Þjóðviljinn - 20.10.1989, Page 21
HELGARPISTILL
ÁRNI
BERGMANN
Frægðarfólk
einkamál og
fjölmiðlar
EITURLYF AISLANDI
OG STYJÖLDIN GEGN
EITURLYFJABARÓNUNUM
HANNES HAFSTEIN OG
ÆTTMENNIHANS
eftir Guðjón Friðriksson
HÁLF ÖLD FRÁ
HEIMSSTYRJOLD
GY8INGARNIR
KREPPAN ER KOMIN
GAMLA KYNSLÓÐIN
DÆGUmjAN
HVAÐFÆRHANATILAÐ
BROSA í GEGNUM TÁRIN?
Fram til skamms tíma hefur ís-
lensk blaðamennska átt sér eitt
heldur geðfellt sérkenni. Hún
hefur umgengist einkalíf manna
með varúð. Blaðamenn hafa ekki
spurt ýkja mikið um einkahagi
(skilnaðarmál frægs fólks til
dæmis), enn síður hafa þeir gerst
njósnarar í þeim málum: hver
sefur nú hjá hverjum? Þeir hafa
líka - oftast nær - haft aðgát í
nærveru syrgjandi sálar: það
þætti meirháttar svívirða ef ís-
lenskir blaðamenn og ljósmynd-
arar sæjust lemja hver annan í
hausinn með myndavélum og
segulbandstækjum í ákafa sínum
við að troða sér upp að mann-
eskjum sem voru að fregna það
að nákomnir ættingjar hefðu far-
ist með voveiflegum hætti. En allt
eru þetta hlutir sem mjög eru á
dagskrá í þeim fjölmiðlum í ná-
lægum löndum sem mest seljast.
Menn hafa verið að velta því
fyrir sér stundum, hve lengi menn
geti búist við því að halda þessari
sérstöðu. Alltaf öðru hverju hafa
íslensk blöð eða tímarit eins og
stigið yfir það ósýnilega strik sem
menn höfðu dregið utan um það
sem „býr hjarta nær“. En ekki
svo mjög og ekki svo oft að
beinlínis væri hægt að tala um
stefnubreytingu.
Þetta er að
breytast
Hér er þó ein undantekning á. í
mánaðarritunum glæsiprentuðu
sem byggja mjög á viðtölum við
þekkt fólk, hefur jafnt og þétt
verið sótt inn á einkamálasviðið.
Þetta er ekki mjög illkynjuð þró-
un að því leyti, að allt gerist með
samþykki þeirra sem spurðir eru.
Það neyðir þá enginn til að fcegja
hvers vegna þeir eða þær hafi
tekið saman við þennan eða
skilið við hina. Mönnum getur
fundist sjónarspilið óþarft eða
smekklaust - en menn geta, þeg-
ar einhver uppinn geipar um sín
kvennamál, hugsað með hagyrð-
ingnum:
hann er verstur sjálfum sér
og svo eru fleiri.
Hitt er svo lakara, þegar farið
er að túlka einkamálasprengjuna
sem eitthvað jákvætt og framfar-
asinnað, kannski eitthvað sem á
að vera.
Nú er úr
því bætt...
