Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 4
Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður LÍN, er á beininu Varla komist hjá pólitísku bragði af svona málum Sigurbjörn Magnússon er stjórnarf ormaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ef tir að Svavar Gestsson varð menntamálaráðherra haf a komið upp ýmis mál sem varða samskipti Sigurbjörns við ráðherrann. Hann hef ur verið óspar á gagnrýni á stef nu núverandi menntamálaráðherra og nú síðast neitar hann að hækka námslánin nema f rá ráðherra komi skýr skrif leg f yrirmæli þar að lútandi. Sigurbjörn er á beininu í dag og f yrst spurður að því hver sé æðsti yf irmaður Lánasjóðs- ins, hann eða menntamálaráðherra? Það er menntamálaráðherra. Telur þú þér þá ekki skylt að fara að fyrirmælum hans? Jú, og ég hef nú gert það þegar þau hafa legið fyrir. Að vísu er ég sem stjórnarmaður í Lánasjóðn- um æðsti yfirmaður þeirrar stofn- unar og tek allar ákvarðanir varð- andi hana. En það er auðvitað menntamálaráðherra sem ber hina pólitísku ábyrgð á starfsemi sjóðsins og varðandi stærri á - kvarðanir sem mér hefur þótt vafa- samt að taka hef ég lýst rninni afstöðu. Menntamálaráðherra hefur síðan tekið af skarið og ég framkvæmt hans ákvarðanir. Ég get nefnt sem dæmi þessa hækk- un sem deilt er um. Þetta er hækkun umfram vísitölu sem Svavar tók ákvörðun um. Hún kom til framkvæmda að hluta til 1. mars s.l. Á þeim tíma taldi ég ekki raunhæft að framkvæma þessa hækkun og efaðist um fjár- hagsforsendur hennar. Auk þess taldi ég þáverandi framfærsluvið- miðun viðunandi. Þá tók Svavar af skarið og ákvað hækkunina með reglugerð og í framhaldi af því kom hún til framkvæmda. Þarf ráðherra þá að setja.nýja reglugerð viiji hann að stjóra sjóðsins farí að hans fyrírmæl- um? Það hefur nú ekki alltaf þurft reglugerð til. Þegar Svavar óskaði eftir að sjóðurinn breytti reglum um tekjutillitið, þ.e yki þá upphæð af tekjum náms- manna sem dragast frá námslán- inu, þá gerði hann það bara með bréfi og reglum sjóðsins var breytt í kjölfar þess. Nú óska ég einnig eftir skriflegum fyrirmæl- um frá ráðherra. Hefur þú hingað til ekki farið eftir öðru en skrifiegum fyrir- mælum? Nei, það má eiginlega segja það. Við höfum ákveðnar úthlut- unarreglur sem menntamálaráð- herra þarf að staðfesta skriflega og vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi höfum við óskað eftir því að aðrar stórar ákvarðanir séu einn- ig kynntar formlega. Ég sit ekki á reglulegum fundum með Svavari Gestssyni. Hafa pólitískar skoðanir þfnar þá áhrif á afstöðu þína gagnvart menntamálaráðherra? Ég mundi ekki segja það í þessu tilviki. Auðvitað höfum við ólíkar pólitískar skoðanir en ég lít á mig fyrst og fremst sem ábyrgan yfirmann stofnunar og ég er að gera mönnum ljóst að mikill vafi leikur á því að peningar séu fyrir hendi til að framkvæma ákvarð- anir ráðherra. Ég vil sem yfir- maður Lánasjóðsins fá alveg haldbærar yfirlýsingar, annað hvort frá honum eða fjármála- ráðherra, um að fjárþörf sjóðsins verði mætt. Nú hefur menntamálaráðherra ítrekað farið fram á það að þú segir af þér. Telur þú þér ekki bera neina skyldu til þess að verða við því í Ijósi þessara tregu samskipta? Mér