Þjóðviljinn - 20.10.1989, Page 9

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Page 9
Síðasta kvöldmáltíð byggingarnefndar Borgarleikhússins fór fram í gær þegar hún skilaði af sér hinni glæsilegu leikhúsbyggingu arkitektanna Guðmundar Kr. Guðmunds- sonar, Ólafs Sigurðssonar og Þorsteins Gunnarssonar. Verður Borgarleikhúsið formlega afhent Leikfélagi Reykjavíkur til afnota með hátíðardagskrá í kvöld. Fyrsta frumsýningin verður næstkomandi þriðjudag á litla sviðinu, þar sem sýnd verður leikgerð Kjartans Ragnarssonar á Ljósi heimsins eftir Halldór Laxness. Höll sumarlandsins eftir sömu höfunda verður frumsýnd á stóra sviðinu næstkomandi fimmtudag. Borgarleikhúsið er alls 59.849 rúmmetrar að stærð með 10.806 fermetra gólfflöt. Stærri salurinn tekur allt að 540 áhorfendur í sæti, en minni salurinn 270. Sætaskipan er breytileg, en framanvið stóra sviðið er hljómsveitargryfja sem hægt er að lyfta og rúmar þá 55 áhorfendur. í kjallara hússins undir hluta af forsalnum verður veitingastaður. Leikhúsið er búið öllum fullkomnasta tæknibúnaði, og er áætlað að endanlegur byggingarkostnaður verði 1.572.632.000. Þar af hefur Leikfélag Reykjavíkur lagt 89.439.993 kr. í bygginguna. Ljósm. Jim Smart Bamamál - ráðstefna um bijóstagjöf Barnamál, áhugafélag um brjóstagjöf, vöxt og þroska barna á fimm ára afmæli um þessar mundir. Félagið hefur staðið fyrir fræðslu meðal mæðra ungbarna um brjóstagjöf, meðal annars með útgáfu fréttabréfsins Mjólk- urpósturinn. Laugardaginn 28. október næstkomandi hyggst félagið gangast fyrir ráðstefnu um efnið í tilefni afmælisins, og verður hún haldin í Félagsheimili Kópavogs við Fannborg og stendur frá kl. 10-16. Verður þar fjallað um ólíka þætti þessa máls svo sem þann vanda margra mæðra, hvernig sameina megi útivinnu og brjóstagjöf. Helgi Valdimars- son mun fjalla um þá vörn gegn ofnæmi sem í brjóstamjólkinni er fólgin, Anna Valdimarsdóttir sál- fræðingur mun fjalla um sjálf- styrkingu kvenna og Valgerður Baldursdóttir læknir mun fjalla um þunglyndi eftir fæðingu. Á vegum Barnamáls eru nú starfandi 13 „hjálparmæður", en það eru konur sem samfara per- sónulegri reynslu hafa aflað sér sérstakrar fræðslu um brjósta- gjöf. Hjálparmæðurnar veita símaþjónustu, og liggur bæk- lingur með nöfnum þeirra og sím- anúmerum frammi á fæðingar- deildum og á heilsugæslustöð Kópavogs. Pá hafa konur í Barn- amál tekið að sér að miðla brjóstamjólk til barna sem ekki fá mjólkurþörf sinni sinnt með öðrum hætti. Allar mæður eru velkomnar á ráðstefnuna, en þátttökugjald er 900 kr. Föstudagur 20. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.