Þjóðviljinn - 17.11.1989, Síða 8

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Síða 8
Helgarveðrið Horfur á laugardag: NA-átt og vægt frost um mest allt land. Él víöa við strendur landsins, síst V-lands. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. nóvember 1989 Horfur á sunnudag: Hæg breytileg átt og bjart veður víðast hvar. Þó líklega V-strekkingur við N-ströndina síðdegis. Nokkurt frost inn til landsins en hiti nálægt frostmarki við sjóinn. Og ekki orð um það meir! Fyrirbæri úr djúpinu Jóhanna Bogadóttir sýnir að Kjarvalsstöðum „Þetta eru fyrirbæri sem sækja á mig, sum hvað eftir annað og árum saman, og geta haft margræða merkingu. Eins konar frummyndir eða erkitýpur um manninn, náttúrukraftinn, lífið, dauðann og upprisu eða flug í óeiginlegri merkingu." Eitthvað á þessa leið sagði Jóhanna Boga- dóttir þegar hún sýndi okkur málverk og teikningar sem hún var að hengja upp í Vest- ursal og anddyri Kjarvalsstaða í vikunni. Jó- hanna hefur notið starfslauna sem borgarlista- maður síðasta árið, og er sýningin afrakstur þess tíma og reyndar síðustu þriggja ára, en þrjú ár eru síðan Jóhanna hélt síðast einkasýn- ingu í Reykjavík. Myndir Jóhönnu eru ólgandi af tilfinninga- hita sem fyrr, en miðað við síðustu sýningu eru verk hennar nú fyllri í sér og heitari í lit um leið og formin verða óhlutbundnari og meira í lík- ingu við eins konar frummyndir sóttar djúpt í undirvitund mannsins, sem geta orðið býsna áleitnar. Jóhanna sagðist hafa dvalið í A-Skaftafells- sýslu síðastliðið sumar og sótt áhrif og kraft í skaftfellska jökla og gljúfur. „Áhrifa frá Indlandsferð minni fyrir ári gætir líka í nýjustu myndunum, en það ferðalag var svo yfirþyrmandi reynsla að ég er fyrst að byrja að geta unnið úr henni núna eftir eitt ár.“ Sýning Jóhönnu að Kjarvalsstöðum verður opnuð á laugardag kl. 14 og verður síðan opin alla daga kl. 11-18 til 3. desember. -ólg Jóhanna Bogadóttir með nokkrum verka sinna á sýning- unni að Kjarvalsstöðum. Ljósm. Kristinn. Helgarblað Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: ÞrösturHaraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla:@68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð: í lausasölu 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Orsök og afleiðing Á öllum vettvangi tilverunnar er mikilvægt aö reyna að gera sér grein fyrir muninum á orsökum og afleiðingum, skilja sög- una til að geta skapað fyrir framtíðina. Það eitt að skoða stað- reyndirnar, lýsa niðurstöðum, getur hæglega leitt til rangrar stefnumótunar, ef forsendur eru ekki Ijósar, orsakir skýrar. í setningarræðu sinni við upphaf 9. landsfundar Alþýðu- bandalagsins í gær fórust formanni flokksins, Ólafi Ragnari Grímssyni, orð á þennan veg: „Heimur er í sköpun. Heimsmyndin nýja krefst hugdirfsku og áræðis. Forsendur fyrri tíma glata gildi sínu á einni nóttu. Já, heimur í sköpun, en einnig heimur í hættu.