Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 26
MYNDLIST Alþý&ubankinn, Akureyri, Gunnar Friðriksson sýnir málverk, opið á af- greiðslutímatil8.9. Árnagarður v/Suðurgötu, handrit- asýning þri. fimm. lau. 14-16 til 1.9. Ásmundarsalur v/ Freyjugötu, Gígja Baldursdóttir opn. myndl.sýn. lau kl. 16. Til 10.9.16-20 virka daga, 14-20 helgar. Byggða- og listasafn Árnesinga, Selfossi, sumarsýning á málverkum e/ Gísla Jónsson og Matthías Sigfús- son í Halldórssal. 14-17 virka daga, 14-16 helgar, til ágústloka. Gallerí Borg, myndir eftir yngri og núlifandi höfunda þ.á m. Louisu Matt- híasdóttur, 10-18 virkadaga, lokaö um helgar. Grafíkgalleríið: grafík, gler og keramik, Nýi salurinn: málverk nú- lifandi listam. Gallerí List, Skipholti 30 b, Hrafn- hildur Agústsdóttir, listmunir úr steindugleri.opn.laukl. 15,10:30-18 virka daga, 14-18 helgar, til 3.9. Eden, Hveragerði, Ríkey Ingimund- ardóttir, málverkog postulínsmyndir, til4.9. málverk og grafík, til 5.9.13-18 virka d.14-18helgar. Ferstikla, Hvalfirði, RúnaGísladóttir sýnir. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, 14-19 alla daga nema þri. Myndlist frá Mold- avíu, til ágústloka. Aðalheiður Skarp- héðinsdóttir, grafíkog teikn. opn. lau kl.14,0110,9. Hlíðarendi, Hvolsvöllum, Kalman og Guðrún de Fontenay og Birgir Jóa- kimsson sýna vatnslitamyndir til 1.9. íslenska Óperan, Cheo Cruz Ulloa og SigurðurÖrlygsson sýna ítengsl- um við Hundadaga 89. Til ágústloka, dagl. 14-18. Kjarvalsstaðir, opið daglega 11-18. LjósmyndirYousuf Karsh, til10.9. Listasafn Sigurjóns, Hundadagar 89, andlitsmyndir Kristjáns Davíðs- sonar, Opið mán.-fim. 20-22,14-17 lau. su. Kaffistofan opin á sama tíma. Listamannahúsið, Hafnarstræti 4, myndlistarsýn. Dags Sigurðarsonar, opn. lau kl. 15,10-18 daglega til 9.9. Listasaf n Einars Jónssonar opið alla daga nema mán. 13.30-16. Llstasafn íslands, Islenskt landslag, sýn. á ísl. landslagsverkum í eigu safnsins. Magnús Tómasson sýnir í útibúi SPRON Álfabakka 14. Opið á af- greiðslutíma til 1. sept. Mokka, Ásta Guðrún Eyvindsdóttir sýnir graf ík til 12.9. FÍM-salurinn, Michael Kunert sýnir Rlddarlnn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, lands- lagsmyndir, 13:30-16alladaganema mán. Til septemberloka. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Fundur Ameríku, i sumar alla daganemamán. 14-18. Slunkaríki, ísafirði, Guðrún Guð- mundsdóttir, veggskúlptúrar úr hand- unnum pappír, Til 27.8. fim-su 16-18. Þjóðminjasaf n opið alla daga nema mán. 11-16. Fjaðraskúfar og fiski- klær, sýning um menningu inúíta og indíána, farandsýn. í tilefni af 10 ára afm. heimastjórnar á Grænlandi. Til ágústloka. Sýning á listaverkum jarðar- gróðans stendur enn yfir. Við viljum enn f remur vekja athygli á skúlptúr- um bergsins og straumiðu vatns og skýja. Aðgangur ókeypis sé góðri umgengni heitið, annars er greitt með himinháum upphæðum vanvirðingar. Folda. TONLIST Tónlistarfólk frá Moldavíu heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu su kl. 16. Óperuaríur, einsöngslög, hljómsveit- arverk, þjóðleg tónlist. Hundadagar '89, fslenskir tónleikar í Óperunni mánudagskvöld, Manuela Wiesler, Einar Jóhannesson og Þor- steinn Gauti Sigurðsson leika tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Karólínu Eiríksdóttur ogLeifÞórarinsson. Hvað á að gera um helgina? Helgi Skúíason, leikari „Ég ætla nú bara að vera uppi í sveit hjá vinum okkar í Birtingaholti. Við hjónin eigum þar hús og höfum verið þar allar helgar í sumar, frá því við losnuðum frá vinnunni í vor," sagði Helgi þegar hann var inntur eftir því hvað ætli að gera um helgina. Hann sagði að hann og kona sín, Helga Backmann, ætluðu að hitta vinahjón sín á Þingvöllum í kvöld og fara síðan í samfloti með þeim austur í Birtingaholt. Tónlistarfólk f rá Moldavíu heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu á sunnudag. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið sýnir Macbeth í fs- lensku Óperunni lau og su kl. 20:30, síðustu sýn. Mann hef ég séö, ópera eftir Karó- línu Eiriksdóttur íslensku Óperunni í kvöldkl. 20:30. Light nights, Tjarnarbíói, fimm. fö. Iau.su. kl.21,til3.9. Dúkku kerran verður á leikferð um Vestfirði 26-30.8. Bangsi og Rebbi fara í ævintýralega bónorðsför í Þurs- askóg. Barnaskólanum Súðavík lau kl. 13, Barnaskólanum Bolungarvík lau kl. 18, Barnask. ísafirði su kl. 11 og 14, leiksk. Suðureyri mákl. 13:30, Fél.heim. flateyri má. kl. 17. HITT OG ÞETTA Spjall um Moldavíu, gestir frá So- vétlýðv. Moldavíu í heimsókn á So- véskum dögum MÍR segja frá landi og þjóð og því sem efst er á þaugi í Sovétríkjunum íhúsakynnum MIR, Vatnsstíg 10laukl. 16.Öllumheimill aðgangur. Norræna húsið, Borgþór Kjærne- sted heldur fyrirlestra um íslenskt samfélag á laugardögum í sumar. Á sænsku kl. 17, finnsku kl. 18. Til 26.8. Gloria D. Karpinski, sem hefur starf- að að andlegum vísindum í 12 ár heldur námskeið að Bolholti 4,26. og 27.8. Námskeiðið heitir Um þrönga hliðið-dulspeki kristindómsins og fjallar um reynslu leitenda Ijóssins á vígsluþrepunum, skoðar ýmsar hliðar þeirrar innri baráttu sem þeim fylgir og fjallar um heilræði Jesú fyrir þá sem á brattann leggja. Námskeiðið, sem verður flutt á ensku, hefst kl. 9 báðadagana. Félag eldri borgara Rvík og ná- grenni, Göngu-Hrólfur, gönguferð alla laugardaga frá Nóatúni 17 kl. 10. Ferðafélagið, dagsferðirsu: Kl. 8 Þórsmörk, kl. 10 Rauðsgil-Búrfell í Reykholtsdal, kl. 13 Eyrarfjall. Hana nú, Kópavogi, vikuleg laugar- dagsganga farin frá Digranesvegi 12 kl. 10ífyrramálið. Púttvöllurinn Rúts- túniöllumopinn. Útivist, Landnámsgangan 18. ferð su:KI. 10:30 Landnámsgangan 18. ferð, Úlfljótsvatn-Ýrufoss-Álftavatn, kl. 13Ýrufoss-Álftavatn. Helgarferðir 25.-27.8. Þórsmörk-Goðaland, Básar-Fimmvörðuháls-Skógar. FJÖLMIÐLAR ÞROSTUR HARALDSSON Naflaskoðun um naflaskoðun Mér hnykkti örlítið við þegar ég fletti upp á fjölmiðlaopnunni í síðasta sunnudagsmogga. Þar blasti við mynd af undirrítuðum í heldur skrautlegum selskap. Við vorum þarna fjórir, ég, Illugi Jökulsson, Ólafur M. Jóhannes- son og Hannes Hólmsteinn Giss- urarson. - Djöfulinn eru þeir nú að skrattast í manni, hugsaði ég og fór að lesa textan utanum myndirnar. Textinn var eftir Ásgeir Frið- geirsson umsjónarmann fjölmiðl- aopnunnar og hann fjallaði um fjölmiðlarýni. Sannast sagna fannst mér þetta allt saman háif- kúnstugt því það var hvergi minnst á neinn okkar fjórmenn- inganna í greininni og fyrir þá sem ekki vita var engin skýring á því af hverju verið væri að birta myndir af okkur þarna. Að vísu eigum við það sameiginlegt allir fjórir að hafa fjallað í fjölmiðlum um fjölmiðla en þess var hvergi getið. Við fyrstu yfirsýn var grein Ás- geirs ósköp venjuleg naflaskoðun eins og okkur fjölmiðlamönnum er svo tamt að