En þessa gætir til dæmis í við-
tali í tímaritinu Heimsmynd við
Valgerði Matthíasdóttur, þar
sem það er rifjað upp að í við-
tölum við aðstandendur Stöðvar
tvö gerðist það, „að í fyrsta sinn á
íslandi hefur spennandi ástarþrí-
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21
Aðgát skal höfð
hyrningur verið kunngerður og
nánast gerður upp á síðum tíma-
rita“. Viðtalshöfundur, Ólafur
Hannibalsson, segir á þá leið, að
með þessu móti hafi „nýr tími“
haldið innreið sína í íslenskan
fjölmiðlaheim. íslendingar hafi
eignast svokallaðar dægurhetjur,
en það er frægðarfólk „sem slúð-
urdálkahöfundar þrífast á og
ljósmyndarar hundelta hvert fót-
inál til að skjalfesta hver er með
hverjum, hvar hvenær og hversu
innilega". Síðan segir í viðtalinu:
„Hér heima er að sjálfsögðu
slúðrað um fyrirfólk ekki síður en
í öðrum löndum, en það slúður
rataði yfirleitt ekki á prent heldur
var sannnefnt baktal, sem fram
fór á vinnustöðum, götum og
gatnamótum, skemmtistöðum og
í stofunni heima. En nú var sem
sé úr þessu bætt og sýndist sitt
hverjum, sumir hneyksluðust og
fannst þetta smekklaust og gróft,
en öðrum fannst tími væri til
kominn að íslendingar opnuðu
sig, stigju út úr atvinnugervinu og
fegruðu sjálfsímyndinni og
ræddu opinskátt og hispurslaust
um átök sín í einkalífi, ekki síður
en því lífi, sem lifað er í almanna-
ásýnd.“
Að hrista upp
í lognmollu
Augljóst er hvert greinarhöf-
undur er að fara: honum finnst
það til hins betra að tala „opin-
skátt og hispurslaust“ um einkalíf
en stunda það sem hann kallar
„fegraða sjálfsímynd“ - sem eru
falleg orð yfir það athæfi að falsa
veruleikann. Og viðmælandinn,
Valgerður Matthíasdóttir, tekur
undir þetta fyrir sinn hatt. Hún
segir um þessi hin „einlægu“ við-
töl:
„Þegar ég kom heim frá námi
fannst mér ástæða til að hrista
svolítið upp í lognmollunni hér,
til dæmis með því að rjúfa þessa
hefð um stöðluð viðtöl við kunn-
ar persónur þar sem margt var
sagt, en enginn var nokkru nær
eftir en áður.“
Þessi málflutningur allur er
mjög hæpinn, ef ekki beinlínis
rangur.
Hvenær lýgur
hver að hverjum?
í fyrsta lagi eru menn ekkert að
„fegra sína sjálfsímynd" með því
að þegja í blöðum um sín einka-
mál. Þeir eru kannski fyrst og
fremst að sýna öðru fólki tillits-
semi: enginn er eyland, einkamál
svonefnd koma fleiri en einum
við. í annan stað geta menn ein-
mitt verið að fegra sína mynd
með hjali um sín einkamál: hver
ætlar að halda því fram, að menn
segi frekar satt þegar þeir eru að
tala um sín einkamál heldur en
þeir eru að tala um sín viðhorf til
stjórnmála, þjóðarkarakters eða
fiskveiðikvóta? Það er meira en
líklegt að menn ljúgi meir einmitt
um sín einkamál (meðvitað eða
ómeðvitað, það skiptir ekki
máli).
Lognmollu-
pytturinn
í annan stað: það hristir enginn
upp í lognmollu með einkamála-
skrafi. Það gerist ekkert merki-
legt við að venjulegt slúður, sem
fylgir mennskri kind á öllum tím-
um, flyst yfir í prentmiðla. Það
gerist hinsvegar annað: eins víst
að þeir sömu miðlar verði
ómerkilegri en áður. Það
breytast í þeim áherslur í þá veru,
að gægjugatsástríðan fær forgang
og gerist æ frekari og fyrirferð-
armeiri - meðan það vekur enn
síður en áður athygli, hvað frægð-
arfólkið hefur að öðru leyti til
reynslu— og viðhorfabrunns að
bera. Ef að alltof mörg viðtöl í
íslenskri blaðamennsku hafa ver-
ið, eins og Valgerður tekur fram
réttilega, orðmörg en þó þannig
að enginn var neinu nær en áður,
þá er það ekki vegna þess að í þau
hafi vantað einkamálaþáttinn.
