Þjóðviljinn - 20.10.1989, Side 26

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Side 26
MYNDLIST Asmundarsalur v/Freyjugötu, Sig- urborg Stefánsdóttir, málverk. Til 23.10.16-20 virka daga, 14-20 helg- ar. Bókasafn Kópavogs, Rafn Stefáns- son, blýantsteikningar og málverk, 10-21 mán-fö, 11 -14 lau til október- loka. FÍM-salurinn, Kristinn G. Jóhanns- son, málverk, opn. lau kl. 16. Til 5.11. 13-18 virka daga, 14-18 helgar. Gallerí Borg, Torfi Jónsson, vatns- litamyndir frá Vestfjörðum. Til 24.10. 10-18 virka daga, 14-18 helgar. Gallerí Madeira, Evrópuferðum, Klapparstíg 25, Björgvin Pálsson, Ijósmyndastækkanir með Gumb- ichromat tækni, opn. lau kl. 17. Til 24.11. virka daga 8:30-18. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, 14-19 alla daga nema þri. Kaffistofa: Sigur- björn Eldon Logason, vatnslitamynd- ir. Helgi Jónsson sýnir vatnslitamyndir á göngum Landspítalans til 11.11. Kjarvalsstaðir, opið daglega 11-22. Til 22.10: Stefán Axel Valdimarsson, málverk. Erró, málverk. Listasafn ASÍ, Fréttaljósmyndir 89 (World Press Photo 89). Til 29.10. 16-20 virka daga, 14-20 helgar. Listasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- innalladaga11-17. Listasafn íslands opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17.Til5.11. yfirlitssýning á verkum Jóns Stefáns- sonar. Mynd októbermánaðar Svanir e/Jón, leiðsögnin Mynd mánaðarins fer fram í fylgd sérfræðings fi kl. 13:30. Aðgangur að sýningu og leið- sögn ókeypis og öllum heimill. Llstasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Norræna húsið, til 29.10: Kjallari, Björg Þorsteinsdóttir, olíukrítar- og vatnslitamyndir, 14-19 daglega. And- dyri, Öðruvísi fjölskyldumyndir, Ijós- myndire/ToneArstila, Jim Bengt- son, Frank Watson og Nönnu Bisp Búchert, 12-19 su, 9-19 aðra daga. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Valgarður Gunnarsson, málverk. Til 25.10.10- 18 virka daga, 14-18 helgar. Riddarinn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti, ÞingvallamyndirÁs- gríms. Helgar, þri og fi 13:30-16 fram í feb.1990. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/eftir samkomulagi. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11-16. Bogasalur: Ljósmyndin 150 ára- Saga Ijósmyndunar á ís- landi. Til nóvemberloka, aðgangur ókeypis. TÓNLIST Jasssveit F.Í.H. flytur ný verk eftir finnska hljómsv.stj. píanóleikarann og tónskáldiö Jukka Linkola lau kl. 16 í sal Félags íslenskra Hljómlistar- manna að Rauðagerði 27. Stjórnandi er Jukka Linkola, sveitina skipa Björn Thoroddsen, Gunnlaugur Briem, Stefán Stefánsson, Sigurður Flosa- son, Kjartan Valdimarsson, Össur Geirsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Sæbjörn Jónsson, Reynir Sigurðs- son og Martin van der Valk. Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tónleika í Listasafni íslands mán kl. 20:30. Síðari hluti einleikaraprófs Önnu M. Magnúsdóttursembal- leikara, á efnisskránni Svíta í a-moll eftir L. Couperin, Toccata Settima í d-moll eftir Frescobaldi, Ms. Magnús- dóttir's Maggot eftir John Speight (frumflutningur), Svíta eftir Forqueray og Partíta í e-moll eftir J.S. Bach. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. HljómsveitTónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Háteigs- kirkju sunnud. Á efnisskránni er Sin- fónía nr. 6 eftir Haydn og Sinfónía nr. 2 eftir Schubert. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og standa í um klst. Stjórnandi er Kjartan Öskarsson. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Kirkjukór Ólafsvíkur heldur tónleika í Ólafsvíkurkirkju su kl. 17. Á efnis- skránni eru stutt kórverk eftir William Byrd, Schútz, Elgar, Fauré, Þorkel Sigurbjörnsson og Pítoni. Hljóðfæra- leikuráflautu, klarinet, básúnuog píanó tekur við af kórverkunum og m.a. fluttir þættir úr verkum eftir T ele- mann, Brahms og Rachmaninov. Að lokum verða sungin íslensk kórlög, m.a. eftir kórfélaga. Stjórnandi kórs- ins er Elías Davíðsson organisti, undirleik og flutning einleiksverka annast Guðmundur Norðdahl, Valva Gísladóttir, Michael Jacques og Elías Davíðsson. Aðgangurerókeypis. Tónlistarhátið verður á Hótel íslandi sunnudag og hefst kl. 19 fyrir matar- gesti, Lúðrasveitin Svanur leikur við móttöku gesta og Árni Elvar á meðan á borðhaldi stendur, en kl. 21 hefjast tónleikar sem standa til 01 og selt inn á þá sérstaklega fyrir aðra en matar- gesti. Fram koma Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari, Ólöf Kol- brún Harðardóttir sem syngur við undirleik Jóns Stefánssonar, Jasss- veit FÍH undir stjórn Jukka Linkola, Sálin hans Jóns míns, Bachmann Möller Bernburg, félagar úr Fél. Harmonikkuunnenda, Bubbi Mort- hens, Strax, BjartmarGuðlaugsson, T regasveitin og Ríó T ríó, sem jafn- framt annast veislustjórn. LEIKLIST Afþýðulelkhúsið, ísaðar gellur, su kl. 16. Frú Emilia, Skeifunni 3 c, Djöflar, í kvöld og lau 20:30. íslenska Óperan, Brúðkaup Fígar- ós, lau kl. 20, síöasta sýn. Litla leikhúsið, Gerðubergi, Regn- bogastrákurinn. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ, Grímuleikur, lau og mán 20:30. Þjóðleikhúsið, Oliver! í kvöld kl. 20, lauogsu kl. 15ogkl.20. ÍÞRÓTTIR Handbolti. 1 .d.kv. Víkingur-Grótta fös kl. 20.15, Valur-KR lau. kl. 16.30, FH-Stjarnan sun kl. 16.30.2.d.ka. Fram-ÍBK fös. kl. 19, Selfoss-Þór lau. kl. 14, FH b-Þórsun. kl. 14.3.d.ka. Haukar b-Stjarnan sun. kl. 17.45, (R b-Víkingur b sun. kl. 14, KR b-UMFÖ sun.kl. 15.15. HITT OG ÞETTA MÍR Vatnsstíg 10, kvikmyndasýn. su kl. 16, Níu dagar af einu ári, ein af síðustu myndum Mikahíls Romm, fullgerð 1962. Myndin fjallar um kjarnorkuvísindamenn og ábyrgð þeirra gagnvart öllu mannkyni. Mynd- in er talsett á ensku, aðgangur öllum heimill. Eskf irðingar og Reyðfirðingar í Reykjavík og nágrenni halda sitt ár- lega kaffisamsæti fyrir eldri sveitunga su kl. 15 í Sóknarsalnum, Skipholti 50 a. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Raunir þingfréttaritara Nú er búið að leggja fram frumvarp til nýrra útvarpslaga og samkvæmt því á að leggja niður útvarpsráð. í þess stað á að koma framkvæmdaráð sem skipað verður með allt öðrum hætti og á það bæði að útrýma útvarpsráði og draga úr völdum útvarps- stjóra. Útvarpsráð ætlar ekki að gera það endasleppt og nú í vikunni voru ráðsmenn einhuga í því að veitast að Ingimar Ingimarssyni þingfréttamanni Sjónvarps. Krafðist hið þverpólitíska ráð þess að téður Ingimar fengi ann- að hvort yfirfrakka, eins og sagt er í handboltanum, eða yrði vikið af leikvelli ella. Það væri allsendis ófært að hann sæi einn um þing- fréttir á komandi vetri. Satt að segja á ég dálítið erfitt með að skilja hvað það er sem sameinar annars afar sundurleitt útvarps- ráð í fordæmingu á Ingimar Ing- imarssyni. Ég hef ekki séð að hann sé svo mjög frábrugðinn forverum sínum í þingfréttunum. Varla er það hlutdrægni sem veldur hræringum ráðsins, ráðs- menn hafa hingað til ekki sýnt þá faglegu dómgreind að sameinast um að mótmæla því þegar frétta- menn draga augljóslega taum einhvers í fréttum. Ekki man ég eftir því að ráðið ályktaöi mjög stíft eftir að fyrrverandi þingfrétt- aritari, Ingvi Hrafn Jónsson, hafði með aðstoð Halls Halls- sonar rannsóknarblaðamanns strokið Alberti Guðmundssyni um bak og kvið í beinni útsend- ingu. Og er það þó eflaust eitt frægasta dæmi úr seinni tíma fjöl- miðlun á íslandi um það hvernig ekki á að tala við pólitíkusa. Mér hefur fundist stíll Ingimars hafa sama megineinkenni og ann- arra þeirra sem annast um þing- fréttir í sjónvarpi: hann er of feiminn við að ganga nærri við- mælendum sínum, leyfir þeim að komast upp með að svara spurn- ingum illa, út í hött eða alls ekki, og grípur ekki lausa enda sem póiitíkusar missa einatt frá sér. Hins vegar er Ingimar alveg