ber auðvitað ekki að víkja þar sem ég er skipaður til fjög- urra ára. Eg hef hins vegar lýst því yfir við hann að ég sé í sjálfu sér ekki andvígur því að hérna sitji fulltrúar viðkomandi menntamálaráðherra á hverjum tíma. En þá vil ég að lögum um skipun stjórnarinnar verði breytt þannig að skipun fulltrúa stjórn- arinnar ráðist af setu hverrar ríkisstjórnar. Ef ég færi frá núna og Svavar skipaði Alþýðu- bandalagsmenn í stjórnina þá hef ég enga tryggingu fyrir því að þeir fari frá um leið og þessi ríkis- stjórn, sem er ekki ólíklegt að verði innan skamms. Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef ekki sagtafmér. Ég ég get líka nefnt að ég sat í stjórninni á mjög við- kvæmum tíma, bæði í tíð Ragn- hildar Helgadóttur og Sverris Hermannssonar og þá var Ragn- ar Árnason stjórnarformaður, skipaður af Ragnari Arnalds. Hann myndaði oft meirihluta með námsmönnum á móti ríkis- fulltrúunum. Þannig að þetta er gamalkunn staða í stjórninni. Þá fórst þú ítrekað fram á það að Ragnar segði af sér. Finnst þér ekki að það sama eigi við um þig núna? Já, ég óskaði eftir því að hann segði af sér en jafhframt lögðum við fram tillögu um að skipunar- tími stjórnarfulltrúanna fylgdi setu ráðheranna og frumvarp þar að lútandi var í undirbúningi hjá menntamálaráðherra. Ert þú andvígur því að þær skerðingar hámslána sem settar voru í tíð Ragnhildar og Sverris verði leiðréttar? Við töldum að með margvís- legum aðgerðum á sínum tíma hefðu þessar skerðingar að veru- legu leyti verið bættar. Tekjutil- litið var lækkað, barnastuðlar. voru hækkaðir verulega og hætt að draga meðlög frá námslánum. Við töldum reynsluna sýna að upphæð námslána væri viðunandi og menn þyrftu ekki að hrekjast frá námi þeirra vegna. Lánasjóð-/ urinn gat í raun verið hreykinn af því að gera svona vel við námsí menn og hækkanin voru einfald- lega óþarfar. Hins vegar lýstui við því alltaf yfir að við værum tilbúnir að hækka lánin ef það væru til peningar fyrir því. Ég er alveg sammála Olafi Ragnari Grímssyni um að aukafjár- veitingar eru komnar út í a^gera vitleysu og vil gjarnan reypa að láta fjárveitingar duga. / Þegar þú ræðir um skoðanir þínar á málum Lánasjóðsins ertu þá að tala fyrir munn annarra Sjálfstæðismanna? Ég veit nú ekki hvort það er nákvæmlega þannig. En Sjálf- stæðisflokkurinn er þeirrar skoð- unar að það þurfi að taka á mál- efnum sjóðsins eins og öðrum stórum útgjaldaliðum ríkissjóðs. það þarf að gera það fyrr eða síð- ar. Þessi ríkisstjórn virðist ekki ráða neitt við ríkisfjármálin þannig að það kemur í hlut þeirrar næstu. Sjálfstæðisflokk- urinn mundi nú ekki vera sannfærandi ef hann væri að lofa einhverjum sérstökum hækkun- um á námslán. Hann boðar kannski skerðing- arnar á ný? Ég myndi nú ekki orða það þannig. Það þarf að gera gagngerar breytingar á Lána- sjóðnum og tryggja fjárhag hans í framtíðinni þannig að hann geti haldið áfram að gegna sínu hlut- verki. Ég er þeirrar skoðunar að þetta námslánakerfi sé að mörgu leyti sprungið. Það er ekki vilji til að láta alla þessa fjármuni renna í sjóðinn. Við þurfum að ná sömu markmiðum með minna fé. Þýðir það ekki beinan niður- skurð á námslánum? Það þýðir annað fyrirkomulag á námslánum. Til