Þjóðviljinn - 17.11.1989, Side 5

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Side 5
Mynd: Kristinn Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins Ný heimsmynd Nýr gmndvöliur Nýir tímar Morgunstund á bökkum fljóts- ins mikla sem harður vetur hefur bundið klakaböndum. Kuldinn hefur drepið í dróma sérhvert líf og gróður. Bak við fjöllin er sólin hulin langa vetrardaga. Tímans elfur virðist standa kyrr en undir- niðri býr þó hulinn kraftur. Biðin eftir birtu og yl virðist aldrei ætla að taka enda. Þá gerist það í skyndi árla dags að sólin brýst fram ofar fjallsins brúnum. IGakaböndin bresta á skammri stundu. Fljótið flæðir fram og fyllir farveg sinn á ný. Gróðurmoldin fyllist ferskum krafti. Birta sólar boðar vor að nýju. Heimurinn allur klæðist öðrum búning. Myndin verður hrein og tær í okkar huga. Ver- öldin sjálf hefur tekið stakka- skiptum. Tímamót Við lifum nú á vormorgni nýrr- ar sögu. Gömlu klakaböndin eru brostin. Ný heimsmynd birtist við dagsbrún. Gömul gildi hverfa og nýjar leiðir opnast á degi hverj- um. Sérhver maður og heilar þjóðir finna að í brjósti hvers og eins býr þráin sterka til að ganga nýjar götur. Hið kalda stríð hefur runnið sitt skeið á enda. Járnhælarnir slá ekki lengur taktinn í kapphlaupi vígbúnaðarins. Hinn vopnaði friður hefur glatað sínu gildi. Múrinn mikli opnaðist á einni morgunstund og fjöldinn streymdi um stræti og götur. Verðir sem í aldarfjórðung höfðu borið byssustingi voru nú með blóm í hendi. Frelsið og lýðræðið voru ekki lengur fjarlægur draumur heldur lofsöngur þús- undanna á öllum torgum. Á degi hverjum birtast okkur myndir og frásagnir af raunveru- legum atburðum sem fyrir fá- einum vikum hefðu talist draum- sýn um framtíðarheim. Heimur er í sköpun. Heimsmyndin nýja krefst hugdirfsku og áræðis. For- sendur fyrri tíma glata gildi sínu á einni nóttu. Já, heimur í sköpun, en einnig heimur í hættu. Hið tryllta kapphlaup fram- leiðslu og gróða hefur skapað nýja ógn við allt það sem við telj- um gæði daglegs lífs. Ósonlagið sem um aldir hefur verið vemdar- hjúpur jarðarinnar eyðist nú með meiri hraða en nokkurn grunaði fyrir aðeins fáum árum. Tröll- aukin markaðsöfl iðnríkjanna miklu em að umbylta hitastigi jarðar, þróun sem kennd hefur verið við hitasvækju gróðurhús- anna. Haldi svo fram sem horfir blasir við okkur hryllingsmynd að skömmum tíma liðnum. Svo kynni að fara að á öðram áratug næstu aldar minni Evrópa sunn- anverð á eyðimörk, að hinir víð- feðmu akrar Bandaríkja Norður- Ameríku, öflugasta fæðuforða- búr mannkynsins, verði orðnir að sviðinni jörð, að jöklamir bráðni og hafsborðið lyftist og færi í kaf fjölmenn byggðarlög sem nú era blómleg og allir töldu öragg heimkynni þar til fyrir skömmu. Auðhringir ráðast að regn- skógum Suður-Ameríku og rjúfa mikilvægasta hlekkinn í lífkeðju jarðarinnar. Súrt regn fellir lauf og gróður um lönd og álfur. Dómur reynslunnar Lofsöngurinn um gæði hins óhefta gróða hefur snúist í and- hverfu sína, örvæntingaróp vegna örlaga mannkynsins alls. í áratug hefur frjálshyggjan, sem kennd er við Hayek og Friedman og birtist í verki í valdatíð Reag- ans og Thatchers verið grand- völlur að kröfu aflanna til hægri um forræði í landsstjórn og þjóð- málum. Stefna þeirra fékk tíma til að sanna gildi sitt og getu. Ekki aðeins