Þjóðviljinn - 20.10.1989, Page 8

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Page 8
Málgagn sosíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla:®68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Stmfax:68 19 35 Verð:ílausasölu 140krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Risna og pólitík Mönnum finnst oftar en ekki undarlegar áherslur í ís- lenskum fjölmiðlum - og svo í viðbrögðum við því sem þeir tönnlast á. Til dæmis að taka verða viðbrögð venju- lega mjög sterk og hlaðin afdráttarlausri fordæmingu þegar embættismaður eða ráðherra misstígur sig við að draga að sér veisluföng. Þá vita allir- um skamma stund að minnsta kosti - hvar Davíð ölið keypti og hvernig við því eigi að bregðast. Út af slíkum málum verður svo mikill gauragangur að fyrr eða síðar fara menn að klóra sér í hausnum yfir því, hve mikill munur er á viðbrögðum við slíkum hneykslismálum, sem kannski varða ekki stórar upphæðir í peningum talið, og svo viðbrögðum við meiri- háttar fjárglæfrum, kannski upp á mörg hundruð miljónir króna. Á þessu eru vitaskuld margar skýringar. Ein sú helsta gæti verið sótt í fræga bók um Parkinsonlögmálið: í fyrir- tæki munu menn samþykkja fjárveitingar upp á tugmiljón- ir andmælalaust en rífast hart um það hvort eigi að koma upp stæði fyrir reiðhjól sem kostar nokkrar þúsundir. Blátt áfram af því að stórar upphæðir eru einhver afstrakt yfirþyrming sem menn eiga erfitt með að koma í tengsl við sinn hvunndagsveruleika, en smærri upphæðirnar eru eitthvað sem er innan hversdagsreynslu hvers og eins. Eins er það með ódýr drykkjarföng og ókeypis veisluhöld - það er eitthvað sem allir skilja og vildu gjarna í komast, meðan að hundruð miljóna sem fara í súginn í einhverjum Hafskipsmálum eru eins og súgur úr fjarska, sem fáum dettur í huga að tengja við þá skattabyrði sem hver og einn ber. En þótt mönnum sýnist einatt misskipt hneykslunar- hæfni fólks, þá mega menn ekki halda að viðbrögð við ráðherravíni, risnu og þvíumlíku séu ómerkileg og að engu hafandi. Siðferðilegir dómar sem almenningurfellir um þá hluti eru eðlilegir og sjálfsagðir blátt áfram vegna þess, að það hlýtur að ráða miklu um orðstír stjórnmála- manna og embættismanna hvernig þeir umgangast þau fríðindi sem þeir hafa í mörgum tilvikum tekið sér nokkurt sjálfdæmi um. Hér er alltaf verið að halda persónuleg próf, sem allir telja sig eiga auðvelt með að átta sig á. Það er auðvitað leiðinlegt ef menn geta ekki hneykslast af stórsvindli vegna þess að athyglin er bundin af smærri hlutum eins og þeim sem hér eru ræddir. En þessir smærri hlutir eru ekki lítilfjörlegir: Þeir ráða miklu um það álit sem stjórnmál og stjórnmálamenn yfir höfuð njóta, um virðingu alþingis, Hæstaréttar og þar fram eftir götum. Því er sjálfsagt að taka undir hugmyndir um og áform um að setja ótvíræðari reglur um áfengiskaup, risnu, dagpeninga og annað þessháttar. Vinstristjórnin sem við tók árið 1971 afnam ótakmarkaðar heimildir ráðherra til áfengiskaupa á kostnaðarverði - en þær reglur sem við tóku um ráðuneytaafgreiðslu þeirra mála hafa ekki reynst nógu þéttar eða gliðnað síðan. Því er líklega skynsam- legast að hætta með öllu að selja áfengi á kostnaðarverði til æðstu stofnana ríkisins: Þá gera menn sér væntanlega betur grein fyrir því en áður hvað gleypt er og til hvers. í annan stað eru vafalaust réttmætar athugasemdir, sem endurskoðunarmenn ríkisreikninga nú gera við gjörsam- lega óþörf flottheit á greiðslu ferðakostnaðar fyrir æðstu menn í opinberri þjónustu. Það sparast ef til vill ekki háar