stunda, fjölmiðla- fræðingur skrifar um umfjöllun fjölmiðlagagnrýnenda um fjöl- miðla í fjölmiðlum. En svo rann upp fyrir mér ljós. Auðvitað átti bara að vera ein ' mynd með þessari grein: af Hannesi Hólmsteini. Mér varð ljóst að greininni allri var beint gegn honum, enda hefur Hannes verið með sunnudagsblað Mogg- ans og meintan Helgarpóstsfnyk af því á heilanum að undanförnu. Hannes er eins og kunnugt er far- inn að skrifa um fjölmiðla í DV, makalausa pistla, og gegn þeim var brandinum beitt. Fyrirsögn greinarinnar gefur strax tóninn: „Fjólmiðlagagn- rýni!? Ekki sjálfsdýrkun heldur nauðsynlegt menningarlegt að- hald." Og í línum sem teknar eru út úr texta til áhersluauka segir: „Gagnrýni á ekki að byggjast á smekk, - ekki á sömu forsendum og sú löngun sumra að vilja frem- ur kaffi en te." Nú verð ég að viðurkenna að ég skil vel að Mogginn kveinki sér undan árásum Hannesar. Þeir eru ekki vanir krftík úr þessari átt enda hefur blaðið lengst af getað haldið öllum góðum á hægrikant- inum. Og þótt Hannes skrifaði eins konar heilagramannasögu um Matthías stórskáld og fórn- irnar sem hann færir Mogganum á degi hverjum með því að rit- stýra blaðinu þá var það ekki nóg til að liria sársaukann. En nú er ég komin alveg á ysta kant þess leiksviðs sem ég hef markað mér í þessum pistlum. Þannig er nefnilega að ég vil skipta fjölmiðlarýni í tvennt. Annars vegar eru þau skrif sem snúa að innihaldi fjölmiðla. Það er sú tegund fjölmiðlaskrifa sem lengst af hefur viðgengist hér á landi, allt frá dögum Steins Steinars þegar hann skrifaði um útvarp í Alþýðublaðið og allur heimurinn fyrirleit blaðið og hann. í þeirri tegund umfjöllunar eru vinnubrögð fjölmiðlunga í raun aukaatriði. Höfundarleggja út frá því sem þeir sjá eða heyra í fjölmiðlum og nota það sem á- stæðu til að viðra skoðanir sínar á því sem er til umræðu, hvort sem það er stjórnmálaástandið, vega- gerð á Austfjörðum eða uppeldi forskólabarna. Hin tegundin hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum og hún er meira í ætt við listgagnrýni. í henni er athyglinni fyrst og fremst beint að forminu, vinnubrögðum fjölmiðlunga og hvernig þeim tekst að standa undir öllum fallegu frösunum sem veifað er á tyllidögum. Sjálfur hef ég meiri áhuga á þessari síðarnefndu tegund. Með því er ég ekki að segja að sú fyrr- nefnda eigi ekki rétt á sér. Að sjálfsögðu er það gott og gilt form en ég hef ekki áhuga á að nota þennan vettvang til að stunda þrætubók við kollega mína og aðra þá sem fram koma í fjöl- miðlum um það hvort heldur beri að leggja vegi eða grafa göng á. Austfjörðum. Um það myndi ég, rífast á öðrum vettvangi. Hins vegar skil ég alveg af hverju Ásgeir skrifaði umræddan pistil. Það er allt of algengt að menn rugli þessum tveimur form- um saman. Gleggsta dæmið sem nú er um slíka iðju eru einmitt umræddir pistlar Hannesar Hólmsteins. Að vísu er maður löngu hættur að undrast það sem frá honum kemur. Hann tilheyrir þeim skóla sem hefur komist næst því af öllum fræðimönnum að raungera kenningu Karls Marx um óumflýjanlega sameiningu te- oríu og praxíss. En rétt eins og Sigmar B. má þöla tilvist rónanna verðum við Ásgeir að lifa með þeirri stað- reynd að menn á borð við Hannes Hólmstein þykist vera að fjalla um fjölmiðla í DV. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAD Föstudagur 25. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.