu vakir svo andi Gamla mannsins, föðurins, sem ekki er til staðar, - nema hann sé sá eini sem er „raunverulegur" á leiksviðinu, þau hin séu bara hug- arórar hans. Leikstjóri er Kevin Kuhlke og þýðandi Gísli Ragnarsson. Ró- bert Arnfinnsson leikur föðu- rinn, María Ellingsen og Valdim- ar Örn Flygenring þau May og Eddie, og Eggert Þorleifsson Martin. - Ég kem þarna líka í heimsókn, segir hann. - Ég ætla að bjóða henni í bíó og mér finnst þetta leikrit fjalla um það hvort við komumst í bíó eða ekki. - Eddie er svona sundur- laminn kúreki, segir Valdimar. - Hann kemur þarna að héimsækja konuna sem hann hef- ur ekki séð soldið lengi. - Ég fór að segja Valda frá þessu leikriti þegar við unnum saman í Foxtrot, segir María, - og saman stofnuðum við þetta félag. Kevin kom inn í myndina sem leikstjóri og síðan bættust Eggert og Róbert við, við fórum að afla okkur styrkja og fá leikrit- ið þýtt. Okkar stærsti styrkta- raðili er Menningarstofnun Bandaríkjanna, sem gerði okkur kleift að fá Kevin hingað. Menntamálaráðuneytið styrkti þýðinguna, við fengum styrk frá Reykjavíkurborg, en að öðru leyti styrkja okkur fyrirtæki og einstaklingar, því lítil leikhús eiga ekki í mörg hús að venda hvað opinbera styrki varðar. - Það er eitthvað hrátt og óhe- flað við þetta leikrit, sem hrífur mig og það hefur verið mjög spennandi að fást við þessa per- sónu. May er hrein og bein, hún hefur lifað frekar erfiðu lífi og er ekkert að skafa utan af hlutun- um, þarf það ekki lengur. Kevin Kuhlke: Stærra en raunveruleikinn - Það virtist mjög rétt að setja þetta leikrit á svið hér á landi, segir Kevin Kuhlke. - Það gerist í útjaðri Mojavi eyðimerkurinnar í Suður Kaliforníu, sem er, eða var, mjög eyðilegt landsvæði. Einangrunin þar minnir mig á ýmsa staði sem ég hef komið á hér á landi og fengið á tilfinning- una að ég væri kominn á hjara veraldar. Samanborið við þessa stórbrotnu náttúru verða mannleg vandamál lítil, þó fyrir manneskjuna geti þau virst stór og mikilvæg. - Ég er sjálfur frá miðvestur- ríkjum Bandaríkjanna svo það höfðaði til mín að vinna með þetta efni, mér finnst þetta gott leikrit og gott efni og þar að auki langaði mig til að vinna með þess- „Hann situr f hýði sínu og hugsar til fortíðar". Róbert Amfinnsson: Gamli maðurinn. „Hrátt og óhef lað" Annað svið frumsýnir Sjúk í ást eftir Sam Shepard um leikurum. Þó leikritið gerist í Bandaríkjunum er það engan veginn staðbundið; ást er ekki af- leiðing menningar ákveðins lands heldur er hún eitthvað sem gerist hvar sem er svo efni leiksins getur höfðað til allra. - Sjúk í ást fjallar um ástina og þau átök sem geta orðið innan ástarsambands, stöðug áhrif for- tíðar á nútíð og áhrif föðurins á börn sín þó hann sé ekki til stað- ar. Þarna koma samtímis fyrir tvær tegundir raunveruleika en það er ekkert draumkennt við leikinn, þetta eru mjög holdlegar persónur. - Eddie og May eru eins konar par, þau eiga fimmtán ára sam- band að baki, og leikritið gerist á einni kvöldstund á móteli í út- jaðri þessarar eyðimerkur. Eddie vill fá hana aftur til sín, hún á von á manni sem ætlar út með henni og þegar hann birtist og truflar leikinn á milli þeirra nota þau hann til að klekkja hvort á öðru. Mikilvæg persóna í leiknum er svo faðirinn, sem ekki er á staðn- um en er þó á leiksviðinu allan tímánn. - Auk