í Bretlandi og Bandaríkj- unum heldur einnig hér. Dómur reynslunnar blasir nú við á spjöldum sögunnar. Járnfrúin sterka riðar nú tii falls, vaxta- kapphlaup og verðbólga naga stoðir framleiðslunnar. George Bush tók í arf þverbrestina frá valdatíð Ronalds Reagans. Skuldir Bandaríkjanna era orðn- ar að efnahagslegu hyldýpi. Kauphöllin titrar af ótta við yfir- vofandi hrun. Pappírsgróði verðbréfasjóðanna, braskið með einingarbréfin í kaupþingum Wall Street, hefur reynst án inni- stæðu í framleiðslukerfi landsins. í stað þeirrar gósentíðar sem frjálshyggja Reagans lofaði am- erískum almenningi era jap- önsku stórfyrirtækin orðin hand- hafar veðanna. Þau kaupa nú þrotabúin hvert af öðru, hin hei- lögu vé Rockefeller Center og Columbia Pictures eru nú með heimilisfang í Tokyo miðri. Á íslandi eignaðist fagnaðar- boðskapur gróðahyggjunnar einnig sína eimreið. Hún branaði fram með nýja forystu Sjálfstæð- isflokksins í stjórnklefanum. Frá árinu 1983 hófst fimm ára tilraun peningahyggjunnar með íslenska hagkerfið. Lærisveinar Thatc- hers og Reagans í forystu Sjálf- stæðisflokksins fengu forræði yfir ráðuneytum fjármála og við- skipta, iðnaðar og verslunar og loks forsætið sjálft að loknum síð- ustu kosningum. Fimm ára for- ysta. Dómur reynslunnar um forræði frjálshyggjunar. Fimm örlagarík ár Fimm ára forræði Sjálfstæðis- flokksins færði útflutningsgreinar íslendinga fram á heljarbrún. Fimm ára forræði Sjálfstæðis- flokksins færði í fyrsta sinn í 30 ár að bæjardyram okkar hættuna á atvinnuleysi tugþúsunda. Fimm ára forræði Sjálfstæðis- flokksins skóp trylltan vaxtadans á mörkuðum peninga og papp- írsgróða. Fimm ára forræði Sjálfstæðis- flokksins gróf hyldýpi milli höf- uðborgar og landsbyggðar. Fimm ára forræði Sjálfstæðis- flokksins skildi eftir sig bruna- rústir gjaldþrota um atvinnulífið þvert og endilangt. Fimm ára forræði Sjálfstæðis- flokksins drap nýsköpun í dróma í sjávarútvegi og iðnaði, fram- leiðslu og útflutningi. Þá var gós- entími pappírsgróðans meðan líf- æðar framleiðslukerfisins vora skomar sundur, krafturinn þvarr úr hagkerfinu öllu. Fimm ára forræði Sjálfstæðis- flokksins endaði í stórslysi á miðri þjóðbraut íslendinga. Sár- in vora mörg og djúp. Blóðtakan mikil. Eimreið frjálshyggjunnar hafði branað um ísland allt. Á elleftu stund er hyldýpið sjálft var á næsta leiti stökk hin unga eimreiðarforysta Sjálfstæðis- flokksins úr stjórnklefanum og aðrir fengu það hlutaverk að taka í hemlana. Já, heimsmyndin gamla hefur hlotið harðan dóm. Bæði hér og víða í veröldinni. Á degi hverjum birtist nýr vitnisburður. Tog- streitan milli miðstýrðrar ríkis- forsjár þar sem flokksræðið gerð- ist alvaldur í daglegu lífi og firjáls- hyggjunnar þar sem kapphlaup um gróðann og taumlaus mark- aður mótuðu lífssýn alla og at- hafnir hversdagsins - þessi tog- streita hefur nú hlotið sinn stóra dóm - báðum í óhag. Sú harð- stjórn sem sovéski herinn kom á fót í löndum Austur-Evrópu og reist var á rústum heimsstyrjaldar hefur nú blessunarlega rannið sitt skeið á enda. Hagkerfi hinnar stalínísku miðstýringar riðar nú til falls. Ný heimsmynd Heimsmyndin nýja er veröld lýðræðis og jafnaðar, manngildis og samhjálpar. Hún birtist nú óðum með bjarma af nýjum degi. Mannkynið allt skynjar æ betur að örlög okkar allra eru samofin. Hugsjónin