laus við það sem kollegar hans á Stöð 2 eiga oft til, semsé að sýna við- mælendum sínum frekju, hroka og yfirgang, gefa fólki engan séns á að svara af neinu viti því sem um er spurt. Feimnin veldur því að stjórnmálamenn geta farið sínu fram, hagrætt öllu sem þeir óska og falið það sem þeir vilja fela. Hrokinn og frekjan breyta við- tölum hins vegar í marklaust karp og hanaslag sem enginn græðir á nema hugsanlega stjórnmála- maðurinn sem fær samúð al- mennings. í hvorugu tilvikinu næst það sem á að vera markmið þingfrétta: að upplýsa almenning um það sem er að gerast á þingi og varpa ljósi á viðhorf og af- stöðu þingmanna. Þingfréttir hafa þróast veru- lega á síðustu árum, jafnvel meira en aðrar tegundir frétta. Hvað á að gera um helgina? Mynd: Jim Smart Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur „Ég verð að skemmta eins og fyrri helgar," sagði Jóhannes Kristjáns- son þegar Nýtt Helgarblað forvitnaðist um helgaráform þessa lands- kunna skemmtikrafts. Hann sagðist verða á einni skemmtun í Reykja- vík á föstudeginum, en á laugardeginum myndi hann skemmta björg- unarsveitarmönnum á Húsavík. „Ég ætla síðan að reyna að koma mér heim á sunnudaginn og lunginn úr þeim degi fersennilega í það. Þetta verður púravinnuhelgi eins og aðrar helgar hjá mér,“ sagði Jóhannes, eða var það Ólafur Ragnar eða Steingrímur? Námskeið í Bridge eru að hefjast í menningarmiðst. í Gerðubergi. Átta vikna byrjendanámskeið hefst 25.10. kl. 20. Átta vikna námskeið fyrir lengra komna 23.10 kl. 20. Kennslu- gjald 4000 kr. 10% afslátturfyrirhjón. Dregið hefur verið í verðlaunaget- raun Þjóðleikhússins, vinninga hlutu Steinn Sigurðarson Vogarseli 7, Rvík, Magnús S. Kristjánsson, Efsta- sundi27, R, Hlíf Jónsdóttir Unnarb- raut 28, Seltjarnam. Halldóra Geirs- dóttir Hátúni 10 a, R og Friðrik Guð- jónsson Barmahlíð 37, R. Verðlaunin eru tveir miðar á einhverja sýningu leikhússins í vetur og geta vinnings- hafar gefið sig fram við miðasölu þeg- ar þeir vilja fara í leikhúsið. Félag eldrl borgara í Reykjavík og nágrenni, Göngu Hrólfur hittist á morgun kl. 11 að Nóatúni 17, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 su kl. 14. Frjálst, spil og tafl, dansaðfrá kl. 20. Útivist, dagsferð su kl. 13: Köldu- námur- Lambafellsgjá, gönguferð á svæðinu Kleifarvatn-Trölladyngja. Helgarferð: Fjallaferð um veturnætur - óvissuferð. Þær hafa losnað úr viðjum þess að vera einskonar lögbirtingur hins opinbera þar sem ekki mátti segja frá neinu nema því sem augljóslega sást á yfirborðinu. í þeirri þróun á fréttastofa útvarps- ins stærstan þátt og þó enginn frekar en Atli Rúnar Halldórs- son. Hann fór inn á þá braut að skyggnast á bakvið framhliðina sem stjórnmálamenn allra flokka vildu halda að almenningi, greina frá flokkadráttum og átökum innan flokka og ríkisstjórna. Við- þetta losnaði mjög um allan frétt- aflutning af íslenskum stjórnmálum. Á hinn bóginn hefur aukin samkeppni, einkum milli ljósvak- amiðlanna, leitt til þess að við fáum miklu nánari fréttir af því sem þingfréttaritarar telja „skemmtilegt" eða „söluvæn- legt“ en því sem skiptir okkur kannski miklu meira máli. Þing- fréttamenn eru oft svo uppteknir af því að segja okkur fréttir af innanflokksátökum eða deilum ráðherra að heilu stórmálin sem geta valdið tímamótum f lífi þjóð- arinnar sigla hljóðalaust í gegn- um þingið. Auðvitað er það hlutverk fjöl- miðla að upplýsa almenning um það sem gerist á bak við tjöldin og veita þingmönnum aðhald ef þeir fara yfir strikið í brennivíns- kaupum og veislugleði. En það má ekki vera á kostnað málefna- legrar umfjöllunar um þau þing- mál sem varða þjóðina mestu. En ég er ennþá að velta því fyrir mér hver er glæpur Ingimars Ingimarssonar að mati hins ein- huga útvarpsráðs. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. október 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.