Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 19
Vatnið er tákn Ólafs Kárasonar Borgarleikhúsið opnað með leikritum um Ljósvíkinginn. Kjartan Ragnarsson: Aðalatriðið að koma tilfinningu verksins til skila Ólafur Kárason (Helgi Björnsson) fæti. Myndir - Jim Smart. Ó. Kárasyni fullorðnum í Ljósi heimsins. Að koma tilfinningu og reynslu til skila - Ýkjustíll Halldórs er svolítið greinilegur í Heimsljósi, en ýkjur og ýkjur, ég held að það sem kemur þarna fram hafi ekki getað verið daglegt brauð niðursetn- inga og umkomuleysingja. Okk- ur finnst Halldór búa þarna til heim sem er annars vegar of dýrs- legur til að Ólafur geti þrifist í honum og hinsvegar býr hann til sæluheim, sem er hugarheimur Ólafs. Þessar andstæður leitumst við við að draga fram í leikmynd og leikstíl Ljóss heimsins. Leiksviðið er lokaður heimur, það er eyja sem Ólafur kemst ekki út af, umkringd vatninu, sem er bæði tákn kúgunar hans og draumaheims. Önnur leiksvæði og stærri eru síðan dregin inn í myndina og þar er leikið bæði það sem skeður í hans draumalandi og eins það sem ger- ist annars staðar. Þú hefur ekkert verið hikandi við að ráðast í að gera leikgerðir upp úr sögu sem nú er viður- kennd sem eitt mikilvægasta ís- lenska bókmenntaverkið? - Maður er náttúrlega ekki að velta slíku fyrir sér þegar verkið er hafið. Það hlýtur alltaf að vera við vatnsburð á Fæti undir Fótar- svo að efni sem höfundur tekur ákveðnum tökum á bók fái aðra umfjöllun og aðra meðferð þegar komið er á leiksvið. Hlutverk þess sem leikgerðina gerir er að skila efni bókarinnar á sem áhrif- aríkastan hátt. - Mér finnst bæði frumsamin leikrit og leikgerðir bók- menntaverka hafa fullkominn rétt á sér og hafa sitt gildi. Það er svo margt skylt með leiklist og bókmenntum og reyndar með öllum listformunum. Aðalatriðið er að koma tilfinningu verksins til skila. Hvert sem form listarinnar er er hún fyrst og fremst það tæki sem notað er til að koma tilfinn- ingu og reynslu á milli manna.. Með leikgerðum Heimsljóss reynum við að koma þeim tilfinn- ingum og þeirri reynslu sem Hall- dór Laxness hefur skapað með sínum bókum til skila til okkar áhorfenda. Stefán Baldursson leikstýrir Höll sumarlandsins og Steinþór Sigurðsson gerir leikmynd. Söng- lög í báðum verkunum eru eftir Jón Ásgeirsson, en önnur leiktónlist er eftir Jóhann G. Jó- hannsson og Pétur Grétarsson. Helgi Björnsson leikur Ó. Kára- son Ljósvíking í Ljósi heimsins, en Ólaf barn á móti honum leika þeir Sverrir Páll Guðnason og Orri Huginn Ágústsson. Ólafur í Höll sumarlandsin er Þór Túliní- us. LG Opnunarhátíð Borgarleik- hússins verður nú um helgina og verða þá sýnd leikritin Ljós heimsins og Höll sumarlands- ins, leikgerðir Kjartans Ragn- arssonar eftir tveimur fyrstu bókunum í Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Frumsýn- ingar á sömu verkum verða síðan í næstu viku, dagana 24. og 26. október. Leikritin fjalla um uppvöxt og fyrstu manndómsár Ö. Kára- sonar Ljósvíkings skálds og sveitarómaga. Hann elst upp við vosbúð og strit hjá vandalausum á Fæti undir Fótarfæti, enginn er honum góður en enginn beinlínis vondur heldur, að minnsta kosti ekki fyrr en hann verður bitbein bræðranna á heimilinu í baráttu þeirra um konu og húsbónda- vald. Ólafur Kárason elst að sjálf- sögðu upp í guðsótta og góðum siðum, en það blundar í honum einhver fjárans ónáttúra, - hann vill verða skáld, en á Fæti undir Fótarfæti útleggst slíkt sem ónytj- ungsháttur og guðleysi. Laun