Heldur er það fyrst og fremst
vegna þess, að blaðamenn hafa
staðið illa að verki, vaðið áfram
án þess að þekkja viðmælanda
sinn eða viðfangsefni hans, ekk-
ert gert til að hreyfa markvisst við
minni viðmælandans, ögra við-
horfum hans.
í hvaða heima
skal halda?
í þriðja lagi: Þótt einkamála-
viðtöl eins og þau sem tímarit
hafa haft við Jón Óttar, konu
hans og Valgerði Matthíasdóttur,
séu enn tiltölulega saklaus eða
meinlaus í þeim skilningi, að þau
eru enn á valdi viðmælendanna,
þá geta þau hæglega opnað leið til
annarra og verri heima. Opnað
fyrir samantektir þar sem blaða-
maðurinn er spíón og frægðar-
fólkið getur ekki varist neinu því,
sönnu eða lognu, sem hann til
tekur. Nema þá með einhverjum
kauðalegum ærumeiðingar-
réttarhöldum seint og síðarmeir.
Göngum hægt inn um þær dyr.
Dansað á landamærunum
Elísabet Jökulsdóttir:
Dans í lokuðu herbergi.
Reykjavík 1989.
Elísabet Jökulsdóttir kallast á
við hafið og eldinn í vöku og
draumi, stígur dans við ástina og
tregann og ofsann, særir fram
barnið í okkur og hjá okkur. Og
verða af þessu ýmisleg tíðindi og
misjöfn eins og verða vill.
í fyrsta bálkinum, þar sem
spunnið er stefið um barnið, þar
er margt blátt áfram fallega mælt,
til dæmis um lítil börn „sem fylla
tóm heimsins / með óvissu og
litum og vonum“. En þar getur
textinn líka dottið niður í hálf-
kauðalegt sálfræðislángur:
„Veruleikinn og draumurinn
komu saman / í mótsagnakennda
heild án þess að / litla barnið yrði
geðveikt.“
Það er margt að varast.
Líka það að láta undan ein-
hverskonar súrrealískri óráðsíu
sem réttlætir sig með því að allt
geti gerst, en endar kannski í ein-
hverri óvissu sem neitar að festa
sig við okkur: „Bros kattarins er
ótvírætt miðáð við lofthæð í
leikhúsi og tréð meiðir þögnina"
segir á einum stað („Afstaða").
Elísabet Jökulsdóttir. Mynd: Jim
Og í „Bréf“ er svo komið að
„Kettirnir reykja hass, drekka te,
önnum kafnir við súmeríska
orðaleiki“. Það er nefnilega það.
Ég snússa mig bara á meðan.
Smart.
Grunið mig um íhaldssemi, en
miklu betri og reyndar góðum ár-
angri skilar Elísabet þegar ein-
faldleikinn, sparsemin, úrdrátt-
urinn, ræður ríkjum í stuttum
ljóðum og marksæknum. Eins og
því sem nefnist „Eru eldfjöll
blá?“:
Auðvitad þori ég hvorki né vil
segja þér hvernig mér líður
En mér finnst ég vera fjall
og þú ert annað fjall.
Blátt.
Ég nefni til annað stutt kvæði,
„Verk fyrir áhorfendur" sem er
rúmgott fyrir lesandann, taki
hann tilboðinu sem í því felst:
Sviðið er leiksvið
Salurinn er þéttskipaður
áhorfendum
Ljósin eru slökkt og tjaldið
er dregið frá
Sviðið er autt
í tvo tíma...
Ekki svo að skilja. Elísabet á
fleiri strengi sem hljóma vel, eins
og í ljóði sem heitir „Dans á
vegg“ um stúlkuna sem dró fugl á
vegg, og berst hann við að hefja
sig til flugs. Þar er seilst til furð-
unnar með því öryggi sem heldur
þétt utan um feril myndanna frá
orði til orðs.
Árni Bcrgmann