þess að vera þekktur kvikmyndaleikari er Shepard leikskáld, sem hefur haft mikil áhrif á leikritun í Bandaríkjunum í dag. Hann hefur skrifað um fjörutíu leikrit, byrjaði árið 1964 og tók þá þátt í þeirri byltingu sem varð í bandarísku leikhúsi á 7. áratugnum. Þá voru menn að snúa baki við raunsæisstefnu sjötta áratugarins; leikhús snerist ekki lengur um að vera einhver lýsing á raunveruleika heldur var þróunin „non realismi" - það sem gerðist á sviðinu varð stærra en raunveruleikinn en ekki eftir- mynd hans. Sem einn af frum- kvöðlum þessarar stefnu hefur Shepard haft mjög mikil áhrif á ung leikskáld í Bandaríkjunum í dag. - A áttunda áratugnum beindi hann athyglinni að fjölskyldunni og þá sérstaklega að áhrifum föðurins. Sjúk í ást er skrifað 1983 og er eitt af fáum sem fjallar um samband karls og konu, flest önnur leikrit hans snúast um karl- menn og lýsa þeirra sjónarhorni á lífinu. Grunnur leikrita Shepards er í raunveruleikanum, en hann leyfir sínum persónum að vera stærri en lífið sjálft. Það er ekki hægt að fá mynd af leikritum hans nema sjá þau, þau eru gerð til að vera sýnd en ekki lesin. Róbert Arnfinnsson: Allt hugsanir kallsins - Ég lít svo á að þessi Gamli maður, eins og hann heitir í leikritinu, sé einhvers staðar úti í buskanum að hugsa, segir Róbert Arnfinnsson. - Einhvers staðar hefur hann sest að eftir að hann hljópst frá konum og börnum, í það minnsta hafa ekki borist af honum neinar andlátsfregnir. Hann gæti til dæmis setið á ein- hverju ódýru móteli í miðríkjun- um, sjálfsagt einmana og vinafár," hann hefur hvergi fest rætur og nú er svo komið að hann getur ekki lengur verið á neinu flandri. Hann situr þarna í hýði sínu, eða greni, og hugsar til fortíðar, og samskipti May og Eddies eru hugsanir sem holdgerast. Ég held s að höfundur sé að sýna okkur hvað kallinn er að hugsa. Það má sjálfsagt túlka þetta út frá öðrum sjónarhornum, en þetta er það sem mér sem túlkanda þess gamla finnst hljóta að vera. - Auk barnanna kemur þarna þriðji aðili til sögunnar og ég er þeirrar skoðunar að hann sé líka eins konar hugsun. En hvort það er eins vel mótuð hugsun og börnin eru er ég ekki viss um því hann spyr hvaða náungi þetta sé. Ég tel Martin vera fulltrúa sið- ferðiskenndar kallsins, eins kon- ar samvisku. Því þegar hann kemst í klandur. með sínar hugs- anir, þegar þær ganga ekki upp, tekst honum að losa sig við börn- in en samviskan stendur eftir. Og hann er auðvitað ósköp feginn að hafa losað sig við þessar erfiðu hugsanir, sem er ósköp mann- legt. - Það sem gerist í leiknum er eiginlega svona viss kapítuli í lífi ' manns sem situr einn með þönkum sínum. Ég fæ ekki séð að það feli í sér neinn sérstakan boð- skap, þetta er ákveðin hugvekja sem ætti að geta vakið menn til umhugsunar um lík efni, og þar með tel ég þetta gott leikrit. Aðrir aðstandendur Annars sviðs eru Ted Reshnikoff aðstoð- arleikstjóri, Snorri Freyr Hilm- arsson, sem gerir leikmynd, Freyja Gylfadóttir sem sér um búninga, Joseph Areddy ljósa- hönnuður, SesseljaTraustadóttir sýningarstjóri og Kristín Atla- dóttir framkvæmdastjóri. LG „May og Eddie nota Martin til að klekkja hvort á öðru" (María Ellingsen, Valdimar örn Flygenring og Eggert Porieifsson). Myndir - Kristinn. Föstudagur 25. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.