dæmis voru unnar tillögur í menntamálaráðu- neytinu í tíð Birgis ísleifs sem ganga út á það m.a. að aðgreina i styrki og námslán. í núverandi ' kerfi er ákveðinn hluti lánanna styrkur, bæði-vegna þess að lánin greiðast ekki að fullu til baka og þau eru vaxtalaus. Hugmyndin var sú að hafa annars vegar beina styrki og hins vegar lán. Þannig færi það að skipta námsmenn meira máli hversu há lán þeir fá en nú breytir það ekki svo miklu fyrir fólk því endurgreiðslan er alltaf sú sama. Þetta er grundvall- arvandi sjóðsins sem verður að taka á. Þínar hugmyndir iim Lánasj- vóðinn eru alveg í samræmi við stefnu síðustu ráðherra Sjálf- stæðisflokksins í menntamálum. Nú þegar annar ráðherra með ólíka stefnu situr i ráðuneytinu finnst þér þá ekki eðlilegt að þú haldir þfnum skoðunum fyrir þig og einbeitir þér að því sem emb- ættismaður að framfylgja hans stefnu? Ég hef nú gert það. Hann hefur gefið mér fyrirmæli um nokkur atriði sem ég hef framfylgt. Hins vegar lít ég svo á að stjórn Lán- asjóðsins geti í einhverjum tilfell- um haft sjálfstæða skoðun þótt hún lúti boðvaldi ráðherrans. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það að upp geti komið ágreining- ur, jafnvel þó að menn séu full- trúar í sömu stjórn. Til dæmis á - greiningur einsog nú er uppi um það hvort til séu ákveðnir fjár- munir. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð enn frá ráðuneyt- inu vegna þeirrar auknu fjárþarf- ar sem við stöndum nú frammi fyrir, sem stafar m.a. af ákvörð- unum um að hækka námslán um- fram vísitölu. Mér finnst það vera ákaflega ábyrg afstaða stjórnarformanns í opinberum lánasjóði að biðja um skýr svör varðandi fjármögnun hans. Er ekki verið að ræða um það að menn eigi að bera virð- ingu fyrir fjárlögum og kallaði ekki fjármálaráðherra yfirmenn ríkisstofnana á sinn fund til að gera þeim kunnugt að það væri ekkert sjálfgefið að menn fengju það leiðrétt ef farið yrði framyfir' heimildir fjárlaga. . Mér finnst hyggilegt að leggja ekki til hækk- anir á meðan ég hef ekki trygg- ingar fyrir því að þeir peningar sem á vantar komi. Það er betra að gera þetta með þessum hætti heldur en að koma aftan að námsmönnum síðar. Telur þú það vera í þínum verkahring að móta hina pólit- ísku stefnu í málefnum Lána- sjóðsins? Ég tel það vera í mínum verka- hring. Ég er skipaður til fjögurra ára og ég er að reyna að stjórna þessum sjóði eins vel og ég get. Menntmálaráðherra hefur haft öll tök á því að breyta lögunum um skipun stjórnarmanna og ef ég hefði verið menntamálaráð- herra þá væri ég löngu búinn að því. Er þetta ekki bara pólitfsk her- ferð gegn Svavari? Nei, ég vil bara fá skýrar yfir- lýsingar frá hans hendi. Það hefur ekki ríkt stöðugur ágreiningur okkar í miUi i málum sjóðsins. Honum hafa að vísu verið send bréf þar sem skýrt hefur verið frá fjárvöntun sjóðsins og við höfum varað við auknum fjárútlátum. Það hafa engin sérstök viðbrögð komið vegna þessara bréfa. Við erum að reyna að vinna á sem faglegastan hátt. Það verður þó varla komist hjá því að eitthwrt pólitískt bragð verði af svona málum en það ætti að vera hægt að útkljá þau með einföldum hætti. iþ 4 SlÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.