upphæðir á því að tekið sé á þessum málum - en það hefur mikið fordæmisgildi að það sé gert. Ekki síst á þeim tímum þegar fríðindalaust fólk og lágt launað er beðið að taka á sig skakkaföll vegna samdráttar í þjóðarbú- skapnum. ÁB 8 SÍÐÁ-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. október 1989 Hallgrímsljóð í tveim bindum Þessi útgáfa er gott og þakkar- vert verk, sagöi Ólafur Skúlason biskup þegar hann tók viö fyrstu eintökum nýrrar útgáfu á sálmum og kvæöum Hallgríms Péturs- sonar í tveim bindum, sem Hörp- uútgáfan á Akranesi hefur frá sér sent. Útgáfan er í tveim bindum og komst Bragi Þórðarson útgefandi svo að orði að tilgangur hennar væri að gefa almenningi kost á úrvali verka Hallgríms í aðgengi- legu formi - um leið og Hörpu- menn gerðu sér grein fyrir því að mikil nauðsyn væri á þeirri fræði- legu heildarútgáfu á verkum Hallgríms sem Árnastofnun nú vinnur að. Helgi Skúli Kjartansson sá um Passíusálmabindi útgáfunnar, en þetta er 78. prentun þeirra sálma á 330 árum. Hann lét þess getið að hann hefði farið sem næst eiginhandriti Hallgríms sjálfs. Páll Bjarnason sá um það bindi útgáfunnar sem geymir úrval sálma og kvæða Hallgríms. Hann Jámgaldrar Sigurjóns Á morgun verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sýning á verkum sem hann vann á árun- um 1960-62, á meðan hann dvaldist á Reykjalundi. Eru flest verkin unnin úr j árni, og voru fy rstu my nd- irnar frá þessu tímabili á ferli Sigurjóns unnar upp úr fornum íslenskum galdrastöfum. Voru sumar þess- ara mynda sýndar á sýningu Sigurjóns í Bogasal Þjóðminjasafnsins haustið 1961. Sýningin mun standa í allan vetur, og hefur Lista- safnið gefið út vandaða sýningarskrá af þessu tilefni, þar sem birtar eru Ijósmyndir af öllum verkunum og grein eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing, þar sem hann gerir grein fyrir járnmyndum Sigurjóns með tilliti til heildarferils hans og þeirra hræringa sem þá voru í evrópskri myndlist. Á sýningunni eru einnig aðföng og gjafir, sem safninu hafa borist, meðal annars myndir frá árun- um 1936-46, sem hafa verið í einkaeign í Danmörku. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar verður opið í vet- ur á laugardögum og sunnudögum kl. 14-17 og öll þriðjudagskvöld milli kl. 20 og 22. kvaðst hafa átt við tvennskonar vanda að glíma: annarsvegar að komast að réttum texta, en um eiginhandrit er vart að ræða, upp- skriftir misgóðar og ýmsar villur hafa slæðst inn í fyrri útgáfur. Hinn vandinn er svo valið sjálft. Hér sé nú um helmingur Hall- grímskvers, sýni tekin af öllum tegundum kveðskapar Hallgríms (þ.á m. úr rímum hans) og svo af þekktum „vafagemlingum“ - kvæðum eignuðum Hallgrími.' Og ræður það m.a. valinu hvaða kvæði besta standast tímans tönn og eru aðgengileg fyrir ungt fólk enn í dag. Sr. Jón Einarsson í Saurbæ tók undir þakkarorð biskups um út- gáfuna. Hann minnti á mikil og margvísleg áhrif Hallgríms Pét- urssonar: Nú síðast voru menn á Hvalfj arðarströnd að bora eftir heitu vatni og voru komnir 600 metra niður árangurslaust: Þá hétu þeir á Hallgrímskirkju í Saurbæ. Og viti menn: upp komu 28 sekúndulítrar af 84 gráða heitu vatni! Guðjón Ingi Hauksson hefur annast bókaskreytingar í þessa útgáfu og hafði til hliðsjónar bib- líuhandrit frá 15. öld. Helgarveðrið Veöurhorfur á laugardag og sunnudag: Na-átt um allt land. Skúrir en síðan slyddu- eða snjóél við norður- og jafnvel austurströndina, en léttskýjað sunnan lands og vestan. Hiti 2-8 stig á laugardag en 0-6 stig á sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.