um jafnrétti og bræðralag er og verður skærasta leiðarljósið inn í nýja öld. Frjálsir menn í þúsund löndum þurfa nú að taka höndum saman í nýju verki. Sá akur er í senn okkar garður og heimsins alls. Flokkur sem er skapandi hreyfing hikar aldrei við að líta heiminn nýjum augum. Flokkur sem er skapandi hreyfing kveinkar sér aldrei undan lærdómum reynslunnar. Flokkur sem er skapandi hreyfing hleypur ekki frá erfiðum verkum. Fyrir rösku ári síðan tókum við þá ákvörðun að stöðva tortíming- areimreið frjálshyggjunar í ís- lensku þjóðfélagi. Á fáeinum dögum var lagður grundvöllur að nýrri landsstjórn sem tók við því erfiða verki að sauma saman sár- in eftir fimm ára forræði Sjálf- stæðisflokksins í þjóðmálum ís- lendinga. Verkið hefur vissulega verið torsótt, enda sárin dýpri en nokkurn grunaði. Við erfið skil- yrði höfum við í tvö misseri staðið í björgunarstarfinu miðju. Minnkandi sjávarafli og brestir í verðlagi á erlendum mörkuðum hafa gert þrautina þyngri en nokkru sinni í 30 ár. í*að þarf að leita allt aftur til ársins 1950 til að finna þrjú samfelld samdráttarár í íslensku hagkerfi. Afleiðingar frjálshyggjunnar, fimm ára for- ræðis Sjálfstæðisflokksins, hafa ásamt hinum erfiðu ytri skilyrð- um reynt meira á þolrifin í lands- stjórninni og í fólkinu í landinu en við höfðum þekkt i áratugi. Engu að síður getum við í dag litið verulegan árangur þessa björgunarstarfs. Blóðtakan hefur verið stöðvuð og sárin hafa verið saumuð saman. Nú er brýnt að þau fái að gróa á ný hægt og ör- ugglega svo íslensk þjóð geti not- ið efnahagslegs stöðugleika og lagt nýjan grundvöll að bættum lífskjörum og auknum jöfnuði með landsmönnum öllum. Nokkrar staðreyndir Nokkrar staðreyndir tala skýra máji um árangur þessa fyrsta árs: Útflutningsgreinar sem áður vora á heljarþröm era nú smátt og smátt að fá nýjan þrótt. Raun- gengisbreyting á þessu ári hefur skapað ný og betri rekstrarskil- yrði. Stöðvun sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækja um landið allt er ekki lengur yfirvofandi. Þess í stað sýna mörg þeirra nú afgerandi bata. Gengisþróun hef- ur senn náð því stigi að það sam- ræmist sanngjörnu mati á eðli- legum rekstrarskilyrðum. Það reynir því senn á fyrirtækin sjálf og stjórnendur þeirra að bjarga sér af eigin rammleik. Hin geigvænlega þensla sem drottnaði á höfuðborgarsvæðinu öllu og ár af ári gróf dýpri gjá milli suðvesturhornsins og lands- byggðarinnar hinnar hefur nú að mestu horfið. Nýtt jafnvægi er að festa rætur. Þessi jákvæða breyting hefur eðlilega skapað minni eftirspurn eftir störfum í verslun og viðskiptum. Það þurfti að flytja starfskraftana yfir til atvinnugreina í útflutningi og framleiðslu. Okkar smáa þjóð nær aldrei að bæta sín lífskjör til lengdar ef áherslan á eyðsluna er útflutningnum og framleiðslunni sterkari. Hinn tryllti vaxtadans er ekki lengur stiginn á gráum markaði nýrra verðbréfafyrirtækja. Aug- lýsingamar um gylliboðin frá kaupþingum verðbréfagróðans fylla ekki lengur fjölmiðlana kvöld eftir kvöld eða heilsíður dagblaðanna viku eftir viku. í staðinn er komin ný spamaðar- sókn þar sem sjóður landsmanna sjálfra er í fararbroddi. Þúsundir Setningarrœða á 9. landsfundi Alþýðu- bandalagsins 16. nóvember 1989 Föstudagur 17. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.