“ Þessi vel völdu, hnitmiðuðu orð eru kjarninn í boðskap þeim sem formaðurinn túlkaði síðan í máli sínu. Hann skilgreindi atburði síðustu daga, vikna og mánaða í Austur-Evrópu og fagnaði þeim lífsþrótti sem nú á í vændum vaxtarrými í samfé- lögum lýðræðis og jöfnuðar. Á sama hátt fordæmdi hann frjáls- hyggjuna og minnti á afleiðingar hennar hérlendis og á alþjóða- vettvangi. Ólafur Ragnar Grímsson skyggndist á bak við atburðina með augum hins reynda stjórnmálakönnuðar og þátttakanda. Hon- um er vel lagið að skilgreina þætti sem líklegir eru til að villa okkur sýn, ef við áttum okkur ekki á muninum á orsökum og afleiðingum í stjórnmálunum. Hvað stýrir efnahags- og menningarþróun í heiminum? Eru það einstakir atburðir, eins og hrun Berlínarmúrsins, eða kannski djarfar ákvarðanir forystumanna? Svarið er í báðum tilvikum nei. Þótt vinnuvélstjórarnir sem sundra Berlínarmúrnum vinni gott starf, er ofrausn að þakka þeim niðurrifið. Og það er á sama hátt villandi að heiðra ákveðna persónuleika austan tjalds og vestan fyrirframsýni og kjark. Orsök framfaranna eru hugmyndir sem ræddar eru og fá að þróast. Afleiðingin er snjallir forystumenn, réttar ákvarðanir, afdrifaríkir atburðir. Ólafur Ragnar Grímsson og aðrir leiðtogar í heimi stjórnmálanna teljast á þann hátt til afleiðinga en ekki orsaka. Formaður Alþýðubandalagsins vék reyndar sjálfur að þess- um sannleika í ræðu sinni og sagði: „Flokkur sem er skapandi hreyfing hikar aldrei við að líta heiminn réttum augum. Flokkur sem er skapandi hreyfing kveinkarsér aldrei undan lærdómum reynslunnar. Flokkursem er skapandi hreyfing hleypur ekki frá erfiðum verkum.“ Þessi ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar bera vitni um traust hans og skilning á úrslitaþýðingu stjórnmálaflokkanna. Þeir hafa tekið að sér eitt grundvallarhlutverk lýðræðisþjóðfé- laganna, eru sjálfboðaliðasamtök ábyrgra smiða í því ef svo má að orði komast. í deiglum flokkanna eru málmarnir bræddir, hamraðir og þeim komið í nýtanlegt form, samfélaginu öllu til heilla. Allir sem tekið hafa þátt í pólitísku starfi kannast við andrúms- loft smiðjunnar. Þar verða slíkar sveiflur í hitastigi, hljómum og þef, að sumir hrökkva undan þegar mest gengur á. En slíkt er öðrum þræði eðli allrar smíði. Formaður Alþýðubandalagsins sagði í niðurlagi ræðu sinnar: „í flokki okkar eru og eiga að vera margar vistan/erur. Hann verður aldrei breiðfylking án þess að umburðarlyndi og fjöl- skrúðug lýðræðisleg umræða fái að njóta sín til fullnustu. Eng- inn okkar er handhafi sannleikans. Við eigum öll að bera virð- ingu fyrir leit hvers annars.“ Setningarræða Ólafs Ragnars Grímssonar er birt í heild hér í Þjóðviljanum í dag. Hún er þarft lesefni öllum þeim sem vilja átta sig á helstu atriðum nútíma stjórnmála, á íslandi og í umheiminum. Augljóst er af boðskap formanns Alþýðubanda- lagsins hve mjög hann lítur til framtíðar, hve hátt hann skipar þeirri kröfu að við búum börnum okkar betri heim. Inntak sósíalismans er þessi skilgreining á veruleika fortíðar og samtíma og áætlun um framtíðina. Aðrar stjórnmálahreyf- ingar reyna tíðum að líkja eftir þessari vinnuaðferð. En grund- völlur aðferðarinnar er upp sprottinn í sósíalismanum. Hug- myndaforði hans er orsökin. Einn mesti sigur hans er þessi afleiðing, þetta landnám í hugum jarðarbúa í fjölmörgum flokk- um, krafan um betri heim, meiri jöfnuð, - réttlæti. aht

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.