skáldlingsins eru skammir og svelti og ekki tekur betra við þeg- ar hann er endanlega lagstur eftir misþyrmingar bræðranna. Þá hefur hann nægan tíma til að stara upp í súðina og setja saman kveðskap um þjáning sína, heimilisfólki til angurs og ama. Þegar hann svo loksins ræðst í það að biðja sér konu bréflega finnst uppalendum hans mælirinn fullur og krefjast þess að honum verði komið fyrir annars staðar. í Höll sumarlandsins er Ólafur svo kominn til kaupstaðarins Sviðinsvíkur, læknaður af heilsu- leysi sínu fyrir kraftaverk, en þó ónýtur til erfiðisvinnu, lifir mest í eigin heimi og kominn upp á hjartagæsku náungans, sem ekki fer mikið fyrir á Sviðinsvík. Hann kynnist ástinni og fer að hafa skoðanir en rekur sig fljótlega á það að umkomulaus maður á ekkert með það að hafa skoðanir í plássi eins og Sviðinsvík, að minnsta kosti ekki ef þær stangast á við skoðanir yfirvaldsins. Barnið Ó. Kárason Kjartan Ragnarsson, höfundur leikgerðanna og leikstjóri fyrsta hluta verkisins, Ljóss heimsins, sem sýnt verður á litla sviðinu segir Heimsljós vera bók sem bæði hann og aðrir í leikhúsinu haldi mikið upp á og því hafi þeim fundist tilvinnandi að reyna að koma efni hennar í leikritsform. - Þessar fyrstu bækur verksins hafa ekki verið leiknar hér áður, segir hann, - og ég held líka að þessi leikrit geti orðið til þess að kynna nýrri kynslóð verk Lax- ness. Halldór Laxness er risinn í íslenskri skáldsagnagerð svo okk- ur fannst sjálfsagt að opna nýtt leikhús með verkum hans. Ég held ekki að allir íslendingar hafi lesið verk Laxness, ekki frekar en ég held að allir íslendingar hafi lesið fslendingasögurnar. Og ef leikritin geta ýtt undir það að menn lesi Heimsljós og jafnvel fleiri af skáldsögum Laxness, hafa þau sannað að þau eiga rétt á sér. - Þegar ákveðið var að ráðast í þetta var fyrst talað um að leik- gera tvær fyrstu bækurnar sem eitt verk. Það kom þó fljótlega í ljós að þessar tvær bækur eru svo gjörólíkar bæði að efni og efnis- tökum að það var meira spenn- andi að skrifa upp úr þeim tvö verk. Fyrri bókin er mun inn- hverfari en sú síðari, hún gerist að miklu leyti á baðstofuloftinu á Fæti undir Fótarfæti og í hugar- heimi Ólafs. Seinni bókin er mun epískari, þá er Ólafur Kárason kominn út í hinn stóra heim. - Vandinn við að koma þessari innhverfu frásögn í Ljósi heimsins til skila var að finna svið hugarheims Ólafs Kárasonar. Það kom í ljós þegar ég fór að vinna með Grétari Reynissyni leikmyndarhöfundi að við vorum sammála um að vatnið væri mikil- vægt tákn. Eilífur vatnsburður hans er dæmigerður fyrir þá kúg- un sem hann lifir við, en vatnið er líka tákn hans fyrir frelsi og feg- urð. Mér finnst vatnið vera tákn Ólafs Kárasonar. „Ég er einsog vatnið, ég sitra alls staðar í gegn,“ segir hann á einum stað í Höll sumarlandsins. - Annað tákn Ólafs Kárasonar er barnið, sem er mjög áberandi í fyrstu bókinni og reyndar þeim báðum. Viðbrögð hans þegar Vegmey segir honum að hún sé ólétt eftir hann eru dæmigerð; „hann gat ekki dulið fyrir sér að honum stóð stuggur af litlum börnum og fannst hann sjálfur í raun réttri vera það eitt litlabarn heimsins sem nokkru máli skifti“. Þess vegna var ákveðið að vera með barn í stóru hlutverki á móti Hvað er III meðferð á skepnum? Presturinn, Marinó Þorsteinsson. „Það er nú haldið að sumirséu ekki eins veikirog þeir láta.“ Magnína (Ólafía Hrönn Jónsdóttir). Föstudagur 20. október 1989 nýtt HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.